Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 43
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 43 FYRSTI æskulýðsfundur vetrarins verður í kvöld kl. 20. Húsið verður opnað kl. 19.30 og geta unglingarnir spilað borðtennis, pool eða haft það gott þar til dagskráin hefst. Í vetur verður afar fjölbreytt dagskrá. Má þar nefna ratleiki, videokvöld, bibl- íumaraþon og kristntiboð, auk leikjaþrautakeppni og bandímóts. Fyrsti gestur unglingadeildarinnar er hinn kunni söngvari, Þorvaldur Halldórsson, sem er nýráðinn af Reykjavíkurprófastsdæmunum til að styrkja safnaðarstarfið. Æsku- lýðsstarf Digraneskirkju er í náinni samvinnu við KFUM og K. Það hef- ur reynst heilladrjúg samvinna. Á fimmtudögum í vetur verða bænastundir kl. 12. Það er nýbreytni og vonast til að einhverjir sjái sér fært að nota hluta úr hádeginu til bænagjörðar. Fyrir bænastundirnar leikur Kjartan Sigurjónsson organ- isti. Bænaefnum má koma til kirkju- varða og presta. Frá Grafarvogs- kirkju STARF eldri borgara hefst með haustferð sem farinn verður fimmtu- daginn 20. sept. Fararstjóri er Jón Böðvarsson. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl.10:30. Farið verður um Suðurnes, Svartsengi skoðað og snæddur þar léttur hádeg- isverður. Keflavíkurkirkja skoðuð og þar verður drukkið síðdegiskaffi. Komið verður til baka um kl.16:30. Vetrarstarfið hefst svo þriðjudag- inn 25. sept. kl.13:30. Kyrrðarstundir hefjast miðviku- daginn 19. sept. kl.12:00 með fyrir- bænum og altarisgöngu. Léttur há- degisverður á vægu verði. Samvera eldri borgara í Laug- arneskirkju NÚ hefjast samverur eldri borgara í Laugarneskirkju að nýju eftir sum- arhlé. Við byrjum leikinn fimmtudaginn 20. september kl. 14 og hittumst svo hálfsmánaðarlega alltaf á sama tíma. Samverur okkar eru jafnan hæfileg blanda af fróðleik og gríni, helgi og gamanmálum að ógleymdum veit- ingunum sem fram eru bornar kl. 15. Nú á fimmtudaginn mun Þórir S. Guðbergsson rithöfundur fjalla um bók sína „Lífsorka og létt lund“ og segja í stuttu máli frá hugsjónum sínum varðandi líf á efri árum. Það er Þjónustuhópur Laugarnes- kirkju sem hefur veg og vanda af starfinu ásamt Sigríði Finnboga- dóttur kirkjuverði, Gunnari Gunn- arssyni organista og sr. Bjarna Karlssyni sóknarpresti. Á samver- um vetrarins munum við ekki síður höfða til karla en kvenna og leitast við að láta allt fólk finna sig sem best heima í safnaðarheimilinu og hvetj- um því eldri borgara í Laugarnes- hverfi eindregið til að fjölmenna á fyrstu samverustundina og komast strax á bragðið. Foreldramorgnar í Neskirkju VETRARSTARF Neskirkju er að hefjast og þar með starfsemi For- eldramorgna eins og undanfarna vetur. Á Foreldramorgnum hittast mæð- ur, feður, vinir og vandamenn með börnin og eiga þar notarlega stund saman. Fræðsla er í annað hvert skipti en kaffi og spjall þess á milli. Fræðslan er fjölbreytt og er gefin út dagskrá í byrjun vetrar. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessar sam- verustundir en þær eru á miðviku- dögum kl. 10 til 12. Umsjón með starfinu hefur Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.-6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffi- veitingar og samræður. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn kemur saman kl. 11-12. Spjallað yfir kaffibolla, heilsupistill, létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er í kirkjunni kl. 12. Orgelleik- ur og sálmasöngur. Stundina annast sóknarprestar, djákni og organisti. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests og djákna í Langholts- kirkju. Sími kirkjunnar er 520-1300. Kærleiksmáltíð; matarmikil súpa, margskonar álegg og brauð er til reiðu kl. 12.30. Verð veitinga er kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13-16. Tekið í spil, upplestur, málað á dúka og keramik. Kaffi og smákökur. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10-15.30 fyrir börn í 1.-4. bekk. Umsjón hafa guðfræðinemarnir Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Gunnar Steingrímsson og Ása Björk Ólafs- dóttir. Fyrsti fermingartími vetrar- ins kl. 19.15. Sóknarprestur kennir ásamt guðfræðinemunum Eygló Bjarnadóttur og Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur. Unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20. Fulltrúar kirkju og félagsmið- stöðvar Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Andri Bjarnason og Sólveig Halla Kristjánsdóttir sjá um fjörið. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin. Skráning í síma 511-1560. Bænamessa kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Mæður og feður eru velkomin að koma og taka þátt í samveru fram undir hádegi með börnum sínum. Helgistund fyrir litlu börnin verður kl. 11. Eldri barnastarf KFUK og Digraneskirkju kl. 17. Eldri barna- starf KFUM kl. 17. Kl. 20 verður æskulýðsfélag KFUM&K og Digra- neskirkju. Þar verður Þorvaldur Halldórsson í léttri sveiflu með helgri alvöru. Allir eru velkomnir. Grafarvogskirkja. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7-9 ára kl. 18-19. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.-9. bekk kl. 20-22. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10- 12 ára börnum TTT á sama stað kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Álftanes. Foreldramorgnar í Hauks- húsum kl. 10-12 í dag. Heitt á könn- unni. Hlökkum til að sjá ykkur. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafund- ir verða í Lágafellsskóla alla mið- vikudaga frá kl. 13.30-15. Keflavíkurkirkja. Kynningarfundur á alfanámskeiðum kl. 19-22. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Grunnfræðsla kl. 20, þar sem kennd eru undirstöðuatriði kristinnar trú- ar. Allir hjartanlega velkomnir. Samband íslenskra Kristniboðs- félaga, Háaleitisbraut 58. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Víkurkirkja. Tónleikar í kvöld kl. 20.30 . Tónleikarnir eru hluti af af- mælisdagskrá vegna 20 ára afmælis Tónskóla Mýrdælinga og eru í boði Víkursóknar. Unglingadeild og fyrirbænir í Digraneskirkju Digraneskirkja textil.is Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.