Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 14. september er ýmislegt at- hyglisvert tekið upp af vefsíðu Ágústar Einarssonar prófessors. „Við hefðum getað sýnt alþjóðlegt frumkvæði í mannúðar- og og utan- ríkismálum með því að bjóðast til að taka við flóttamönnum af skipinu Tampa eins og ungir jafnaðarmenn lögðu til. Við erum eftirbátar ann- arra þjóða í móttöku flóttamanna og gerum slíkt aðallega til að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni.“ Ég hefði kosið að sjá svör prófess- ors Ágústar við eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hversu mörgum flóttamönnum eigum við Íslendingar að taka við á ári? 2. Hversu mörgum innflytjendum eigum við Íslendingar að taka við á ári? 3. Skiptir uppruni þeirra máli fyr- ir framtíð íslenzks samfélags? 4. Skiptir menntun þeirra máli fyrir framtíð íslenzks sam- félags? 5. Skiptir trú þeirra máli fyrir framtíð íslenzks samfélags? 6. Skiptir árlegur fjöldi innflytj- enda máli fyrir framtíð íslenzks samfélags? 7. Hverjir ákveða svörin við 1. og 2. Síðar í greininni segir prófessor Ágúst : „Við getum ekki skotið okkur á bak við fámennið þegar kemur að að- stoð við bágstaddar þjóðir. Aðstoð okkar er einfaldlega skammarlega lítil og hefur oft valdið hneykslun á erlendum vettvangi en fæstir Íslend- ingar eru meðvitaðir um þá um- ræðu.“ 8. Er prófessor Ágúst að tala hér um opinbera sjóði okkar? 9. Er prófessor Ágúst að ráð- leggja okkur að gefa hundraðs- hluta af persónulegum eignum til fátækra þjóða? Hversu mik- ið og hvort eignatengt? HALLDÓR JÓNSSON, verkfræðingur. Hverjir ákvarða fjölda innflytjenda til Íslands? Frá Halldóri Jónssyni: Á HVAÐA hátt skyldi vera hægt að auka fylgi sitt? Til eru mörg góð ráð og eitt er að maður býr til sameig- inlegan óvin sem hópnum stafar ógn af. Hópurinn er þá sannfærður um að hann þarf að berjast við þessa fjandmenn. Við þetta þjappast hóp- urinn eðlilega saman, hann fær sam- kennd og eflist. Þessi aðferð hefur lengi verið þekkt. Í skólanum verður henni stundum beitt á jákvæðan hátt til að styrkja hópeflið í bekkn- um. Samkeppni milli bekkja er afar vinsæl og eykur vilja nemenda til að leggja meira á sig til að ná árangri. En hópefling í formi múgsefjunar hefur því miður oftar en einu sinni haft þá skelfilega afleiðingu að heilar þjóðir leiddust út í hörmung- ar stríðs. Mýmörg dæmi eru um þetta í sögunni og því miður gerist slíkt ennþá í dag. Sem „fyrrverandi“ Þjóðverji er saga þjóðar minnar á síðustu öld ennþá ljóslifandi. Stór- gallaður náungi eins og Adolf Hitler hefði líklega aldrei náð að leiða heila þjóð í ógöngur án þess að kunna á þessa aðferð. Hér á Íslandi standa núna sem hæst umræðurnar um álver og Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi. Raddir með og á móti ganga á víxl með mismunandi góðum rökstuðn- ingi. Það er farið einstaklega illa með fólkið sem býr fyrir austan. Í fjölda ára er búið að lofa öllum þar gulli og grænum skógum ef þeir vilja bara samþykkja stórt álver með öllu tilheyrandi. En í jafnlang- an tíma er þessi landshluti búinn að vera í svelti hvað atvinnuuppbygg- ingu snertir. Þróun ferðaþjónustu og menntunar, uppbygging smáfyr- irtækja og rekstur fiskiðnaðarins hafa verið í erfiðri stöðu. Ráðamenn hafa jú verið svo uppteknir við að gerast húskarlar Landsvirkjunar og Norsk Hydro að þeir máttu ekki vera að því að sinna nauðsynlegri málum. Um tíma leit út fyrir að margir Austfirðingar hefðu fengið nóg og þeir sögðu „hingað og ekki lengra“. En þá tókst álverskörlun- um að snúa dæminu við með þessari langþekktu aðferð: Austfirðingar fengu sinn sameiginlega óvin, „höf- uðborgarbúahyskið“. Setningar urðu algengar eins og: „Þeir þarna fyrir sunnan lifa í vellystingum og við á Austurlandi lepjum dauðann úr skel!“ Og þeir efldust í samkennd og urðu einn stór og æpandi hópur: „Álver viljum við.“ Og þeir sem hugsuðu ekki eins þorðu ekki lengur að opna munninn. Og margir tóku ekki afstöðu þótt þeir eigi börn og barnabörn sem munu erfa landið. Mikið ósköp eru atburðirnir í sög- unni oft líkir, en aldrei ætlar mann- kynið að læra af því sem var og fór illa. Ísland er ein þjóð, því eigum við aldrei að gleyma. Víðáttumiklar og óafturkræfar framkvæmdir eins og á hálendinu fyrir austan og í Reyð- arfirðinum snerta alla Íslendinga, jafnt Austfirðinga og okkur sem búa á suðvesturhorninu. Öll saman mun- um við borga brúsann ef varasamar framkvæmdir eins og Kárahnjúka- virkjun skila ekki því sem lofað var. ÚRSÚLA JÜNEMANN, Arnartanga 43, Mosfellsbær. Þessi gamla lúmska aðferð Frá Úrsúlu Jünemann:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.