Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 27 U MFANGSMESTU heilbrigðisvandamál- in í ríkjum fyrrver- andi Sovétríkjanna og Eystrasaltslöndum eru berklar og alnæmi. Dr. Marc Danzon, læknir og framkvæmda- stjóri svæðisskrifstofu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar í Kaup- mannahöfn, segir að til að ráðast að þessum vanda þurfi fyrst og fremst fjármagn og það verði að koma frá ríkari þjóðum Vesturlanda. Marc Danzon, sem staddur er hérlendis í frí í nokkra daga, notaði tækifærið og ræddi við starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins um það sem helst er framundan í starfi svæðisskrifstofu WHO sem er ein af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Í samtali við Morgunblaðið segir hann Ísland gegna mikilvægu hlut- verki innan Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, landið hafi eitt atkvæði burtséð frá stærð, eins og tíðkast innan stofnana SÞ, og landið hafi ýmislegt fram að færa á sviði heil- brigðismála. „Ég hef starfað innan WHO í ára- tug, komið hingað til lands nokkrum sinnum og kynnst heilbrigðiskerf- inu hér. Ísland getur lagt mikið til málannna á sviði ráðgjafar og með því að deila margs konar upplýsing- um og þekkingu sem hér hefur verið safnað og vandlega skráð gegnum árin,“ segir framkvæmdastjórinn. Hann er spurður hver séu helstu verkefni svæðisskrifstofunnar í Kaupmannahöfn um þessar mundir og beinir hann þá sjónum að austur- hluta Evrópu og ríkjum sem til- heyrðu Sovétríkjunum gömlu. Misjafnt ástand í Evrópulöndum „Ástandið er auðvitað mjög mis- jafnt í þessum löndum. Í Mið-Evr- ópu er ástandið kannski ekki svo slæmt, til dæmis í Póllandi, Ung- verjalandi, Slóveníu og Tékklandi. En aðalvandinn, alnæmi og berklar eru þeir sjúkdómar sem herja í austurhlutanum, sérstaklega hefur alnæmi farið mjög hratt vaxandi í Rússlandi síðustu þrjú árin. Við höf- um hleypt af stað nýju verkefni til að ráðast gegn berklum þar sem tekur til nýrra aðferða í greiningu og meðferð. Þá höfum við skrifstofu í Moskvu sem styður baráttu rík- isvaldsins við alnæmi sem er mjög erfitt verkefni og þeir þurfa mikla aðstoð við það. Síðan er margs konar annar vandi í þessum löndum, m.a. malaría, og við höfum getað brugðist fljótt við beiðni frá þessum löndum um að- stoð og við höfum komið upp skrif- hvað gengur ekki.“ Danzon nefndi að framundan væri að koma upp eins konar banka þar sem safnað yrði margs konar þekkingu á sviði heilbrigðismála og færi undirbúningurinn fram í samvinnu við Evrópu- sambandið, Alþjóða bankann og fleiri aðila. Þangað gætu ráðamenn heilbrigðismála í ein- stökum löndum sótt vitn- eskju til að byggja á stefnu og ákvarðanatöku sína. Taldi hann þennan banka vera orðinn starf- hæfan eftir þrjú til fjögur ár. Þá sagði Marc Danzon unnið að margs konar stefnumótunarstarfi og nefndi tóbaksvarnir sem dæmi. „Við höfum lagt til að aðildarríkin tækju upp sameig- inlega eða sams konar stefnu í tób- aksvörum og geri það með hlið- stæðri lagasetningu. Hugmyndin er að aðildarlönd verði skylduð til að taka upp þá stefnu sem er nýtt hjá okkur því venjulega hefur WHO að- eins sett fram tilmæli eða mælt með að gripið sé til þessara eða hinna að- gerðanna.“ Geðheilbrigðismál eru líka ofar- lega á baugi og sagði framkvæmda- stjórinn nauðsynlegt að opna um- ræðuna um geðheilsu. „Þessi mál eru mjög misjafnlega á vegi stödd í þeim löndum sem eiga aðild að Evr- ópuskrifstofunni. Við vitum að með- ferð er ekki alls staðar eins góð og hún getur orðið og það er ekki borin virðing fyrir geðsjúkum og úr þessu þarf að bæta.“ Fátækt og mannréttindi á verkefnaskránni Fátækt er enn eitt verkefni WHO og segir Marc Danzon hana fyrir hendi í ríkum löndum einnig. „Það er til fátækt fólk í ríkum löndum og í raun ógnvænlegt hvernig hún sprettur upp í ríkum löndum og fer vaxandi. Fátækt þýðir að fólk getur kannski ekki leitað sér lækninga og þannig lenda menn í vítahring og þetta er líka brýnt úrlausnarefni.“ Fjórða sviðið sagði framkvæmda- stjórinn snúast um mannréttindi, þau væru einnig verkefni Evrópu- skrifstofunnar og kvað hann það áhugavert svið. „Það eru mannréttindi að hver og einn fái aðgang að heilsugæslu þeg- ar hann veikist. Mannréttindi snú- ast líka um gæði heilbrigðisþjónust- unnar, að þegnarnir hafi ekki aðeins aðgang að henni heldur aðgang að vandaðri þjónustu. Í þessu sam- bandi þarf líka að líta á umhverfið. Það er skylda okkar að gera laga- umhverfi þannig að náttúran og um- hverfið séu varin því að mengun má ekki leiða til ógnunar eða versnandi heilsufars. Aðgerðir okkar í um- hverfismálum geta haft afleiðingar fyrir heilsufarið og þetta svið er hluti af sjálfsögðum mannréttind- um.“ Í lokin sagði Marc Danzon að mikilvægt væri að gefa gaum að líf- siðfræði og hún hefði m.a. verið rædd á fundi hans með nokkrum forráðamönnum íslenskra heilbrigð- ismála. Lífsiðfræði og sérstaklega siðfræði væri málaflokkur sem for- stjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, Gro Harlem Brundtland, hefði tekið upp í stjórn stofnunar- innar. stofum í öllum 28 löndum Mið- og Austur-Evrópu fyrir utan stóru miðstöðina í Moskvu.“ Brýnt að fá fjármagn nú en ekki eftir 10 ár Marc Danzon segist sjá fram á að takast muni að ráðast gegn þeirri ógnun sem íbúum þessara landa stafar af þessum faröldrum. „Við þurfum stuðning alþjóðasamfélags- ins sem er erfitt að fá. Á nýlegum fundi stofnunarinnar í Madríd var þessari þörf lýst mjög rækilega og bent á hversu þessi heimshluti þarfnast mikillar aðstoðar í þessum efnum. Þetta verða önnur og ríkari ríki að taka á sig. Við þekkjum vand- ann og ef þessir sjúkdómar fá að breiðast út án þess að við gerum nokkuð fáum við ekki við neitt ráðið. Þess vegna ræðst árangurinn af því að við fáum fjármagn núna en ekki eftir 10 ár. Þá munum við geta hald- ið útbreiðslu þessara vágesta í skefjum næstu tvö til þrjú árin og síðan getum við búist við að tíðnin fari lækkandi. Þannig ráðum við niðurlögum vandans á áratug eða svo. Þetta tekst ef við fáum fjár- magnið því í mörgum þessara landa er verið að endurskipuleggja heil- brigðiskerfið og starfsmenn þess kunna sitt fag.“ Eins og fyrr segir er svæðisskrif- stofa Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar fyrir Evrópu í Kaup- mannahöfn. Aðalstöðvarnar eru í Genf og síðan eru fimm aðrar svæð- isskrifstofur í hinum ýmsu heims- álfum. Yfirmenn svæðisskrifstof- anna eru kjörnir til fimm ára í senn eins og yfirmaður WHO, Gro Harl- em Brundtland. Marc Danzon segir Evrópuskrifstofuna þá stærstu, henni tilheyri 51 land af þeim 197 sem eru innan WHO og íbúar landa Evrópuskrifstofunnar eru um 870 milljónir. Aðstoð við þróun heilbrigðisþjónustu Meðal helstu hlutverka WHO segir Danzon vera að aðstoða aðild- arþjóðir við að þróa heilbrigðiskerfi sitt og heilsufar þegnanna. „Við ræðum við aðildarlöndin um hvaða aðstoð við getum veitt sem er mjög misjöfn eftir hvaða svæði eða lönd eiga í hlut. Hvað varðar fátækari ríkin er meginverkefnið hvers kyns aðstoð en hvað varðar ríkari þjóð- irnar, t.d. Ísland snúast verkefnin fremur um þróun í heilbrigðiskerf- inu, veitingu upplýsinga og að taka upp einstök verkefni til dæmis á sviði faraldsfræði eða vegna með- ferðar og rannsókna á einstökum sjúkdómaflokkum, hvað gengur og Framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu WHO segir heilbrigðismál misvel á vegi stödd í Evrópu Mestu vandamál- in tengjast berkl- um og alnæmi Meðal verkefna hjá svæðisskrifstofu Al- þjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar fyrir Evrópu eru tóbaksvarnir, fá- tækt, gæði heilbrigð- isþjónustu, mannrétt- indi og þjónusta við geðsjúka. Jóhannes Tómasson ræddi við framkvæmdastjóra skrifstofunnar, dr. Marc Danzon. Morgunblaðið/Ásdís Dr. Marc Danzon er framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn. joto@mbl.is um rekstrarform og hún var samþykkt, en sjálfstæðismenn greiddu atkvæði á móti. Við töldum eðlilegt að tillögunni yrði frestað þar sem málið lægi fyrir næsta borgarstjórnar- fundi og þar með væri hægt að taka það til af- greiðslu þar. Mér finnst að þessi vinnubrögð borgarstjóra séu vægast sagt brosleg. Hún kemur með þessa tillögu sólarhring eftir að búið er að setja á dagskrá tillögu um sama efni af okkar hálfu,“ sagði Inga Jóna. Ingibjörg Sólrún sagði að tillaga sjálfstæð- ismanna myndi fá efnislega afgreiðslu á fundi borgarstjórnar á morgun. „Aðalatriðið í þeirri tillögu er að þeir leggja til að það verði stofn- að hlutafélag. Borgarráð er ekki búið að taka neina afstöðu í því máli. Borgarráð ákvað hins vegar að fela stjórn veitustofnana meðferð málsins. Tillaga sjálfstæðismanna gengur út á að skipa þriggja manna hóp til að vinna þetta mál. Stjórn veitustofnana er sú nefnd sem hefur verið falin meðferð orkumála af okkar hálfu og það er eðlilegt að hún fjalli um málið og geri tillögu um félagsform,“ sagði borgarstjóri. Vatnsveitan aðskilin frá Orkuveitunni? Inga Jóna sagði að til þess að hægt væri að breyta rekstrarformi Orkuveitunnar um næstu áramót þyrfti að afgreiða frumvarp á Alþingi fyrir áramót. Því væri mikilvægt að vinna hratt og örugglega. Hún sagði að breyt- ingar sem væru að verða á raforkumarkaði gerðu það að verkum að nauðsynlegt væri að breyta rekstrarformi Orkuveitunnar. Hún sagði að sjálfstæðismenn væru sannfærðir um að hlutafélagsformið hentaði best. Það væru hins vegar nokkur álitamál sem eðlilegt væri að fela sérfræðinganefnd að skoða og gera tillögur um. Það þyrfti að skoða hvort aðgreina þyrfti orkuframleiðsluna frá dreif- ingu og sölu. Eins lægi fyrir að vatnsöflun væri eitt af skylduverkefnum sveitarfélaga ólíkt orkuöflun og því þyrfti að skoða ræki- lega hvort eðlilegt væri að sá þáttur starfsem- innar yrðu áfram innan fyrirtækisins eftir hlutafélagabreytinguna. Inga Jóna sagði að sjálfstæðismenn vildu einnig að vinnuhópurinn legði mat á hversu mikil samlegðaráhrif hefðu fylgt sameiningu Rafmagnsveitunnar og Hitaveitunnar. Slík athugun hefði enn ekki verið gerð þó að 3 ár væru liðin frá því fyrirtækin voru sameinuð. Reykjavíkur höf- um engan áhuga á að einkavæða fyrirtækið,“ sagði borgar- stjóri. Sjálfstæð- ismenn með tillögu í borgarstjórn um hlutafélag Sjálfstæðis- menn hafa lagt fram tillögu í borgarstjórn um að nú þegar verði hafinn undirbún- ingur að því að Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag. an gerir ráð fyrir að þriggja manna úningshópi verði falið að vinna tillögur álið sem lagðar verði fyrir borgarráð nóvember. a Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæð- sins í borgarstjórn, sagðist vera mjög ið afgreiðslu meirihlutans í borgarráði „Við skiluðum inn okkar tillögu fyrir á mánudaginn, en það er skilyrði svo komist á formlega dagskrá borgar- arfundar sem haldinn verður á fimmtu- . Síðan gerist það að á dagskrá borg- fundar í dag [í gær] er komið nýtt mál, minnisblað sem borgarlögmaður ði borgarstjórn í byrjun september um eg rekstrarform Orkuveitunnar. Á borgarráðs lagði borgarstjóri fram til- um að málinu yrði vísað til stjórnar tofnana og hún myndi koma með tillögu breytingum á rekstrarformi Orkuveitunnar tustofn- tillögu arform Inga Jóna Þórðardóttir við spyrjum okkur að því hvað við getum betur gert.“ „Næsta skref hjá okkur hlýtur að verða að reyna að komast að raun um það hvað sé að í þessu sér- staka tilviki.“ Á vegum lögreglunnar og dóms- málaráðuneytisins er nú unnið að upplýsingabæklingi fyrir brotaþola þar sem greint er frá málsmeðferð lögreglu, þ.e. allt frá því kærumál berst lögreglu og uns því lýkur. Í skýrslunni kemur einnig fram að 49% þeirra sem kærðu eigna- skemmdir voru mjög eða frekar ánægð með það hvernig lögreglan leysti úr málum. Tæplega 85% þátttakenda töldu sig vera mjög eða frekar örugga eina á gangi í sínu hverfi eftir mið- nætti. Þá var spurt um öryggis- tilfinningu fólks þegar það var eitt á ferð í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti og kom í ljós að yfir helmingur taldi sig vera mjög eða frekar óöruggan. Konur, eldra fólk, tekjulágir og fólk í ólaunuðu starfi voru líklegri til að finna fyrir óöryggi. Þriðjungur svarenda sagði að ótti við að verða fyrir af- broti kæmi í veg fyrir að þeir væru einir á ferli í miðborginni og þar af voru konur í miklum meirihluta. Ofbeldi talið mesta vandamálið Hvað snertir viðhorf þátttak- enda til afbrota og refsinga kom í ljós að mikill meirihluti taldi afbrot vera mjög eða frekar mikið vanda- mál á Íslandi og töldu flestir að of- beldi og líkamsárásir væru mesta vandamálið, en fíkniefnabort fylgja þar fast í kjölfarið. Þá taldi helmingur svarenda að refsingar fyrir fíkniefnabrot væru annaðhvort allt of eða helst til of vægar. Þá var yfirgnæfandi meiri- hluti svarenda, eða 85%, andvígur því að Íslendingar taki upp dauða- efsingar við alvarlegum afbrotum, s.s. morði að yfirlögðu ráði. um er bættur af þriðja aðila, þ.e. tryggingafélögum. Ofbeldisbrotin eru hins vegar þess eðlis að þau geta skilið eftir sig menjar á sál og líkama. Afbrotaþoli lítur öðrum augum á það að ekki skuli nást full- kominn árangur í meðferð ofbeld- isbrota.“ Ingimundur sagði að einnig gæti hugsast að lögreglan væri í augum sumra samnefnari fyrir allt réttarvörslukerfið. „Svona niðurstaða kallar á það að tt hlutfall etur, telji ofbeldis- mér hvaða á þessu,“ ðamanna- a að skýr- ta í því að að eðli til , eigna- umferðar- sum brot- fbrota og öryggis í Reykjavík er íbúi með þjón- glunnar Morgunblaðið/Ásdís narskýrslunnar á blaðamannafundi í gær. Frá Guðmundsdóttir og Rannveig Þórisdóttir fé- án Ólafsson, framkvæmdastjóri Borgarfræði- augsson dósent, Ingimundur Einarsson vara- Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.