Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 35 nætti til hvernig sem allt færi. Fund- um okkar bar fyrst saman fyrir átján árum þegar ég kom með unnustu minni, Sólveigu, dóttur Amýjar, á heimili hennar. Ég gleymi aldrei hlýjunni í fari þessarar brosmildu fallegu konu í fyrsta skipti. Öllum var ljóst að ekki var hér um burðugan væntanlegan tengdason að ræða vegna þess sem á undan var gengið í lífi hans. Það traust, trúnaður og væntum- þykja sem Amý sýndi mér var ómet- anlegur stuðningur sem aldrei gleymist. Í dag kveð ég góða og eftirminni- lega tengdamóður mína. Ég sakna hennar mjög og mun lengi minnast ánægjulegrar samfylgdar með henni. Ég færi tengdaföður mínum, Sól- veigu minni og systrum dýpstu sam- úðarkveðjur á sorgarstund og bið góðan guð að styrkja þau. Haraldur Jónsson. Elsku amma mín, þegar ég sest niður til þess að kveðja þig þá finnst mér svo ótrúlegt að þú sért farin. Þegar ég kom að heimsækja þig í síð- asta skiptið upp á spítala þá varst þú orðin svo veik, en samt var ég svo viss um að ég ætti eftir að sjá þig aft- ur. Alltaf ef það voru mannamót í fjöl- skyldunni, þá varst þú amma mín sú fyrsta sem maður sá, þú lést þig aldr- ei vanta. Það verður tómlegt og skrít- ið að koma í næsta afmæli vitandi það að þú verðir ekki þar. Elsku amma mín nú hefur þú feng- ið hvíldina og ég veit að þér líður vel núna. Hvíl í friði. Þín Linda Hrönn. Amý amma og Jói afi eru að koma. Það var svo gaman þegar þið komuð norður til okkar og mamma var svo glöð þegar hún vissi að þið væruð að koma. Svo sagði Amý amma alltaf við mömmu: Ekki segja krökkunum að við séum að koma vegna þess að þau verða svo yfirspennt. En við sáum það alltaf á mömmu vegna þess að hún varð alltaf svo glöð og þess vegna vissum við að amma og afi voru að koma; við þekktum orðið ein- kennin. Amý amma kallaði okkur alltaf gullmolana sína og okkur þótti hún alltaf svo hress og skemmtileg. Svo var amma alltaf að tala um að það væri svo þægilegt að hafa þessa farsíma fyrir unga fólkið vegna þess að ekki hefði því verið til að dreifa þegar hún var ung. En svo varð amma svo glöð en um leið svo „hissa“ þegar Jói afi kom heim með tvo gsm- síma og hafði þá afsökun að það hefði verið tveir fyrir einn-tilboð. En auð- vitað vissi amma betur. Hann afi þurfti að vita af henni. Elsku Amý amma, margs er að minnast með ykkur Jóa afa. Þær minningar geymum við í hjarta okk- ar. Takk fyrir allt. Góði Guð styrktu Jóa afa, hann hefur misst svo mikið og rúmlega helminginn af sjálfum sér. Og viltu vera svo vænn að passa hana Amý ömmu fyrir okkur. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Kveðja. Sigurður Snorri, Vignir og Gunnhildur Dís. Elsku besta amma mín, það er erf- itt að kveðja þig og ég sakna þín mik- ið, en það er gott að eiga allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Ég man þegar ég var yngri þá fór ég oft í sund og þá var nú gott að hlaupa til þín til að fá mjólk og brúnkökuna þína, ég man eftir sunnudögunum þegar farið var til ömmu og afa til að horfa á húsið á sléttunni, þetta voru góðir tímar, Þú varst alltaf svo flott og fín. Ég og Hermann sáum þig á spítalanum kvöldið áður en þú fórst, þú varst nýklippt og með rauða vara- litinn og ég sagði: „Amma, ertu með varalit?“ Þú sagðir: „Auðvitað, elsk- an, hvað heldur þú.“ Ég veit að þú ert flottasta gellan á himnum. Amma, þú varst alltaf svo hress og kát og þú kvartaðir aldrei. Elsku amma, ég vil þakka fyrir góðu stundirnar sem við áttum og fyrir hvað þú reyndist mér vel, þú varst ekki bara yndisleg amma heldur varstu líka góð vinkona og ég man þegar við hittumst gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar. Amma, ég elska þig og þegar ég horfi til himins hugsa ég til þín og veit að þú fylgist með okkur. Ég bið góðan Guð að styrkja afa og okkur öll í þessari sorg. Elsku amma, Guð geymi þig, og við geymum minninguna um þig í hjartastað. Kveðja, Helena, Hermann og fjölskylda. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og allar stundir okkar saman. Guð geymi þig fyrir okkur. Elsku afi, Guð styrki þig í þinni sorg. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. (Sálm. 119:105.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Áslaug, Amy og Eva Lind. Elsku Amý langamma mín, ég sakna þín, þú varst besta langamma í heimi. Ég sakna þess að sjá þig ekki hjá Svölu frænku, við hittumst svo oft hjá henni. Ég sakna þín því ég veit að ég sé þig aldrei aftur, en ég veit að þú ert hjá Jesú og þar líður þér vel. Ég elska þig, þín Karen. Elskuleg frænka mín, Amelía. Nú þegar komið er að kveðjustund hrannast upp myndir minninganna úr lífi okkar. Þegar ég hugsa til baka kemur upp í huga mér hvað lífið hefur gefið okkur mikið að hafa verið skyld og að hafa verið í svo nánu sambandi allt okkar líf sem raun hefur verið á. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess hversu oft þú talaðir um ömmu okkar Guðbjörgu Magnúsdóttur, enda var hún bæði þér og mér kær og kenndi okkur að vera góðar mann- eskjur. Ég verð að geta þess hversu góð kona þú varst: Hvaða ung stúlka 17 ára hefði í dag farið á stefnumót með hálfdanskan frænda sinn niður á Lækjartorg? Þetta gerðir þú, og þér fannst það mjög eðlilegt, þar sem hann var einn og munaðarlaus. Ég hef alla tíð dáð dugnað þinn, Amy, og elsku til allra manna, þrátt fyrir að þú hefðir nóg með þig. Alltaf varstu tilbúin að hjálpa og leiðbeina til betri vegar og alltaf varstu já- kvæð. Það sem ég dáðist mest að í fari þínu var hversu jákvæð þú varst, sama hvað á gekk, og stutt var í hlát- urinn hjá þér. Þú sást alltaf jákvæðu hliðarnarnar á lífinu þrátt fyrir að dökkt væri framundan. Síðasta ferðin sem við fórum sam- an nú í september um Landeyjar og Fljótshlíð verður mér og mínum til gleði um alla tíð. Að lokum, kæra frænka. Frá hugans djúpi merlar mynd þín skær og morgunbjört sem lindin silfurtær, er blærinn kyssti bernskusporin þín og bylgjur hafs þér kváðu ljóðin sín. Og gjöful sveit í fögrum fjallahring með fyrirheit um sól og berjalyng varð yndi þitt og hjartans heilög vé, þar hafa um aldir vaxið lífsins tré. Í brosi duldist drauma þinna svið, sem dagsins erill snerti ekki við. Og hljóðlát varstu, hetja í böli og sorg þér hentaði ei að bera slíkt á torg. Ég veit þér, frænka, friðsæld búin er, samt finnst mér líkt og þú sért ennþá hér. Því fyrir vit mér blómaangan ber, sá blómailmur vorsins fylgdi þér. (Ók. höf.) Far í friði. Þess óska ég, kona mín og synir. Hafðu þökk fyrir allt. Jón M. Gunnarsson. Með nokkrum orðum vil ég kveðja elskulega frænku mína Amelíu Magnúsdóttur sem lést í Landspít- alanum í Fossvogi 12. september sl. Amý frænka eins og við kölluðum hana var yndisleg og góð kona sem vildi öllum vel. Margar góðar sam- verustundir áttum við saman. Oft lá leið okkar í búðir og bíltúra sem end- uðu stundum í heimsóknum til ætt- ingja. Gott var að koma í Hamra- bergið og fá nýlagað kaffi og eina brúna kökusneið því hún var meistari í gerð á kökum, þó sérstaklega loft- kökum. Í desemberbyrjun ár hvert gladdi hún lítið barnshjarta með loft- kökugjöf og einhverju í pakka. Seint mun sú hugulsemi gleymast hjá dótt- ur minni sem leit á Amý sem ömmu sína. Í stórri fjölskyldu eins og okkar er oft mikið um veislur og alltaf margt um manninn. Alltaf gaf hún sér tíma til að gleðja okkur með nær- veru sinni og mætti alltaf í fyrra fall- inu til mín svo hún gæti rétt mér hjálparhönd. Og margar stundir átt- um við saman við eldhúsborðið heima hjá mér og henni, þar sem ég dund- aði við að leggja á henni hárið. Amý frænka á miklar þakkir skild- ar fyrir alla hjálpina, hlýjuna og stuðninginn við mig og fjölskyldu mína þau ár, sem liðin eru frá því ég missti móður mína og öll árin þar á undan. Við sem eftir lifum munum lifa með góðar minningar um góða konu sem sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu. Börnin mín munu halda út í líf- ið með gott veganesti sem hún gaf þeim. Elsku Jói, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Guð blessi okkur öll sem eftir lifum. Anna Guðrún Kristinsdóttir og fjölskylda.           /3   0122/ 2/   8%  "9      #   *   # %   +  %  ( * ,,- ""! &  &  + !&&  &  6 &  " &  : ; "   "& : ; "  8 1  &  ""! &  &  7< $"* !&&  & 2(*  &  & &  / # % ! (  .       / = 2 2> 8 0122/ +&$ ?@   +%& "  " +<(# ("& ,&AA 6B(#  !    # 0   ( 1  2 (     3 #  % ( * ,,- 4    # %      #          5% %     % = &!&&  "&!&&   & (#*" "!- "     0C-8  / *+<D=  BB  5%6 6 0 #  ( 1  '   (       %  **  -- 4  # %      % % "/ (     "&  % ! ( - 4(    )  6 ) #   6 (  (       4 2/ 0 . 4,##%E ( * "" ,D- 5   $              ,7  87  !      %6 6  "  #  /       (   )  #F&3 7( & !&&  3-* & !&&  +   (  %" & * & (  %$  #"!!&&  #$ * & !&&   CF&<"( & , # 3  -* & (   "! #  #%!&&  0  "* & (  "!* & (  2  " #* & !&&   "# < ! & (  7! * & !&&  #F& -* & !&&  #%7-3  (  , , (#, , , -          0G 7  2/ 0122/ +" & ? 6 *" 0     5 %  #(      '   (     3  #  % ( * 1-- <&- (  6(",$   !&&  % ! "#!&&  # $ - % (  3   &- "#!&&  3  -1"* (  3  "# (  "$ 3 !&&  (#, , - 9   $     #  (  $   )    6  )  #   6 (      (   (    / <3  0122 *+. * % - #% #%!&&  #% &-  "!  7(,# #%!&&   , , (#, , , -  /        / /<3  /0C= 0122/ & ! &% # %    :/  % ( * 1-- # "! % !&&  C+"" %  (  %*  % !&&  (#*" "!-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.