Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 45 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550. Kvenúlpur, buxur, peysur og bolir Barnaútigallar, úlpur, nærföt, buxur og bolir Ný sjúkranuddstofa Moonstartherapy Anton Wurzer, lögg. sjúkranuddari Orkumeðferð Heilnudd Ristilsnudd Bandvefsnudd Svæðanudd Sogæðameðferð Bakmeðferð Við höfum opið laugardag 22.09. frá kl. 9-12. Komið og skoðið. Verið velkomin. Frítt nudd 24. sept. fyrir alla sem eiga afmæli þann dag frá kl. 8-12 og 15-20. Frá og með þriðjudegi hefst starfsemin frá kl. 8-12 og 15-20.     Síðumúli 15, 3. hæð sími og fax 588 1404 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 28. september, í 22 nætur á einn vinsælasta sólarstaðinn við Miðjarðarhafið. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 22 nætur 28. september. Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, 22 nætur. 28. september. Skattar innifaldir. Síðustu sætin í haust Stökktu til Benidorm 28. sept. í 22 nætur frá kr. 39.985 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is STAÐAN kom upp á Skák- þingi Íslands, landsliðs- flokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarfirði. Þrátt fyrir að hafa tekið að sér að styrkja mótið með skömmum fyrirvara, gerði Hafnarfjarðar- bær það með miklum rausnarskap. Skák- staðurinn var flest- um skákunnendum að góðu kunnur enda hefur Guðmundar mót Arasonar ósjald- an verið haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Í stöð- unni sneri Jón Garð- ar Viðarsson (2359), svart, laglega á Arn- ar E. Gunnarsson (2263). 22... Dg6! 23. Rxh7 Hvorki gekk að leika 23. Rxe4 Dxe4 né heldur 23. Hg3 Df5 þar sem í báðum tilvikum þyrfti hvítur að sjá eftir liðsafla. Textaleikurinn bjargar engu heldur. 23... Hf2! 24. g3 24. Hg3 væri svarað með 24...Dxh7 og svartur yrði manni yfir. 24... Df5 25. Rxf8 Df3 26. Hh8+ Kf7! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Sumarspilamennsku lauk á formlegan hátt á laugardag- inn með eins dags sveita- keppni. Spilaðar voru sjö umferðir af átta spila leikj- um og raðað eftir Monrad- kerfi. 22 sveitir tóku þátt í mótinu og vann sveit Sigur- björns Haraldssonar, en með honum spiluðu bróðir hans Anton Haraldsson og feðgarnir Jón Sigurbjörns- son og Birkir Jónsson. Sveit Roche varð í öðru sæti og sveit Páls Valdimarssonar í því þriðja. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 10875 ♥ K7 ♦ 10 ♣ ÁD9763 Vestur Austur ♠ D4 ♠ Á6 ♥ G1098643 ♥ ÁD52 ♦ 4 ♦ K7652 ♣ G85 ♣ K4 Suður ♠ KG932 ♥ -- ♦ ÁDG983 ♣ 102 Spilið að ofan kom upp í næstsíðustu umferð og reyndist mörgum NS-pör- um illt viðureignar. Víðast hvar opnaði suður á einum spaða og vestur hindraði síð- an með þremur hjörtum. Hvað svo gerðist var breyti- legt frá einu borði til annars. Þetta var ein sagnröðin: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði 3 hjörtu 4 hjörtu * 5 hjörtu 6 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Norður á of mikið til að stökkva beint í fjóra spaða við hindruninni og því liggur beint við að bjóða upp á slemmu með fjórum hjört- um. Suður á mjög spennandi spil og slemmuvæn þegar makker hefur stutt spaðann og því er skot hans á slemmu skiljanlegt. En spil- in koma illa saman. Dobl austurs er hreint og klárt viðskiptadobl, frekar en beiðni um ákveðið útspil, og við þetta borð valdi vestur að koma út með einspilið í tígli. Austur lét kónginn, enda vissi hann ekkert hvernig liturinn skiptist við borðið. Tígullinn er nú góð- ur og í sjálfu sér hægt að henda niður fimm laufum í blindum. En fyrst þarf að ná trompinu og eina leiðin inn í borð er á lauf. Svíningin er hins vegar ekki líkleg til að heppnast og því er kannski besti möguleikinn til vinn- ings að slá út spaðakóng heimanfrá í þeirri von að drottningin sé stök í vestur. En ekki gengur það. Eftir á að hyggja er einn praktískur möguleiki til: Spila laufi á ásinn (!) og spaða upp á kóng (ef austur dúkkar) og meiri spaða. Nú er austur inni á spaðaás og ekki er víst að hann sjái þörfina á að taka strax á laufkónginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT DRAUMUR HJARÐSVEINSINS Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjar spræna. Mig dreymdi, að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna. Og hóglega í draumnum með höfuð ég lá í hnjám hinnar fríðustu vinu, og ástfanginn mændi eg í augun hin blá, sem yfir mér ljómandi skinu. Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt, þær fléttur hún yfir mig lagði. Þá barðist mér hjartað í brjóstinu glatt, en bundin var tungan og þagði. - - - Steingrímur Thorsteinsson Árnað heilla DEMANTSBRÚÐKAUP. Hjónin Magnús Jónsson, fv. skóla- stjóri, og frú Sigrún Jónsdóttir áttu demantsbrúðkaup 13. september sl. Heimili þeirra er á Tómasarhaga 23, Reykja- vík. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert fagurkeri og finnst gaman að ferðast á framandi slóðum. Þolinmæði er ekki þín sterka hlið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þú viljir helst af öllu draga þig í hlé frá skarkala heimsins, verður þú að gera við hann vopnahlé svo þú getir lifað eðlilegu lífi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er svo margt sem þig langar til að eignast að þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Hvernig væri að at- huga hvort þú þarfnast hlut- anna í raun. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að halda friðinn við sem flesta, þótt rétt sé að hafa í huga að hann má ekki kaupa við hvaða verði sem er. Gefðu umhverfi þínu meiri gaum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur látið annarra þarfir ganga fyrir þínum. Nú verð- ur þú að sinna eigin málum, því þú getur ekki stólað á það að aðrir sjái um þau. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að fara eftir eðl- isávísun þinni í máli, sem hátt rís á vinnustað þínum. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig, því þín tilfinning er rétt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu þér ekki bregða, þótt til þín verði leitað um hand- tök sem heyra nú ekki beint til þíns lifibrauðs. Veittu að- stoðina með bros á vör. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að leita færis til að komast í burtu, þótt ekki væri nema hluta úr degi. Það er með ólíkindum hvað slík tilbreyting gerir manni gott. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin minnkun að því að þiggja hjálp annarra, þegar hún er boðin af góðum hug. Mundu bara að gjalda líku líkt þegar þar að kemur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gleymdu ekki að tjá tilfinn- ingar þínar í garð þeirra, sem standa þér nærri. Ann- ríkið má aldrei vera svo mik- ið að þínir nánustu verði út- undan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu hvergi banginn, þótt einhverjir vinnufélagar þínir dragi starfsaðferðir þínar í efa. Tíminn mun leiða í ljós að þú ert á réttri leið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Láttu alla fordóma lönd og leið og gerðu þér far um að kynnast framandi mönnum og málefnum. Það víkkar hugann og veitir þér mennt- un og öryggi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Langi þig til að flikka svolít- ið upp á heimilið, skaltu bara bretta upp ermarnar og hefjast handa. Það er engum öðrum til að dreifa í breyt- ingarnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 19. september, er áttræður Ein- ar Ingvarsson, Mávahrauni 25, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sólveig Guðfinna Sæland. Einar er að heiman í dag. Með morgunkaffinu Að opna og loka ís- skápnum er ekki það sem lækn- irinn átti við með meiri hreyfingu.     

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.