Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 21

Morgunblaðið - 19.09.2001, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 21 NÝ SENDING FRÁ SKÆRULIÐAR í Tsjetsjníu sögð- ust í gær ráða mestu af bænum Arg- un, sem er um 10 km fyrir utan höf- uðborgina Grosní. Harðir bardagar hafa verið í landinu síðustu daga. Um 300 liðsmenn skæruliðaherj- anna réðust gegn stöðvum rúss- neska hersins í útjaðri borgarinnar Gudermes og segjast þeir sjálfir hafa skotið niður herþyrlu með 10 háttsettum liðsforingjum í rúss- neska hernum, þar af með tveimur háttsettum herforingjum. Þar að auki hefðu 10 rússneskir hermenn fallið í bardögunum, sem munu hafa staðið yfir í nokkrar klukkustundir. Talsmaður rússnesku stjórnarinn- ar í Moskvu, Sergei Jastrzhembskí, sagði, að svarað hefði verið með stór- skotaliðs- og loftárásum og skæru- liðarnir hraktir á brott fyrir kvöldið. Hefðu 17 þeirra legið í valnum eftir átökin. Jastrzhembskí vísaði á bug þeim yfirlýsingum skæruliða, að þeir réðu mestum hluta bæjarins Arguns og sagði, að ekki væri barist þar og ekki heldur í Gudermes þar sem um 400 manns hefðu verið handteknir eftir árás skæruliða. Hörð átök við Gudermes í Tsjetsjníu Moskvu, Nazran. AP, AFP. JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlenzku landstjórnarinnar, var á mánudag velt úr sessi sem leiðtoga Siumut-flokksins, grænlenzka jafn- aðarmannaflokksins. Í formanns- kjöri á landsfundi flokksins í Nuuk bar Hans Enoksen sigurorð af Motz- feldt, en Enoksen er formaður sam- taka sveitarfélaga á Grænlandi. Samkvæmt fréttum danska út- varpsins vann Enoksen á því að vera málsvari óánægjuradda, einkum fólks sem er háð sjávarútvegi í smá- bæjum landsins, þar sem mörg störf eru í hættu vegna yfirvofandi lokana fiskvinnslustöðva. Enoksen hlaut 23 atkvæði lands- fundarfulltrúa en Motzfeldt 22. Grænland Motzfeldt felldur ÍSRAELSKI herinn hætti í gær að- gerðum gegn Palestínumönnum samkvæmt fyrirskipun frá Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráð- herra Ísraels. Kom tilkynningin nokkrum klukku- tímum eftir að Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, skip- aði sínum liðs- mönnum að halda að sér höndum. Ísraelska útvarpið sagði, að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefði tekið þessa ákvörðun vegna fyrirskipunar Arafats til sinna manna en nokkru áður höfðu ísr- aelskir skriðdrekar og herlið ráðist inn á Gaza á tveimur stöðum. Kváð- ust Ísraelar þá vera að hefna fyrri árása. Ísraelar sprengdu þá upp bygg- ingu á hafnarsvæði fyrir sunnan Gaza-borg, sem evrópsk fyrirtæki hafa notað, og eyðilögðu líka annað hús á sunnanverðu Gaza-svæðinu, skammt frá landamærunum við Egyptaland. Í Nablus á Vesturbakk- anum skutu ísraelskir hermenn Pal- estínumann og særðu annan alvar- lega. Þá segjast Palestínumenn hafa fundið sundurskotið lík palestínsks leigubílstjóra, sem tekið hafi þátt í átökum við ísraelska hermenn. Gæta þeir 400 gyðinga, sem sest hafa að í Hebron innan um 120.000 Palestínu- menn. Powell mælir með tillögum Mitchell-áætlunarinnar Arafat hefur sakað Ísraela um að notfæra sér hryðjuverkin í Banda- ríkjunum og stórherða hernaðinn gegn Palestínumönnum en Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að deilan milli Ísraela og Palestínumanna gleymd- ist ekki þótt Bandaríkjastjórn væri með hugann við afleiðingar hryðju- verkanna. „Það verður að finnast lausn á þessari deilu og hún felst meðal ann- ars í því að fara eftir Mitchell-áætl- uninni og koma af stað friðarviðræð- um,“ sagði Powell. Ísraelar hafa hafnað ýmsum mikilvægum atriðum þeirrar áætlunar, meðal annars, að alþjóðlegir eftirlitsmenn verði send- ir til Miðausturlanda. Abdullah II, konungur Jórdaníu, sagði í síðustu viku, að ekki hefði verið ráðist á Bandaríkin, hefði verið búið að leysa deilu Ísraela og Palestínumanna. Stjórn Sharons bregst við tilskipun Arafats um að svara ekki árásum Ísraelsher bindur enda á aðgerðir sínar Gazaborg. AFP. AP Husan Dawdeh grætur yfir bróður sínum, Ismail, en lík hans fannst sundurskotið í Hebron á Vesturbakkanum. Ariel Sharon VÍSITÖLUR helstu hlutabréfa- markaða í Bandaríkjunum héldu áfram að lækka í gær. Dow Jones- vísitalan fór niður fyrir 9.000 stig og lækkaði um 0,21% en NASDAQ-vísi- talan lækkaði um 1,54%. Dow Jones- vísitalan lækkaði um tæplega 685 punkta eftir að markaðir voru opn- aðir að nýju á mánudag eftir hryðju- verkaárásirnar í síðustu viku, eða um 7,1%, sem er mesta lækkun vísi- tölunnar í punktum talið frá upphafi og mesta lækkun hennar í prósent- um í meira en 4 ár. Verðbréfamarkaðir Enn meiri lækkanir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.