Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 11 stökkva, og lenti á gúmbjörg- unarbátnum við skipshlið og flaug síðan áfram í sjóinn, þar sem ég náði taki á björgunarbátnum, þar sem traustar hendur gripu mig og þrifu inn fyrir borðstokkinn.““ Hann segir að þetta hafi verið mik- ið áfall en mikill stuðningur hefði verið í því að fá Árna Johnsen til móts við hópinn ytra. „Hann kom eins og bjargvættur, var í raun fulltrúi Íslands og aðstoðaði okkur mikið, en ég gafst síðan upp á sjón- um skömmu síðar eða 1984.“ Ævintýraleg björgun Gunnar Scheving Thorsteinsson skipstjóri og Hallur Helgason, 3. vélstjóri, kvöddust með handabandi áður en sá síðarnefndi stökk í sjó- inn en þeir voru tveir þeir síðustu frá borði. Áhöfn björgunarskips bjargaði honum, en þyrla kom skip- stjóranum til bjargar. „Þetta var eins tæpt og nokkurt líf getur ver- ið,“ segir Hallur, sem er sviðs- maður í Þjóðleikshúsinu. Hann reyndi að halda áfram á sjónum, fór á ströndina á sams konar skip, en varð fljótlega frá að hverfa. „Ég þrjóskaðist við og reyndi að end- urbyggja sjálfan mig á sjónum, en sálarlífið bauð ekki upp á að sigla meira.“ Þegar Hallur horfir út um gluggann heima hjá sér kemur at- vikið af og til upp í hugann. „Þegar ég horfi á skipin mín sigla á Flóan- um rifjast þetta upp. Sjóslys hafa líka minnt á þetta, ekki síst það sem varð á sama stað nákvæmlega tveimur mánuðum síðar,“ segir hann og bætir við að frammistaða björgunarmannanna hafi slegið allt út. „Þegar við Gunnar kvöddumst var skipið á hliðinni og helming- urinn sokkinn. Ég prílaði aftur á, henti mér í sjóinn og reyndi að drusla mér um borð í björg- unarskipið, en þá maraði okkar skip í kafi. Þá var eins og Gunnar gengi á sjónum í 13 metra ölduhæð með þyrluna yfir sér en ég hafði ekki taugar til að fylgjast með björgun hans.“ Morgunblaðið/Árni Johnsen Áhöfnin í Penzance í Englandi eftir björgunina fyrir 20 árum. Frá vinstri: Þorsteinn Pétursson, Hallur Helga- son, Hallgrímur Hauksson, Gunnar Scheving Thorsteinsson, Theodór Hansen, Steinar Helgason, Vignir Sveins- son, Gísli Níelsson, Aðalsteinn Finnbogason, Þorbjörn Gunnarsson og Ragnar Kjærnested. Morgunblaðið/RAX Ragnar Kjærnested til vinstri og Gísli Níelsson eru verkstjórar hjá Eim- skip og þeir einu úr áhöfninni sem starfa enn hjá félaginu. VALNEFND vegna skipunar sókn- arprests á Siglufirði komst ekki að einróma niðurstöðu á fundi sínum sl. fimmtudag og hefur málið verið sent biskupi Íslands til úrskurðar. Mun hann næstu daga gera tillögur til kirkjumálaráðherra um hvern skipa skuli í embættið en umsækj- endur voru fjórir. Veita á embættið frá næstu mánaðamótum. Umsækjendur eru sr. Sigurður Ægisson og guðfræðingarnir Hall- dóra Ólafsdóttir, Stefán Már Gunn- laugsson og Þórður Guðmundsson. Við val á sóknarpresti gerir val- nefnd tillögu til biskups. Í nefnd- inni sitja viðkomandi vígslubiskup og prófastur og fimm fulltrúar prestakallsins. Sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup stýrði fundi val- nefndar í veikindaforföllum sr. Bolla Gústavssonar vígslubiskups. Í starfsreglum um val á sókn- arpresti segir að við mat á hæfni umsækjenda skuli valnefnd meðal annars líta til menntunar, starfsald- urs, starfsreynslu og starfsferils. Þá segir að biskup skuli skipa þann umsækjanda sem valnefnd hafi náð samstöðu um. Felli valnefndar- menn sig ekki við tillögu meirihlut- ans geta þeir annaðhvort setið hjá, sem rýfur ekki samstöðu nefndar- innar, eða lýst andstöðu sinni og er þá málinu vísað til biskups til úr- skurðar. Komi upp slíkur ágrein- ingur ákveður biskup með hvaða umsækjanda hann mælir með að skipaður verði, segir í starfsregl- unum. Siglufjarðar- prestakall Valnefnd ekki ein- huga ♦ ♦ ♦ FORNLEIFARANNSÓKNIR standa nú yfir í hellum í Seljalandi Vestur-Eyjafjallahreppi. Rann- sóknirnar hafa það að markmiði m.a. að aldursgreina hellana og leiða í ljós notagildi þeirra fyrr á öldum, en þess má geta að ritheim- ildir frá 11. og 12. öld greina frá notkun hella á Íslandi. Að sögn Kristján Ahronsonar kanadísks fornleifafræðings, sem vinnur að rannsóknunum ásamt fornleifafræðingunum Guðmundi Helga Jónssyni og Florian Huber frá Þýskalandi auk Alans Mac- niven, Skotlandi, eru rannsóknir á hellunum mikilvægar til skilnings á fyrstu búsetu á Íslandi. „Við ætlum með rannsóknum okkar að reyna að aldursgreina hellana og rannsaka tengsl þeirra við hella á vesturströnd Skotlands, við aðra hella á Suðurlandi og við klettabyrgi í Vestmannaeyjum. Á öllum þessum stöðum hafa verið ristar nokkrar gerðir krossmarka og það sem vekur sérstaka athygli eru skyldleiki krossanna í skosku hellunum við krossana í Seljalands- hellum. Krossarnir í skosku hellun- um eru tengdir við kristna búsetu frá því fyrir víkingatíð. Þá má nefna að hellar á Íslandi hafa lengi verið tengdir Pöpum samanber ýmis ör- nefni og þjóðtrú. Það verður því eitt viðfangsefna okkar að prófa þá kenningu hvort í hellunum hafi dvalið skoskir Papar, hvort víking- ar hafi grafið hellana út, eða hvort þeir séu frá seinni tíð.“ Rannsóknarhópurinn er nú við rannsóknir í Kverkarhelli við Selja- landsfoss og mun dvelja við rann- sónir í honum fram til 24. septem- ber. Rannsóknirnar, sem eru liður í doktorsverkefni Kristjáns Ahron- sonar, sem er Vestur-Íslendingur í námi við Edinborgarháskóla, munu halda áfram næsta sumar þar sem skoðaðir verða fleiri hellar við suð- urströnd Íslands. Rannsaka tengsl milli íslenskra og skoskra hella Ljósmynd/Guðmundur H. Jónsson Kristján Ahronson og Alan Macniven í Kverkarhelli. Greina má krossa í hellisveggnum. UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir dómsorð dóma hafa lagalega bind- andi áhrif gagnvart dómþola og því hafi dóms- og kirkjumálaráðuneyti ekki verið heimilt að byggja úrlausn kærumáls karlmanns á því að hann hafi verið sviptur ökurétti ævilangt, en í endurriti sem dómþoli fékk við dómsuppkvaðningu urðu þau mistök að setning þar sem maðurinn var sviptur ökurétti féll út. Maðurinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í ágúst 1999 og í end- urritinu, sem dómari ritaði undir og starfsmaður dómsins vottaði, kom fram að ákærði ætti að sæta eins mánaðar fangelsisvist og greiða all- an sakarkostnað. Tæpum mánuði síðar hélt héraðsdómari í málinu dómþing þar sem hann kynnti að mistök hefðu orðið í endurriti sem dómþoli fékk afhent af dómsorði, þannig að úr hafi fallið setningin „ákærði er sviptur ökurétt ævi- langt“. Dómþoli og lögmaður hans féllust ekki að þessi villa félli undir 3. tölulið 137. greinar laga um meðferð opin- berra mála, þar sem kveðið er á um að dómara sé heimilt að leiðrétta rit- villur, reikningskekkjur, nafn- skekkjur og aðrar bersýnilegar vill- ur í dómi þótt dómur sé bindandi fyrir dómara þegar hann hefur verið kveðinn upp. „Var því ákveðið að láta dómsorðið standa óleiðrétt þrátt fyrir að hann sé sviptur ökurétti ævilangt í dóm- inum. Dómþola var tjáð við dóms- uppsögu að refsing við broti því sem ákært var fyrir og hann játaði væri fangelsi í einn mánuð og svipting ökuréttar ævilangt,“ segir í bréfi sem héraðsdómarinn ritaði til ríkis- saksóknara í kjölfarið. Dómþoli reyndi síðan að fá öku- réttindi sín á ný og var honum tjáð hjá viðkomandi sýslumanni að hann væri sviptur ökuréttindum ævilangt. Áður hafði ríkissaksóknari sent bréf til embættis lögreglustjórans í Reykjavík, héraðsdómarans sem um ræðir, dómþola og lögmanns hans þar sem kom fram að af hálfu ákæru- valdsins væri tvímælalaust litið svo á að dómþola hafi verið óheimill akstur ökutækja ævilangt frá birtingu dómsins. Lögmaður dómþola kærði þessa ákvörðun sýslumanns til dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Í bréfi lög- mannsins til ráðuneytisins stóð m.a. að eftir að dómþoli hafi ekki fallist á að dóminum yrði breytt, hafi honum borist ný og endurbætt útgáfa dóms- ins þar sem forsendukaflinn hafði verið aukinn verulega. „Þar er m.a. skráð að ákærði sé sviptur ökurétti ævilangt, en dómsorðið kveður ekki á um slíka sviptingu,“ segir í bréfinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti kærðu ákvörðunina síðan í úrskurði. Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til ráðuneytisins að mál dómþola verði tekið til endur- skoðunar, óski hann þess, og þá verði fjallað um mál hans í samræmi við þau sjónarmið sem koma fram í álit- inu. Dómsorð laga- lega bindandi UM 120 kröfum að verðmæti um 340 milljónir króna var lýst í þrotabú út- gáfufélagsins Genealogia Islandor- um á skiptafundi á mánudag. Lýstar forgangskröfur nema alls 32 milljón- um króna og er einungis tekin af- staða til þeirra að svo stöddu. 118 milljóna króna krafa Tryggva Péturssonar, stjórnarformanns fé- lagsins, er flokkuð sem almenn krafa og því ekki tekin afstaða til hennar. Mats Wibe Lund ljósmyndari hef- ur þá keypt ljósmyndasafn sitt úr þrotabúinu en hann lagði það í félag- ið á sínum tíma. Þrotabú Genealogia Islandorum Lýstar kröf- ur um 340 milljónir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.