Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M EIRIHLUTI borgarráðs sam- þykkti í gær að fela stjórn veitustofnana borgarinnar að leggja tillögu fyrir borgarráð um nýtt rekstrarform Orku- veitu Reykjavíkur. Í greinargerð borgarlög- manns um rekstrarform Orkuveitunnar segir að hlutafélagsformið hafi ótvíræða kosti þeg- ar til framtíðar sé litið. Harðar deilur urðu í borgarráði í gær milli meiri- og minnihluta, en sjálfstæðismenn hafa lagt fram tillögu í borgarstjórn um að nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að breyta Orkuveitunni í hlutafélag. Greinargerð Hjörleifs Kvaran borgarlög- manns var lögð fram í borgarráði í gær. Borg- arlögmaður telur að verulegir annmarkar séu á því að reka Orkuveituna í formi byggða- samlags. Hann telur að sameignarfélög og hlutafélög geti komið til álita, en telur að hlutafélagaformið hafi ýmislegt fram yfir sameignarformið. Engin löggjöf sé til um sameignarfélög, en til séu lög um starfsemi hlutafélaga og það sé þekkt rekstrarform. Hann segir að hlutafélagaformið hafi „ótví- ræða kosti þegar til framtíðar er litið.“ Lög verði helst afgreidd á Alþingi fyrir áramót Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að álit borgarlögmanns væri vel unnið. „Við teljum eðlilegt að borgarfulltrúar fái tækifæri til að kynna sér þessa álitsgerð og stjórn veitustofnana líka og að hún í fram- breyta Tillaga undirbú um má fyrir 1. Inga isflokk ósátt v í gær. hádegi málið stjórna daginn arráðsf þ.e.a.s. skrifað mögule fundi b lögu u veitust haldinu geri tillögu til borgarráðs um það rekstrarfyrir- komulag sem hún telur henta best.“ Ingibjörg Sólrún sagði að stjórn veitustofnana hefði ekki verið settur neinn frestur til að skila niðurstöðu, en það þyrfti að vinna þetta mál hratt vegna þess að málið þyrfti að fara fyrir Alþingi. Hún sagðist telja heppi- legast að sett yrðu sérlög um Orku- veituna. Frumvarpið þyrfti að koma fram í haust og helst þyrfti að afgreiða það fyrir ára- mót. Ingibjörg sagði að borgaryfirvöld væru bú- in að skoða þetta mál heilmikið frá því að borgin gekk frá samningi við Akranes um sameiningu orkuveitanna. „Það má segja að við séum búin að komast að þeirri niðurstöðu að rekstrarforminu verði annað hvort breytt í hlutafélag eða sameign- arfélag og að það þurfi að samþykkja sérstök lög um fyrirtækið. Ég held að hlutafélaga- formið sé að mörgu leyti mjög heppilegt form á svona fyrirtækjarekstri. Það má hins vegar kannski segja að sporin hræði. Það eru mjög margir sem ekki treysta því að þegar verið er að breyta opinberum fyrirtækjum í hlutafélög ætli sá aðili að eiga fyrirtækið áfram. Menn líta oft á það sem fyrsta skrefið í átt til einka- væðingar, en við í meirihluta borgarstjórnar Harðar deilur í borgarráði um hvernig unnið skuli að Stjórn veit ana geri t um rekstra Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn hafa lagt fram tillögu um að þegar í stað verði haf- inn undirbúningur að því að breyta Orkuveitu Reykjavík- ur í hlutafélag. Borgarráð samþykkti hins vegar í gær tillögu borgarstjóra um að fela stjórn veitustofnana að gera tillögu um rekstrarform. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Þ R ÚMLEGA helmingur íbúa umdæmis lög- reglunnar í Reykjavík er ánægður með þjón- ustu lögreglunnar ef marka má niðurstöðu nýrrar rann- sóknarskýrslu sem unnin var fyrir lögreglustjórann í Reykjavík. Til samanburðar má nefna að í Dan- mörku er ástand mála svipað hvað þetta atriði snertir. Fimmtungur íbúa í Reykjavík telur þjónustuna lögreglunnar hins vegar slæma. Þá telur 71% þeirra sem orðið hafa fyrir ofbeldisbroti lögregluna leysa illa úr málinu og það sama á við um 40% þeirra sem kærðu innbort eða þjófnað á árinu 2000. Rannsóknarskýrslan byggist á gögnum sem aflað var með síma- könnun af IMG-Gallup í sumar og náði rannsóknin til 2.700 einstak- linga á aldrinum 18–80 ára. Svar- hlutfall var 67%. Í skýrslunni kemur fram að 38,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu lögregluna veita frekar góða þjónustu í sínu hverfi og 12,2% töldu þjónustuna mjög góða. Þá töldu sömuleiðis 14,5% aðspurðra þjónustuna frekar slæma og 6,4% mjög slæma. 28,2% töldu hins veg- ar þjónustuna hvorki góða né slæma. Spurt var hvort þátttakendur hefðu orðið fyrir innbroti eða þjófnaði, ofbeldisverkum eða eignaskemmdum á árinu 2000 og kom þá í ljós að það átti við um 22% einstaklinga í úrtakinu. Hlutfalls- lega flestir í úrtakinu höfðu orðið fyrir eignaskemmdum, eða 14,8%, 9,2% fyrir innbrotum eða þjófnaði og 2,8% fyrir ofbeldisbroti. Óánægja með frammi- stöðu lögreglunnar meðal ofbeldisbrotaþola 70,8% þeirra sem urðu fyrir of- beldisbroti töldu lögregluna leysa mjög eða frekar illa úr málinu og undrandi á því að svo hát svarenda, sem að ofan ge lögregluna leysa illa úr brotum. „Ég velti fyrir m skýringar kunna vera á sagði Ingimundur á blað fundi í gær. „Sumir segja inganna sé kannski að leit ofbeldisbrot eru öðruvísi en t.d. augðunarbrot, skemmdir, þjófnaður og u lagabrot. Obbinn af þess sama átti við um 40,3% þeirra sem innbrot eða þjófnaður var framið hjá. Að sögn Ingimundar Einarsson- ar varalögreglustjóra er lögreglan Rannsóknarskýrsla um viðhorf til af Annar hv ánægður m ustu lögreg Aðstandendur rannsókn vinstri: Margrét Lilja G lagsfræðingar, dr. Stefá seturs, dr. Helgi Gunnla lögreglustjóri og Karl                          ?              !  "#  " NA! NA A  AJ  $ %&&'(!!!        ))    ' * !   ! ) +   *  , * ! ! % ,   !  ! '))) '  !           - (  ) ! HREMMINGAR Í FLUGI Bandaríska flugfélagið US Air-ways tilkynnti í gær að ellefuþúsund starfsmönnum þess yrði sagt upp og flugáætlanir skornar niður um 23 af hundraði. Þessar ráðstafanir eru ekkert einsdæmi í Bandaríkjunum. Talið er að stóru bandarísku flugfélögin hafi tapað einum milljarði dollara (100 milljörðum króna) frá því að hryðju- verkamenn réðust á New York og Washington 11. september. Mikil taugaspenna ríkir um þessar mundir og er mikið um afbókanir. Ofan á þetta bætist að fyrirtæki eru að bregðast við samdrætti í efnahagslífinu, meðal ann- ars með því að draga úr ferðakostnaði. Talið er að tap bandarísku flugfélag- anna muni það sem eftir er ársins nema fimm til tíu milljörðum dollara (500 til 1.000 milljörðum króna) og allt að 100 þúsund starfsmenn flugfélaganna gætu misst vinnuna. Margir óttast að þetta geti riðið flugfélögum að fullu og hafa þau farið fram á 24 milljarða dollara (2.400 milljarða króna) aðstoð frá ríkinu til að forða þeim frá gjaldþroti. Stjórn George Bush Bandaríkjaforseta hyggst leggja fram áætlun um það hvernig hjálpa megi flugfélögunum í síðasta lagi í upphafi næstu viku, en ekki er ljóst hvort komið verður til móts við þau að öllu leyti. Á Bandaríkjaþingi hefur þó komið fram vilji til að leggja fram 14 milljarða dollara (1.400 milljarða króna). Flugfélög í Bandaríkjunum eru ekki ein á báti. Írska flugfélagið Air Lingus tilkynnti í gær fjórðungssamdrátt í starfseminni og í yfirlýsingu frá belg- íska flugfélaginu Sabena sagði að það væri komið á ystu nöf. Tap Flugleiða vegna hryðjuverkanna er talið nema 100 milljónum króna og er flugfélagið í þannig stöðu að það má ekki við miklum áföllum. Búist er við að stærstu flug- félögin í Evrópu, British Airways, Luft- hansa og Air France, muni einnig eiga undir högg að sækja. Embættismenn í Evrópu sögðu í gær að við það yrði ekki unað að evrópsk flugfélög yrðu að búa við skerta sam- keppnisstöðu við hin bandarísku. „Bandaríkjamenn hafa þegar tekið ákvarðanir um aðstoð til bandarískra fyrirtækja,“ sagði Jean-Claude Gayss- ot, samgönguráðherra Frakklands, í gær. „Það er eðlilegt að Frakkar geri það einnig þannig að það verði ekkert misvægi eða lakari aðstaða fyrir okkar umsýslu.“ Swissair hefur átt í barningi og í kjölfar verulegrar lækkunar á bréf- um í fyrirtækinu sagði Pascal Couchep- in, efnahagsráðherra Sviss, að Sviss- lendingar gætu ekki setið með hendur í skauti fyrst Bandaríkjamenn hygðust styðja flugfélögin opinberlega: „Við getum ekki verið heilagri en hið heilaga land hins frjálsa markaðar.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra gaf sterklega til kynna í Morg- unblaðinu í gær að til greina kæmi að styðja við bakið á Flugleiðum. Hann kvaðst hafa miklar áhyggjur af tapinu og bætti við: „Það er auðvitað ljóst og hefur verið ljóst síðustu daga að flug- félögin munu verða hart úti í þessum al- varlegu atburðum. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Flugleiðir verði fyrir skelli, en það er auðvitað mjög alvarlegt í þeirri kröppu stöðu sem félagið hefur verið í vegna olíuverðshækkana.“ Ráðherrann kveður ekki hægt að segja til um hvort ríkisvaldið muni koma til móts við félagið, en segir síðan: „[E]n það er alveg ljóst að við eigum mikið undir því að Flugleiðir standi sig í þess- um hremmingum, sem nú ríða yfir, því flutningar til landsins eru svo þýðing- armiklir og þjónusta félagsins hefur verið undirstaða uppbyggingar ferða- þjónustunnar á Íslandi.“ Eins og ljóst er af framansögðu blasa ekki aðeins við hremmingar hjá Flug- leiðum. Á næstunni má búast við hert- um öryggisráðstöfunum á öllum sviðum flugsins. Þetta á jafnt við um eftirlit á jörðu niðri, sem viðbúnað í lofti. Far- angursleit hefur hingað til verið í hönd- um láglaunafólks í Bandaríkjunum, en þessi störf hafa verið betur launuð í Evrópu. Starfsmenn, sem unnið hafa við að gegnumlýsa farangur, segja að eftir að hafa mænt í klukkutíma á skjáinn renni allt saman í eitt. Það þarf að herða gæsluna á flugvöllunum og settir verða vopnaðir verðir um borð í flugvélar, í það minnsta í bandarísku innanlands- flugi. Allur þessi viðbúnaður og eftirlit mun kosta sitt. Um leið mun taka meiri tíma að ferðast með flugi. Vegna eftir- litsins mun taka lengri tíma að losa sig við farangur og fá brottfararspjald en áður og þessar tafir gætu haft áhrif á ferðalög. Ferðalag, sem áður hefði tekið hluta úr degi, gæti nú tekið allan dag- inn. Ísland axlaði ákveðnar skuldbind- ingar með því að gerast hluti af Scheng- en-svæðinu og því mun þurfa að grípa til sömu ráðstafana í Leifsstöð og öðrum útstöðvum svæðisins. Það er spurning hver eigi að bera þennan aukna kostnað. Vissulega er aukin gæsla í þágu flug- félaganna, en um leið er verið að huga að öryggi almennings. Bandarískir skatt- borgarar munu til að mynda bera kostn- að af vopnuðum, óeinkennisklæddum vörðum um borð í flugvélum þar í landi. Air Lingus er eitt þeirra flugfélaga, sem þegar hefur lýst yfir því að áfanga- stöðum verði fækkað. Slíkar ráðstafanir gætu reynst óumflýjanlegar fyrir önnur flugfélög og eru Flugleiðir þar ekki und- anskildar. Íslenskt viðskiptalíf og at- vinnulíf á mikið undir því að auðvelt sé að ferðast til og frá landinu og skiptir þar ekki litlu að geta valið um fjölda áfangastaða, sem hægt er að komast til án þess að þurfa að taka tengiflug. Þetta á ekki aðeins við um þá sem stunda við- skipti, heldur kemur sér einnig vel fyrir ferðaþjónustuna. Flugleiðir og forverar þeirra hafa skipt sköpum í því að tryggja tengsl Íslands við umheiminn og eiga ekki lítinn þátt í því hvaða fótum íslenskt þjóðfélag stendur á okkar dög- um. Sú saga hefur oft verið ævintýri lík- ust, en oft hefur einnig munað mjóu að illa færi. Sagan sýnir að aðstoð í formi ríkisstyrkja getur reynst vafasöm hjálp. Mörg hinna stóru flugfélaga, sem eru í samkeppni við Flugleiðir, munu hins vegar fá styrki frá ríkinu á næstunni og ekki má gleyma því að flest stóru evr- ópsku flugfélögin eru ríkisrekin í þokkabót. Það er því hæpið að ætlast til þess að Íslendingar séu heilagri en ríkin í kring, svo vísað sé til orða svissneska efnahagsmálaráðherrans. Hins vegar eru til fleiri leiðir en beinir ríkisstyrkir og mætti þar benda á ýmis gjöld, sem Flugleiðir þurfa að inna af hendi til ís- lenskra yfirvalda. Með því að horfa frekar til minni gjaldtöku en beinna styrkja yrði einnig tryggt að aðstoð fæli ekki í sér aðstöðumun, því að flugfélög á borð við Atlanta myndu einnig njóta góðs af og eitt yrði látið yfir alla ganga. Þá má ekki gleyma því að innan Evr- ópska efnahagssvæðisins gilda reglur um það hvernig koma eigi í veg fyrir af- skipti, sem skekkja samkeppnisaðstöðu, og einstök ríki innan svæðisins geta því ekki farið sínu einhliða fram. Það er hins vegar ljóst að flugsamgöngur standa á krossgötum eftir hina hrika- legu atburði liðinnar viku og tími áhyggjulausra og auðveldra ferðalaga er liðinn í bráð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.