Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ótlæti sýnir hver við erum í reynd. Viðbrögð al- mennings í New York og víða ann- ars staðar í Bandaríkjunum hafa verið af ýmsu tagi en fyrst og fremst einkennast þau af sam- heldni og virðuleika í miðri sorg- inni. Bandaríkjamenn sýna nú margar af sínum bestu hliðum og standast eldraunina betur en svartsýnismenn höfðu spáð. Og þeir hafa eignast nýjar hetjur sem allar þjóðir gætu verið full- sæmdar af, slökkviliðsmenn og fleiri sem hafa hætt lífinu og sum- ir fallið í rústum World Trade Center. Ættjarðarástin vestra er stundum áköf en í stóru og flóknu landi er hún hluti af líminu sem tryggir að samfélagið klofni ekki í andstæðar einingar. Einhver spyr vafalaust undr- andi hvort þetta sé rétt lýsing. Hvort ég gleymi bræðinni, slag- orðunum, kröfunum um hefnd, hatursfullu tali margra um stríð gegn einhverjum, bara ein- hverjum, og heimta sprengjukast án þess að íhuga afleiðingarnar. Þeirra sem vilja auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Auðvitað ekki. En hvar í heiminum hefðu ekki heyrst slíkar raddir ef þúsundir óvopnaðra borgara hefðu verið myrtar með þessum hætti? Líti nú hver í eigin barm. Hryðjuverkamenn sem fórna eigin lífi með svona skelfilegum hætti og myrða í leiðinni saklaust fólk hafa alltaf verið til einhvers staðar á jörðinni. En það er nú- tíminn, meðal annars auðveld upplýsingaöflun og bættar sam- göngur, sem gera þeim kleift að láta til sín taka fjarri heimahög- unum og myrða fleiri í einu vet- fangi en áður var gerlegt. Þess vegna getum við ekki útrýmt slík- um verkum, aðeins reynt að hamla gegn þeim eftir mætti, not- að lagni og fortölur og vonað að smám saman myndist almenn- ingsálit í heiminum gegn þessari grimmd. Vestrænar þjóðir urðu fyrstar allra til að berjast gegn þrælahaldi í heiminum. Það var einu sinni talið sjálfsagt í öllum menningarsamfélögum, nú leyfir enginn sér að mæla því bót opin- berlega þótt enn sé það til. Ein- hvern tíma í fjarlægri framtíð geta hryðjuverk fengið sama og ótvíræða dóminn. Fólska hermdarverkanna hefur hingað til nær eingöngu bitnað á borgurum fátækra ríkja í þriðja heiminum. Síðastliðin ár hafa meira en 100.000 manns fallið í hryðjuverkum í Alsír, langflestir þeirra óvopnaðir borgarar sem oft hafa verið skornir á háls á heimilum sínum, karlar, konur og börn. Illvirkjarnir eru nafnlausir. Nú er þessi þáttur í lífi hinna snauðu kominn inn á gafl hjá öll- um auðugum, vestrænum þjóðum og það með hætti sem aldrei gleymist. Ekki einu sinni við Ís- lendingar getum huggað okkur við að landfræðileg einangrun eigi eftir að vernda okkur. Við erum eins og Bandaríkjamenn hluti af ríka og hættulega heiminum, þeim sem ógnar gamla skipulag- inu í mörgum löndum með vel- megun, lýðræði og neysluhyggju. Þannig lítur smáþjóðin friðsæla út í augum þeirra sem í ofstæki sínu gera alla þá að óvinum sem eru á einhvern hátt öðruvísi en þeim sjálfum líkar. Við erum ekki friðhelg. Öryggi okkar og hag- sæld byggist ekki á sérstöðu og sjálfsþurftarbúskap heldur því að eiga viðskipti við aðrar ríkar þjóð- ir, selja þeim vöru og þjónustu, starfa með þeim á sem flestum sviðum. Ef við neitum að vera með í vestrænu samstarfi um viðbrögð og varnir gegn hryðjuverkum fáum við ekki rós í hnappagatið frá þeim sem hata allt vestrænt. Við yrðum að taka þátt í hryðju- verkum með þeim til að verða fyr- irgefið að vera yfirleitt til. Varn- arleysi hérlendis og efldur við- búnaður annars staðar á Vestur- löndum gæti með tímanum gert okkur að athyglisverðu skot- marki, glufu sem yrði rannsökuð vandlega í herbúðum illskunnar. Vilja menn það? Ofstækismenn sem myrða sak- laust fólk eru sömu gerðar. Þeir sádi-arabísku, norður-írsku, basknesku og bandarísku finna sök þar sem þeir vilja finna hana og jafnvel hjá kornabörnum. Morðóðir ofstækishópar múslima eru ekkert verri en heldur ekkert betri en aðrir slíkir og menn ættu að forðast að tengja framferði þeirra um of við gang heimsmála, stöðu þjóða í tafli heimsmálanna, réttlæti og óréttlæti. Hóparnir eru ekki eðlilegt fyrirbæri neins staðar. Þeir taka þátt í að svívirða íslam og þjóðir arabaheimsins á sama hátt og rasistalufsur á Vest- urlöndum gera og hafa alltaf gert. Þær reyna að fá okkur til að trúa því að allir sem búa í löndum ísl- ams séu ómennskar skepnur. En þótt við afsökum ekki hryðjuverk er í lagi að velta fyrir sér jarðveginum sem þau koma úr. Við getum íhugað hvort hægt sé að breyta honum í von um að erfiðara verði að fylla raðir hermdarverkahópanna. Varla þurfum við Íslendingar, með viðkvæmar þjóðernistær, langa umhugsun til að skilja hvernig íhaldssömum og siða- vöndum aröbum þykir að horfa upp á spillta einræðisherrana í flestum arabalöndum hunsa mörg gömul gildi (og mannréttindi) en taka upp vestræna neysluhætti og sóa fé almennings. Og leyfa heið- ingjunum að setja upp herstöðvar við Þingvelli araba og íslams. Eigum við að samþykkja allt sem mönnum dettur í hug í Hvíta húsinu? Ráðamenn Bandaríkj- anna geta lent á villigötum og orðið á slæm mistök við svo erf- iðar aðstæður. Risi sem eiturkvik- indi stingur í bakið bregst ekki endilega skynsamlega við, hann slær frá sér í fáti og getur þá slas- að þá sem síst skyldi. En okkar hlutverk hlýtur að vera að sann- færa hann um að við stöndum með honum en ekki andstæð- ingnum. Þá er kannski von til að sá sem stunginn var hlusti á skoð- un okkar á því hvað sé rétt að gera. Hættuleg einsemd Við erum eins og Bandaríkjamenn hluti af ríka og hættulega heiminum, þeim sem ógnar gamla skipulaginu í mörgum löndum með velmegun, lýðræði og neysluhyggju. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í ÖLLU því fárviðri, sem geisað hefur und- anfarið, hefur enginn talað um eitt hið mikil- vægasta í þessu máli. Hverjir eru þeir, sem hafa hýst fjármuni Osamas bin Ladens? Ef rétt er, að hann sé millj- arðamæringur hlýtur hann að geyma fjár- munina í banka eða bönkum. Ekki geymir hann alla þessa fjár- muni undir koddanum í Afganistan, einhvers staðar eru þessi fjár- munir geymdir og það- an eru óhæfuverk hans fjármögnuð. Líklegur staður er Sviss, en auð- vitað geta það verið fleiri staðir, þótt það sé ólíklegt. Það hlýtur að verða krafa hins frjálsa heims, að Sviss opni banka sína, sem og önn- ur lönd með banka- leynd. Þeir hefðu í raun átt að vera búnir að því fyrir löngu. Ótal glæpa- menn eiga þar skjól í nafnleynd svissneskra bankalaga. Krafa hins frjálsa heims er að hvergi verði skjól fyrir illa fengið fé eða fyrir ill- ræðismenn að eiga fjár- muni til að nota til illverka; sannkallað skálkaskjól. Stóra peningaþvottavélin í Sviss verður að hætta og banka- menn þar í landi verða að afla tekna með öðrum og heiðarlegri hætti en hingað til. Ísland getur gegnt hlut- verki í þessu máli. Sviss og Ísland eru meðlimir í EFTA. Ríkisstjórn Íslands ætti að taka forystu í málinu, til þess þarf ekki herlið, heldur vit. Ótal glæpamenn eiga þar skjól Hreggviður Jónsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hryðjuverk Er Sviss hýsill fyrir fjármuni manna, spyr Hreggviður Jónsson, eins og Osamas bin Ladens? ÉG GLADDIST við lestur langrar greinar eftir Kristján Ragnars- son, formann LÍÚ, í Morgunblaðinu hinn 25. ágúst sl. Hann vakti verðskuldaða athygli á viðtali sem Sæmundur Guðvinsson, ritstjóri Sjómannablaðsins Vík- ings, átti við mig í byrj- un maí sl. og birtist í blaðinu tæpum mánuði síðar. Kristján klippti sam- hengislausar setningar úr þessu viðtali til birt- ingar í grein sinni. Því miður gera þær ekki nægilega góða grein fyrir gæðum þess. Ég hvet alla sem ekki hafa lesið þetta viðtal, til að lesa það í heild. Ég stend við hvert einasta orð sem eftir mér er haft. Viðtalið veitti ég eftir vandlega umhugsun. Sá hvert stefndi með ráð um þorskkvóta á þessu fiskveiðiári. Aftur yrði þjóðin að sætta sig við mikinn niðurskurð í þorskveiðum. Allir botnfiskstofnar í sögulegu lág- marki. Litlar líkur á að þeir stækki á næstu árum. Nöturlegur boðskapur. Sérstak- lega til fólks í sjávarbyggðum þessa lands þar sem færðar hafa verið gíf- urlegar fórnir til að það kvótakerfi sem er við lýði í dag fengi að festast í sessi. Í trú á fyrirheit um stækkandi fiskistofna, hagræðingu í útvegi og velmegun. Vonbrigði og blákaldar staðreyndir blasa við. Afkomutölur útvegsfyrirtækja skelfilegar um missera skeið. Mikilvægustu fiski- stofnum virðist sömuleiðis hraka. Nú berst á land aðeins um helmingur þess botnfiskafla sem landað var ár- lega áður en kvótakerfið var tekið upp fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta og meira má lesa í uppgjörum fyr- irtækjanna og nýjustu ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar. Ég er þegn í þessu landi og hlýt að hafa skyldur og réttindi á borð við alla aðra. Hef að baki margra ára há- skólanám erlendis á sviði sjávarút- vegs. Menntaður fiskifræðingur með mikla þekkingu á íslenskum sjávar- útvegi og starfandi sem fréttamaður með útvegsmál sem sérgrein. Skylda mín og samviska, bæði sem fréttamaður og þegn þessa lands sem byggir velferð sína á útvegi, hlýtur að leiða til að ég telji fréttnæmt að greina frá staðreyndum sem vekja spurningar um hvar þjóðin sé í raun stödd í sjávarútvegi. Persónulega efast ég stórlega um að fólk geri sér almennt fulla grein fyrir hvílík mistök virðast hafa verið gerð í fyrirhugaðri uppbyggingu þorskstofnsins. Sérfræðingar Hafró segjast hafa ofmetið stærð hans. Ekki bara í fyrra. Heldur síðustu fjögur árin. Síðustu þrjú árin hefur okkur árlega verið talin trú um að þorskstofninn væri miklu stærri en hann var miðað við upplýs- ingar í dag. Því hafa þorskkvótar verið 40 til 50 prósentum of stórir. Mjög hratt hefur geng- ið á stofninn og mest á stórþorskana. Þeir voru í raun miklu færri en fræðingar töldu þá vera þegar þeir veittu sína ráðgjöf. Samkvæmt skýrslu Hafró hefur þorskum tíu ára og eldri nú fækkað um helming á tveimur ár- um. Eru nú innan við milljón talsins. Jafn fáir og þegar þorskstofninn var talinn í sinni mestu lægð árið 1996. Við taka árgangar fimm til sjö ára þorsks sem eru mjög lélegir. Yngri árgangar virðast í besta falli vera meðalstórir. Enginn veit hvernig rætist úr þeim í veiði. Vísbendingar eru um að þeir verði ekki í takt við væntingar þá. Það eru miklar líkur á að þorskkvótar hér við land verði einhvers staðar á bilinu 150 til 200 þúsund tonn næstu árin. Sem er sögulegt lágmark. Kannski verða þeir enn minni. Fólk verður bara að hafa mig af- sakaðan þótt ég dragi þá ályktun í viðtali utan vinnutíma að okkar stjórnkerfi í fiskveiðum hljóti að vera meingallað skrípi sem litlu hafi skil- að. Ekki nóg með að það skili engum árangri í uppbyggingu fiskistofna. Hina svokölluðu hagræðingu sé trauðla að finna í uppgjörum útvegs- fyrirtækjanna. Það er líka gegnsýrt af illdeilum og spillingu. Ég hef sjálfur séð hluta þess sem ég flokka undir spillingu í kvótakerf- inu. Brottkast afla. Hvorki Kristján Ragnarsson né aðrir starfsmenn LÍÚ eru nokkru sinni á sjó. Þó svo væri yrðu þeir ekki vitni að því sem raunverulega getur gerst í flotanum. Ég hef verið á sjó nýverið. Séð dæmi um brottkastið. Það er mér líka mjög til efs að þeir á LÍÚ-kontórnum séu í sambandi við óbreytta sjómenn. Skyldi nokkur koma að máli við þá til að segja þeim frá brottkasti og kvótasvindli? Ég held ekki. Margir sjómenn hafa haft sam- band við mig á undanförnum miss- erum. Þeir kynntu sig allir með fullu nafni. Engin ástæða til að rengja þá. Trúverðugir, bæði til orðs og æðis. Allir eiga það sameiginlegt að sam- viskan nagar þá. Hafa tekið þátt í ótrúlegum sóðaskap. Fiski hefur ver- ið hent í stórum stíl, reglur um veið- arfæri þverbrotnar og fiski svindlað óskráðum í land. En Ísland er lítið þjóðfélag. Sá sem stígur fram og seg- ir frá því að hafa tekið þátt í einhverju misjöfnu hættir á að verða settur á svartan lista varðandi skiprúm og aðra atvinnu í framtíðinni. Því miður þora fæstir að segja frá reynslu sinni opinberlega í fjölmiðlum. Ég hef haft það fyrir reglu að vitna aldrei í þá sem ekki vilja tala um brottkast og svindl í eigin persónu. Ástæðan er einföld. Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir. Hefði hæglega getað gert mjög stórar fréttir þar sem ég vitnaði í heimildarmenn sem óskuðu nafnleyndar. Alvara málsins gerir kröfur um ströng vinnubrögð. Tel ekki verjandi að byggja slíkar fréttir á framburði manna sem vilja nafnleynd. Því hefur minn frétta- flutningur í RUV um brottkast á fiski, kvótasvindl og annað í raun ver- ið mjög hófsamur. Þar af leiðir að þjóðin hefur aðeins fengið að heyra örlítið brot af því sem í raun virðist hafa átt sér stað á Ís- landsmiðum á undanförnum árum. Sá dagur rennur upp að menn opin- beri sínar reynslusögur undir fullum nöfnum. Það verður ófagur vitnis- burður að lesa fyrir komandi kyn- slóðir íslendinga. Starfsmenn LÍÚ með formanninn í fararbroddi hafa á undanförnum vik- um staðið fyrir mikilli rógsherferð gegn mér. Bæði í ræðu og riti. Þessir menn útmála mig sem áróðursmann og lygara. Mann með annarlegar skoðanir sem misnoti gróflega að- stöðu sína sem fréttamaður. Þeir hafa þó ekki getað bent á að ég hafi vísvitandi farið efnislega með rangt mál í mínum fréttum. Markmið þeirra er greinilega að eyðileggja orðstír minn og feril í von um að rödd mín þagni. Hagsmunir fárra skulu varðir hvað sem það kostar. Skítnum sópað undir teppið svo þjóðin fái ekki séð. Gagn- rýn og upplýsandi umfjöllun barin niður. Árásir þeirra og aðferðir koma ekki á óvart. Vinnubrögðin eru mörg- um kunn þegar umræða um sjávarút- vegsmál eru annars vegar. Ég hvika hvorki né kikna undan níðinu. Held ótrauður áfram að færa fólki sjávar- útvegsfréttir. Ég á mér öflugan bandamann. Sannleikann. Talað um nýju fötin keisarans Magnús Þór Hafsteinsson Útvegur Ég efast stórlega um, segir Magnús Þór Haf- steinsson, að fólk geri sér fulla grein fyrir hví- lík mistök virðast hafa verið gerð í fyrirhugaðri uppbyggingu þorsk- stofnsins. Höfundur er fréttamaður og fiskifræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.