Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 31 Fundarstaðir: Laugaland í Holtum, miðvikudaginn 19. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Félagsheimilið Árnes, fimmtudaginn 20. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í Reykjavík, laugardaginn 22. september kl. 13:00-17:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 14:00 og 16:00. Norðlingaölduveita: Kynning á matsáætlun Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveitu í opnu húsi á Suðurlandi og í Reykjavík Á kynningarfundunum gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa og ráðgjafa Landsvirkjunar um umhverfismatið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum. w w w .a th yg li. is Peningamarkaðsvíxlar Kaupþings hf., skráðir á Verðbréfaþingi Íslands. Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að skrá peningamarkaðsvíxla Kaupþings hf., við útgáfu hvers flokks enda uppfylli þeir skilyrði skráningar. Um er að ræða 12 flokka víxla sem eru á gjalddaga um miðjan hvern mánuð, frá janúar 2002 til og með desember 2002. Útgáfa verður tilkynnt VÞÍ hverju sinni. Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515 1500, fax 515 1509 Í GREIN í Morgunblaðinu sl. laugardag segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Framsókn- arflokksins, eftirfarandi: „Ég get leyft mér að segja það að ég veit mörg dæmi þess að menn leigi kvóta og í mörgum þeirra er leigan greidd inn á sér- staka bankareikninga og viðskipt- in höfð nótulaus og ekki gefin upp.“ Hvernig má það vera að þing- maðurinn hefur ekki bent skatta- yfirvöldum á þessi stórfelldu skattsvik sem honum er svo vel kunnugt um? Færsla veiðiheim- ilda frá einu skipi til annars er skráð hjá Fiskistofu sem er op- inber eftirlitsaðili. Engin færsla er möguleg nema með heimild Fiskistofu, hver færsla er því auð- rekjanleg og ætti því að vera auð- velt að koma fulltrúum skattayfir- valda á sporið og fá þeim seku refsað. Mér er kunnugt um að Kristinn hefur rekið bókhaldsskrifstofu og þykir mér með ólíkindum ef upp- lýsingar um þessi afbrot koma úr þeirri átt. Til þess verður að ætlast að al- þingismaður sem fer með svona fullyrðingar geri frekari grein fyr- ir þeim. Það læðist að mér sá grunur að þessar fullyrðingar megi rekja til þess tíma er þingmaðurinn var í öðrum stjórnmálaflokki en nú og enn lifi í gömlum glæðum og róg- urinn sé stutt undan í hugskoti þessa manns. Kristján Ragnarsson Dylgjur um skattsvik Höfundur er formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. FYRIR 12–15 árum voru Eyfirðingar auð- fúsir að fá álver. Stjórn- málamenn tóku undir og Norðlendingum var lofað álveri. Þá voru það erlendu álversmennirn- ir sem reiknuðu og kröfðust ódýrara raf- magns ef teygja ætti siglingu norður í land með hráálið og unnið ál á markað. Þótti Eyfirð- ingum álversdraumur- inn ganga úr höndum sér og komu hundruð- um saman suður, fylltu morgunvélina og flugu norður með kaffivélinni síðdegis eftir að hafa krafist fyrir sunnan norð- lensks álvers! Augljóst var, að byggðastefnan kallaði á dýrar fórnir. Hvað gerðist nyrðra sem gerði Norðlendinga fráhverfa áli? Tíminn leið: á Akureyri var byggð upp merk menntastofnun, Háskólinn á Akur- eyri. Akureyringar báru þá gæfu að gæta vel hagsmuna sinna þegar kvótapólitíkin var innleidd á Íslandi, nokkuð sem þeir á Austurlandi virð- ast ekki hafa ráðið eins vel við. Margt fleira má tína til. Nú vill sjálfsagt enginn álver við Eyjafjörð. Eyfirðingar una glaðir við sinn hag, þeir fengu það sem þeir vildu: blómlegt og fjölbreytt atvinnu- líf, stolt hvers byggðarlags. Mætti óska þeim til hamingju. Skammtíma- sjónarmið urðu ekki ofan á og þeir eru sælir að þar er nú ekki allt í eitur- stybbu og loftmengun frá umdeildu álveri. Þeir sjá Kaldbakinn sinn og Vaðlaheiðina handan fjarðar. Þá beindist athygli álmanna að Keilisnesi. Stóð til að byggja stórt ál- ver, mikil spákaupmennska fór af stað. Jörðin Flekkuvík á Vatnleysu- strönd gekk kaupum og sölum ásamt nærliggjandi jörðum á Ströndinni. Jafnvel gamlir kofar í Vogum komust í himinhá verð. Þarna voru byggðar skýjaborgir. Þegar þær hrundu, urðu vonbrigði með brostnum vonum. E.t.v. að einhverjir séu enn ekki komnir yfir þau ósköp. Byggðaþróun og atvinna Frá Austurlandi hefur verið mikill fólksflótti á liðnum árum. Sama þróun hefur verið t.d. á Vestfjörðum, og Norðurlandi vestra. Breyttir atvinnu- hættir í hefðbundnum atvinnugrein- um hafa átt drjúgan þátt í þessu. Eystra vilja menn snúa þróuninni við sem er eðlilegt. En hvað fara þeir fram á? „Landsvirkjunarleik með öllu: virkjun, raflínur, höfn og álstassjón, stærri en hefur verið byggð á Íslandi og jafnvel í gjörvallri Evrópu, takk fyrir.“ Ætla mætti að annað komi ekki til greina. Ætla mætti að Austurland sé ekki á kortinu hjá mönnum eystra öðruvísi en sem leikvöllur þeirra sem vilja raska og róta sem mest í íslenskri náttúru og að Austfirðingar séu sér- lega fúsir að vinna í álverum. Mér finnst einkennileg þessi hug- myndafátækt valdsmanna eystra. Meðan þeir leggja ofurkapp á að fá umdeildustu atvinnustarfsemi beint inn á gafl hjá sér, áliðnað, lausung og röskun sem honum fylgir, þá er eins og aðra starfsemi þurfi ekki fyrir austan. Myndu Eskfirðingar og Reyðfirðingar ekki sakna þess að sjá ekki fjöllin handan fjarðar þegar þau hyljast blámóðunni miklu sem liðast upp úr væntanlegu álveri? Ál og allt sem því fylgir, er ákaflega fallvalt í veröldinni, verð hækkar og hnígur. Nú er Norsk Hydro búið að kaupa sig inn í stóra auðhringi m.a. í þrem risastórum tóbakshringjum í Bandaríkjunum og Jap- an. Einnig var fjárfest miklu fé í stóra fabrikku austur í Síngapúr sem stendur í blómlegum viðskiptum um þessar mundir við hernaðar- gemlinga og einræðis- herra. Aðalframleiðslan eru jarðsprengjur, markaðurinn eru þró- unarlöndin í Afríku og Asíu. Kannski verður væntanlegt Reyðar- fjarðarál notað til að búa til jarðsprengjur og sígarettur til að auka kvalræði og heilsuleysi með þjóðum. Í Noregi er allt að verða vitlaust vegna þessara mjög umdeildu við- skipta með fé norska Olíusjóðsins. Verið er að safna undirskriftum að forgöngu Gro Harlem Brundtland, framkvæmdastjóra WHO, og farið fram á siðvæðingu Norsk Hydro og norska Olíusjóðsins. Um þetta hefur því miður ekkert heyrst í íslenskum fjölmiðlum. Er ekki hlustað á neinar úrtöluraddir? Eða er búið að innleiða ritskoðun? Markaðurinn og völdin Það hefur aldrei þótt góð latína að vera háður erlendu valdi. Nóg er að líta til sögunnar, hvernig einokunar- verslunin lék Íslendinga grátt fyrr á öldum. Eg óttast hið mikla og vaxandi veldi Norsk Hydro sem getur orðið Íslendingum fjötur um fót síðar meir, rétt eins og einokunarverslunin danska. Fjármögnun þessa brjálæðis er vægast sagt einnig mjög umdeild. Með öllu þessu brambolti eigum við á hættu að koma þjóðinni endanlega á hausinn. Biðlað er óspart til lífeyris- sjóða að þeir fjárfesti í glansmynd- inni. Að setja fjárhagslega framtíð ellilífeyrisþega í hættu með því að óska eftir fjárfestingu lífeyrissjóð- anna í þessum umdeildu framkvæmd- um þykir mér vera mikil ósvífni af hálfu þeirra sem hafa látið sér það detta í hug. Eru menn á því að þver- brjóta hagfræðiregluna góðu: aldrei er gott að setja öll eggin í sömu körf- una. Hvernig má byggja upp fjöl- breytt atvinnulíf á Austurlandi? Eg vona, að ráðamenn eystra hugsi atvinnumálin upp á nýtt. Nýjar hug- myndir, nýjar áherslur og frjórra ímyndunarafl eru nauðsynlegar sem gætu komið Austfirðingum og þar með landsmönnum öllum að raun- verulegu gagni. Atvinnulíf verður að byggja upp á forsendum heimamanna sem þeir ráða sjálfir vel við og er eftirsóknar- vert en ekki forsendum auðhrings úti í hinum stóra heimi. Hér eru nokkrar hugmyndir: 1. Laða fyrirtæki austur með ýms- um ráðum eins og gert er víða. Meðan fyrirtæki eru að hasla sér völl og koma sér fyrir í nýju umhverfi koma sveitarstjórnir á móts við þau með ýmsum aðferðum. Þetta er nokkurs konar fórnarkostnaður af hendi sveit- arstjórna. Það er unnt að veita öðrum fyrirtækjum svona fyrirgreiðslu en álveri. 2. Auka menntunarmöguleika með áherslu á framhaldsmenntun og á há- skólastigi. 3. Og ekki síst, að efla ferðaþjón- ustu á Austurlandi verulega. Austur- land býr yfir stórkostlegum náttúru- perlum sem ekki má fórna. Verður vikið að þessu í sérstakri grein síðar. Austfirðingum öllum er óskað alls hins besta. Eg leyfi mér að óttast að áldraumurinn verði aldrei annað en martröð – martröð sem betur er að forðast í tíma en að upplifa með skelf- ingu. Álstassjónir lokka og laða Guðjón Jensson Atvinnumál Atvinnulíf verður að byggja upp, segir Guð- jón Jensson, á for- sendum heimamanna. Höfundur er bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.