Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÖNGUDAGUR var í Lundarskóla á Akureyri í gær. Nemendur, kennarar og foreldrar sem þátt tóku létu ekki nokkra dropa sem féllu fyrir hádegið hafa áhrif á úti- vistina enda haustveðrið stillt og milt og um að gera að njóta þess. Nemendum stóð ýmislegt til boða, sumir reimuðu á sig göngu- skóna og héldu á Súlur, aðrir hjól- uðu fram að Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit og enn aðrir fóru í Kjarnaskóg. Þá kusu rúmlega 100 nemendur að njóta dagsins á Jað- arsvelli, golfvelli Golfklúbbs Ak- ureyrar. Um helmingur hópsins voru vanir kylfingar en aðrir voru skemmra á veg komnir í þessari íþrótt. Þeir nutu hins vegar dyggi- legrar aðstoðar þeirra sem reynsl- una höfðu og að lokum höfðu allir leikið 9 holur. Þórunn Bergsdóttir skólastjóri í Lundarskóla sagði að mikið væri lagt upp úr útivist og hreyfingu í skólanum og til að mynda væri þar í boði meiri leikfimi fyrir nem- endur en skólanum bæri skylda til. Auk göngudags að hausti er úti- vistardagur að vetri við skólann þar sem nemendur geta farið á skíði eða skauta eða stundað aðrar vetraríþróttir. Að vorlagi er um- hverfisdagur en þá fara nemendur um hverfið og hreinsa til. Grýtta leið- in varð fyrir valinu Morgunblaðið/Kristján Þessir ungu menn fóru ekki alveg hefðbundna leið inn á 18. flöt og lentu í smávandræðum í trjágróðrinum framan við teiginn. ATVINNUÞÁTTTAKA kvenna eykst verulega eftir að þær hafa lokið námi við Menntasmiðju kvenna á Ak- ureyri að því er fram kemur í nýlegri könnun um mat á námi við Mennta- smiðju kvenna. Fram kemur í könnuninni að 16% kvennanna voru í vinnu þegar þær hófu nám sitt, en staðan er sú um þessar mundir að 55% kvennanna stunda atvinnu. Menntasmiðjan hóf starfsemi árið 1994, en það ár var atvinnuleysi í sögulegu hámarki og þótti ljóst að þróa þyrfti nýjar leiðir til að styðja og styrkja konur án launaðrar atvinnu. Fyrsta námskeiðið var haldið haustið 1994 en frumkvæðið kom frá Val- gerði Bjarnadóttur, þáverandi jafn- réttis- og fræðslufulltrúa Akureyrar- bæjar. Alls hafa verið kenndar 14 annir við Menntasmiðju kvenna frá upphafi og hafa 276 konur útskrifast. Námið hefur frá upphafi verið sérstaklega miðað við konur, þeirra aðstæður, óskir og þarfir. Það byggir á hug- myndafræði og reynslu frá lýðhá- skólum og kvennadagskólum. Flétt- að er saman þremur meginþáttum í náminu, sjálfsstyrkjandi, hagnýtum og skapandi, en miðað er að því að auka almenna lífshæfni nemenda. „Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að námið í Mennta- smiðju kvenna hefur haft mikið að segja fyrir þær konur sem það hafa stundað og að við höfum náð tilætl- uðum árangri. Menntasmiðjan sem í upphafi var tilraun hefur heppnast,“ sagði Þorbjörg Ásgeirsdóttir, forstöðufreyja Menntasmiðjunnar. Atvinnuþátttakan hefur aukist umtalsvert Atvinnuþátttakan er áþreifanleg- asta dæmið þar um, en við upphaf náms í Menntasmiðjunni var stærsti hluti kvennanna án atvinnu eða 42%. Afgerandi aukning varð á atvinnu- þátttöku kvennanna því að loknu námi eru 55% þeirra í vinnu og 5% í námi. Þorbjörg bendir á að þessi mikla atvinnuaukning stafi einnig að einhverju leyti að því að atvinnuleysi hefur minnkað verulega á tímabilinu. Þá hefur Svæðisvinnumiðlun Norð- urlands eystra greitt ákveðna upp- hæð með hverri konu sem er á at- vinnuleysisskrá og stundar nám í Menntasmiðjunni. Könnunin leiðir einnig í ljós að sjálfsstyrkur kvennanna hefur aukist mikið eftir að þær hafa lokið námi en 83% þeirra segjast mun og nokkuð sterkari eftir námið. Um helmingur þeirra telur sig einnig standa betur að vígi á vinnumarkaði og hvað varð- ar fjölskyldutengsl og 75% þeirra segja sig mun eða nokkuð sterkari í samskiptum en áður. Einnig má nefna að langflestar kvennanna telja námið hafa aukið lífshæfni sína. Þorbjörg sagði að bakgrunnur þeirra kvenna sem stundað hefðu nám í Menntasmiðjunni væri marg- breytilegur og það ætti einnig við um aldur þeirra. Sú elsta væri fædd árið 1925 og sú yngsta árið 1984. „Kon- urnar eru um margt ólíkar en þær hafa átt það sameiginlegt að standa á þeim tímamótum að þær voru tilbún- ar að breyta einhverju í lífi sínu og greinilegt er af svörum þeirra að dæma að þær telja sig standa betur að vígi en áður í mörgu tilliti,“ sagði Þorbjörg. Tilraun um Menntasmiðju kvenna hefur heppnast skv. niðurstöðum könnunar Aukin atvinnu- þátttaka og meiri styrkur Morgunblaðið/Kristján Karólína Stefánsdóttir heldur fyrirlestur um sjálfstyrkingu. SAMNINGUR um samstarf Há- skóla Íslands, Háskólans á Akur- eyri, Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri um ljósmæðranám á Akureyri var undirritaður við at- höfn á FSA í gær. Markmið samningsins er að efla nám í heilbrigðisvísindum á Akur- eyri og þróa kennslu og rannsóknir með áherslu á ljósmóðurstörf í dreifbýli og bæta þar með úr brýnni þörf fyrir ljósmæður á landsbyggðinni. Þessu markmiði ætla forsvarsmenn stofnananna fjögurra að ná með því að bjóða upp á fjarnám í ljósmóðurfræðum á Akureyri frá og með haustmisseri 2001, en það er hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands sem annast námið. Um er að ræða 60 eininga starfs- miðað nám eftir BS-gráðu í hjúkr- unarfræði og tekur það tvö ár. Fjarnámið felur í sér fyrirlestra, skipulagt sjálfsnám, umræðutíma, verkefni og klínískt nám bæði norð- an og sunnan heiða. Upplýsinga- tækni verður notuð við nám og kennslu sem kostur er. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði að þetta nám væri styrkur fyrir heil- brigðisdeild háskólans sem og fyrir fjórðungssjúkrahúsið og einnig fengi Háskóli Íslands tækifæri með þessum samningi til að efla starf- semi sína á landsbyggðinni. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, sagði samstarf háskólanna á þessu sviði mikið fagnaðarefni og að eins væri ánægjulegt að eiga gott samstarf við fjórðungssjúkra- húsið og heilsugæslustöðina. Draumur rætist Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í ljósmóðurfræðum, hefur unnið öt- ullega að undirbúningi þess að koma þessu námi á en hún sagði mjög ánægjulegt að þessum áfanga væri nú náð. Nemendur eru að hennar sögn nú átta talsins, fimm í Reykjavík og þrír á Norðurlandi, þ.e. á Akureyri, Ólafsfirði og Siglu- firði, einn á hverjum stað. „Það er ánægjulegt að þetta nám er hafið. Við hlökkum til og horfum björtum augum til framtíðarinnar,“ sagði Ólöf Ásta. Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóð- ir á fæðingardeild FSA, sagði að oft hefði verið erfitt að fá ljósmæður til starfa en með tilkomu námsins norðan heiða væntu menn þess að betur myndi ganga að manna stöð- ur. „Draumar mínir eru að rætast,“ sagði Inga Vala Jónsdóttir, nem- andi í fjarnámi í ljósmóðurfræði, en hún kvaðst lengi hafa stefnt að því að leggja stund á þessi fræði. Morgunblaðið/Kristján Pétur Pétursson, yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA, tókust í hendur að lokinni undirskrift. Samstarf um að bjóða ljós- mæðranám á Akureyri Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og Heilsugæslustöðin á Akureyri TVÆR athugasemdir bárust við til- lögu að deiliskipulagi svæðis Háskól- ans á Akureyri á Sólborg. Deili- skipulagssvæðið í heild er rúmir 100 þúsund fermetrar en það tekur til núverandi og framtíðarsvæðis HA á Sólborg. Athugasemdir bárust frá lög- mönnum Glámu/Kím arkitekta og frá húseiganda á svæðinu. Að sögn Bjarna Reykjalín, deildarstjóra um- hverfisdeildar, tengjast athuga- semdir lögmanna Glámu/Kím m.a. höfundarréttarmálum og framsetn- ingu á skipulagstillögunum. Húseig- andinn er aftur á móti að tryggja stöðu sína, þar sem húseign hans er innan skipulagssvæðisins. Bjarni sagði að lögmaður bæjarins væri að fara yfir athugasemdir frá lögmönn- um Glámu/Kím varðandi höfundar- réttinn. Í gangi hefðu verið málaferli þar sem Gláma/Kím arkitektar teldu sig eiga höfundarrétt að öllum mannvirkjum og skipulagi á þessu svæði. Bjarni sagði að þar til niður- staða lögmanns bæjarins lægi fyrir væri málið í hnút. Möguleiki á 23.000 fermetra byggingum til viðbótar Núverandi lóð Háskólans á Akur- eyri er 47.000 fermetrar og heildar- flatarmál núverandi bygginga er um 4.800 fermetrar. Við gerð deiliskipu- lagsins var horft til frekari uppbygg- ingar og aukinna umsvifa HA og leit- ast við að skapa stofnuninni sem mesta möguleika á svæðinu og jafn- framt vinna með náttúru og lands- lagi þess. Í deiliskipulaginu eru m.a. skilgreindir þrír byggingarreitir fyr- ir allt að 23.000 fermetra byggingar að flatarmáli. Tvær athugasemdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.