Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA opinbera heim-sókn forseta Íslands tilGrikklands hófst í gæren heimsóknin er í boði gríska forsetans og stendur hún yfir í þrjá daga. Í för með Ólafi Ragnari Grímssyni eru einnig m.a. Dorrit Moussaieff, heitkona hans, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Þorsteinn Pálsson sendiherra. Forseti Íslands hitti forseta Grikklands, Constantino Steph- anopoulos, í forsetahöllinni í Aþenu í gærmorgun en í þeim við- ræðum kom fram vilji beggja aðila til að efla tengsl Íslands og Grikk- lands á komandi árum. Þá ræddu forsetarnir um hina hörmulegu at- burði í New York og það öryggi og þann frið sem vestrænar lýðræð- isþjóðir yrðu að vera samstiga í að efla. Að fundinum loknum sæmdi forseti Íslands Stephanopoulos, forseta Grikklands, íslensku fálka- orðunni, auk þess sem forsetarnir skiptust á gjöfum. Í ávarpi eftir fundinn sagðist Constantino Stephanopoulos, for- seti Grikklands, bjóða forseta Ís- lands velkominn til Grikklands og heimsóknin væri mjög ánægjuleg enda Ísland ein af vinaþjóðum Grikkja. „Við höfum öll hefðbundin tengsl við Ísland og höfum fullan vilja á því að efla þau tengsl,“ sagði Stephanopoulos. Ólafur Ragnar sagði Ísland og Grikkland hafa verið bandamenn í NATO um langt skeið og bæði löndin legðu áherslu á mikilvægi lýðræðislegs samfélags þar sem hægt væri að tryggja frið og ör- yggi til handa öllum. „Og ég tel sérstaklega mikilvægt núna þessa síðustu daga, þegar við höfum horft upp á hina hörmulegu at- burði í Bandaríkjunum, að lýðræð- isríki standi saman og leggi sitt af mörkum til að tryggja öryggi íbúa allra landa í heiminum og þann frið sem við metum svo mikils,“ sagði Ólafur Ragnar. Heimsókn í þinghúsið Að loknum fundi með forseta Grikklands hélt Ólafur Ragnar á fund Apostolos Kaklamanis, for- seta gríska þingsins, í þinghúsinu í Aþenu. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins eftir fundina tvo sagði Ólafur Ragnar að þar hefðu farið fram mjög ítarlegar viðræður þar sem lögð hafi verið rík áhersla á nauðsyn þess að efla tengsl þjóða í norðanverðri og sunnanverðri Evrópu. „Í raun og veru má segja að kjarninn í þess- um viðræðum báðum hafi verið fólginn í því, að ef sameiginleg vegferð Evr- ópu í átt að auknu lýð- ræði, friði og öryggi á nýrri öld ætti að hafa raunverulegt innihald, þá væri mikilvægt að þjóðir álfunnar, bæði í norðri og suðri, hefðu náið sam- band sín á milli og ykju það. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að forseta Íslands væri boð- ið í opinbera heimsókn til Grikklands, að Grikkir vildu sýna af sinni hálfu ríkan vilja til þess að efla tengslin við Íslendinga og þjóðirnar í norðan- verðri Evrópu og leggja sitt af mörkum til þess að gagnkvæmur skilningur skapaðist og draga úr þeirri hættu að Evrópa skiptist upp í hagsmuna- blokkir og gömul skipt- ing álfunnar héldi áfram að hafa áhrif á viðhorf manna. Þess vegna væri þetta boð af þeirra hálfu hugsað sem skýr skilaboð til Íslendinga og vina- þjóða okkar innan Evr- ópu um vilja Grikkja til þess að efla þessi tengsl og koma sínum sjónar- miðum og hagsmunum á framfæri,“ sagði Ólafur Ragnar. Þá ræddu forsetarnir um aukin viðskiptatengsl á milli Íslands og Grikk- lands. Að sögn Ólafs Ragnars lét Stephan- opoulos það í ljós að ís- lenskar sjávarafurðir, sérstaklega þorskurinn, væru mikils metnar í Grikklandi og mikilvægt væri fyrir Grikki að geta keypt þær afurðir áfram og jafnvel í enn ríkari mæli en áður. Einnig ræddu forsetarnir um að finna leiðir til að styrkja menningarsambönd þjóð- anna, sem báðar byggð- ust á gömlum grunni fornra lýðræðissam- félaga. Ríkur vilji til að efla sölu á sjávarafurðum Að fundum loknum með forseta Grikklands og forseta gríska þingsins hélt Ólafur Ragnar ásamt fylgdarliði á matvörumarkað mið- borgar Aþenu, þar sem skoðaðir voru sölustaðir íslenskra sjávaraf- urða er tengjast SÍF, Sölku sjáv- arafurðum, Jóni Ásbjörnssyni hf. og B. Benediktssyni ehf. Í för með forsetanum voru einnig fulltrúar og eigendur þessara fyrirtækja. Ólafur Ragnar sagði það mjög skemmtilegt og fróðlegt að kynn- ast því á markaðnum hve ríkur vilji væri til að efla sölu á íslensk- um sjávarafurðum. „Þessir aðilar, fjölskyldur og umboðsaðilar, sem hafa unnið að því í langan tíma að koma íslenskum saltfiski og öðrum sjávarafurðum hér á markað telja mikla möguleika á að auka þessi viðskipti enn frekar, bæta við öðr- um tegundum sjávarafurða og styrkja þannig fiskmarkaðinn í Grikklandi. Ég heyri það líka hjá íslensku fyrirtækjunum sem hér eru með sína fulltrúa að þau meta mikils það starf sem bæði smá- söluaðilarnir og grísku umboðsað- ilarnir eru að vinna hér. Og Grikk- land getur þá kannski smátt og smátt þróast í sömu átt og bæði Ítalía og Spánn og önnur lönd í Evrópu sem eitt af traustari lönd- unum fyrir íslenskar sjávarafurð- ir,“ sagði Ólafur Ragnar. Sýning helguð ævi og störfum Halldórs Laxness opnuð Frá matvörumarkaðnum hélt forsetinn ásamt íslensku sendi- nefndinni í skoðunarferð á Akró- pólishæð þar sem fornar rústir voru skoðaðar undir leiðsögn. Síð- degis í gær opnaði forseti Íslands síðan sýningu í Menningarmiðstöð Aþenu sem helguð er ævi og störf- um Halldórs Kiljan Laxness. Einnig flutti ávarp frú Elli Ev- angelido, varaborgarstjóri Aþenu, þar sem hún fagnaði sýningunni. Þá flutti Sigurður A. Magnússon erindi um gríska menningu og bókmenntir á Íslandi og Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu – miðlunar og útgáfu og stjórnarfor- maður Listahátíðar Reykjavíkur, flutti erindi um líf og störf Hall- dórs Laxness. Síðdegis hélt forseti Íslands stutta fundi ásamt Sólveigu Pét- ursdóttur, dóms- og kirkjumála- ráðherra, og Þorsteini Pálssyni með forystumönnum grískra stjórnmálaflokka. Auk þess átti dóms- og kirkjumálaráðherra fund með Chryssochoidis, ráðherra í ríkisstjórn Grikklands, þar sem fram fóru viðræður um Schengen og öryggismál í Evrópu. Í gærkvöldi bauð síðan forseti Grikklands Ólafi Ragnar Gríms- syni ásamt föruneyti til hátíðar- kvöldverðar í forsetahöllinni. Í dag mun forseti Íslands leggja blóm á minnisvarða óþekkta hermannsins framan við þinghúsið í Aþenu, en að því loknu mun forsetinn eiga fund með Constantinos Simitis, forsætisráðherra Grikklands. Fyrsta opinbera heimsókn forseta Íslands til Grikklands hófst í Aþenu í gær Morgunblaðið/Kristinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kannar heiðursvörð fyrir framan forsetahöllina í Aþenu ásamt forseta Grikklands, Constantinos Steph- anopoulos, við upphaf hinnar opinberu heimsóknar. Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Dorrit Moussaieff, heitkonu sinni, fyrir framan Parþenon-hofið á Akrópólishæð. Við opnun á sýningu sem helguð er Halldóri Laxness. Fremst á myndinni eru Elli Evangelido, varaborgarstjóri Aþenu, og Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Efla þarf samskipti suðrænna og norrænna Evrópuþjóða Á fyrsta degi opinberrar Grikklandsheimsóknar Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, skoðaði hann ásamt fylgdarliði m.a. sölustaði íslenskra sjávarafurða og Akrópólishæð. Þá opnaði forsetinn sýn- ingu í Menningar- miðstöð Aþenu sem helguð er ævi og störf- um Halldórs Laxness. Eiríkur P. Jörundsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari eru í Grikklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.