Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 13 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 20. september 2001 á Hótel Loftleiðum í Þingsal 5 og hefst hann kl. 16.00. Dagskrá 1. Kjör til stjórnar félagsins. 2. Önnur mál löglega fram borin. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF Hluthafafundur 20. september 2001 ALLS úthlutuðu Félagsbústaðir 119 leiguíbúðum í fyrra en stofnunin út- hlutar því leiguhúsnæði sem Reykja- víkurborg hefur á að skipa að und- anskildum íbúðum fyrir 67 ára og eldri. Árið á undan voru íbúðirnar sem Félagsbústaðir úthlutuðu tíu fleiri. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í ársskýrslu Félagsþjónust- unnar í Reykjavík fyrir árið 2000. Í skýrslunni má sjá að umsóknum um úthlutun leiguhúsnæðis í eigu Félagsbústaða fjölgaði nokkuð á milli ára en 308 umsóknir bárust árið 1999 en 387 árið 2000. Voru þær orðnar 480 talsins í árslok 2000 sam- anborið við 366 árið á undan en í þeirri tölu er meðal annars tekið tillit til umsókna sem liggja inni frá fyrri árum. Hins vegar fækkaði úthlutun- um um tíu íbúðir á þessu sama tíma- bili en árið 1999 voru þær 129 talsins á móti 119 árið 2000. Þar fyrir utan var um milliflutn- inga innan kerfisins að ræða í 40 til- fellum í fyrra, sem er svipað og árið áður en fram kemur að í 14 milli- flutningum hafi verið um rýmingu húsnæðis að ræða, þannig að íbúðir sem flutt var úr hafi ekki komið aftur til úthlutunar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru tæplega 1.200 almennar leiguíbúðir á vegum Reykjavíkur- borgar og eru þar með taldar al- mennar leiguíbúðir fyrir aldraða. Þar fyrir utan eru þjónustuíbúðir sem eru 200-300 talsins. Almennar leiguíbúðir á vegum Félagsbústaða Umsókn- um fjölg- aði í fyrra     ' (  )*+, - *,  *)  $ ...   ...  ...  ...  -& / ( $ ' (  $ $ $ 0)  $ $ 1,,  -  Reykjavík BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku að breyting á deiliskipulagi í landi Reykjadals fari í kynningu. Breyt- ingin gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús með yl- rækt á hluta af landi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverkfræðings Mosfellsbæjar, er gert ráð fyrir að tekin verði úr landi Styrktarfélagsins lóð upp á einn hektara sem fari undir íbúðar- húsið og ylræktina. Þá sé verið að stækka byggingarreit við sumar- heimili Styrktarfélagsins. „Mér skilst að þeir hafi haft áhuga á að selja þetta land sem þarna er um að ræða en þar er starfsmannahús í dag sem mér skilst að henti ekki starfseminni nógu vel,“ segir Tryggvi. „Þeir ætla að byggja nýtt starfs- mannahús nær sumarbúðunum og mannvirkjunum sínum og óska eftir byggingareit fyrir það.“ Hann segir eldra skipulag hafa gert ráð fyrir að byggingarreiturinn væri töluvert frá mannvirkjum Styrktarfélagsins og eingöngu fyrir ylrækt en nú sé þetta orðinn almennari byggingar- reitur. Breyting á skipu- lagi Reykjadals Mosfellsbær Miðgarður, fjölskylduþjónustan í Grafarvogi, sér um hluta úthlutana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.