Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 15 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ÁHUGI er á því hjá ferðaþjón- ustufólki í Reykjanesbæ að varð- veita beinagrindina af hrefnunni sem rak dauð upp í Bás í Keflavík um helgina. Mun skýrast í dag hvort af því verður. Hræ af hval rak upp í fjöruna í Bás í Keflavík, einmitt þar sem áhugi er á að koma upp framtíð- arheimili fyrir háhyrninginn Keikó. Lagði nokkurn fnyk yfir ná- læg hús. Vísindamenn frá Hafrann- sóknastofnun skoðuðu hvalinn á mánudag, tóku af honum sýni og gerðu rannsóknir. Kom þá end- anlega í ljós að hræið er af ungri hrefnu sem þó er talin nánast full- vaxin. Pétur Jóhannsson hafn- arstjóri hugðist láta draga hræið á haf út og sökkva því að þessum at- hugunum loknum en ákvað að fresta því vegna óska Ferðamála- samtaka Suðurnesja um að fá að hirða beinagrindina. Það sem skorið verður utan af grindinni í fjörunni verður þó sennilega dreg- ið út á sjó og sökkt. Helga Ingimundardóttir sem sæti á í stjórn Ferðamálasamtak- anna segir að ef ákveðið verði að varðveita beinagrindina muni þau láta fjarlægja dýrið úr fjörunni og setja það í vatn í nokkrum fiskiker- um á afviknum stað, að ráði sér- fræðinga hjá Náttúrufræðistofn- un. Með þessari meðhöndlun eigi að vera hægt að hreinsa allt kjöt af beinunum á einu ári eða svo. Mikil og vaxandi starfsemi er í hvalaskoðun á svæðinu og er áhugi á að efla tengda starfsemi. Þannig hafa bæjaryfirvöld lýst sig reiðubúin til viðræðna við umsjón- armenn Keikós um framtíðarheim- ili hans í Reykjanesbæ. Helga segir að fyrirhugað sé að koma upp ein- hvers konar sjóminjasafni í Duus- húsunum í Keflavík og þar ætti að vera nægilegt pláss til að koma upp beinagrindinni af hrefnunni sem rak í Bás. Áhugi á að varðveita beinagrind hrefnunnar Reykjanesbær Fuglarnir komust í veislu í fjörunni í Keflavík. Veislunni lýkur í dag þegar hrefnuhræið verður fjarlægt. ÚTLIT er fyrir að samstarf Byggða- stofnunar við Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar geti verið óbreytt þrátt fyrir breytingar á byggðakorti Eftirlitsstofnunar EFTA. Einnig að stofnuninni verði heimilt að leggja fram hlutafé til Eignarhaldsfélags Suðurnesja. Forstjóri Byggðastofnunar hefur að undanförnu átt fundi með ýmsum aðilum á Suðurnesjum, meðal annars vegna umræðna sem orðið hafa um áhrif nýs byggðakorts Eftirlitsstofn- unar EFTA þar sem fjögur af fimm sveitarfélögum á Suðurnesjum lenda utan byggðakorts og eiga því ekki kost á byggðastyrkjum. Einkum hafa Suðurnesjamenn haft áhyggjur af samstarfi Byggðastofnunar við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA) og Eignar- haldsfélag Suðurnesja hf. MOA annast atvinnuráðgjöf og vinnur að ýmsum atvinnuþróunar- verkefnum fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum. Byggðastofnun veitir atvinnuþróunarfélögum á landinu stuðning til þessarar starfsemi og fær MOA níu milljónir á ári í sinn hlut. Skrifstofan vinnur að ýmsum öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög- in og Reykjanesbæ sérstaklega. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar, segir að eftir sé að skilgreina þennan samning, hvort talið sé að í honum felist byggðastyrkur eða ekki. Segir hann að Byggðastofnun fái ákveðið vinnuframlag á móti stuðningi sínum og því sé talið ólíklegt að hann verði túlkaður sem ríkisstyrkur. Því séu taldar líkur á að samstarfið við Byggðastofnun verði óbreytt. Byggðastofnun hefur ákveðna fjármuni sem hún hyggst leggja fram sem hlutafé í atvinnuþróunar- sjóði, meðal annars Eignarhalds- félag Suðurnesja hf. Hafa Suður- nesjamenn verið að vinna að breytingum á félaginu til að uppfylla skilyrði Byggðastofnunar. Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum, telur að þar sem um sé að ræða fyrirhuguð hluta- fjárframlög en ekki styrki breyti nýtt byggðakort engu um framlag Byggðastofnunar til Eignarhalds- félagsins. Eftir stendur að beinir ríkisstyrk- ir til fyrirtækja í sveitarfélögunum fjórum á Suðurnesjum eru ekki leng- ur heimilir. Byggðastofnun hefur ekki heldur úr miklu að spila til þess. Þá á eftir að skilgreina hvort og þá að hve miklu leyti lán Byggðastofnunar til fyrirtækja teljast byggðastyrkir. Útlit virðist fyrir óbreytt samstarf Reykjanes HITAVEITA Suðurnesja hf., Spari- sjóðurinn í Keflavík og Landssími Íslands hf. eru meðal nýrra hluthafa í Gjorby samskiptum ehf. sem rekur samnefnt internet-fyrirtæki, hið eina sinnar tegundar á Suðurnesj- um. Framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins segir að stefnt sé að útvíkkun starfseminnar. Gjorby Internet var deild í Gjorby margmiðlun í Reykjanesbæ sem rak margmiðlunarstofu en internet- þjónustan var þó rekin í samvinnu við annað fyrirtæki í bænum. Georg Brynjarsson sem var einn af eigend- um fyrirtækisins stofnaði sérstakt einkahlutafélag, Gjorby samskipti, sem tók yfir internet-þjónustu fyr- irtækisins 1. júlí síðastliðinn. Nýja fyrirtækið mun halda Gjorby nafn- inu en nýtt nafn verður fundið á margmiðlunarstofuna sem Georg er nú að mestu kominn út úr. „Mig langaði til að víkka út internet-þjón- ustuna og gera þetta að alhliða IP- samskiptafyrirtæki,“ segir Georg um þá ákvörðun að einbeita sér að internet-þjónustunni að nýju. Fá góða samstarfsaðila „Þetta gekk strax vel, við náðum þeirri einbeitingu á þetta starfssvið sem vantaði,“ segir Georg. Eftir að hann var orðinn einkaeigandi fyrir- tækisins kynnti hann hugmyndir sínar um útvíkkun rekstrarins fyrir fjárfestum. Þegar áskriftarskránni var lokað fyrir skömmu höfðu Hita- veita Suðurnesja, Sparisjóður Kefla- víkur, Landssími Íslands hf., Firm- anet ehf. og fleiri fyrirtæki og einstaklingar skrifað sig fyrir hlutafé og Georg var orðinn minni- hlutaeigandi. „Ég leitaði til fyrir- tækja sem ég hafði unnið með. Hugsunin var ekki eingöngu að auka hlutafé heldur einnig og ekki síður að fá góða samstarfsaðila sem væru líklegir til að standa vel að rekstr- inum og ég gæti treyst. Ég er mjög ánægður með að þessir aðilar skyldu ganga til liðs við mig,“ segir Georg. „Auðvitað íhugaði ég það,“ segir Georg þegar hann er spurður hvort það hafi ekki komið til greina að vera áfram einkaeigandi fyrirtækisins. „Tækniþróunin er hins vegar svo ör að ég hreinlega treysti mér ekki til að veita Suðurnesjamarkaðnum nógu góða þjónustu án þess að styrkja fyrirtækið. Ég fórnaði ekki meirihlutanum fyrir ekki neitt, ég fékk þau fyrirtæki til liðs við mig sem ég helst vildi,“ segir hann. Fulltrúar hluthafahópsins eru um þessar mundir að fara yfir áætlanir Georgs um framtíðarstarfsemi Gjorby Internets. Hann lítur á land- ið allt sem markaðssvæði en meg- ináherslan verði eigi að síður áfram á Suðurnesin þar sem fyrirtækið hefur sterka markaðsstöðu, ekki síst á fyrirtækja- og stofnanamarkaðn- um. Hann hefur einnig áhuga á að Gjorby verði samskiptafyrirtæki Suðurnesjamanna á öllum sviðum og hugsar þá til þess að fleiri þjón- ustuþættir muni nota sér IP-staðal- inn sem internetið er nú rekið á, til dæmis fjarskipta- og myndbanda- þjónusta. Hann tekur fram að þótt Gjorby Internet reki örbylgjunet í Reykjanesbæ, en með því er meðal annars veitt internet-þjónusta við skólana, sé ekki hugmyndin að fyr- irtækið sjálft komi upp eða annist rekstur fjarskiptakerfanna sjálfra, einungis þjónustuna. Unnið er að lagningu ýmissa fjar- skiptakerfa í Reykjanesbæ og víðar á Suðurnesjum, meðal annars er fyrirtæki að stækka kapalkerfi sitt í Reykjanesbæ. Georg á sér þann draum að slíkir kaplar verði komnir í öll hús á svæðinu og að Gjorby Int- ernet geti lagt til endabúnaðinn og veitt fólkinu alla þá þjónustu sem slíkt kerfi býður upp á. Fram kemur hjá Georg Brynjars- syni að lokið sé undirbúningsvinnu vegna markaðssóknar fyrirtækisins og ný þjónusta verði kynnt á næstu vikum. Nýir hluthafar ganga til liðs við Gjorby Internet Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Georg Brynjarsson, framkvæmdasstjóri Gjorby margmiðlunar, í öðru tækjaherbergi fyrirtækisins. Reykjanesbær ÁKVEÐIÐ hefur verið að kynna hugmyndir um safnahús og ferða- þjónustu í Garðinum fyrir ýmsum hagsmunaaðilum. Í sumar kynntu forystumenn Gerðahrepps tillögu Sigríðar Sig- þórsdóttur arkitekts að skipulagi á Garðskaga, meðal annars um safna- hús og ferðaþjónustu í sveitarfé- laginu. Þá kom fram að framhaldið væri óákveðið og að Gerðahreppur hefði ekki bolmagn til að standa sjálfur fyrir framkvæmdunum. Á síðasta fundi hreppsnefndar var samþykkt tillaga F-listans sem fer með meirihlutavald í sveitarstjórn að gert yrði átak til að kynna þessa hugmyndir, meðal annars fyrir fulltrúum ríkisvaldsins, fjárfestum, stéttarfélögum og fleiri aðilum sem málið varðar. Var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Þeir höfðu áð- ur greitt atkvæði gegn því að lagt væri í kostnað við þetta verkefni. Hugmyndir um safna- hús kynntar fjárfestum Garður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.