Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.09.2001, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 37 Ingibjörg Björns- dóttir leikari og leik- stjóri er látin langt um aldur fram eftir harða og hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm sem engu eirði. Kynni okkar af henni hófust fyrir tæpum tuttugu árum þegar Ibbý, eins og hún var alltaf kölluð af nákomnum, tengdist inn í fjölskylduna. Fljótt tókst með okkur góð vinátta sem ent- ist þar til yfir lauk. Ibbý var hlýleg í viðmóti og fallegt bros hennar náði til augnanna enda var gott að sækja hana heim. Hún hafði góða rödd og var söngelsk, þótt INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR ✝ IngibjörgBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1949. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 2. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 13. september. hún flíkaði því ekki. En fyrst og fremst var hún viðræðugóð og hafði ánægju af að spjalla um allt milli himins og jarð- ar. Kom þá í ljós hvað hún hafði aflað sér góðr- ar almennrar þekkingar á mörgum sviðum. Að sjálfsögðu tengdist um- ræðan oftar en ekki áhugamálum hennar og sérsviði, þ.e. leiklist, leikbókmenntum og öðrum listgreinum. Í þeirri umræðu gat hún virkilega notið sín og var gaman að hlusta á hana tala af fjálgleik um þessi hugðarefni sín. Ibbý hafði glöggt auga fyrir hinu mannlega eðli, útgeislun fólks, líðan þess og samskiptahæfni. Hún virtist skynja mjög fljótt tilfinningar ann- arra og var einlæg í meðaumkun sinni með þeim sem minna mega sín. Á lífsgöngu sinni hafði hún á tíma- bilum mátt heyja harða baráttu og mótaðist ögn af því í viðhorfum sínum og lífsstíl. Innst inni bjó hún yfir mik- illi skapfestu og sjálfstæði og var ekki að ígrunda það svo mjög þótt ein- hverjir kynnu að gagnrýna hana enda sá hún alloft um leikstjórn sem hentar ekki öllum. Það starf fórst henni vel úr hendi. Hún ræktaði af kostgæfni samband sitt við sína nánustu og var trygglynd þeim sem hún bast vináttuböndum. Börnum okkar hjóna reyndist hún ætíð góð og lét sig alltaf skipta velferð þeirra. Fyrir það þökkum við af alhug og kveðjum hana með miklum sökn- uði. Sigrúnu dóttur hennar, ömmu- barninu Arneyju Ingibjörgu, Birni Þorgeirssyni öldruðum föður og öðr- um aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guðmundur V. og Margrét. Ásbirni Sigfússyni leið vel í lífinu. Hann lagði sig líka fram um að öðrum liði vel, gekk oft einu skrefinu lengra en aðrir í því skyni. Við Helgi vorum svo heppin að eignast vináttu þeirra Jóhönnu, vináttu sem er og var traust og hlý. Þegar systir mín var veik, spurði ég Jóhönnu hvort við mættum kannski gista nótt á Reynishólum í dálitlu hressingarfríi sem við fórum í. „Má ég ekki vera með og taka á móti ykkur?“ spurði Jóhanna. Kvöldið áður en við komum keyrði Ási hana í Mýrdalinn, en hann þurfti að fara strax aftur á vakt í bænum. Þegar við komum beið okkar krydd- leginn dýrindis réttur sem bara átti eftir að bregða á pönnu og vín í kæli með kveðju frá Ása. „Leið ykkur vel?“ spurði hann þegar ég talaði við hann næst og bar mig til að þakka fyrir okkur. Meðal annars vegna starfa sinna vissi hann að vellíðan er dýrmæt og ekki sjálfgefin. Ásbjörn var læknir og hann vann að rannsóknum í lækningum. Áhugi hans á að vera í samskiptum við fólk og reyna eftir megni að láta því líða vel fékk farveg í starfi við heima- hlynningu og á líknardeildum utan venjulegs vinnutíma. Þegar Ásta og Hulda voru orðnar fullorðnar, tóku þau Jóhanna að sér að annast reglu- lega um helgar vandalaus börn sem þurftu á ást, umhyggju og aga að halda. Mér virtist Ási bera í brjósti djúpa löngun til að láta gott af sér leiða. Hann hafði ekki um það há- stemmdar yfirlýsingar, heldur lét verkin tala. Vellíðan einstaklinga á sér líkast til margar uppsprettur, svo sem traust tilfinningasamband við aðra manneskju og heilbrigði á líkama og sál. Ási bjó að þessu öllu, og var hamingjumaður. Síðsumars áttum við með þeim Jóhönnu kvöldstund við Þingvalla- vatn. Án nokkurs undirbúnings myndaðist samsæti fulltrúa þriggja kynslóða, blanda ættingja og vina. Veður var hið fegursta. Fyrr en varði var Ási tekinn við grillinu, hafði enda kippt með sér kryddsósu á kjötið og var tillögugóður um með- lætið. „Af hverju fáið þið ykkur ekki ÁSBJÖRN SIGFÚSSON ✝ Ásbjörn Sigfús-son fæddist 13. desember 1948 í Hafnarfirði. Hann lést af slysförum 8. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 18. septem- ber. bara vínglas, stelpur, og látið ykkur líða vel,“ sagði hann við okkur Jóhönnu. Ég sé hann fyrir mér í kvöldsól- inni, dálítið kímileitan. Við Helgi kveðjum hann með miklum söknuði. Guðrún Eyjólfsdóttir. Góður vinur og fé- lagi er skyndilega fall- inn frá langt um aldur fram. Fyrir réttu ári fórum við útskriftarhópur lækna 1975 í ferðalag til Skotlands á þær slóðir þar sem við höfðum verið saman í námsdvöl 30 árum áður. Þessi ferð heppnaðist einstaklega vel svo að hvergi bar skugga á og eigum við þaðan vafalaust öll góðar minningar. Nú er Ásbjörn Sigfússon horfinn úr þessum hópi. Þetta er góður hópur. Þegar við vorum í læknadeild Háskóla Íslands var kvenfólk sjaldséð meðal nemenda. Ég var því oft eina stelpan í hópnum en það var aldrei erfitt. Ég eignaðist marga góða vini en Ási varð þó sér- lega góður félagi minn enda áttum við sameiginleg áhugamál. Við unn- um saman að rannsóknarverkefnum þegar á námsárum og svo oft síðar eftir að við höfðum lokið sérnámi í sömu grein. Sú samvinna var alltaf gefandi og skemmtileg, þegar leyst voru fræðileg og tæknileg vandamál og niðurstöður túlkaðar. Ásbjörn Sigfússon sameinaði í persónu sinni skarpa greind, kitlandi kímni og mikla mannlega hlýju. Ásbjörns Sigfússonar verður sárt saknað af mörgum, en minningin lifir um góð- an dreng. Við hjónin vottum Jó- hönnu og dætrunum tveimur, Ástu og Huldu, dýpstu samúð. Helga M. Ögmundsdóttir. Kveðja frá læknaráði Ásbjörn Sigfússon læknir er lát- inn langt um aldur fram. Hann átti sæti í stjórn læknaráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss frá stofnun þess. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir stjórn læknaráðs og var virkur þátttakandi í störfum stjórnarinnar og læknaráðsins. Hann var í senn nákvæmur og mik- ilvirkur. Hann reyndist þeim sem þetta ritar og þar með stjórn lækna- ráðs traustur gagnrýnandi og ráð- gjafi. Síðast áttum við saman fund um mikilvæg málefni læknaráðsins, aðeins þremur dögum áður en hann kvaddi þennan heim. Eftirsjá er að slíkum sem Ásbjörn var. Skarð fyrir skildi. Honum skal í senn þökkuð góð samvist á Landspítalanum og starf- semi í læknaráði sérstaklega. Stjórn læknaráðs vill votta honum virðingu sína og sendir eftirlifandi eiginkonu hans og dætrum og öðrum aðstand- endum dýpstu samúðarkveðjur. Sverrir Bergmann, formaður læknaráðs LSH. Haustið 1968 hófu liðlega 100 stúdentar nám við læknadeild Há- skóla Íslands. Á þessum tímum voru svokölluð fyrsta árs próf í vefjafræði og efnafræði stærsta hindrunin á vegi ungs fólks inn í veröld lækn- isfræðinnar. Þessi stóri hópur vissi að erfitt tímabil færi í hönd og ein- ungis lítill hluti hans kæmist heilu og höldnu gegnum þessi hræðilegu próf. Það var mikið lesið þennan vetur en sameiginleg streita og barátta skapaði þessi sérstöku vinatengsl sem einungis verða til undir miklu álagi. Þennan vetur kynntist ég Ás- birni Sigfússyni fyrst. Hann vakti athygli mína vegna þess hversu næmur hann var og fljótur að til- einka sér flóknustu og leiðinlegustu fræði. En hann var líka allra manna örlátastur á sjálfan sig og var óþreytandi að kenna öðrum og skil- greina fyrir félögunum það sem öll- um nema honum virtist hulið. Þrátt fyrir námsefni sem engan endi virtist taka litum við öðru hverju upp úr bókunum og hleruð- um eftir stúdentauppreisnum úti í heimi og gný vígvéla í Víetnam. Ég uppgötvaði þá að hjörtu okkar Ás- björns slógu takt með öllum sem lít- ils máttu sín og voru kúgaðir hér- lendis og erlendis. Að vori stóðu 20 manns uppi sem tókst að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Ás- björn var auðvitað einn þeirra með ágætiseinkunn. Þremur árum síðar þreytti þessi sami hópur önnur próf. Nokkrum vikum áður hafði faðir minn látist skyndilega og var ég á engan hátt tilbúinn í þessi nýju átök. Ásbjörn sýndi þá enn drenglyndi sitt og hjálpsemi og aðstoðaði mig á þess- um erfiðu tímum. Hann tók mig að hjarta sér og saman fórum við í langar gönguferðir fyrir prófin og á milli þeirra. Hann stappaði í mig stálinu, hlýddi mér yfir og dró mig með handafli gegnum þennan dimma dal. Ég taldi síðan að það væri honum að þakka að mér tókst að ljúka prófi við læknadeild. Stúd- entsárin liðu og vináttuböndin treystust. Við fórum saman til Pól- lands í stúdentaskipti og kynntumst þá duldum leynihólfum í persónu- leika hvors annars. Árin liðu og Ásbjörn hitti hana Jóhönnu sína og fór til sérnáms í ónæmisfræði og kom síðan til starfa á Landspítala. Við hittumst ekki eins reglulega og áður en í hvert sinn sem fundum okkar bar saman var Ásbjörn samur við sig, skarpur, athugull, ráðgóður og ákaflega skemmtilegur. Mér fannst alltaf eins og spítalinn mæti hann ekki að verðleikum og hann fengi ekki þau tækifæri sem rímuðu við greind hans og hæfileika. Stundum viðruð- um við sameiginlega beiskju okkar og lofuðum hvor öðrum að hittast oftar því að lífsgátan væri enn óleyst. En nú er skyndilega komið að leiðarlokum og Ásbjörn Sigfússon vinur minn er horfinn yfir ána Styx. Nú er allt orðið of seint og lífsgátan sem við ætluðum að ráða sameig- inlega verður óleyst um alla framtíð. Eftir lifir minningin um kæran vin og félaga sem ég átti meira upp að unna en öðrum mönnum. Ég er stoltur yfir því að hafa fengið að vera samtímamaður Ásbjörns. Jóhönnu og dætrunum vottum við Erna samúð okkar. Við skiljum svo vel hvað þær hafa misst því að í Ás- birni persónugerðust þau heilindi sem við öll þráum. Óttar Guðmundsson, Erna Einarsdóttir. Elsku Ási minn! Hver hefði trúað því fyrir 23 árum þegar við kynnt- umst fyrst – að ég ætti eftir á fallegu hautskvöldi að skrifa minningar- grein um þig. Það eru þó orðin þetta mörg ár síðan við vorum að byggja húsið okkar að Lyngmóum 14, Garðabæ. Verktakafyrirtækið var komið á hausinn þegar aðeins út- veggirnir voru komnir. En við gáf- umst ekki upp og kláruðum húsið ásamt Finnboga heitnum sem lést einnig fyrir aldur fram o.fl. Við héld- um marga fundi, þar sem þú mættir hress, kátur og jákvæður, það voru þeir þættir í lífi þínu sem einkenndu þig hvað mest. Þú hélst utan um þetta allt og komst ávallt með góðar uppástungur. 1979 flytjum við inn í húsið okkar. Var yndislegt að vita af þér og þinni elskulegu konu, Jó- hönnu Björnsdóttur, á hæðinni fyrir neðan mig. Það voru ótrúleg viðbrögð hjá mér þegar ég heyrði andlátsfregn- ina í útvarpinu. Ég fékk hjartslátt- artruflanir, aukaslög, hjartað stopp- aði smástund. Ég trúði þessu ekki, því að lífsglaðari og hressari manni hafði ég ekki kynnst. Ási var traust- ur og mikill vinur og frábær læknir. Ég átti við vandamál að stríða eins og gengur, en Ási var eini maðurinn í öllum heiminum sem ég gat treyst fyrir mér og gaf hann mér styrk. Ási og Jóhanna voru óvenjusam- stæð hjón, það sýndi sig best þegar hún fylgdi honum til Bretlands í sér- nám, var mikill söknuður að þeim. Síðan eftir að þau koma heim fer Jó- hanna til Svíþjóðar í sitt sérnám með dæturnar tvær yndislegu með sér. Leiddist þá oft Ása og fór marg- ar skreppuferðirnar út. Eitt af því sem Ási hafði yndi af var að elda góðan mat og hef ég heyrt að hann hafi verið frábær kokkur. Eitt sinn þegar ég kom heim úr vinnunni var Ási í eldhúsinu en Jóhanna úti að mála, svona var samvinnan góð. Þau virtu mjög mikið hvort annað. Við bjuggum undir sama þaki í 10 ár en Ási og fjölskylda fluttu í Hlíða- byggð 1987. Var mikill söknuður hjá mér að þeim og átti ég í fyrstu erfitt með að meðtaka nýjan eiganda. En ég hef tekið hana í sátt fyrir löngu. Elsku Jóhanna mín, Ásta og Hulda, ég votta ykkur dýpstu samúð mína og megi Guð gefa ykkur styrk. Þið áttuð yndislegan eiginmann og föður sem þið geymið minningarnar um. Við hittumst seinna, Ási minn, með bros á vör. Þín vinkona, Elín Stefánsdóttir. Haustið 1964 hófst kennsla í Menntaskólanum í Reykjavík eins og venja var. Að þessu sinni voru strákar úr Hafnarfirði og ,,aðrir ut- anbæjarmenn“ settir saman í einn bekk. Flestir úr þessum bekk fóru í stærðfræðideild ári síðar, en þá höfðu nokkrir skólapiltar úr Reykjavík sameinast því liði bekkj- arins, sem staðið hafði af sér náms- átök fyrsta kennsluársins. Þetta var upphaf U-bekkjarins. Bekkjarkerf- ið og samsláttur ,,dreifbýlismanna“ í einn bekk hefur eflaust átt sinn þátt í því að bekkjarfélagarnir héldu þétt saman og voru að vissu leyti með öðru vísi viðmið og lífsviðhorf en aðrir skólafélagar þeirra, sem höfðu sterkari rætur úr Reykjavíkur- menningunni. Leiðir skildu að loknu stúdentsprófi vorið 1968, en hópur- inn hittist reglulega á nokkurra ára fresti til þess að styrkja vinaböndin og minnast menntaskólaáranna. Ásbjörn Sigfússon var einn hafn- firsku skólapiltanna í þessum bekk. Ég var svo lánsamur að teljast til ut- anbæjarmanna og lenti því í sama bekk. Þar kynntist ég Ása eins og við kölluðum hann. Ási virtist í fyrstu stunda námið af mátulegu kæruleysi. Snemma kom þó í ljós hvað hann var hugmyndaríkur, gagnrýninn, frjór í hugsun, stutt- orður og gagnorður. Hefðbundið námsefni og kennsluaðferðir áttu því ekki alltaf upp á pallborðið hjá Ása fremur en hjá Þórbergi Þórð- arsyni forðum. Ási var einnig þeim mannkostum búinn að sjá alltaf spaugilegu hliðarnar á málunum og koma auga á nýjar leiðir til að leysa flókin verkefni. Hann gat því gefið okkur bekkjarfélögunum nýja sýn á tilgang námsins og varð strax vin- SJÁ SÍÐU 38 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.