Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.2001, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EKKI eru uppi áform um að taka gjald fyrir móttöku fjár hjá Ís- landsbanka, Búnaðarbanka eða sparisjóðunum, líkt og Den Danske Bank hefur boðað. Ísland er eitt kortavæddasta land heims og þrátt fyrir að þónokkur vinna felist í að telja seðla og mynt sem berst til bankanna frá fyrir- tækjum og verslunum eru heim- ildir í gjaldskrám bankanna til að taka gjald fyrir talningu mikils magns af mynt frá öðrum en við- skiptavinum sárasjaldan notaðar, samkvæmt upplýsingum frá bönk- unum tveimur og Sparisjóðabank- anum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum kemur til greina að taka gjald en engin ákvörðun hefur verið tekin. Ef til kæmi væri fyrst og fremst um að ræða undantekningartilvik þar sem bankinn væri að taka með reglu- bundnum hætti við miklu magni peningaseðla. Greint var frá því í Morgun- blaðinu á sunnudag að stærsti banki Danmerkur, Den Danske Bank, myndi taka sem samsvarar 120 íslenskum krónum í gjald fyrir talningu fjár í hvert skipti sem fyrirtæki og verslanir leggja inn hjá bankanum. Einstaklingar sleppa við gjaldið fyrst um sinn. Fleiri danskir bankar eru að und- irbúa sams konar gjaldtöku. Gjald fyrir móttöku mikils magns af mynt frá öðrum en við- skiptavinum bankanna er sam- kvæmt upplýsingum frá bönk- unum í kringum 2.500 krónur á klukkustund. Kortaviðskipti og rafrænar færslur eru hér mun al- gengari en t.d. í Danmörku en mesti kostnaðurinn felst í mót- töku og talningu seðla og mynt- ar, sem er mun umfangsmeiri þáttur hjá dönsku bönkunum en þeim íslensku. Því er ekki á dag- skrá hjá þeim íslensku að taka upp gjald fyrir móttöku fjár. Gjaldtaka fyrir móttöku fjár ekki á dagskrá hjá bönkum Mikill kostnaður banka af móttöku fjár felst í talningu myntar og seðla. ● JÓN Ólafsson, sem sæti á í stjórn Íslenskra aðalverktaka hf., keypti á föstudag 10.601.474 krónur að nafnverði hlutafjár í Ís- lenskum aðalverktökum hf. á verð- inu 2,27. Í tilkynningu til Verð- bréfaþings Íslands kemur fram að umrædd hlutabréf eru keypt í nafni Jóns Ólafssonar og Co. sf. og er eignarhlutur þess félags eftir kaupin 20.227.665 krónur að nafnverði. Eignarhlutur Jóns Ólafs- sonar og fjárhagslega tengdra að- ila, þ.e. félaga að hluta í eigu Jóns Ólafssonar, nemur nú 159.227.665 krónum að nafn- verði, eða 11,37%, eftir fram- angreind kaup. Eykur hlut sinn í ÍAV Í RÆÐUM Jakobs Bjarnasonar, stjórnarformanns Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum, og Sigurgeirs Brynjars Kristgeirsson- ar framkvæmdastjóra á aðalfundi félagsins í Eyjum um helgina, komu skýrt fram umskipti í rekstri fyrirtækisins á aðeins tveimur og hálfu ári. Vorið 1999 var gripið til umfangsmikilla og sársaukafullra aðgerða til að koma í veg fyrir að rekstur Vinnslustöðvarinnar sigldi í strand. M.a. var alls 70 starfs- mönnum í Eyjum og í Þorlákshöfn sagt upp störfum og starfsemi VSV í Þorlákshöfn lögð af. Árangur hagræðingaraðgerðanna er enn að skila sér, auk þess sem ytri að- stæður hafa verið hagstæðar, hátt afurðaverð á erlendum mörkuðum og gengissig krónunnar sem hækk- aði afurðaverðið í krónum talið. Starfsmenn VSV eru nú alls um 180. Tekjurnar 2,8 milljarðar fyrstu 9 mánuði ársins Í máli Jakobs og Sigurgeirs Brynjars á aðalfundinum kom m.a. fram að rekstur VSV hefði skilað framlegð upp á yfir einn milljarð króna, sem er tíföldun framlegðar á aðeins tveimur árum. Þetta á við rekstrarárið 1. september 2000 til 31. ágúst 2001. Vinnslustöðin mun hér eftir miða uppgjör við alman- aksárið og í ljós kemur að fyrstu 9 mánuði ársins 2001 voru tekjur fé- lagsins 2.828 milljónir króna en gjöldin 1.820 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir/framlegð tímabilsins er m.ö.o. rúmlega einn milljarður króna eða 35,7%. Fjármagnskostnaðurinn setur hins vegar strik í reikninginn. Nettófjármagnskostnaður fyrstu níu mánuði ársins var 732 milljónir króna og tap á tímabilinu því um 65 milljónir króna þegar upp er staðið. Gengistapið er reyndar bæði til góðs og ills því án geng- isfalls krónunnar á árinu hefði framlegð rekstrarins ekki verið sú sem reyndin er. Vinnslustöðin tók á sínum tíma þátt í að stofna nýtt fyrirtæki, Frostfisk hf., sem keypti frystihús VSV í Þorlákshöfn og hóf vinnslu á fiski til útflutnings með flugi. Frostfiskur veltir trúlega á þessu ári um 1.200 milljónum króna, sem er þrefalt meiri velta en af fyrrver- andi starfsemi Vinnslustöðvarinnar í Þorlákshöfn. Umsvif hafa því aukist þar verulega og atvinnuör- yggi starfsfólks í Þorlákshöfn er líkast til meira nú en áður var. Byggðastofnun gagnrýnd Jakob Bjarnason gagnrýndi Byggðastofnun og þingmenn Suð- urlands fyrir afskiptaleysi af at- vinnulífi í Vestmannaeyjum en 500 störf töpuðust í fiskvinnslu í Eyj- um á síðasta áratug. Hann gagnrýndi einnig að smá- bátar hafi komist upp með að auka stöðugt hlutdeild sína í heildarafla. Þá ræddi hann brottkast og sagði að stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar gerðu þá kröfu til sjómanna sinna og allra útgerða og sjómanna að gengið sé um auðlind sjávarins með virðingu. „Sjávarútvegurinn er að rétta úr kútnum og þjóðin verður að reiða sig á hann til að sigla upp úr efna- hagslegum öldudal,“ sagði Jakob Bjarnason. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum haldinn um helgina Framlegðin tífölduð á tveimur árum HAFNAR eru viðræður um samein- ingu Þróunarfélags Íslands og Eign- arhaldsfélagsins Alþýðubankans (EFA). Á fundi formanna og vara- formanna félag- anna í gær var samþykkt að taka upp slíkar viðræð- ur og að stefna að því að hraða þeim. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Ís- lands, segir í samtali við Morgunblað- ið að eigendahópar félaganna séu keimlíkir og mörgum þyki rétt að sameina félögin til að þau ráði betur við verkefni sín t.d. á sviði sprotafjár- mögnunar. Andri segir enga ákvörð- un hafa verið tekna um sameiningu, en að tiltölulega skammur tími muni líða áður en niðurstaða fáist um hvort af sameiningu verði eða ekki. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri EFA, segir í samtali við Morgunblaðið að ótímabært sé að fjalla nánar um hugsanlega samein- ingu en telur víst að reynt verði að komast að niðurstöðu sem allra fyrst. Hann segir að margir hluthafar EFA og Þróunarfélagsins telji það geta orðið til styrkingar félögunum að sameinast, þannig að ekki verði unnið að sömu hlutunum á tveimur víg- stöðvum. EFA og Þróunarfélag Íslands eru fjárfestingarfélög og eiga þau bæði hluti í innlendum og erlendum fé- lögum, auk skuldabréfa. Fjárfesting- ar í óskráðum verðbréfum eru stór hluti af starfsemi beggja félaga. Hlutabréf beggja félaga eru skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands og er samanlagt markaðsverðmæti þeirra áætlað um 4.800 milljónir. Efnahagsreikningur EFA er heldur stærri en Þróunarfélagsins og starfs- menn fleiri. Stærstu hluthafar í félög- unum eru lífeyrissjóðir og verkalýðs- félög. EFA hf. og Þróunar- félagið hf. í sameining- arviðræðum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.