Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKIPAIÐNAÐURINN í landinu hefur á undanförnum árum búið við verulegan samdrátt, bæði hvað varð- ar veltu og mannafla og hefur það veikt greinina til muna. Ýmis teikn eru á lofti um að bjartari tímar séu framundan og innan iðnaðarins er vilji fyrir því að byggja hann upp á öflugan hátt að nýju. Ný skýrsla Deliotte & Touche sem gerð var fyrir iðnaðarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Málm, samtök fyrirtækja í málmiðnaði var kynnt í Slippstöðinni á Akureyri í gær og kom fram í máli Valgerðar Sverris- dóttur, iðnaðarráðherra að menn hefðu viljað kortleggja stöðu þessa iðnaðar, ekki síst í kjölfar mikillar umræðu fyrir fáum misserum um smíði nýs hafrannsóknaskips sem og varðskips. Iðnaðarráðherra nefndi að staða skipaiðnaðarins væri ekki sér- lega góð, en ýmis áhugaverð sókn- arfæri væru þó fyrir hendi. Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, kynnti skýrsluna, en í henni kemur fram að miklar sveiflur einkenni skipaiðnað á Íslandi. Sem dæmi um samdrátt síð- ustu ára má nefna að tekjur iðnaðar- ins drógust saman um 60% á milli ár- anna 1987–’94. Þá hafa sveiflur í gengi íslensku krónunnar veikt sam- keppnisstöðu iðnaðarins og hátt vaxtastig og erfiðleikar við öflun rekstrarfjár og fjármögnun verkefna sömuleiðis. Í skýrslunni kemur einn- ig fram að skipaiðnaði stendur ógn af kvótasamdrætti, samþjöppun í út- gerð og samkeppni við nýsmíði í lág- launalöndum. Ingólfur nefndi einnig að veruleg umframafkastageta væri í upptöku- mannvirkjum, en alls ættu 15 fyrir- tæki slík mannvirki og væru 7–8 þeirra með nokkra starfsemi að gagni nú um stundir. Á síðasta áratug hefur verið afar lítið um nýsmíði sem kem- ur harkalega við iðnaðinn. Bent er á að tímabundnar sveiflur einkenni endurnýjun flotans, en ekki jöfn end- urnýjun. Meðalaldur bátaflotans sé hins vegar mjög hár. Íslenskur skipaiðnaður á, sam- kvæmt niðurstöðum skýrslunnar að vera samkeppnishæfur á alþjóða- markaði hvað varðar smíði skipa frá 20 til 40 metra að lengd og er bent á að Færeyjar séu vænlegur markað- ur, sem og Írland og jafnvel Skot- land, sem og fleiri lönd við norðaust- anvert Atlantshafið. Talið er að íslenskur skipaiðnaður eigi sóknarfæri nú þegar ríkisstyrkir til skipasmíða í löndum Evrópusam- bandsins eru ekki lengur fyrir hendi. Þeir voru lagðir af í byrjun síðasta árs, en síðan hefur verið heimilt að vinna við skip sem pöntuð voru fyrir þann tíma, ekki þó lengur en til loka næsta árs. Þar sem margar pantanir liggi fyrir hjá evrópskum skipasmíða- stöðvum gæti sú staða komið upp að íslenskar stöðvar fengju einhver verkefni á þessu sviði. Heimilt að styrkja rannsóknir og þróun Í skýrslunni er bent á að þótt rík- isstyrkir hafi verið afnumdir verði heimilt að veita styrki til skipaiðnað- arins vegna rannsókna og þróuna og eins líka á grunni almennra byggða- styrkja eftir árslok 2003. Lagt er til gripið verði til ráðstaf- ana til að styrkja stöðu íslensks skipaiðnaðar, en þær lúta m.a. að því að fjármögnun og tryggingar vegna útflutnings og samningsgerðar verði aukin og sagði Ingólfur það vera mik- ilvægasta málið í stöðunni nú. Iðn- aðarráðherra sagði að unnið væri að því í ráðuneytinu að koma málum í réttan farveg. Þá er bent á aukið samstarf innan greinarinnar sem og við skipahönnuði, en með sameigin- legri markaðssókn gæti útflutningur aukist. Styðja þurfi við hagræðingu fyrirtækja í greininni, koma á sam- ráði hagsmunaaðila og stjórnvalda um framkvæmd opinberra útboða og loks þurfi að huga að menntunar- og símenntunarmálum í skipaiðnaði. „Við munum nýta þessa skýrslu til að varða veginn fram á við og til upp- byggingar, en margt bendir til að unnt sé að byggja upp öflugan skipa- iðnað hér á landi á ný. Og það ætlum við að gera,“ sagði Ingólfur og benti m.a. á að í niðurstöðum skýrslunni kæmi fram að ríkisvaldinu væri heim- ilt að styðja við bakið á iðnaðinum. Samdráttur hefur einkennt skipaiðnaðinn á Íslandi síðustu ár Ýmis teikn eru á lofti um ný sóknarfæri í greininni Morgunblaðið/Kristján Miklar sveiflur hafa einkennt skipasmíðaiðnað á Íslandi en ýmislegt bendir til þess að hægt sé að byggja iðnaðinn upp að nýju. Hér eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri að vinna við lagfæringar á Kaldbaki EA, einum ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa. FORSÆTISRÁÐHERRA Víet- nams, Phan Van Khai, kemur í op- inbera heimsókn hingað til lands 20. september. Heimsóknin stendur í tvo daga. Með heimsókninni er Van Khai að endurgjalda heimsókn Dav- íðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Víetnams í vor. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneytinu, verður nokkuð fjölmenn sendinefnd í för með ráðherranum. Fyrir utan embættismenn og ráðherra verður með honum hópur manna úr við- skiptalífinu í Víetnam. Menn úr ís- lensku atvinnulífi voru með í ferð Davíðs til Víetnam í vor. Forsætis- ráðherra Víetnams mun m.a. flytja erindi um efnahagsmál og viðskipta- umhverfi í Víetnam á fundi á Hótel Loftleiðum 20. september. Að sögn Ólafs Davíðssonar mun Van Khai eiga fund með Davíð Odds- syni og Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands. Seinni daginn mun hann fara í ferðalag um Suðurland þar sem komið verður við á Þingvöll- um og Gullfoss og Geysir verða skoð- aðir. Forsætis- ráðherra Víetnams til Íslands HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær rúmlega þrítugan karl- mann í 10 mánaða fangelsi fyrir lík- amsárás, fíkniefnabrot, þjófnaði, innbrot og innbrotstilraunir að und- anförnu á Ísafirði og í Reykjavík. Ákærði hefur síðastliðin 14 ár hlotið 11 refsidóma fyrir ýmiss konar brotastarfsemi. Hann játaði brot sín greiðlega að undanskilinni líkams- árásinni en dómara þótti ekki koma til álita að skilorðsbinda refsingu hans. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. 10 mánaða fangelsi fyrir mörg brot TVEIR þeirra sem sakaðir eru um þátttöku í smygli á 30 kílóum af hassi til landsins í mars sl. játuðu aðild sína að fullu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn þeirra neitaði alfarið sök en sá fjórði mætti ekki fyrir dóminn. Hassið var flutt með vörugámi til landsins í nafni fyrirtækis sem var í eigu eins sakborningsins og er þetta mesta magn af hassi sem lögregla hefur lagt hald á í einu lagi á Íslandi. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í október. Tveir játa, einn neitar og einn mætti ekki MÖRÐUR Árnason, varaþing- maður Samfylkingarinnar, sem situr í útvarpsráði, hefur sent Bjarna Guðmundssyni, dagskrár- stjóra Sjónvarpsins, fyrirspurnir varðandi sjónvarpsþátt sem sýndur var á RÚV á þriðjudags- kvöld. Þátturinn hét „Hagsælda hrímhvíta móðir“ og er um hug- myndir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um hvernig gera má Ísland að ríkasta landi í heimi. Mörður óskaði eftir upplýsing- um um tildrög þess að Sjónvarpið keypti þáttinn til sýningar. Hann vildi einnig vita hvers vegna út- varpsráðsmönnum var ekki kynntur þessi þáttur á dagskrá Sjónvarps. Þá óskaði Mörður eft- ir upplýsingum um kostnað Sjón- varpsins við þáttinn og hverjir hefðu styrkt gerð hans. Að lokum óskaði Mörður eftir að fá að vita hvort „fleiri áróðursþættir fyrir Sjálfstæðisflokkinn“ yrðu teknir til sýningar í Sjónvarpinu í vetur. „Útvarpsráð kemur saman næstkomandi þriðjudag. Þar geri ég ráð fyrir að svara fyrirspurn- um Marðar Árnasonar útvarps- ráðsmanns. Það er réttur og eðli- legur vettvagur fyrir svona umræðu,“ sagði Bjarni Guð- mundsson þegar hann var spurð- ur um fyrirspurnir Marðar. Mörður Árnason skrifar fram- kvæmdastjóra Sjónvarps Vill skýringar á sjónvarpsþætti FJÁRRÉTTIR hófust um helgina erfé var rekið til byggða á nokkrumstöðum á Norður- og Suðurlandi. Hjá ráðunautum Bændasamtak- anna, sem hafa verið í sambandi við bændur víða um land, fengust þær upplýsingar að vænleikinn virtist við fyrstu sýn vera talsvert yfir meðallagi. Þannig telur Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur í búfjár- rækt, vænleikann á Suðurlandi ekki hafa verið meiri í mörg ár og víða ekki áður sést þar jafnvænt fé. Hann segir að eftir því sem lengra líði á mánuðinn fáist gleggri upplýsingar en vissulega geti stað- an verið mismunandi eftir lands- hlutum. Á afréttum norðanlands hafi tíðarfarið ekki verið gott í sumar en góðir haustdagar, t.d. á Ströndum og við Húnaflóa, geti bætt þar úr. Þá bendir hann á að í sumum landshlutum viti menn ekki enn um ástand fjárins. Ólafur R. Dýrmundsson ráðu- nautur bendir á að ef gangnamenn hreppi slæmt veður verði féð hrak- ið og blautt og það geti haft áhrif á mat manna. Ástandið geti batnað þegar um hægist í heimahögunum áður en til slátrunar er farið. Segist Ólafur geta tekið undir með starfs- bróður sínum að féð sé vel í með- allagi sem nú komi af fjalli. Að sögn Jóns Viðars má reikna með að fjöldi sláturfjár verði svip- aður nú og í síðustu haustslátrun. Frá 1. september til loka október í fyrra var fjöldinn ríflega 470 þús- und dilkar. Meðalfallþunginn var 15,3 kg og reiknar Jón Viðar með hærri tölu í haust, jafnvel 15,5-15,6 kg, sem yrði hlutfallslega talsverð aukning milli ára. Fé streymir af fjalli í öllum landshlutum Vænleiki á Suðurlandi víða með besta móti VIÐGERÐ á Cantat-3 sæstrengnum er lokið eftir að hann laskaðist á milli Færeyja og Bretlands hinn 28. ágúst síðastliðinn. Bilunin hafði víðtæk áhrif á viðskipta- og athafnalíf hér á landi þann dag. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að aðfaranótt þriðjudags hafi verið lokið við að gera við strenginn sjálfan og grafa hann niður í hafs- botninn á ný. Í fyrrakvöld hafi spenna á strengnum verið stillt og í gær voru öryggisþættir yfirfarnir. Var búist við að lokið yrði við að flytja talsamband Símans við Evr- ópu að öllu leyti aftur á strenginn í nótt en áður hafði netsamband Sím- ans við útlönd verið fært yfir á strenginn. Viðgerð á Cant- at-3 sæstrengn- um lokið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.