Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Endurmenntun ber ávöxt ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Leiðsögunám Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra ferðamanna á ferð um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.  Helstu námsgreinar:  Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir og listir.  Mannleg samskipti og hópasálfræði.  Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á laugardögum. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 Opið til kl. 22:00 ÍÞRÓTTIR verða meðal umfjöllunar- efna á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Suðurnesjum sem haldinn verður í Festi í Grindavík næstkom- andi föstudag og laugardag. Fundurinn hefst upp úr hádegi á morgun með venjulegum aðalfundar- störfum. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra ávarpar fundarmenn og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélagi, skýrir frá tillögum að breyttum sam- þykktum fyrir Sambandið og launa- nefnd sveitarfélaga. Á laugardagsmorguninn verður rætt um sveitarfélögin og íþróttirnar eftir framsöguerindi Ellerts B. Schram og Stefáns Konráðssonar frá ÍSÍ og Jóhanns B. Magnússonar for- manns Íþróttabandalags Reykjanes- bæjar. Einnig verður sagt frá nýjung- um og breytingum á sorphirðu í Reykjavík. Fundinum lýkur síðan með afgreiðslu ályktana og tilnefn- ingu og kosningu stjórnar og fulltrúa. Íþróttir á dagskrá fundar SSS Grindavík UMFERÐARHRAÐI verður lækk- aður í 30 kílómetra á klukkustund á nokkrum götum í Keflavík og Njarð- vík nái tillaga skipulags- og bygging- arnefndar Reykjanesbæjar fram að ganga. Í Njarðvík er lagt til að hámarks- hraði verði lækkaður á Vallarbraut frá Hjallavegi að Krossmóa, á Fíf- umóa, Lágmóa, Lyngmóa, Starmóa, sem raunar er að hluta til vistgata með 15 km hámarkshraða, og Kjarr- móa. Í Keflavík nær samþykktin til eft- irtalinna gatna: Norðurvellir milli Vesturgötu og Heiðarbergs, svo og á Óðinsvöllum, Bragavöllum, Freyju- völlum, Týsvöllum, Ránarvöllum, Þórsvöllum, Sjafnarvöllum, Ægis- völlum og Gígjuvöllum. Leggja til lækkun hraðamarka Reykjanesbær SORPEYÐINGARSTÖÐ Suður- nesja sf. hefur ráðið Aron Jóhanns- son í starf umhverfisfulltrúa. Fyrsta verkefni nýja starfsmannsins er að hafa umsjón með breytingum á sorpílátum sem nú standa yfir. Aron hefur lokið námi í líffræði frá Háskóla Íslands og meistara- prófi frá Danska Tækniháskólanum í umhverfisverkfræði. Hann hefur að undanförnu starfað á Iðntækni- stofnun sem verkefnisstjóri í um- hverfisráðgjöf og þróunarverkefn- um. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sorpeyðingarstöðinni að Aron mun vinna að stefnumótun og þróun í úrgangsmálum fyrir Suðurnesin og mun jafnframt veita aðildarsveitar- félögum, fyrirtækjum og íbúum ráð- gjöf í þessum málaflokki. Umhverfis- fulltrúi sorp- stöðvar Suðurnes ALLIR hundaeigendur vita hversu nauðsynlegt það er að geta komið hundinum sínum fyrir á góðum stað á meðan þeir dvelja í fríi á stað þar sem ekki er hent- ugt eða leyfilegt að taka hundana með. Þá er gott að geta skráð hundinn á hundahótel og haldið áhyggjulaus í fríið. Sólveig Magnúsdóttir og Kjart- an Ólafsson hafa rekið hunda- hótel á Hafurbjarnarstöðum í Sandgerðisbæ í tvö ár nú í sept- emberbyrjun, en tóku við rekstr- inum af öðrum aðilum. Hótelið er opið allt árið en eins og gjarnan er með hótel er aðsóknin meiri á sumrin. „Við bættum við þremur búrum í vor til að geta hýst fleiri hunda og hér hefur verið full- bókað í allt sumar. Mesta fjörið var hér um verslunarmannahelg- ina og þá þurftum við að bæta við nokkrum lánsbúrum,“ sagði Sól- veig í samtali við Morgunblaðið. Þarf að para hundana rétt saman Að sögn Sólveigar er algeng- asti dvalartíminn 7 til 10 dagar en fyrir kemur að hundarnir dvelji lengri tíma í einu. „Ég var einu sinni með hund hjá mér í 8 mánuði og það var mjög erfitt að kveðja hann þegar eigendurnir komu að sækja hann. En hann hefur komið oft til mín síðar. Það er ekkert skrítið að maður teng- ist hundunum, sumir eru að koma aftur og aftur og eru orðnir eins og góðir vinir.“ Sólveig segir að dagurinn byrji um áttaleytið með því að öllum hundunum er hleypt út í gerðin utan við húsið. „Við stækkuðum gerðin mikið eftir að við tókum við og núna hafa hundarnir nóg pláss til að hlaupa um og leika sér. Það þarf að gæta þess vel að para hundana rétt saman. Við setjum t.d. ekki rakka saman og ekki tíkur og sumir hundar þurfa jafnvel að vera einir. Það sama á við um búrin inni.“ Endurbætur á hótelinu í fullum gangi Hundar þurfa mikið öryggi og eru vanafastir í eðli sínu og seg- ist Sólveig vinna samkvæmt því. „Hér er t.d. alltaf matartími á sama tíma. Eftir hádegi fá hund- arnir sér klukkutíma lúr áður en þeir halda út að nýju og það er alveg kostulegt að læðast hér inn á þeim tíma. Allir hundarnir steinsofa svo það mætti heyra saumnál detta. Að loknum kvöld- mat eru þeir verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu. Það snýst líka um að vera alltaf til staðar, að víkja ekki frá þeim nema stutta stund í einu,“ sagði Sólveig. Sólveig og Kjartan eru enn að byggja hótelið upp, gera á því nauðsynlegar endurbætur og bæta við búrum. „Við ætlum að mála hérna fljótlega og gera þetta mjög huggulegt fyrir hundana, auka við hitann og fjölga jafnframt búrum. Við vilj- um geta annað eftirspurn.“ Það eru ekki bara hundaeig- endur á Suðurnesjum sem leita til Sólveigar og Kjartans, heldur koma margir af höfuðborgar- svæðinu. Þetta á einkum við um fólk sem er að fara til útlanda og þá er stutt viðbótarferð að fara með hundana að Hafurbjarn- arstöðum. Þau bjóða líka við- skiptavinum sínum að sækja og koma með hundana á öllum tím- um sólarhringsins, sem hentar flugfarþegum sérlega vel því fólk er að koma og fara á næstum öll- um tímum sólarhringsins. Hundahótelið á Hafurbjarnarstöðum hefur verið fullbókað í allt sumar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Mesta fjörið um versl- unarmannahelgina Sandgerði FÉLAG myndlistarmanna í Reykja- nesbæ heldur í vetur námskeið fyrir börn á aldrinum frá sex ára til átján. Síðastliðin tvö sumur hefur félagið boðið uppá myndlistarnámskeið fyr- ir börn. Nú hyggst félagið gera enn betur og bjóða öllum börnum og unglingum, frá sex ára til átján, uppá myndlistarnámskeið í vetur. Hug- myndin er að koma til móts við þau börn sem hafa áhuga á myndlist og sköpun, en eru ekki eins áhugasöm um íþróttaiðkun eða aðrar tóm- stundagreinar, segir í fréttatilkynn- ingu frá Félagi myndlistarmanna. Námskeiðin verða fjögur fyrir mismunandi aldurshópa og stendur hvert í tólf vikur. Kennt verður tvisvar í viku, í klukkustund í senn. Námskeiðin verða í húsnæði félagsins, Svarta pakkhúsinu á Hafnargötu 2 í Kefla- vík. Leiðbeinandi er Rúnar Jóhann- esson, ungur listamaður sem hefur stundað listnám síðastliðin þrjú ár á Íslandi og Ítalíu. Skráning stendur yfir en hún er hjá Rúnari Jóhannessyni og Hjördísi Árnadóttur, formanni félagsins. Námskeið fyrir börn og unglinga Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.