Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af! Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12 ára.  Kvikmyndir .com Sýnd kl. 6. - www.borgarbio.is - Kynþokkafyllsti spæjari allra tíma er mættur aftur! Fyndari en nokkru sinni fyrr  DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frumsýning Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Yfir 27.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Yfir 20.000 MANNS The Sweetest Thing Sexý og Single i l  HL Mbl Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11. B. i. 14. Sannsöguleg stórmynd framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Ingvar Sigurðsson fer á kostum í magnaðri mynd sem þú mátt ekki missa af! miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4 og 4.30. kl. 6.30 og 9.30.  Kvikmyndir .com Sýnd með íslensku tali. Sýnd kl. 4 og 6. með íslensku tali.  DV RÆDDU málin er fjór-tánda kvikmynd PedrosAlmodóvars – annál-aðasta kvikmyndagerðar- manns Spánar. Myndin fylgir eftir hans farsælustu mynd til þessa Todo sobre mi madre, sem hlaut ekki einasta Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin, heldur einn- ig Evrópsku kvikmyndaverðlaunin og dómnefndarverðlaun í Cannes, svo einungis fáeinar vegtyllur séu nefndar. Þetta er saga um vinskap tveggja manna, saga um einsemd og bældar tilfinningar, minni sem Almodóvar hefur áður fengist við með eftirtektarverðum árangri. Annar þessara manna er leikinn af Javier nokkrum Cámara, lítt þekktum leikara utan Spánar en stórstjörnu heima fyrir. Cámara þessi verður viðstaddur frumsýn- ingu myndarinnar hérlendis. Sýn- ingin markar upphaf Spænskrar kvikmyndahátíðar sem fram fer dagana 12.–22. september þar sem að auki verða sýndar 15 aðrar spænskar myndir eða myndir á spænskri tungu, auk nokkurra stuttmynda, en dagskrá hátíðarinn- ar er kynnt nánar á menningarsíð- um Morgunblaðsins í dag á bls. 24 og næstu daga. Þráir kuldann Í samtali við Morgunblaðið stuttu fyrir Íslandsförina sagðist Cámara afar spenntur, hann hefði alltaf langað að sækja landið heim, „eins og trúlega alla aðra sem ekki hefðu þegar gert það.“ Cámara segir að líkt og öðrum Spánverjum detti sér í hug einhvers konar framandi paradís er hann hugsar til Íslands. „Björk, eldfjöllin og jöklarnir. Þetta er eitthvað svo ein- staklega framandi samsetning.“ Svo segist Cámara mikið fyrir kulda gefinn. „Maður verður nátt- úrlega þreyttur á þessari enda- lausu hitamollu hér á Spáni. Ég veit fátt betra en að anda að mér fersku og svölu útsjávarloftinu og hlakka til að geta gert það á Ís- landi.“ Cámara segist ætla að dveljast á Íslandi í 4 daga og hyggst nýta tím- ann vel til þess að kynnast landi og þjóð. „Ég veit ekki hvernig best er að gera það. Vonandi er einhver sem á eftir að sýna mér það.“ Spænsk sjónvarpsstjarna Áður en hinn 35 ára gamli Cám- ara birtist í Almodóvar-mynd var hann fyrst og fremst þekktur með- al spönsku þjóðarinnar sem sjón- varpsstjarna og þá sérstaklega fyr- ir hlutverk sitt í þáttunum Sjö líf. Hann hefur þó leikið í sjö kvik- myndum utan Ræðum málin og ut- an Spánar eru þeirra þekktastar hinar ærslafullu myndir um löggu- dólginn Torrente þar sem Cámara lék „vin“ hans Rafi. Cámara segir aðalhlutverk í mynd eftir Almodóvar þó sitt lang- stærsta tækifæri og að hann fyllist stolti að hafa tekið þátt í og getað kynnt svo merkilegt listaverk fyrir öðrum þjóðum. „Þetta er ekki að- eins besta mynd sem ég hef komið að heldur lærði ég svo mikið af henni og vinnubrögðum Almodóv- ars.“ Cámara segir það draum allra leikara á Spáni að fá að vinna með Almodóvar. „Almodóvar er snilling- ur. Ég veit ekki hvernig það er annars staðar en á Spáni er hann álitinn snillingur. Það er því ekkert smámál að vera boðið aðalhlutverk- ið. Hann gæti náttúrlega fengið hvern sem væri, hvort sem það væri Leonardo DiCaprio eða ein- hver Spánverji.“ Cámara segist því ekki hafa hugsað sig um tvisvar þegar kallið kom frá Almodóvar. „Það er ekki hægt að segja nei við Almodóvar. Ég þekkti hann ekki fyrir en hann er svo opinn og gefandi að eftir stutt samtal fannst mér eins og við værum gamli vinir. Hann er sífellt að koma manni á óvart og ég get með sanni sagt að myndin hafi breytt lífi mínu til frambúðar. Ekki beint sem leikari heldur hefur það breytt viðhorfi annarra til mín og einnig viðhorfi mínu til kvikmynda- gerðarinnar, sem mér þykir miklu göfugra listform eftir að hafa unnið með svo færu fólki.“ Pússar neglur og saumar út Cámara hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á hjúkrunarfræð- ingnum bælda Benigno en í hóg- værð sinni segir hann frammistöðu leikara alltaf háða því efni sem hon- um er fært í hendur: „Þetta er afar vel skrifað hlutverk. Benigno er margbrotin persóna, indæll maður en engan veginn fölskvalaus og til- finningarnar hefur hann einhverra hluta vegna ákveðið að hefta inni.“ Segja mætti að Benigno sé í nán- um tengslum við mjúku kenndirn- ar. Hann er snyrtifræðingur hinn besti, pússar neglur, snyrtir hár og saumar út í frístundum. Almadóvar hefur haft á orði hversu Cámara var þjált að tileinka sér þessa göf- ugu iðju og ekki nóg með það held- ur hafi verið einkar trúverðugur í hlutverki hjúkrunarfræðingsins. „Já, ég er græðari hinn besti,“ segir Cámara og kímir. „Ef það amar eitthvað að þér þá skal ég kíkja á bágtið þegar ég kem.“ Að öllu gríni slepptu segist Cám- ara hafa þurft að ganga í gegnum fjögurra mánaða strangt námskeið fyrir gerð myndarinnar í hjúkrun, snyrtifræðum ýmiss konar og út- saumi. Af því hafi hann haft bæði gagn og þónokkurt gaman. Cámara segist vissulega hafa náð góðu sambandi við sínar mýkri hliðar við að túlka Benigno en hann segist þó ekki síst hafa lært af hon- um hversu mikil dyggð felst í því að vera víðsýnn. „Benigno er opinn fyrir öllu sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann hefur svo mikið að gefa, vináttu og ást. Hann er hömlulaus en um leið á hann erfitt með að tjá allar þessar tilfinningar þegar mikið liggur við.“ Almodóvar opnar dyr Varðandi framtíðina segist Cám- ara þegar hafa fundið fyrir því að þátttakan í Almodóvar-mynd hafi opnað fyrir sér margar dyr sem áð- ur voru lokaðar. „Mig óraði ekki fyrir hversu áhrifamikill Almodóv- ar væri. Ég fæ mun fleiri atvinnu- tilboð nú og ekki bara á Spáni held- ur einnig að utan, t.d. frá Ítalíu og Frakklandi. Svo er ég allt í einu farinn að tala við blaðamenn á Ís- landi. Nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður,“ segir þessi léttlyndi spænski leikari að lokum og hlær við. „Almodóvar er snillingur“ Í kvöld hefst í Regnboganum spænsk kvik- myndahátíð með frumsýningu nýjustu myndar Pedros Almodóvars, Hable con ella, eða Ræddu málin. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi af því tilefni málin við aðalleikara myndarinnar Javier Cámara en hann verður viðstaddur opnunarsýninguna. Leikarinn Javier Cámara verður viðstaddur sýningu opnunarmyndar Spænskrar kvikmyndahátíðar í kvöld Farinn að ræða málin við íslenska blaðamenn: Javier Cámara, aðalleikari Almodóvar-myndarinnar Ræddu málin. skarpi@mbl.is Kyssir Óskar: Pedro Almodóvar er einn allra farsælasti kvikmynda- gerðarmaður Spánar fyrr og síðar. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.