Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Siðfræði í lífvísindum Almenningur verð- ur að fylgjast með LÍFFRÆÐIFÉLAGÍslands gengst ísamvinnu við Sið- fræðistofnun Háskóla Ís- lands fyrir ráðstefnu um siðfræðilegar spurningar í lífvísindum í Hátíðarsal Háskóla Íslands laugar- daginn 14. september nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er tekin úr Hávamálum „Vits er þörf...“ og flytja þar níu sérfræðingar er- indi í tengslum við sérsvið sín innan lífvísinda og sið- fræði. Ráðstefnan stendur yfir frá kl. 10 til 16.45. Að- gangseyrir er kr. 1.000 en 500 krónur fyrir félaga í Líffræðifélaginu og vel- unnara Siðfræðistofnunar. Hjá Salvöru Nordal, for- stöðumanni Siðfræðistofnunar, kom fram að haft hefði verið að leiðarljósi við skipulagningu ráð- stefnunnar að kynna til sögunnar helstu ásteytingarsteinana í rann- sóknum á sviði lífvísinda í dag. „Ágreiningsefnin eru fjölmörg og varða ekki aðeins manninn heldur dýraríkið og náttúruna alla. Sem dæmi má nefna að Einar Mäntylä, líffræðingur hjá Orf-Líf- tækni, ætlar að fjalla um erfða- breytt matvæli. Ágústa Guð- mundsdóttir, prófessor í mat- vælafræðum, nefnir sitt erindi „Notkun örvera til framleiðslu líf- virkra efna“ og fjallar þar m.a. um matvælaframleiðslu. Þá ræðir Eggert Guðmundsson, yfirdýra- læknir á Keldum, um siðfræði dýratilrauna en dýratilraunir hafa vakið ýmsar áleitnar siðferðisleg- ar spurningar t.d. um að hve miklu leyti sé réttlætanlegt að nota dýr í margvíslegum rann- sóknum og hvort slíkar tilraunir séu alltaf nauðsynlegar. Þau Kristbjörn Orri Guð- mundsson, líffræðingur hjá Blóð- bankanum, og Bryndís Valsdóttir, siðfræðingur, ætla að fjalla um stofnfrumurannsóknir og klónun sem eru mjög til umræðu um þessar mundir og ágreiningur um það hve langt megi ganga t.d. í notkun fósturvísa úr mönnum. Vilhjálmur Árnason, heimspek- ingur, flytur inngangserindi um siðfræði og lífvísindi og heldur því m.a. fram að hefðbundnar sið- fræðikenningar dugi ekki til að greina þau siðferðilegu vandamál sem hin nýju lífvísindi vekja.“ Um hvað ætlar Kári Stefánsson að tala? „Kári Stefánsson, forstjóri Ís lenskrar erfðagreiningar, flytur inngangserindi um mannerfða- fræði undir yfirskriftinni Mann- erfðafræði – til hvers? Þá fjallar Stefán Hjörleifsson, læknir og siðfræðingur, um erfðavísindi og samfélag m.a. um það hvernig vís- indin og tæknin vekja siðferðileg álitamál og valda breytingum á margvíslegum sviðum samfélags- ins og hvernig líftæknin hefur t.d. haft áhrif á hugmyndir okkar um manneðlið og mannlega tilveru. Loks ber að geta að Þorvarður Árnason líffræðingur ætlar að fjalla um sam- ræður líffræðinga og siðfræðinga.“ Hefur slík umræða verið nægileg hér á landi? „Hingað til hefur of lítil um- ræða farið fram á milli líffræðinga og siðfræðinga um siðferðileg álitaefni í lífvísindum. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar er ein- mitt að stuðla að virkri samræðu á milli greinanna tveggja. Líffræð- ingarnir þurfa að vera meðvitaðir um siðferðislegu vandamálin og siðfræðingarnir þurfa að hafa inn- sýn inn í hvað líffræðingarnir eru að gera. Mér virðist þó sem marg- ir sem vinna við þessar rannsókn- ir séu vel meðvitaðir um siðferði- legar spurningar sem vakna og velti þeim talsvert fyrir sér.“ Fyrir hverja er ráðstefnan? „Með ráðstefnunni er öllum al- menningi gefinn kostur á því að fá innsýn inn í umræðuna – vega og meta mismunandi sjónarhorn. Miðað við reynslu okkar á Sið- fræðistofnun vantar heldur ekki áhugann. Fólk veltir mikið fyrir sér áleitnum spurningum. Hvort sem það er í sambandi við rann- sóknir á mönnum, erfðabreytt matvæli eða dýratilraunir. Og fólk verður að vera meðvitað um þessi mál því við erum öll virkir neyt- endur og þátttakendur í rann- sóknum. Lífvísindin hafa orðið svo mikil áhrif á líf okkar og samfélag að almenningur verður að fylgjast með því sem er verið að gera.“ Sumar þjóðir hafa bannað rannsóknir á fósturvísum – aðrar ekki. Þurfa ekki sömu viðmið að gilda alls staðar? „Auðvitað er æskilegt að við komum okkur saman um hlutina. Ef af því verður ættum við heldur ekki á hættu að ríku löndin færu að notfæra sér fátæku löndin með svipuðum hætti og gerst hefur hefur í tengslum við líffærasölu.“ Hvar standa Íslendingar gagn- vart nýjungum á sviði líftækni? „Ég held að óhætt sé að segja að Íslendingar séu frekar jákvæð- ir gagnvart lífvísindum. Þetta kemur einna skýrast fram í því hve almenningur er fús til að taka þátt í alls kyns rannsóknum. Viðhorf okkar er talsvert annað en t.d. Þjóðverja sem eru minnugir skelfilegra dæma úr sinni eigin sögu. Við erum ung þjóð og spennt fyrir nýjungum.“ Þess má geta að Samtök heil- brigðisstétta gangast fyrir opnu málþingi um stofnfrumur, klónun og fósturvísa í tengslum við heilsu og siðfræði á Grand hóteli á morg- un kl. 13 til 17. Salvör Nordal  Salvör Nordal er fædd 21. nóv- ember árið 1962 í Reykjavík. Hún lauk BA-gráðu í heimspeki frá HÍ árið 1989, M. Phil. frá Uni- versity of Stirling í Skotlandi ár- ið 1992. Salvör tók við starfi for- stöðumanns Siðfræðistofnunar HÍ árið 2001 en áður hafði hún verið stundakennari við heim- spekiskor HÍ. Hún var fram- kvæmdastjóri Íslenska dans- flokksins 1989 til 1994 og fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndahátíðar 1985 til 1986. Eiginmaður Sal- varar er Eggert Pálsson tónlist- armaður og eiga þau einn son. Ung þjóð og spennt fyrir nýjungum staklega á Egilsstöðum til að miðla, betur en verið hefur, háskólamennt- un í samstarfi við háskóla í gegnum fjarskipti og fjarkennslu. Jafnframt að stefna saman á einn stað þeim aðilum sem fást við vísindastarfsemi á þessu svæði, á Egilsstöðum og þar í kring, og búa til hagstætt umhverfi fyrir háskólanám og rannsóknir,“ segir Tómas Ingi. Vonarland gæti hentað undir starfsemina Hann segir of snemmt að segja til um hvenær slíkt setur gæti tekið til starfa. Heimamenn hafi óskað eftir því að skoðaðir verði möguleikar þess að taka húsnæði í eigu félags- málaráðuneytis undir starfsemina, Vonarland, sem nú stendur ónotað. Starfshópurinn muni skoða þennan möguleika og verði niðurstaðan sú að Vonarland sé hentugt húsnæði geti það flýtt því að setrið verði tek- ið í notkun. „Þetta er þónokkurt húsnæði, en ég vil ekki leggja dóm á það nú hversu vel það hentar. Mér sýnist þó að óathuguðu máli að það sé mjög athyglisvert,“ segir Tómas Ingi. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga mun setrið geta tengst öllum skólum sem bjóða upp á fjar- kennslu. „Það er verið að tala um að nota þessa tækni eins vel og mögu- legt er til að veita fólki á þessum stað betri aðgang að háskólamennt- un.“ Segir ráðherra að í ljós muni koma hvort einnig verði kennt í hús- inu. „Að sjálfsögðu er mjög mikils virði að nota þessa tækni eins vel og hægt er til að gera þá kennslu sem í boði er í Reykjavík, Akureyri og víðar aðgengilegri fyrir fólk á Aust- urlandi. Sömuleiðis að útvega því góða vinnuaðstöðu,“ segir ráðherra. Í vinnuhópnum eiga sæti Arnór Guðmundsson, forstöðumaður þró- unarsviðs í menntamálaráðuneyt- inu, Emil Björnsson, Fræðslumið- stöð Austurlands, Óðinn Gunnar Óðinsson, Þróunarstofu Austur- lands, Rögnvaldur Ólafsson, Há- skóla Íslands, og Ögmundur Knúts- son, Háskólanum á Akureyri. Hópurinn á að skila tillögum sem fyrst. TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að móta tillögur um háskólanáms- setur á Egilsstöðum, sem ætlað er að veita Austfirðingum betri aðgang að háskólanámi með fjarkennslu. Á annað hundrað Austfirðinga stund- ar nú háskólanám í fjarnámi. Hópurinn mun hefja störf innan tíðar en honum er falið að móta til- lögur um háskólanámssetrið, skil- greina hvaða starfsemi eigi að fara þar fram og hvernig setrið skuli tengist Fræðsluneti Austurlands, sem er símenntunarmiðstöð Austur- lands. Þá skal hópurinn meta hvern- ig staðið verður að rekstrinum, leggja mat á stofn- og rekstrar- kostnað og koma með tillögur um hvenær slíkt setur gæti hafið störf. „Þarna erum við að tala um að styrkja stöðu Austfirðinga og sér- Tillögur mótaðar um háskólanámssetur á Egilsstöðum Austfirðingar fái betri aðgang að háskólanámi BLAÐAMAÐUR og ljósmyndari frá spænska tímarit- inu Lunas de Miel, sem fjallar eingöngu um brúðkaups- ferðir, voru nýlega á ferð um Ísafjörð og nágrenni. Var verkefni þeirra að skrifa grein um svæðið fyrir fólk sem vill fara í óvenjulega brúðkaupsferð. Fólkið fór meðal annars til Bolungarvíkur og út í Vigur. Þá reri það á kajökum undir leiðsögn heimamanns úr Suður- tanganum á Ísafirði yfir á flugvöll. Það tók land við suðurenda brautarinnar og gekk þaðan til flugstöðv- arinnar og fór síðan flugleiðis suður. Ekki var annað á blaðafólkinu að heyra en að vestra væri margt sem freistað gæti ástfanginna Spánverja í brúðkaupsferð. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Aðstæður til brúðkaupsferða kannaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.