Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 27 FIMMTUDAGSTILBOÐ BARNA KULDASKÓR Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Verð nú 3.995 Verð áður 7.495 LOÐFÓÐRAÐIR TEG: EUR23245 STR: 24 - 35 LITIR: SVART, FJÓLUBLÁTT Ekki fara út án undirfata Lyfja Smáralind Sími 530 5800. Kynnum Underwear for LipsTM Fullkomið undirlag fyrir varir og Underwear for Lids TM Mýkjandi undirlag á augnlokin Fyrst kom Underwear For Lashes sem byggir upp litlu augnhárin. Nú kemur Origins með nýja tvennu af undrum. Underwear For Lips rennur mjúklega á, myndar fyllri varir og dregur úr fínum línum. Underwear For Lids sléttir áferð augnloksins svo augnskugginn fari betur, sé bjartari og endist lengur. Komdu og uppgötvaðu þesar nýjungar ásamt haustlitunum frá Origins og taktu með þér heim prufur af Have a nice day dagkremi og Night a Mins næturkremi.* Förðunarfræðingur veitir ráðgjöf fimmtudag, föstudag og laugardag. *Meðan birgðir endast www.lyfja.is ÞAÐ ER merkileg reynsla að söðla um og skipta um starfs- vettvang. Ég sit um þessar mundir mína fyrstu fundi í borgar- stjórn og nefndum á vegum borgarinnar og verð margs vísari. Sumt þekki ég vel vegna fyrri starfa eins og t.a.m. skólamálin, önnur eru mér fjar- lægari en engu að síð- ur áhugaverð. Jafnvel þó að ég sé í minni- hluta hlakka ég til að fylgja stefnumálum okkar frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eftir og er viss um að einhver þeirra hljóta hljóm- grunn hjá meirihlutanum. Lækkun fasteignaskatta Með tillögu okkar sjálfstæðis- manna um lækkun fasteignaskatta á eldri borgara og öryrkja, sem við lögðum fram í borgarstjórn 5. sept- ember sl., vorum við að fylgja eftir loforðum okkar frá borgarstjórn- arkosningunum í vor. Reyndar var um meira en loforð að ræða því við vildum gera bindandi samning við borgarbúa til að sýna í verki hve mikla áherslu við lögðum á að hrinda stefnuskránni okkar í fram- kvæmd. Vegna framfara í lækna- vísindum lifum við lengur og sem betur fer mörg við góða heilsu. Með tillögu okkar um lækkun fast- eignaskatta á eldri borgara vildum við gera þeim kleift að búa lengur í eigin húsnæði og jafnframt auka ráðstöfunartekjur þeirra. Ekki vilji til að bæta hag aldraðra og öryrkja Þarna var kærkomið tækifæri fyrir borgaryfirvöld að koma til móts við aldraða en málefni þeirra hafa mjög verið í brennidepli und- anfarið. Þess vegna kom það mér á óvart að tillaga okkar skyldi ekki fá jákvæðar móttökur hjá borgar- fulltrúum R- og F-listans. Með út- úrsnúningi og málefnaskorti reyndu þeir að sannfæra sjálfa sig um að það væri rétt ákvörðun að styðja ekki tillögu okkar borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Held- ur fundust mér það kaldar kveðjur frá borgarstjóra til þeirra sem eldri eru og lagt hafa sitt af mörkum til borgar- samfélagsins á löngum æviferli. Rangur flutningsaðili Rökin fyrir höfnun- inni voru með ólíkind- um. T.d. var það látið í veðri vaka að tillagan væri í sjálfu sér góðra gjalda verð en hefði það helst til foráttu að koma úr höndum sjálfstæðismanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það kemur fram hverjir telja sig „eiga“ málaflokkinn „aldr- aðir og öryrkjar“. Vei þeim sem voga sér að fara inn á þeirra yf- irráðasvæði, slíkur er hrokinn. Mismunun Borgarstjóri og fleiri töluðu um meinta mismunun. Með því að sam- þykkja tillögu um að hækka tekju- viðmið vegna niðurfellingu fast- eignaskatta hjá 67 ára og eldri og öryrkjum væri samkvæmt því ver- ið að mismuna þeim sem yngri eru og væntanlega ekki öryrkjar, þótt það kæmi ekki fram í málflutningi þeirra á borgarstjórnarfundinum 5. september sl. Tillaga okkar byggist engu að síður á lagaheim- ild sem borgaryfirvöld hafa þegar nýtt sér. Borgarstjóri nefnir sem rök fyrir því að ekki sé hægt að lækka álögur á eldri borgara og ör- yrkja að þá greiði þeir lægri skatta en þeir sem yngri eru. Foreldrar okkar, afar og ömmur mega sem sagt ekki njóta þess að hafa greitt til samfélagsins lengur en við sem yngri erum! Finnst meirihlutanum þá ekki mismunun fólgin í því að pabbi minn fær frítt í sund en ekki ég? Hverjir eru í fyrirrúmi? Afstaða R-listans til málefna eldri borgara í Reykjavík var skýr og ótvíræð á borgarstjórnarfund- inum 5. september: Það er búið að gera nóg fyrir ykkur! Eldri borg- arar eru ekki í fyrirrúmi hjá R- listanum. Hverjir eru í fyrirrúmi? er fyrirsögn á grein eftir Dagnýju Jónsdóttur og Birki J. Jónsson sem birtist í Morgunblaðinu 7. september sl. Þar leitast þessir ungu framsóknarmenn við að bera blak af Páli Péturssyni félagsmála- ráðherra vegna tæplega 800 manna biðlista eftir leiguhúsnæði í Reykjavík. Biðlistinn sýnir, að hús- næðislausa fólkið er ekki í fyrir- rúmi. Ástandið á almennum leigu- markaði í borginni er mjög slæmt, leiga hefur stórhækkað og mikill skortur er á minni íbúðum. Samspil félagsmálaráðherra og R-listans hefur ekki stytt þennan biðlista, þvert á móti lengist biðlistinn eftir félagslegum leiguíbúðum. Tvískinnungur Guðrún Ebba Ólafsdóttir Stjórnmál Jafnvel þó að ég sé í minnihluta, segir Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, hlakka ég til að fylgja stefnumálum okkar frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins eftir. Höfundur er borgarfulltrúi. GUÐMUNDUR Oddur, prófessor að at- vinnu, saug inn á sig eins og gamall Túxam- mótor með glóðarhaus í útvarpsþættinum „Í nýju ljósi“ nú fyrir skömmu. Hann hefur útnefnt sjálfan sig yfirkross- fara í baráttunni við þann andlausa og ill- gjarna fjanda, sem reynir að bregða fæti fyrir hina heilögu, er hafa fundið ljósið, en upphafning þeirra er mjög í ætt við þá Toddu truntu, sem las syndugum pistilinn á samkomum Hjálpræðis- hersins snemma á öldinni er leið, en sá ágæti her hefur nú fyrir löngu af- lagt þvílíkan barnaskap. Hann gaf okkur Einari Hákonarsyni og Braga Ásgeirssyni sinn plúsinn hverjum fyrir að hafa getað kennt á reglustik- ur og önnur tól og tæki til teiknunar, en að slepptu því örlæti sogaðist hann niður í konsept-svelginn, þar sem hann trúir að stóri sannleikur hringsnúist eins og skopparakringla kringum hann og þá Guðs útvöldu, sem hafa meðtekið og útdeila sakra- mentinu, kenndu við nýlist, nýja hugsun, framsækna hugsun, stór- hugsun, eða í samantekt og einföld- un – konsentratið af heimsku og þrá- hyggju. Hann sagði frá því að hann af umburðarlyndi sínu hefði gerst nemandi minn í forskóla. Eitthvað hefur óminnið ruglað hann í ríminu, ég sá hann að mig minnir einu sinni, en síðan mun hann hafa horfið á vit annarra gleðigjafa en teiknunar. Ég kenndi honum ekki nokkurn skap- aðan hlut. Ég spurði Einar um hann og hafði hann sömu reynslu af þess- um undarlega leynigesti. Löngu seinna var mér sagt að hann hefði gengið undir nafninu „Gvendur- hverfur-fyrir-horn.“ Við Einar fór- um að velta því fyrir okkur, hvort hann hefði hugsanlega horfið inn í nýlistadeild, en þeir sem þangað fóru hurfu yfirleitt eins og jörðin hefði gleypt þá. Þeir sáust stöku sinnum í öðrum stofum í trúboðser- indum, en sváfu að jafnaði fram á miðjan dag og nenntu varla að boða fagnaðarerindið. Þegar þeir komu fleiri saman grillti varla í þá fyrir tóbaksreyk. Og hér kemur dæmi um verk í ný- listadeild: Einn nemandinn lét aka sér austur í sveit með lak, sem breiða skyldi á jörðina og láta fugla skíta þar á. Eitthvað hefur piltur þessi átt ólært um náttúru landsins, ef fuglar forðast nokkuð er það að- skotahlutur eins og lak. Það skilaði sér ekki einn einasti kúkur og lakið var flutt í bæinn hreinna en það fór. Það hafði rignt. En vel að merkja, ég fór nýlega að gamna mér við það sem hinir innvígðu kenna við konsept eða performans. Forvitni rak mig á stað, en ég verð eflaust kallaður boðflenna í helgum véum. Ég bjó til dobbel- portrett af prófessor Guðmundi og rektor Hjálmari. Rektor var per- sónugerður í rörtöng, sem reist var á stall. Í kjaftinum hafði rörtöngin kristalsglas hálffullt af Svarta- dauða. Guðmundur dansar stríðsdans með hljóðum og brýtur allt hvað af tekur reglustik- ur og T-stikur á kné sér, lepur síðan dauð- ann úr glasinu og þeyt- ir því í ímyndaðan arin „A la rüsse“. Performansinum lýkur svo með því að Guðmundur dansar kósakkadans á kenn- arapúlti rektors, með undirleik síma sem hringir án afláts. Rektor syngur grand finale í falsettó: Mig langar að smíða skóla á hafnarbakkanum, ba-kk-an-um! Þaðan er svo stutt að fara á búlurnar, bú-lur-nar! Rektor réttir svo Guðmundi rörtöngina með því fororði, að hún skuli aftur verða nytjahlutur og höfð til að dangla í nemendur, sem kunna að villast af leið og fara t.d. að mála angurværar konur við glugga. Rektor tekur trommusóló á öskutunnubotn, – tjaldið fellur. Guðmundur hefur áhyggjur af því hverjir séu frægir í útlöndum og hverjir ekki, en lifir í voninni um að flestir ef ekki allir nýlistargaukar séu á leiðinni í frægðina. Annars get ég, andlaus stafkarl- inn, gert Guðmund frægan á stund- inni. Það þarf ekki annað en að koma því á Netið að á Íslandi búi prófessor og sé einasti maður í heimi, sem get- ur haldið á sér hita með kjaftavaðli. Konsept- svelgurinn Kjartan Guðjónsson Höfundur er listmálari. Myndlist Annars get ég, andlaus stafkarlinn, segir Kjartan Guðjónsson, gert Guðmund frægan á stundinni. Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.