Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 41 Vegna mikils áhuga boða Landsteinar enn á ný til 140 stunda forritunar- námskeiðs í Navision Financials/Attain. Á námskeiðinu öðlast þátttakendur djúpan skilning á virkni og uppbyggingu þessa vinsæla upplýsingakerfis og að námskeiði loknu verða þeir gjarnan umsjónarmenn kerfisins sem eiga auðvelt með að koma auga á möguleika þess og aðstoða samstarfsfólk. Námskeiðið hefst þann 2.október 2002 og því lýkur 11. desember 2002. Kennt verður í húsakynnum Landsteina að Grjóthálsi 5 á mánudögum og miðvikudögum milli kl 18 og 21 og á laugardögum frá kl. 9 til 12. Verð námskeiðsins er 156.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á vef Landsteina www.landsteinar.is. Umsóknir sendist á tölvupóstfangið namskeid@landsteinar.is. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. Skapaðu þér tækifæri í atvinnulífinu ! - Nám í hönnun og notkun í Navision Attain Sími 570 7000 DR. Sigurbjörn Einarsson, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkr- unarfræðingur og sr. Magnús Björn Björnsson veita leiðsögn á kyrrð- ardögum hjóna sem verða núna um helgina í Skálholti. Á kyrrð- ardögum gefst tækifæri til þess að draga sig í hlé, fara í hvarf frá hinu daglega amstri og önn, njóta friðar og hvíldar, láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Kyrrðardagarnir hefjast á föstu- dagskvöld. Fyrst verður stað- arskoðun þar sem sérstök áhersla verður á kynningu á listaverkum kirkjunnar og trúarlegum táknum þeirra og veitt verður leiðsögn hvernig best megi njóta kyrrð- ardaganna. Síðan er gengið inn í hina hlýju þögn, þar sem ytra áreiti og spenna eru fjarri Á laugardagsmorgun munu þau Guðrún Dóra og sr. Magnús Björn fjalla um stefnumótun hjónabands- ins og hjónin vinna verkefni því tengt í einrúmi og síðan heldur þögnin áfram. Síðdegis mun Sig- urbjörn biskup flytja hugleiðingu og fólki gefst kostur á að njóta kyrrðarinnar í kirkjunni og á göngu í umhverfi Skálholts. Boðið er upp á trúnaðarsamtöl og per- sónulega leiðsögn. Þögninni verður aflétt á sunnu- dag að lokinni messu í Skálholts- kirkju og heimferð er að loknum hádegisverði. Húsakynni Skálholts- skóla eru hlýleg og allur viðurgern- ingur notalegur. Upplýsingar og skráning á Kyrrðardagana er í Skálholtsskóla, sími 486 8870, net- fang skoli@skalholt.is Kyrrðardagar hjóna í Skálholti um helgina Morgunblaðið/Jim Smart Skálholtskirkja Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðar- heimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á org- el milli kl. 12 og 12.10. Að bænastund og altarisgöngu lokinni er léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir ýmiss konar fyrirlestr- ar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deginum í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10– 12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safn- aðarheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn. Fyrsta samvera. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, yngri hóp 6–9 ára. Kl. 17 æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hóp 10–13 ára. Guðrún Helga Bjarnadóttir, kórstjóri. Kletturinn. Kl. 19, alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf NÝ námskrá er komin út hjá Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, með kynningu þeirra fræðslunámskeiða sem verða í boði á haustmisseri. Námskeiðin eru ætluð starfsfólki sem vinna með börnum og ungmenn- um með þroskafrávik og fatlanir, s.s í leik- og grunnskólum, á sambýlum, vistheimilum, eða hvar sem börn með fötlun búa og starfa og eru jafn- framt opin foreldrum og öðrum að- standendum. Í bæklingnum eru kynnt 20 nám- skeið, 10 þeirra eru opin námskeið en hin eru haldin eftir óskum og/eða verða síðar á dagskrá. Flest þessara námskeiða er hægt að panta „heim í hérað“ og er einnig möguleiki á fjar- kennslu. Opnu námskeiðin eru hald- in í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi og er skráning á þau þegar hafin. Að þessu sinni eru kynnt þrjú ný námskeið, eða grunnnámskeið um þroskahömlun barna, námskeið um tauga- og vöðvasjúkdóma barna og nýtt námskeið um snemmtæka íhlut- un. Grunnnámskeiði um þroska- hömlun fylgir íslenskt fræðslurit sem Greiningarstöð hefur gefið út. Flestir leiðbeinendur á námskeið- unum eru starfandi sérfræðingar á Greiningarstöð, en þar starfa sér- fræðingar á hinum ýmsu sviðum sem koma að þverfaglegri greiningu og ráðgjöf vegna barna með þroskafrá- vik og fatlanir. Efni námskeiðanna tengist fötlun- um barna með einum eða öðrum hætti. Til dæmis má nefna námskeið um eðli og umfang sérstakra þroska- raskana, s.s. um einhverfu og skyld- ar þroskaraskanir og þroskahömlun barna, námskeið um ýmsar óhefð- bundnar tjáskiptaleiðir og um sér- hæfðar meðferðarleiðir. Á síðustu misserum hefur fram- boð námskeiða af þessu tagi aukist mikið og eftirspurnin að sama skapi. Árið 2001 stóð Greiningarstöð fyrir tæpum 50 námskeiðum sem 1.300 þátttakendur af öllu landinu sóttu og voru mörg þeirra haldin á lands- byggðinni, segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar og skráning á nám- skeiðin er á www.greining.is. Námskrá fyrir haustmisseri komin út hjá Greiningarstöð KIRKJUSTARF ÁRLEGUR haustmarkaður Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga verður haldinn laugardaginn 14. september í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 í Reykjavík. Mark- aðurinn hefst kl. 14. „Konur í Kristniboðsfélagi kvenna standa fyrir markaðinum. Þarna verður selt ýmiss konar grænmeti, ávextir og ber, o.s.frv. eftir því hvað kristniboðsvinir og aðrir velunnarar vilja leggja fram af uppskeru sumarsins. Allt er vel þegið, kál, kartöflur, gulrætur, sultur, pakkamatur, kökur og hvað sem er matarkyns, einnig blóm,“ segir m.a. í frétt frá SÍK. Tekið er á móti framlögum föstudaginn 13. september kl. 17– 19. Ágóðinn af markaðinum rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópíu, Kenýju og Kína. Í Afríku eru nú fimm íslenskir kristniboðar að störfum á vegum Kristniboðssam- bandsins. „Fyrir nokkru hóf Kristniboðssambandið þátttöku í samstarfsverkefni um kristilegar sjónvarpssendingar til Mið-Aust- urlanda og Norður-Afríku. Enn fremur tekur það þátt í útvarps- sendingum til Kína. Um fjórar til fimm milljónir manna hlusta dag- lega á kristilegan barnaþátt en Ís- lendingar kosta einnig hálftíma langan útvarpsþátt fyrir fullorðna. Í ár þarf að safna um 27 millj- ónum króna til að standa straum af kostnaði við starf Kristniboðssam- bandsins innanlands og utan.“ Haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á bifreiðaplani við verslunarmiðstöðina í Hverafold 1–3, þriðjudaginn 10.september á milli kl. 8:55 og 10. Þarna var ekið utan í mannlausa Daiwoo Nubira-fólksbifreið, gráa að lit, sem lagt var í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst er eftir vitnum UFFE Balslev verður með námskeið í haustskreytingum sunnudaginn 15. sept. frá kl. 19-18. Meðal annars verður kennt: Haustkrans, karfa/ skreyting, skreyting í glugga og frjálst val. Námskeið í haustskreytingum FÖSTUDAGINN 13. september, verður haldin ráðstefna um alþjóð- lega gerðardóma á Grand Hótel Reykjavík. Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, opnar ráðstefnuna og meðal frummælenda verða dr. Robert Briner, forseti Gerðardóms Alþjóða verslunarráðsins í París og Claus Bennetsen lögmaður frá Dan- mörku. Fjallað verður m.a. um full- gildingu Íslands á New York sátt- málanum um viðurkenningu alþjóð- legra gerðardóma. Rætt um alþjóð- lega gerðardóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.