Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Mál þetta var tekið til úr-skurðar hinn 6. sept-ember sl. að loknummunnlegum málflutn- ingi. Með beiðni, dagsettri 28. ágúst sl., beiddist sóknaraðili, sem er Baugur Group hf., kt. 480798- 2289, Skútuvogi 7, Reykjavík, úr- lausnar um lögmæti aðgerða lög- reglu svo og lögmæti haldlagning- ar gagna og muna, sem lagt var hald á í leit, sem framkvæmd var í húsakynnum Baugs Group hf., hinn 28. ágúst 2002. Um heimild fyrir beiðni þessari vísaði sóknar- aðili til 75. gr., sbr. 1. mgr. 79. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð op- inberra mála. Kröfur varnaraðila, ríkislög- reglustjóra, eru þær aðallega, að vísað verði frá dómi kröfu sam- kvæmt a-lið í kröfugerð, en kröfu samkvæmt b-lið verði hafnað. Til vara er þess krafist að hafnað verði kröfu kæranda. Hinn 28. ágúst 2002, var með úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur heimiluð leit í húsnæði Baugs hf., að Skútuvogi 7, Reykjavík, í því skyni að handtaka þar sakborninga Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og finna muni og gögn sem hald skyldi lagt á í þágu rannsóknar á meintum brotum þeirra. Leitarheimildin náði til læstra hirslna. Ríkislögreglustjóri kvað tilefni kröfu sinnar um húsleit og hald- lagningu hafa verið þá, að verið væri að rannsaka meint brot Tryggva Jónssonar, kt. 140755- 2739, forstjóra Baugs hf, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, kt. 270168-4509, stjórnarformanns Baugs hf., gagnvart Baugi hf. Grundvöllur rannsóknarinnar komi fram í kæru og framburði Jóns Geralds Sullenberger hjá lög- reglu, en hann sé fyrrum viðskipta- félagi sakborninga og Baugs hf. og reki félagið Nordica Inc. í Miami í Flórída, auk gagna sem Jón Gerald hafi afhent lögreglu. Rannsókn lögreglu byggi á því að rökstuddur grunur sé um að 33 reikningar, samtals að fjárhæð $ 491.691.43, útgefnir af Nordica Inc. til Baugs hf. á árunum 2000, 2001 og 2002, sem gögn og upplýsingar bendi til að gefnir séu út vegna reksturs- kostnaðar og afborgana af lánum af skipinu Thee Viking, eign Jóns Geralds, Jón Ásgeirs og Jóhannes- ar Jónssonar, hafi verið greiddir af Baugi hf. og gjaldfærðir í bókhaldi félagsins. Auk þess hafi þurft að afla gagna á skrifstofum sakborn- inga, úr tölvum þeirra og af heima- svæðum á netþjóni Baugs hf. sem varðað geti samskipti þeirra á milli og við Jón Gerald, bréflega og með tölvupósti. Reikningarnir beri með sér að vera vegna „Contract fee for retail services commissions finders fees and consulting work,“ en ekki kostnaðar við skipið. Reikningarn- ir beri ekki með sér að vera vegna Thee Viking og kveður Jón Gerald það hafa verið gert í þeim tilgangi að leyna raunverulegu innihaldi greiðslnanna. Það hafi því verið ljóst frá upphafi rannsóknar að fullnægjandi upplýsinga yrði ekki að finna í bókhaldi Baugs hf. einu sér heldur yrði að leita annarra sönnunargagna á starfsstöð Baugs hf. Þá hafi lögregla haft upplýsing- ar frá Jóni Gerald um að hann hefði að ósk Tryggva Jónssonar gefið út tilhæfulausan reikning í nafni Nordica Inc. á Baug hf. að fjárhæð hverju sinni. Sóknaraðili heldur því að athafnir lögreglu á v hafi verið í engu samræ markmið rannsóknarinnar það hafi verið kynnt í kröfu aðsdóms Reykjavíkur. L hafi lagt hald á umtalsver gagna sem ekki verði me móti séð að tengist efni ra arinnar og þannig hafi hald gagna farið úr hófi. Við leit í húsakynnum só ila hafi lögregla tekið afrit tölvugögnum Baugs Group á meðal fjárhagsupplýsin tölvupósti starfsmanna. A hafi verið numið á brott m gögnum sem á engan hátt máli því sem liggi til gru kröfu um húsleit. Hafa ber að Baugur Group hf. sé skr í Kauphöll Íslands og aðge þessar geti hæglega haft áhrif á gengi hlutabréfa o leið hagsmuni hinna fj hluthafa í félaginu. Umbo sóknaraðila hafi verið í óvissu um að hverju ranns reglu beindist og þ.a.l. ha erfitt að halda uppi vörn þetta brot á a-lið 3. mgr mannréttindasáttmála sbr. lög nr. 62/1994, en þar hver sá sem borinn sé sök refsiverða háttsemi skuli fá ar, vitneskju í smáatriðum og orsök þeirrar ákæru se sæti. Í framkvæmd hafi ve að réttindi þau sem sakbo njóti samkvæmt þessu eig við um aðra þá aðila sem ei legra hagsmuna að gæta. Samkvæmt kröfu lögr héraðsdóms hafi verið k rannsókn lögreglu myndi að því að leita í bókhald Group hf. hvort og þá reikningar hafi verið fæ gjalda auk þess að leita s ingar á samskiptum kærðu $ 589.890 um eða eftir 30. ágúst 2001. Texti reikningsins hafi, að sögn Jóns Geralds, verið „Discount on purchased goods and reimbursement for Damage or Shortages shipments to Adfong from July 01.2000 to June 30, 2001. Jón Gerald hafi talið að reikningur þessi hefði verið notaður til gjald- færslu í bókhaldi Baugs hf. Endur- skoðandi Baugs hf. hefur nú upp- lýst að reikningur þessi hafi verið tekjufærður í bókhaldi Baugs hf. og sé dagsettur 8. september 2001 og kvaðst hann hafa gert það strax við húsleitina. II Sóknaraðili telur aðgerðir lög- reglu vera alltof umfangsmiklar og upplýsinga sem lögregla hafi leitað eftir hafi mátt afla með mun væg- ari aðgerðum. Þá hafi rannsókn lögreglu áður en krafa um húsleit hafi verið sett fram verið verulega ábótavant. Bendir sóknaraðili þar á að tilgreindur reikningur hafi verið gjaldfærður í bókhaldi Baugs hf. eigi ekki við rök að styðjast. Telur kærandi að eðlilegra hefði verið að rannsaka ásakanir á hend- ur forsvarsmönnum Baugs frekar áður en farið hafi verið í jafn viða- mikla aðgerð sem leit í húsakynn- um fyrirtækisins. Eins og fram komi í kröfu rík- islögreglustjóra til Héraðsdóms Reykjavíkur, byggist grunsemdir lögreglu á framburði fyrrum við- skiptafélaga hinna grunuðu, Jóns Geralds Sullenberger, sem sé ís- lenskur ríkisborgari og eigi og reki útflutningsfyrirtækið Nordica Inc. í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þetta hafi verið stofnað árið 1991 og hafi Baugur Group hf. átt í viðskiptum við fyrirtækið, sem Nordica Inc. hafi viljað auka en Baugur Group hf. viljað draga úr þeim viðskiptum og sé þeim nú að fullu slitið. Hafi forráðamaður Nordica Inc. tjáð forsvarsmönnum Baugs að við- skipti við Baug væru meginhluti allra viðskipta Nordica Inc. Í ljósi þessa sé líklegra að málið tengist frekar uppgjöri viðskipta milli fé- laga og hefði því lögreglu borið að ganga ítarlega úr skugga um hvort ásakanir annars aðila á hendur for- svarsmönnum hins um saknæmt athæfi, ætti við rök að styðjast. Lögregla byggi kröfu um leit og handtöku einvörðungu á framburði og gögnum er Jón Gerald Sullen- berger hafi látið henni í té. Þar á meðal séu reikningur að fjárhæð USD 589.890 sem Jón Gerald segi vera tilbúning og að hann hafi enga greiðslu fengið vegna reikningsins. Umræddur reikningur sé kredit- reikningur, sem gefinn hafi verið út af Nordica Inc. til Baugs vegna afsláttar, en eðli slíkra reikninga sé að þeir séu tekjufærðir hjá því fyrirtæki sem þeir séu gefnir út á, í þessu tilviki Baugur Group hf., en ekki gjaldfærðir. Einfalt hefði ver- ið fyrir lögreglu að ganga úr skugga um réttmæti þessarar ávirðingar Jóns Geralds án þess að til húsleitar og handtöku þyrfti að koma. Rannsóknir lögreglu sé því verulega ábótavant, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en stjórnvaldi beri m.a. að staðreyna hvort upplýsingar sem það byggi á séu réttar. Aðgerðir lögreglu í framhaldinu séu því ólögmætar. Sá háttur lögreglu að fara fram á leit í starfsstöð Baugs Group hf., án þess að fram færi frekari rannsókn á sakargiftum sem bornar hafi ver- ið á stjórnarformann og forstjóra Baugs, sé brot á meðalhófreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 2. málsl. 14. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, þar sem segi að aldrei megi ganga lengra í beitingu valds en þörf sé á Ekki hægt að bera rannsóknaraðgerðir Héraðsdó kröfu Ba Héraðsdómur Reykja- víkur hafnaði í gær kröfu Baugs Group um að aðgerðir lögreglu við húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins yrðu úr- skurðaðar ólögmætar og að öllum gögnum sem lagt var hald á yrði skilað. Úrskurðurinn er hér birtur í heild sinni. OF LANGT GENGIÐ Einkavæðingarnefnd ríkisstjórn-arinnar hefur ákveðið að gangatil viðræðna við Samson eignar- haldsfélag ehf. um kaup á stórum hlut í Landsbankanum. Forráðamenn félags- ins, sem er í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, hafa áhuga á að kaupa allt að 45% hlut. Í tilkynningu, sem forsvarsmenn Samsonar sendu frá sér í fyrradag, segir m.a.: „Þá telur Samson rétt að fram komi að í bréfi til einkavæðingarnefndar hinn 25. júlí lýsti félagið yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Ís- lands hf. og að sá áhugi sé enn til staðar. Enda kom skýrt fram á fundi, hinn 28. ágúst, með framkvæmdanefnd um einkavæðingu að með kaupum á hlut í Landsbanka Íslands útiloki fjárfestar ekki möguleika sína á að gerast einnig kjölfestufjárfestir í Búnaðarbanka Ís- lands.“ Það er mikilvægt fyrir forráðamenn Samsonar að vinna traust almennings á Íslandi, hluthafa og viðskiptavina Landsbankans vilji þeir eignast ráðandi hlut í bankanum. Í því ljósi er þessi yf- irlýsing ekki skynsamleg. Sú stefna rík- isstjórnarinnar að leyfa örfáum mönnum að skipta ríkisbönkunum á milli sín, eins og allt stefnir nú í að verði, er umdeild meðal almennings. En að ýja að því að báðir bankarnir geti orðið undir yfirráð- um sömu manna er blátt áfram fráleitt, vegna þess að íslenzkur almenningur myndi aldrei sætta sig við slíkt. Aukin- heldur myndi slíkt væntanlega stangast á við samkeppnislög, eins og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra bendir á í Morgunblaðinu í dag. Yfirlýsingin verður ekki skilin þannig að Samson hafi áhuga á Búnaðarbank- anum ef kaup á hlut í Landsbankanum ganga ekki eftir. Það er engin leið að skilja hana öðruvísi en svo að forsvars- menn eignarhaldsfélagsins hafi lýst áhuga á að eiga í báðum bönkunum í senn. Það verður að teljast nánast óhugs- andi að einkavæðingarnefnd geti fallizt á slíkt nema ef vera kynni að breytt hafi verið um stefnu og ákveðið að selja að- eins litla hluti í bönkunum. Það væri óneitanlega skynsamlegra úr því sem komið er en að halda áfram á núverandi braut, en því miður fátt sem bendir til slíks. Björgólfur Thor Björgólfsson segir í samtali við DV í gær: „… það er alveg ljóst að við erum ekki að sækjast eftir völdum. Þetta er bara viðskiptahug- mynd. Við vonumst til að stoppa þarna í svona fjögur ár og selja svo bankann áfram til almennings.“ Með því að eiga ráðandi hlut í einni helztu fjármálastofnun þjóðarinnar – þess þá heldur tveimur – hafa menn öðl- azt gífurleg völd. Almenningur hefur að sjálfsögðu enga tryggingu fyrir því að honum verði seldur hlutur í bankanum eftir fjögur ár þótt gefnar séu yfirlýs- ingar um slíkt nú. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hverjir kaupendurnir eru. Morgunblaðið hefur í nokkur síð- ustu ár barizt fyrir dreifðri eignaraðild að bankakerfinu. Hún er nú að verða að veruleika í Íslandsbanka. Það væri far- sælast fyrir land og þjóð að sölu ríkis- bankanna yrði beint inn í þann farveg. BIÐLISTARNIR OG HEILBRIGÐISKERFIÐ Biðlistar eru orðnir að einkenni á ís-lensku heilbrigðiskerfi. Þeir eru alvarlegt vandamál, sem allir vita af, en er látið viðgangast. Þó getur engum dottið í hug að biðlistar þurfi að vera svo þrálátir að ætla mætti að tilvera þeirra væri háð óbreytanlegu lögmáli. Biðlistarnir eftir læknisaðgerðum eru hluti af viðvarandi viðleitni hér á landi til að spara í rekstri heilbrigðiskerf- isins, þótt sú sparnaðaraðferð hljóti að teljast hæpin í ljósi þess að með því að fresta aðgerð er aðeins verið að auka á þjáningar sjúklingsins og leyfa vanda- málum að grafa um sig með þeim af- leiðingum að þegar loks kemur að sjúklingnum er jafnvel róttækari og dýrari aðgerða þörf en í upphafi. Og er þá hvorki minnst á lyfjakostnað, vinnu- tap né aðra fylgifiska biðlistanna. Á hinum Norðurlöndunum hefur ýmissa leiða verið leitað til þess að bregðast við vandanum í heilsugæsl- unni og fullnægja óskum fólks með þjónustu, meðal annars með því að blanda saman ríkisrekstri og einka- rekstri og eru þau mun lengra komin en við í þessum efnum. Ásta R. Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, sótti nýverið norræna ráðstefnu um heilbrigðiskerfið í Danmörku og grein- ir frá henni í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur meðal annars fram að í Noregi og Svíþjóð hafi þriggja mánaða hámarksbið eftir læknisþjónustu verið lögfest og í Danmörku sé lögbundin hámarksbið tveir mánuðir. Þá eigi sjúklingar rétt á að fá upplýsingar um það þegar þeir fara á biðlista hversu biðin verði löng eftir þjónustunni. Líti út fyrir að biðin verði of löng geti sjúk- lingarnir leitað annað og greiði ríkið sama verð og læknisverkið myndi kosta á upprunalega sjúkrahúsinu. Ásta hefur í tvígang lagt fram frum- varp til laga á Alþingi um hámarks- biðtíma sjúklinga án þess að það hafi náð fram að ganga. Hún bendir í sam- talinu réttilega á að það sé óþolandi fyrir sjúklinga að þurfa að búa við það að bíða mánuðum og jafnvel árum sam- an eftir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Vitaskuld eiga að vera takmörk fyrir því hversu lengi fólk þurfi að bíða eftir að fá bót meina sinna í íslensku heil- brigðiskerfi. Lög um hámarksbiðtíma munu hins vegar duga skammt ef ekk- ert annað kemur til. Til þess að þau hafi áhrif verður sjúklingurinn að geta leitað annað. Sumar aðgerðir eru svo flóknar að þær verða aðeins gerðar á stærstu sjúkrahúsum landsins. Reynslan er hins vegar farin að sýna að margar smærri aðgerðir er hægt að gera á lækningastofum og það virðist rökrétt framhald að halda áfram á þeirri braut þannig að hægt verði að gera flóknari aðgerðir utan ríkisreknu sjúkrahúsanna. Morgunblaðið hefur oft bent á það að með auknum einkarekstri mætti gera þjónustuna bæði skilvirkari og hagkvæmari. Með einkarekstri myndu sjúklingar, sem efni hafa á, geta notað peningana sína til að greiða fyrir að- gerðir, en um leið myndi álagið minnka á opinbera kerfið og bæta þjónustuna þar. Einkarekstur kæmi því heildinni til góða og myndi leggja grunn að því að fjarlægja flöskuhálsa biðlistanna úr heilbrigðiskerfinu. Sömuleiðis myndu lög um hámarksbiðtíma sjúklinga eftir þjónustu setja aukinn þrýsting á heil- brigðiskerfið um að þjóna kröfum nú- tímans. Það má ekki gleyma því að heilbrigðiskerfið snýst ekki aðeins um tölur, heldur fólk, sem er hjálpar þurfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.