Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 37 lagsmálastörfum undir handleiðslu Inga og eftir því sem árin líða verður okkur betur og betur ljóst að betri félagsmálaskóla var vart hægt að hugsa sér. Sá þáttur í lífsstarfi Inga sem mun halda nafni hans lengst á lofti er ljóða- og vísnagerð hans. Grunntónninn í þeim ljóðafjár- sjóði sem hann skilur eftir sig er sprottinn af þeirri rót sem hann var sjálfur vaxinn af, hann kemur úr því umhverfi sem Ingi lifði og starfaði í og unni svo mjög. Ingi nálgast í ljóðum sínum hlut- skipti og viðfangsefni bóndans með þeim hætti að fyrir okkur bændur eru þau helgidómur sem gott er að grípa til í bókum hans á náttborðinu að loknu dagsverki. Eitt það allra mikilvægasta í lífi hvers manns er að eiga góða sam- ferðamenn. Guðmundur Ingi hefur á langri ævi sinni sett mark sitt á og mótað önfirska samfélagið öðrum mönnum fremur, það eru forréttindi okkar hinna að hafa fengið að njóta þess. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Steinar og Sigríður, Kirkjubóli í Valþjófsdal. Nú er Guðmundur Ingi Kristjáns- son hniginn til foldar, skáldið sem kvað svo vel um lífið og vorið í ís- lenskri sveit. Og hann var sjálfur sér samkvæmur jafnt í skáldskap sínum og veruleika, því hann var alla tíð af lífi og sál íslenskur vormaður. Hann elskaði land sitt og þjóð og honum bjó heil í brjósti sú hugsjón ung- mennafélagshreyfingarinnar að vinna Íslandi allt það gagn sem hann gæti. Líf hans og starf er sannasti og besti vitnisburðurinn um þjóðrækni hans og mannslund. Hann var rækt- unarmaður lands og lýðs. Þegar hann sendi mér Sóldaga sína áritaða fyrir nokkrum árum, þótti mér afar vænt um þá kveðju. Ljóðin hans ylja svo sannarlega og það er gott að leita til þeirra og finna í þeim sólina og vorið, angan af nýju heyi, já, ilminn úr grasinu, hunangs- ilminn úr skógarbrekkum og berja- mó Vestfjarða. Guðmundur Ingi er íslenskt skáld, vestfirskt skáld og önfirskt skáld. Það fer ekki framhjá neinum sem kynnir sér ljóðin hans. Hann yrkir með lifandi og ljósum hætti um íslenska sögu, hann kveður um liðsmenn Þuríðar, um dauða Hrafns Oddssonar og um Ingibjörgu í eldinum á Flugumýri. Hann yrkir um Sólveigu Hrafnsdóttur, séra Jón á Bægisá, Örvar Odd og margar aðr- ar merkar persónur liðinna tíma. Og við efnistök hans færist sagan nær manni og maður skynjar hina mann- legu nánd yfir aldahaf. Og svo eru þau kvæði hans mörg og góð sem borin eru uppi af þeirri innilegu og þjóðlegu hvatningu, að menn færi garðinn út og vinni þjóð og landi allt sem þeir megna. Við finnum slíkar hugsjónir í kvæðum eins og Héraðs- skólar, Samvinna, Samvinnumenn, Fagnaðarljóð á fullveldisdaginn og víðar og víðar. Reyndar má segja að boðun af slíku tagi sé alls staðar að finna í ljóðum Guðmundar Inga. Og ef til vill rís þessi inngróna þjóð- rækna sálarfylgja skáldsins einna hæst í hinu látlausa en sterka og grípandi Hrafnseyrarkvæði hans frá 1980. En Guðmundur Ingi yrkir líka út fyrir landsteinana, hann kveður um Nordahl Grieg, Jeppe Aakjær og Karin Boye, um Sál í Damaskus og spámanninn Amos, um Maríu Magdalenu og Hatasú, um Bellman og hertogann af Windsor. Það hefur því margt leitað á huga skáldsins og yrkisefnin hafa verið fjölbreytileg. Svo hefur ekki síður verið ort um seinni tíma hugsjónamenn lands og þjóðar, Sighvat Borgfirðing, Kristin og Sigtrygg á Núpi, Aðalstein Sig- mundsson og marga fleiri. Það var Guðmundi Inga áreiðanlega mikil gleði að yrkja um slíka menn því hann skildi manna best hinn þjóð- rækna anda þeirra. Þeir voru and- legir bræður hans á starfsvelli lífs- ins. Svo koma ljóð sem láta kannski ekki mikið yfir sér, en segja þó mik- ið. Við þekkjum til Selju litlu sem fæddist fyrir vestan og hefði betur haldið sig þar, við heyrum um systk- inin á Vöðlum, um hetjur hversdags- lífsins hér og þar og finnum til skyld- leikans við alla þá lifandi önn sem Guðmundur Ingi lýsir með svo næm- um anda. Og svo koma öll þessi fal- legu kvæði, stór og smá, sem fela í sér ást skáldsins til átthaga sinna og þess mannlífs sem hann þekkir af eigin reynslu í vesturbyggðum. Það er mörg perlan sem glóir þar til frambúðar. Og svo er lítið kvæði, Eiginkonan í orlofi, fullt af hlýju og glettni og heilbrigðri saknaðar- kennd. Allir eiginmenn þekkja það að vonum hve mikils virði það er þeg- ar náttkjóll fær innihald. Milli okkar Guðmundar Inga fóru bréf og við töluðumst við í síma, en aðeins einu sinni gafst okkur færi á að hittast. Ég kom ásamt konu minni fyrir nokkrum árum að Kirkjubóli gagngert til að heimsækja þennan andans vin minn í hljóðlátu ríki hans. Það var tekið vel á móti okkur og við áttum þarna góða stund hjá Guð- mundi Inga, Þuríði konu hans og öðru skylduliði. Sérstaklega þótti mér vænt um að fá tækifæri til að sitja einn með Guðmundi í stofu hans og ræða við hann um ljóð hans og ýmislegt sem átti huga okkar beggja. Það var mikil og dýrmæt stund fyrir mig. Ég kveð Guðmund Inga, gamla öndvegishlyninn okkar, með þakk- læti, en veit að ég mun áfram eiga aðgang að honum í ljóðum hans því þar mun andi hans lifa og halda áfram að verma og gleðja þá sem þangað leita. Sólarljóðin hans munu ávallt standa fyrir sínu. Eiginkonu skáldsins og öðrum ástvinum votta ég samúð mína og bið þeim Guðs blessunar um ókomin ár. Rúnar Kristjánsson. Ljúft er að leggjast í varpann með língrös við kinn. Veist þú að gróandi grasið er guðvefur þinn? (Guðm. Ingi.) Í mjög hárri elli hefur nú kvatt þennan heim einstakur drengskap- ar- og hæfileikamaður. Skáldið á Kirkjubóli vakti fyrst athygli fyrir 64 árum þegar fyrsta ljóðabók þess, Sólstafir, kom út. Síðan var Guð- mundur Ingi þjóðkunnur. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast Guðmundi nokkuð á efri árum hans, og komu kynnin m.a. til vegna útgáfu blaðsins Ísfirð- ings, málgagns framsóknarmanna á Ísafirði og nágrenni. Guðmundur var ritstjóri blaðsins um skeið, eða til 1982. Eftir það sendi hann samt all- oft efni í jólablöð blaðsins, en reynt var að hafa þau með menningarlegu sniði. Stundum komu frá honum ljóð, en einnig laust mál. Hér má nefna frásögn eftir hann sem birtist í jóla- blaði Ísfirðings 1985 og ber nafnið Verdalir við Arnarfjörð. Þeir nafnar Guðmundur Ingi og Guðmundur Sveinsson netagerðarmeistari á Ísa- firði (1913–1987) höfðu sumarið 1985 heimsótt hina fornu verstöð Verdali, sem er á suðurströnd Arnarfjarðar utan við Selárdal. Með birtist mynd af þeim Guðmundi Inga og Hannibal Valdimarssyni á hlaðinu í Selárdal. Fram kemur í frásögninni að Guð- mundur Ingi hafði einmitt róið sum- arið 1924 í Arnarfirði, frá Hóli í Bakkadal. Þá var hið verðandi skáld 17 ára. Veturinn 1987–88 stjórnaði Ómar Ragnarsson vinsælum spurninga- og vísnaþáttum í ríkissjónvarpinu og nefndust þeir Hvað heldurðu? Í liði hverrar sýslu eða landshluta voru þrír svarendur spurninga og einn hagyrðingur. Sett var saman lið frá Ísafjarðarsýslu, Ísafirði og Bolung- arvík, og komst það í undanúrslit og tók því þátt í fjórum sjónvarps- keppnum alls. Hagyrðingurinn var Guðmundur Ingi. Líklega var hann fljótari en allir aðrir hagyrðingar í þessum þáttum að koma með hnytti- legar ferskeytlur sem hæfðu mæta- vel stað og stundu. Tímavörður og förðunarmeistari þáttanna, Heiður Ósk Helgadóttir, hefur í tímaritsvið- tali minnst þess, að hagyrðingarnir hafi gjarna ort um sig í þáttunum, en Guðmundur Ingi hafi skorið sig úr hinum þar sem hann hafi ekki komið með neðanbeltisvísur. Einhvern tíma um líkt leyti eða kannski aðeins fyrr var Guðmundur Ingi fenginn til þess að flytja ræðu kvöldsins á kvennaþingi á Ísafirði. Sumum viðstöddum þótti þessi átt- ræði, granni maður frekar hrumleg- ur þegar hann gekk í salinn og bjuggust ekki við miklu. Þegar hann tók til máls kom annað í ljós, hann sagði hverja gamansöguna á fætur annarri og kryddaði allt með vísum og kostulegu orðfæri, svo að konurn- ar töldu sig naumast fyrr hafa lifað jafn skemmtilega stund. Hinn 10. júlí 1993 voru félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni í sum- arferð um Vestfirði og héldu kvöld- vöku á Núpi í Dýrafirði. Tók und- irritaður að sér að aka Guðmundi Inga og Þuríði ásamt Jóhönnu syst- ur hans þangað. Guðmundur sýndi þar sem fyrr hve snöggur hann var að varpa fram vísum og vísubotnum og þótti standa sig með ólíkindum vel. Guðmundur Ingi var hugsjóna- maður sem ekki mátti vamm sitt vita, og má segja að hugmyndir alda- mótakynslóðarinnar, sem óx upp um og eftir 1900, hafi birst hjá honum. Ást á landi og tungu, trú á nauðsyn fræðslu og samvinnu ásamt hófsemi voru meðal einkenna hans. Hann hefur nú kvatt síðastur hinna þriggja þjóðkunnu Kirkjubólsbræðra, en systirin Jóhanna er enn á meðal okk- ar, háöldruð. Um leið og ég þakka fyrir gest- risni og framúrskarandi góð kynni sendi ég Þuríði og öðrum vanda- mönnum Guðmundar Inga Krist- jánssonar innilegar samúðarkveðj- ur. Björn Teitsson. Nú þegar Guðmundur Ingi er fall- inn frá í hárri elli, leita á hugann minningar frá kynnum, uppeldis- áhrifum og samverustundum. Ég fékk að vera í sveit á Kirkju- bóli, hjá Guðmundi Inga, nokkur sumur á sjötta áratug liðinnar aldar og kynntist þá frændgarði mínum sem þar bjó og mörgum sumardval- argestum á mínu reki. Sveitastörfin voru, leikur og létta undir með full- orðnum og með því lærði maður að bera sig að, með góðri tilsögn. Allir mögulegir snúningar voru í verka- hringnum, kringum sauðburðinn, kúarekstur, umgengni við hross og heyskapur m.m. Við girðingarvinn- una áttum við margar stundir saman og bar þá margt á góma. Má segja að Guðmundur Ingi hafi þar á listrænan hátt eflt áhuga ungs manns fyrir bundnu máli. Mér fannst Ingi frændi minn vera listamaður í mörgum greinum. Hann skrifaði listavel, skar nöfn okkar margra í hrífu, hélt áhöldum við af hagleik og svo mætti fleira telja. Mér fannst Ingi alltaf ganga til starfa glaður, en með kappi í heyskap ef rigning var í nánd. „Hestar stíga og hreyfa í einu / hemla, stöng og sláttuvél“ eru hend- ingar úr einu kvæða hans og minna mig á er ég margan spölinn rölti eftir hestunum og Inga á sláttuvélinni, með hrífu í hendi. Gegnum kliðinn í vélinni komu bara hottorðin hans Inga að eyrum, þau heyrðust hátt og títt og hestarnir virtust skilja tilmæl- in. Í þá daga var aðeins önnur tækni notuð við heyskapinn en er í dag. Samvinna manns og hests og hunds var sýnd, leikandi létt í sveitinni. Eftir því sem sumrin urðu fleiri skildist mér að skáldið og bóndinn væri sami maðurinn. Til baka litið met ég mikils sam- verustundirnar í sveitinni, hversu lærdómsríkar þær voru til orðs og æðis. Ambögur og ærsl fengu við- brögð íslenskumanns, bónda og upp- fræðanda. Kirkjuból í Bjarnardal er menn- ingarheimili, gestkvæmt og því hollt æskufólki. Uppeldisáhrifin voru huglæg. Guðmundur Ingi var mikill félags- málamaður, traustur og öruggur í störfum sínum. Stjórnarsetur hans voru margar í forystusveitum, bænda, sýslu og minna samfélags. Hvarvetna þar sem hugur stóð til, voru kraftar hans beislaðir og þar sem ekki festi hönd kom að verkinu hugur og ljóð. Samverustundirnar seinna, kannske stuttar í senn, urðu áfram- haldandi, eftir að sumardvöl í sveit lauk. Á slíkri stund bar m.a. á góma að Guðmundur Ingi hefði komið að uppeldi og eða námi þriggja ættliða, þ.e. pabba á fjórða áratugnum, mín á sjötta og Hermanns sonar míns á þeim áttunda. Allir minnumst við verunnar á Kirkjubóli í návist Inga frænda með mikilli virðingu og þökk. Ljóð Guðmundar Inga og tæki- færisvísur margar eru mér svo hug- leikin að þau létta mér lundina ókomna tíma sem hingað til. Um leið og samfylgd í áratugi er þökkuð, sendum við Bryndís samúð- arkveðjur til Þuru, Sigurleifs og Hönnu og annarra ástvina. Blessuð sé minning Guðmundar Inga Kristjánssonar. Guðm. Óskar Hermannsson. „Er hann ekki sá síðasti úr gömlu skólaljóðunum?“ sagði kunningi minn við mig á dögunum þegar tal okkar barst að því að nú væri Guð- mundur Ingi allur. Ekki hafði ég hugsað um Guðmund Inga á þennan hátt en það er líklega rétt og þar með að þessar vísur sitja líka einhvers staðar í hugskoti heillar kynslóðar enda þörf brýning: Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. Sú lífsspeki sem fram kemur í þessum vísum var ríkur þáttur í fari Guðmundar Inga eins og hann kom mér og minni fjölskyldu fyrir sjónir, en hann var kominn fast að sjötugu þegar við höfðum fyrst kynni af hon- um. Og sannarlega enn í fullu fjöri, sveitarhöfðinginn, bóndinn, skáldið og sómi sinnar sveitar og stéttar. Svo var um nær áratugar skeið eftir það. Ótalin er þó hin hliðin á skáld- bóndanum en það var léttleikinn sem lyfti öllum samkomum á hærra plan, þar sem list hans og sveitamenning- in féllu saman á þann hátt að allir hrifust með, börn og fullorðnir. Þetta voru ómetanleg mótunar- og þroska- ár okkar allra. Þjóðin fékk síðar að njóta þessara hæfileika skáldbónd- ans og heimsmannsins þegar skáld og hagyrðingar urðu allt í einu vin- sælt sjónvarpsefni, en það var und- anfari hagyrðingamóta sem hafa nú fest sig í sessi sem sumarskemmtun víða um land. Eins og mannlífið væri óhugsandi án lista er um þjóð án ljóða. Ljóðskáld nítjándu og tuttug- ustu aldar voru líklega bestu uppal- endur þjóðarinnar um leið og þeir túlkuðu vonir, þrár og það sem í huga hennar bjó. Í hópi þessara skálda er Guðmundur Ingi, fremur skáld hugleiðinga og vakningar en heimsósóma, en allt ort af heilum hug bóndans sem fann jafnvægi og frið í skáldskapnum, náttúrunni og mannlífinu. Þannig sjáum við lífs- hlaup hans. En auðvitað bjó Guð- mundur Ingi við þann veruleika sem tuttugasta öldin var. Og þótt ekki sé horft á aðra hluti en íslenskan land- búnað á þeirri öld er rétt hægt að ímynda sér að ekki hefur það verið átaka- eða sársaukalaust fyrir mann eins og hann að tala sem forsvars- maður bænda fyrir samdrætti, þegar offramleiðslan reið samfélaginu á slig, vitandi það, að sá samdráttur kom verst niður á þeim sem minnst höfðu til hans unnið. Það er sumarfagurt í Önundar- firði. En á fáum stöðum er snjó- þyngra, þar telja menn aprílmánuð til vetrarmánaða og sums staðar er svo veðrasamt í vestanáttum að fáu er til að jafna. Fólkið sem tekst á við þetta náttúrufar er æðrulaust og kann að þakka fyrir guðsgjafir. Þá er litla kirkjan í Holti góður staður. Þar var Guðmundur Ingi meðhjálpari um áratugaskeið. Við það eru mín börn uppalin eins og þorrablótin, þar sem bindindisandinn frá Kirkjubóli í Bjarnardal sveif yfir vötnum og börn og fullorðnir skemmtu sér saman. Guðmundur Ingi og Brynjólfur á Vöðlum sáu um að lyfta andanum. Allar þessar ógleymanlegu stundir ber að þakka fyrir við leiðarlok. Þuru, Sigurleifi, Jóhönnu og öllum öðrum skyldmennum færum við hugheilar samúðarkveðjur og þakk- læti fyrir gömul kynni. Fjölskyldan frá Vífilsmýrum, Magnús og Sigrún Lind, Agla, Sesselja, Jóhanna Lind og Ingólfur. Kvaddur er góðvinur, Guðmundur Ingi. Bærist í húsi hljóður tregi. Haustlaufið bleika hjúpar farandans vegu. Nær upphafi aldar, í anddyri nýrrar, var áfram borið merki manngildis, mennta og trúar, fléttað þáttum farsællar göngu. Haustvindar berið hjartans þakkir að hvílubeði í önfirskri moldu. (Á.J.) Áslaug og Valdimar, Núpi. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.