Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 21 Frystikistur 182 lítra 37.990 kr. Verð áður: 51.994 kr. 272 lítra 45.990 kr. Verð áður: 56.695 kr. 101 lítra 29.595 kr. Verð áður: 36.994 kr. Nú bjóðum við hinar þekktu dönsku Frigor frystikistur á einstöku tilboðsverði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 72 3 0 9/ 20 02 á verði undir frostmarki RUTH er fimm ára og býr í Alex- andra-hverfinu í Jóhannesarborg í S-Afríku. Hún býr hjá móður sinni og afa. Í húsinu hennar, sem er um 10 fermetra kofi gerður úr múr- steinum og bárujárni, er hvorki rennandi vatn né klósett. Móðir hennar, sem er atvinnulaus, fær um 5.000 krónur á mánuði í félagslega aðstoð frá stjórnvöldum. Eins og sjá má er vatnið, sem íbú- ar Alexandra geta sótt í krana í göt- unni, ekki gott enda er kólera alvar- legt vandamál í hverfinu. Alexandra er eitt af elstu hverfum Jóhannesarborgar. Þaðan eru marg- ir af leiðtogum Afríska þjóðarráðs- ins (ANC) upprunnir. Nelson Mand- ela, fyrrverandi forseti S-Afríku, bjó þar um tíma áður en hann flutti til Soweto. Stjórnvöld vinna nú að því að byggja félagslegt húsnæði fyrir íbúana, en enn búa nokkur hundruð þúsund manna í kofum við afar dap- urlegar aðstæður. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lagði leið sína til Alex- andra nýverið. Hann sagði að það væri ömurlegt að sjá þær aðstæður sem fólk byggi við í hverfinu, en hins vegar væri jákvætt að sjá að verið væri að vinna að endurbótum. „Við bjuggum ekki til Alexandra, en við erum að reyna að breyta hverfinu,“ sagði Mbhazima Shilowa, einn af stjórnendum héraðsins í til- efni af orðum Blairs. Örbirgð í Jóhannes- arborg Morgunblaðið/Egill Ólafsson ÚTLIT var fyrir í gær að Janet Reno, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefði beðið nauman ósigur í forkosningum demókrata í fyrradag fyrir ríkis- stjórakosningarnar í Flórída í næsta mánuði. Vandræði urðu með taln- ingu atkvæða og minnti það óþyrmi- lega á þau vandamál er upp komu í Flórída í síðustu forsetakosningum. Alls bárust fregnir af vandkvæð- um við talningu í 14 af 67 sýslum í Flórída, og tilkynnti kosningastjóri Renos að niðurstöðurnar yrðu e.t.v. kærðar. Jebb Bush ríkisstjóri fyrir- skipaði að kjörfundur skyldi fram- lengdur, en sumstaðar reyndist erf- itt að fá snertiskjái á kjörvélum til að virka og tölvutalning annarra at- kvæðaseðla gekk illa. Þetta var í fyrsta sinn sem notast var við nýja tækni við kosningar í Flórída. Í fyrrinótt voru enn ótalin mörg þúsund atkvæði í þrem fjölmennum sýslum í Suður-Flórída þar sem búa alls 29% skráðra kjósenda. Virtist Reno hafa staðið sig öllu betur í en mótframbjóðandinn, Bill McBride, í þessum sýslum. Þegar 94% atkvæða í ríkinu öllu höfðu verið talin hafði McBride fengið 45%, en Reno 43%. Í upphafi kosningabaráttunnar hafði Reno afgerandi forystu í skoð- anakönnunum, en McBride saxaði á forskotið og tryggði sér stuðning flokksforystunnar. Forystumenn demókrata í Flórída sögðust telja að McBride ætti meiri möguleika gegn Bush ríkisstjóra, sem er bróðir Georges W. Bush forseta, í ríkis- stjórakosningunum í nóvember. Alls fóru fram forkosningar í 12 ríkjum í Bandaríkjunum á þriðju- daginn, í sex vegna ríkisstjórakosn- inganna, þrem vegna kjörs öldunga- deildarþingmanna og einnig voru í nokkrum ríkjum forkosningar vegna kjörs fulltrúadeildarþingmanna er gæti haft áhrif á það hvaða flokkur verður með meirihluta á bandaríska þinginu næstu tvö árin. Kathleen Kennedy sigraði Í Maryland sigraði Kathleen Kennedy Townsend, dóttir Roberts F. Kennedys, auðveldlega keppinaut sinn um að verða frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningun- um, og Robert Ehrlich sigraði jafn- auðveldlega í forkosningum repú- blíkana. Annar meðlimur Kennedy-fjölskyldunnar, Mark K. Shriver, tapaði í forkosningum demókrata vegna þingmannskjörs. Shriver er sonur Eunice Kennedy Shriver, systur Johns F. Kennedys, og Sargents Shrivers. Í Norður-Karólínuríki urðu úrslit kosninga þau, að í keppninni um sæti Jesses Helms, fráfarandi öldunga- deildarþingmanns, mun Elizabeth Dole, eiginkona Bobs Doles, fyrrver- andi forsetaframbjóðanda Repúblík- anaflokksins, takast á við demókrat- ann Erskine Bowles, fyrrverandi starfsmannastjóra Bills Clintons. Forkosningar í Bandaríkjunum Vandræði vegna talning- ar í Flórída Útlit fyrir að Janet Reno hafi tapað New York, Silver Springs. AP. FJÖLÞJÓÐLEGT lið skákmeist- ara vann óvæntan sigur á sterku liði rússneskra kollega á skákmóti sem lauk í Moskvu í gær og nefnt hefur verið „skákmót aldarinnar“. Fjölþjóðlega liðið, sem kallað var „Heimurinn“, bar sigurorð af rússneska landsliðinu með 52 unn- um skákum gegn 48. Í hliðstæðum skákmótum sem haldin voru árin 1970 og 1984 unnu lið sovézkra skákmanna lið úrvalsskákmeistara frá öðrum löndum heimsins og höfðu margir búizt við því að í þetta sinn myndu leikar fara svipað. En nú þegar Rússar héldu mót af þessu tagi í fyrsta sinn eftir að Sovétríkin liðu undir lok kiknaði rússneska skákveldið. „Ef Sov- étríkin hefðu teflt hér gegn Heim- inum hefðu Sovétmenn unnið,“ sagði Alexei Shirov, sem að upp- runa er Rússi frá Lettlandi en er nú spænskur ríkisborgari, en hann var í heimsliðinu. Allir nema fjórir í tíu manna liði Heimsins eiga rætur að rekja til Sovétríkj- anna heitnu. „Rússneska þjóðin getur verið stolt af sigri Heimsliðsins,“ sagði Yasser Seirawan, liðsstjóri fjöl- þjóðlega liðsins. Í níundu og næstsíðustu umferð mótsins náði Heimsliðið afgerandi forystu með fjögurra vinninga forskoti, með því að vinna tvær skákir en tapa aðeins einni. Hin- um sjö lauk með jafntefli. Í loka- umferðinni unnu bæði lið tvær skákir og hinum sex lauk með jafntefli. Alþjóðalið- ið sigraði Moskvu. AP. Skákmót í Moskvu RÁÐHERRA í héraðsstjórn ind- versks hluta Kasmír og þrír aðrir menn voru í gær drepnir á kosninga- ferðalagi fyrir áformaðar héraðs- þingskosningar. Að sögn lögreglu eru uppreisnarmenn múslima grunaðir um að hafa komið fyrir jarðsprengju sem bíll ráðherrans, Mushtaq Ahmad Lone, sem fór með löggjafar- og þingmál í héraðsstjórninni, ók yfir í þorpinu Rathnag í Kupwara-sýslu í norðurhluta Kasmír í gær, en til stóð að hann ávarpaði kosningafund í bænum. Þá hófu byssumenn skothríð úr launsátri á bílalest ráðherrans. Tveir lífverðir Lones létu samstundis lífið ásamt ráðherranum og fjórir aðrir særðust, eftir því sem talsmað- ur lögreglu greindi frá. Ráðherra myrtur í Kasmír Srinagar. AFP. PALESTÍNSKA heimastjórnin sagði af sér í gær eftir að í odda skarst með Yasser Arafat, forseta hennar, og palestínska þinginu. Var það alvarlegasta andstaðan sem fram hefur komið við leiðtogann síð- an hann sneri heim úr útlegð 1994. Arafat hafði fyrr um daginn tilkynnt að forseta- og þingkosningar yrðu haldnar 20. janúar nk. Arafat ákvað kosningadaginn til þess að reyna að koma til móts við óánægða þingmenn sem telja hann lítið gera í umbótamálum. Engu að síður var þess krafist að haldin yrði atkvæðagreiðsla um vantraust á stjórnina. „Það hefur orðið trúnaðar- brestur,“ sagði þingmaðurinn Salah Taameri. Arafat hefur nú tvær vikur til að mynda nýja stjórn og fá þingið til að samþykkja hana. Heimastjórnin segir af sér Ramallah. AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.