Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mig langar, í örfá- um orðum, að minnast elskulegs pabba míns, Áskels H. Egilssonar. Pabbi var í mínum augum mjög merkilegur karl og mjög sérstakur og skemmtilegur karakter. Kannski ekki skrýtið þegar maður lítur yfir þau systk- inin úr Hléskógum. Mér hefur allt- af þótt þau mjög litríkt og skemmti- lega sérstakt fólk, hvert á sinn hátt. Fólk með „karakter“. Þegar maður hugsar um hann pabba þá er svo margt sem kemur upp í hugann. Hann var svona karl sem maður leit upp til í orðsins fyllstu merkingu. Bæði vegna þess hversu stór hann var og ekki síður fyrir það hver hann var og hvers virði hann var okkur. Hann var ekki gallalaus frekar en aðrir breyskir menn en margir góðir kostir prýddu hann. Hann var fyrst og fremst góður maður og alltaf til staðar fyrir okkur sem á hann treystu. Það fór yfirleitt ekki mikið fyrir honum, hann var yfirleitt ró- legur í fasi, nema kannski eftir nokkra bjóra en þá átti hann til að hefja upp raust sína og taka lagið. Pabbi var með eindæmum ljóðelsk- ur og bæði las og setti saman stök- ur, ljóð og texta. Hann hafði yndi af söng enda söng hann um árabil með Karlakórnum Geysi og síðar Karla- kór Akureyrar – Geysi. Eitt er víst að þar átti hann góðar stundir og með eindæmum góða félaga. Pabbi var svo heppinn að eiga með mömmu fimm börn, 12 barna- börn og tvö barnabarnabörn. Hann var líka mikill barnakarl og afi Keli hafði alltaf tíma fyrir afabörnin sín og þau eru mörg litlu hjörtun sem sakna hans nú sárt. Það verður skrýtið fyrir börnin í fjölskyldunni að hafa ekki afa Kela til að leiða þau í kringum jólatréð á aðfangadags- kvöld og jóladag. Pabbi var mjög áhugasamur hestamaður og flestar hans tóm- stundir nýtti hann í hluti tengda hestum og hestamennsku. Hann var mikill húmoristi og alltaf til í ÁSKELL HANNES- SON EGILSSON ✝ Áskell Hannes-son Egilsson fæddist á Grenivík við Eyjafjörð 28. ágúst 1938. Hann lést á Akureyri 1. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Glerár- kirkju á Akureyri 9. september. grín og glens. Það kom þó fyrir að það sem okkur systkinunum og mömmu þótti fyndið fannst honum alls ekki fyndið. Þetta átti eink- um við ef við hittum fyrir veikan blett hjá honum sjálfum, en hann fyrirgaf okkur þó fljótt aftur. Pabbi var geysilega flinkur í höndunum enda valdi hann sér smíðar sem ævistarf. Hann lærði skipasmíði og starfaði lengst af við smíði fallegra eikarbáta hjá bátasmiðjunni Vör hf hér á Akur- eyri, sem hann átti og rak með frændum sínu og félögum í yfir 20 ár. Það kom sér oft vel fyrir mig og aðra „þumalputta“ innan fjölskyld- unnar að geta leitað aðstoðar hans ef eitthvað þurfti að dytta að hlut- unum. Seinni árin starfaði hann sem smíðakennari við Síðuskóla og nú síðustu árin við Glerárskóla. Í gegnum tíðina vann hann ófá handtökin fyrir íþróttafélagið Þór hér á Akureyri. Þar vann hann að- allega á bakvið tjöldin, t.d. við byggingu félagsheimilisins Hamars og álfabrennu félagsins þar sem hann var brennustjóri um tíma. Pabbi fylgdist með tuðrusparki okkar bræðranna úr fjarlægð. Hann fór ekki á völlinn, heldur fylgdist með í gegnum mömmu sem var um árabil einn af aðallúðrunum á heimaleikjum Þórs í knattspyrnu. Ég veit að pabbi var stoltur af okkur öllum þó hann hefði ekki hátt um það. Þannig var hann einfald- lega. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg. Það var eins í hinum erfiðu veikindum hans. Þar kvart- aði hann aldrei þrátt fyrir slæma líðan og ætlaði sér bara að verða frískur og halda áfram. Því miður varð honum ekki að ósk sinni. Við sem stöndum honum næst er- um afskaplega þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með honum síðstu dagana sem hann lifði. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að segja honum frá því og láta hann finna hversu vænt okkur þykir um hann Að lokum vil ég þakka pabba fyr- ir samveruna í þessu lífi. Ég og dætur mínar þökkum guði fyrir að hafa átt hann að. Elsku mamma mín, við höfum öll misst svo mikið en samt eigum við enn svo mikið. Við eigum nú, og munum alltaf eiga, minninguna um þúsundþjalasmiðinn, ljóð- og söng- elska hestamanninn sem drakk bjór og tók í nefið. Manninn í lopapeys- unni, náttsloppnum og lopaleistun- um, sem söng og samdi ljóð svo lengi sem hann lifði. Guð blessi minningu Áskels H. Egilssonar. Halldór Áskelsson. Elsku afi. Nú ert þú horfinn frá okkur úr þessu lífi en þú hverfur aldrei úr hjörtum okkar. Lífið er ekki alltaf dans á rósum en eins og pabbi sagði við mig ekki fyrir svo löngu að það er bara eitt í þessum heimi sem við getum verið alveg pottþétt á og það er það að við eig- um öll eftir að yfirgefa þennan heim einhvern tímann! Við erum ekki spurð að því hvernig eða hvenær það gerist, það er allt ákveðið fyrir okkur. Þess vegna er nauðsynlegt að nota tímann vel sem við höfum og það er svo gott að eiga góða fjöl- skyldu sem stendur með okkur þeg- ar erfiðleika ber að garði. Ég er svo ánægð í hjarta mínu þrátt fyrir alla sorgina að ég kom norður og hitti þig um síðustu helgi og fá að eiga ánægjulegar stundir með þér og ömmu á sjúkrahúsinu. Mér fannst yndislegt að fá að klippa þig og gera þig fínan. Ég er svo þakklát fyrir að fá þennan tíma með ykkur. Eins og þú veist sjálfur er amma búin að standa sig eins og hetja og styðja svo vel við bakið á þér í öllum þínum veikindum. Þetta kallar maður sanna ást! Eftir að pabbi var búinn að hringja á mig og segja mér að þú værir farinn þessa ferð og ég var búin að segja Ísleifi frá því grét ég. Það fyrsta sem ég sagði svo var Andrés oftskorni. Mér datt þetta allt í einu í hug og ég gat ekki annað en brosað í gegnum tárin. Þetta leikrit var mjög skemmtilegt og það var svo gaman að sjá þig leika aðal- hlutverk í leikriti. Ég reyndi að sofna eftir að pabbi hringdi en ég gat það ekki. Ég var svo mikið að hugsa og minningarn- ar komu allar í einu upp í huga minn. Mér fannst ég þurfa að fara fram og skrifa þér þetta bréf. Ég fór að segja Ísleifi frá því þegar ég var blómastúlka fyrir ykk- ur hjá karlakórnum. Því á ég aldrei eftir að gleyma. Öll Hakrólin sem við fórum saman í og öll ættarmótin í gegnum tíðina. Þegar þið amma tókuð mig með í réttir í Höfðahverfi og öll skiptin sem ég hjálpaði þér þegar við vorum að sækja hestana. Allir páskarnir okkar á Illugastöð- um voru frábærir og ég tala nú ekki um þegar þú mokaðir pallana á flestum bústöðunum og skemmtir okkur með söng og vísum. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert er þegar þið buðuð mér að fara með ykkur og karlakórnum í ferðina á Reykjanesið og við end- uðum í mat hjá karlakórnum í Keflavík eftir að þið sunguð í Njarðvíkurkirkju og ég tala nú ekki um okkar ógleymanlegu ferð í Hið íslenska reðursafn!! Hvað heldur þú að margt ungt fólk hafi farið þangað með ömmu og afa? Geri aðr- ir betur – ekki hægt því við vorum lang flottust! Einn af stærstu viðburðum í lífi mínu var þegar við Ísleifur giftum okkur og Malena var skírð. (Svona fyrir utan að eignast þessar tvær yndislegu dætur sem við eigum!) Við völdum okkur góðan dag og eins og þú veist er þetta stór og þýðingarmikill dagur fyrir marga. Mér þykir svo vænt um að eiga þennan dag með þér og ömmu. Þeg- ar við Ísleifur fórum að skipuleggja þennan dag kom aldrei neitt annað til greina en að biðja þig og Diddu um að syngja fyrir okkur við at- höfnina og það var fínn bonus að Egill og Þórir sungu með. Þetta var svo fallegt og ég grét af gleði yfir því hvað allt var yndislegt og per- sónulegt. Ég tárast enn í hvert skiptið sem ég set videospóluna í tækið og heyri ykkur syngja þetta lag - svo fallegt. Þegar ég skoðaði gestabókina daginn eftir brúðkaup- ið táraðist ég þegar ég sá tvær vís- ur sem þú hafðir hrist fram úr jakkaerminni. Ég veit að það er þessi því að sólin skín. Daginn okkar Drottinn blessi dável Mona mín. Ungir skapa eigin prís, aldnir falla runnar Leifur heppni lagði að Ís- landi Monikunnar. Takk fyrir þessar fallegu vísur, elsku afi minn. Ég gæti haldið áfram endalaust í þessari upprifjun en ég verð samt að fara að hætta og reyna að sofna svolitla stund. Samt verð ég að minnast á það við þig þegar ég kom við hjá þér í Núpasíðu, þú varst einn heima og ég ætlaði bara rétt að stinga inn höfðinu og heilsa upp á þig. Þú varst að elda þessa fínu humarsúpu og bauðst mér að borða með þér. Þetta er tvímælalaust besta humarsúpa sem ég hef feng- ið! En ég verð að játa að ég sé eftir því að undanfarin jól hef ég ekki komið til ykkar ömmu á jóladag í hangikjöt því við höfum farið í mat- arboð til tengdaforeldra minna. En þegar fjölskyldan stækkar verður víst að velja og hafna. Það þýðir ekki að syrgja það sem liðið er held- ur verðum við að horfa fram á veg- inn en samt sem áður verðum við að muna eftir góðum og ljúfum stund- um með ættingjum okkar og vinum. Elsku afi, ég átti eftir að óska þér til hamingju með afmælið og því geri ég það hér með. Megi þér líða sem allra best á nýjum stað og þú matt gjarnan líta til með mér og minni fjölskyldu svona annað slag- ið. Farðu í friði. Ástar og saknaðarkveðjur. Þín Monika. Þú varst besti afi í heimi. Þú varst góður, skemmtilegur og góð- ur að skálda. Þú áttir þrjá hesta, Húna, Bárð og Nös. Þú varst líka góður smiður og gast smíðað báta, hús og margt fleira. Elsku afi, takk fyrir tímann sem við áttum með þér. Alma, Lena og Vaka. Hraðfara eyðing hefur unnið verk sitt. Við hin stöndum eftir í hjárænulegri villu. Eftir situr óljós kennd óréttlætis sem verði ekki bætt og ekkert verði gert við. Áskell var arfberi alls þess besta úr þjóðmenningu þingeysku sveit- anna austan Eyjafjarðar. Rætur hans voru allar þaðan, sveitum, þar sem menningin var ein heild, verk- menning, söngmenning, kveðskap- ur og skáldskapur. Hann bar í sér alla þessa þætti. Hann var allt þetta í senn og fleytti þessum eigindum áfram til nýrra kynslóða. Umfram allt man ég söng, og það sem er órjúfanlega tengt honum: kveðskap, ljóð, vísur og sögur. Hann var alinn upp við söng, lagði honum lið alla ævi og söng til hinstu stundar. Við hann var sungið allt fram til hinstu stundar. Þetta allt er órofið bundið því sem við erum vaxin upp úr, gnauði vetrarvinds í Grenishjöllunum, slætti á lynginu í Hléskógafjalli þegar blés, niði vatna, hófadyn, jarmi og jóreyk í fjárragi á Flateyjardalsheiði, þung- um dyn Fnjóskár og léttari klið Söl- mundarár úr Hnjúkunum á júl- ídegi. Þannig hófst líf okkar morguninn sem við vöknuðum til þess. Þannig getur það ekki nema orðið áfram. Við uxum upp úr nátt- úrunni, verkmenningunni, sönglist- inni, kveðskapnum: Við erum það sem við komum úr, og við verðum hluti af því þegar við förum. Eftir standa yngri kynslóðir og búa sig til að bera áfram arfleifð þessa samfélags. Mér finnst í einu að þær hafi alla burði til þess, og að þær verði að hafa sig allar við, eigi þær að gera það eins og hann gerði. Grasrótin sem við uxum úr virð- ist söm og áður, en hún er það ekki. Óvenjulegt atgervi hans til allra hluta, glæsimennska og persónu- töfrar, lífsgleði, gleði hans með öðr- um glöðum, allt það var á þann veg að ekki verður annað en skarð þar sem hann hefur staðið og er fallinn úr. Fyrir hönd Sigurðar, Láru, Val- garðs og Laufeyjar Egill. Elsku Keli. Þá er þessi barátta á enda og því miður þurftir þú að játa þig sigraðan af þessum óvægna sjúkdómi sem þú ert búinn að glíma við í tæp tvö ár, þetta var mikil bar- átta því þú ert ekki þekktur fyrir að gefast upp. Ég var bara átta ára stelpa þegar þú komst í fyrsta skipti heim á Seyðisfjörð og elsta systir mín kynnti þig sem kærast- ann sinn, ég man hvað mér fannst þú ofsalega stór, þú rakst höfuðið upp í öll ljós og þurftir að beygja þig til að ganga inn um dyrnar og svo náði ég þér bara í mitti! Margt hefur gerst á þessum rúmu 40 árum og mörg minningabrot fara um hugann. Ég passaði frumburðinn ykkar, fyrsta Sjallaferðin var auðvitað far- in með ykkur, ég kom sem ung stúlka að vinna á Akureyri og auð- vitað bjó ég hjá ykkur. Seinna bjó ég svo á Ólafsfirði í nokkur ár og alltaf átti ég húsaskjól hjá ykkur Svölu ef þurfti að gista innra. Þið hvöttuð mig til að flytja til Akureyrar eftir að ég varð ein með stelpurnar mínar þrjár, ég gæti sko búið í kjallaranum hjá ykkur. Ítal- íuferðin okkar þegar þú gerðist svo vogaður að fara með okkur þremur systrunum. Þú úti á lóð að slappa af og þá gjarnan með dagblað fyrir andlit- inu, þú að fara upp í hesthús eða upp í Lón að syngja eða vinna eitt- hvað fyrir kórinn. Alltaf voruð þið Svala til staðar fyrir mig hvort heldur var til að halda fermingar- veislu, hjálpa til við flutning, í veik- indum eða erfiðleikum, alltaf var hægt að treysta á ykkar aðstoð. Nú seinni árin hefur samgang- urinn heldur minnkað enda ég bú- sett í Mývatnssveit en þið á Ak- ureyri. En við höfum verið í „kartöflu- sambandi“ og þá gafst stundum tími til að skreppa í pottinn eða guf- una. Í vor varst þú veikur þegar setja þurfti niður svo við systur tókum til okkar ráða og Svala tók til útsæði sem hún taldi þig ætla til þess arna og ég brunaði með það austur í sveit og potaði því niður þó að mér þætti það nú eiginlega frekar eiga heima í ruslafötu en í kartöflugarði! Ekki varst þú nú mjög ánægður með þetta tiltæki okkar systra því þetta var jú eitthvað sem þú ætlaðir að henda. En elsku Keli, uppskeran er frá- bær og hún Svala okkar verður sko ekki kartöflulaus í vetur. Ég bið góðan guð að vaka yfir Svölu, Hjöddu, Agli, Halldóri, Þóri og Sævari og fjölskyldum þeirra. Mig langar með þessum fátæk- legu línum að þakka þér fyrir allt og allt. Orð segja lítið þegar sorgin er þung. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. Hvíl í friði, kæri mágur. Þín mágkona Kristín (Gigga). Áskell Egilsson frændi minn lést síðastliðinn sunnudag langt um ald- ur fram eftir erfið veikindi. Áskell bar nafn afa okkar og því töldum við systkinin okkur eiga talsvert í honum, en viðurkennum þó að marga góða kosti bar hann frá móð- urfólki sínu. Áskell fór snemma að vinna fyrir sér. Kornungur kom hann til starfa á vetrarvertið í Grindavík. Ævi- starf hans átti eftir að tengjast sjávarútvegi. Hann lærði skipa- smíði hjá Skapta föðurbróður okkar í Slippstöðinni á Akureyri. Áskell vann lengi við iðn sína og þótti gott lið að honum hvort heldur við skipa- smíðarnar eða hann brá sér út í sveit að vinna að smíðum hjá bænd- um. Oft kom hann til liðs við okkur þegar á lá í forföllum annarra, enda alltaf fljótur að bregða við til að leysa vanda þeirra sem til hans leit- uðu. Mér er í minni að hann kom á vertíð til okkar í janúar 1970. Þá hafði háseti forfallast. Kallið bar brátt að og ekki tími til að taka með sér sjóvettlinga, en það kom ekki að sök sagði mér skipstjórinn Addi á Verði, því Áskell þurfti aldrei að setja upp vettlinga alla vertíðina. Áskell var hagur á fleira en smíðar. Svo gæti farið þegar við hittumst aftur að hann gauki að mér stöku og kannski smá korni í nefið. Fyrir ári var Áskell með okkur að taka á móti okkar glæsilega skipi Hákoni er þá kom frá Chile í björtu og fögru veðri, en þá eins og áður var glaðværðin og léttleikinn í fyr- irrúmi og kjarkurinn óbilandi. Nú í dag er söknuður efst í huga. Það er mikil heiðríkja yfir minn- ingu þessa góða drengs, því dreng- ur var hann í orðsins fyllstu merk- ingu. Við systkinin frá Ægisíðu send- um Svölu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegust samúðarkveðjur. Guðmundur Þorbjörnsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Keli eða Keli káti kall eins og dóttir okkar kallaði þig alltaf. Þá ertu búinn að kveðja okkur í bili. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.