Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 11 LYFJASTOFNUN hefur heimilað innflutning og sölu á nýrri tegund fæðubótarefnanna Ripped-fuel og Diet-fuel. Efnin eru án efedríns sem er að finna í mörgum öðrum tegund- um Ripped-fuels og bannaðar eru hér á landi. Hins vegar inniheldur það guarana sem áður hefur verið bannað í fæðubótarefnum. Að sögn Einars Ólafssonar, lyfja- fræðings hjá Medico ehf., sem flytur efnin inn, er í stað efedrínsins það sem hann kallar efedrín-líkt efni, svo- kallað citrus aurantinum eða bitur appelsína. „Það sem ræður úrslitum er að það hefur ekki sömu fituleys- anlegu áhrif og efedrínið og þar af leiðandi fer það ekki út í miðtauga- kerfið og menn falla ekki á lyfjaprófi. Aftur á móti eru brunaáhrifin ná- kvæmlega jafnmikil.“ Hann segir að annars vegar sé um að ræða megrunarefni og hins vegar afkastaaukandi efni. Nánast enginn munur sé á efnunum annar en sá að í Diet-fuel sé efni sem komi í veg fyrir nýmyndun á fitu úr sykri. Einar segir þrjá hópa fólks helst nota þessi efni. „Það er almenningur sem er að berjast við offitu, það eru íþróttamenn sem eru að reyna að fá aukin afköst og loks námsmenn sem vilja fá betri athygli.“ Stærsti hóp- urinn er einstaklingar sem taka efnið í megrunarskyni. Heildarmagn koffeins undir mörkum Pétur Sigurður Gunnarsson, sviðs- stjóri hjá Lyfjastofnun, segir rétt að efnin hafi hlotið uppáskrift stofnun- arinnar sem þýði að ekki sé að finna bönnuð efni í þeim. „Þessum efnum hafði verið hafnað nokkrum sinnum af því að þau innihéldu efedrín, guar- ana eða önnur álíka efni. Reyndar er guarana í þessum fæðubótarefnum en það er leyft af því að koffeinmagn- ið er undir ákveðnum mörkum.“ Hann segir að guarana hafi í raun verið bannað hingað til vegna kof- feinsins sem það inniheldur en í þetta sinn hafi það verið heimilað þar sem að heildarmagn koffeinsins í fæðu- bótarefninu er undir mörkum sem ákveðin voru fyrr í ár. „Engu að síður verður sett viðvörun á pakkana vegna koffeinsins,“ segir hann. Hvað varðar nýju efnin, sem er að finna í þessum tegundum Ripped-fu- els og Diet-fuels, segir Pétur að þau hafi verið talin í lagi og ekki sé hægt að líkja þeim við efedrín, sem vitað er að er orkugefandi og örvandi. Hann leggur áherslu á að ekki sé um sama Ripped-fuel að ræða og það sem er með efedríni. „Það er og hefur alltaf verið bannað en því hefur verið smyglað inn í landið og er töluvert notað.“ Ný tegund fæðubótarefn- isins Ripped-fuel heimiluð Inniheldur ekki efedrín, segir sviðsstjóri hjá Lyfjastofnun FULLTRÚAR Falun Gong héldu af landi brott í gær en talsmaður þeirra, John Nania, sagði á blaða- mannafundi að þar með væri málinu ekki lokið af hálfu samtakanna. „Við erum enn ákveðin í því að reyna að ná fram einhverri lausn vegna atburðanna í júní í sumar. Við munum eiga frekari fundi með stjórnvöldum ef það reynist nauð- synlegt. Við vitum að bæði fjöl- miðlar og almenningur á Íslandi gerðu sér fljótt grein fyrir því að að- gerðir stjórnvalda gegn okkur voru einfaldlega rangar. Þrátt fyrir það finnst okkur einnig mjög mikilvægt að opinber afstaða íslenskra stjórn- valda til málsins verði gerð kunn.“ Íslensk stjórnvöld verða að axla ábyrgð á gerðum sínum Nania segir að Falun Gong-iðk- endum finnist að íslensk stjórnvöld eigi enn eftir að axla fulla ábyrgð á gerðum sínum sem m.a. hafi falið í sér að svipta fólk grundvallarrétt- indum. Ef afstöðu íslenskra stjórn- valda sé ekki komið á framfæri séu stjórnvöld hér í reynd að senda skilaboð til Jiang Zemins, forseta Kína, um að hann geti komið fram vilja sínum gagnvart öðrum þjóðum og að hann geti haldið áfram of- sóknum heima fyrir. „Ísland er fyrsta og eina landið,“ segir Nania, „sem hefur meinað Falun Gong-iðkendum landvist, en fyrir fyrir utan brot á réttindum Falun Gong-iðkenda sem hingað komu eða reyndu að koma hingað snýst málið auðvitað um mun víð- tækari siðferðileg gildi, þ.e. um vilja manna til þess að standa vörð um mannréttindi og frelsi almennt. Fal- un Gong-iðkendur hafa gott eitt í huga hvert sem þeir fara og okkur finnst að sérhver þjóð eigi að taka þeim opnum örmum.“ Nauðsynlegt að afstaða Íslands verði gerð ljós FERJAN Baldur leysir Herj- ólf af á meðan hann verður í slipp í Danmörku, en áhuga- menn í Vestmannaeyjum um ferjumál hafa lagt til að fá ferju frá Noregi til reynslu í staðinn. Herjólfur siglir á sunnu- dagskvöld áleiðis til Danmerk- ur, þar sem hann fer í slipp og er gert ráð fyrir að skipið komi aftur hálfum mánuði síðar en heimkoman getur þó dregist vegna veðurs eða annarra óvið- ráðanlegra orsaka tengdum slipptöku skipsins. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að bæjarráð hafi fengið óformlegt erindi um ferju, sem væri á lausu í Noregi, og hefði því verið komið áfram til starfs- hóps sem samgönguráðherra hafi skipað um samgöngur til Vestmannaeyja. Hugmynd um að þessi ferja leysti Herjólf af meðan hann væri í slipp væri draumur sem yrði ekki að veruleika nú. Bæði væri fyr- irvarinn allt of stuttur og auk þess hentaði skipalægi Herj- ólfs í Vestmannaeyjum ekki, því norska ferjan væri miklu stærri, tæplega 100 metrar að lengd, og myndi því ná langt út í höfnina. Hins vegar væri hug- myndin góð og kjörið hefði verið að láta á hana reyna, en til þess hefði þurft lengri tíma og betri undirbúning. Um 1.400 undirskriftir Kristján Bjarnason, garð- yrkjustjóri í Vestmannaeyjum og einn af aðstandendum und- irskriftasöfnunar til að mót- mæla ófremdarástandi í sam- göngumálum eyjanna, segir að um 1.400 manns hafi skráð sig á listana, en ætlunin sé að af- henda ríkisstjórninni þá innan skamms. Hann segir að í Vest- mannaeyjum hafi menn nú lagt til að Herjólfur sigldi milli Brjánslækjar og Stykkishólms í stað Baldurs og stórbætti þannig samgöngur Vestfirð- inga, en ný stærri og hrað- skreiðari ferja yrði fengin í stað Herjólfs til að sinna áætl- un milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Baldur leysir af Herjólf um tíma HÓPUR einkaflugmanna tók ný- lega þátt í hópflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja sem skipulagt var af Flugmálafélagi Íslands. Var tilgangur ferðarinnar m.a. að vekja athygli á einkaflugi sem áhugamáli. Voru 29 flugvélar í ferðinni og flug- menn þeirra nærri 60. Á leiðinni var flogið yfir Selfoss, Þorlákshöfn, Stokkseyri og Herjólf sem var á siglingu milli lands og Eyja. Farin var skoðunarerð um Heimaey og í heimsókn í Elliðaey. Opið hús var í flugstöðinni og bökuðu einka- flugmennirnir ekki færri en 370 vöfflur. Einkaflug- menn í Eyja- heimsókn Ingibergur Einarsson, flugvallarstjóri í Vestmannaeyjum (t.h.), afhenti Dagfinni Stefánssyni, fyrrverandi flugstjóra, gamalt ljósaskilti Loftleiða. Dagfinnur var einn frumkvöðla í áætlunarflugi milli lands og Eyja. SKÁLD mánaðarins er Vest- ur-Íslendingurinn Stephan G. Stephansson. Verkefnið Skáld mánaðarins hefur það að markmiði að kynna valið ljóðskáld í hverjum mánuði ásamt brotum úr verkum þess. Verkefnið er unnið í samstarfi Skólavefsins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóð- menningarhússins og Þjóð- minjasafnsins. Allir þessir aðilar reyna að gera við- komandi skáldi einhver skil, hver á sinn hátt. Í Þjóð- menningarhúsinu hefur Landsbókasafnið komið upp sýningu á vestur-íslenskum bókmenntum í átta skýring- arskápum og má þar sjá handrit af ljóðum, bréf, tímarit og bækur skálda sem fluttu vestur um haf. Einn skápanna er helgaður Steph- ani G. Stephanssyni og má þar m.a. sjá ljóðakompu sem hann skrifaði. Í fyrra hóf Skólavefurinn, sem er námsgagnaveita fyrir skóla og ein- staklinga á Netinu, að kynna skáld í hverjum mánuði. Er ævisögur og brot af verkum þeirra skálda að finna á Skólavefnum, www.skola- vefurinn.is. Kynningin á skáldi hvers mánaðar er opin öllum. Í ár gengu svo til samstarfs við Skóla- vefinn um verkefnið þrír fyrr- greindir aðilar. „Við viljum kynna ungu fólki skáld, sem það hefur kannski ekki mikið heyrt um,“ segir Ingólfur B. Kristjánsson, fram- leiðslustjóri Skólavefsins. „Við ákveðum í sameiningu hvaða skáld Stephan G. Stephansson er skáld septembermánaðar Sýnishorn af rithendi Stephans G. Líf og starf skálda kynnt verða kynnt. Það er ekki einfalt verk, af nógu er að taka. Við reyn- um að taka skáld sem hafa kannski ekki verið mikið í sviðsljósinu und- anfarið.“ Íslenskt skáld úr Vesturheimi Stefán Guðmundur Guðmunds- son, betur þekktur sem Stephan G. Stephansson, fluttist til Kanada ásamt foreldrum sínum í lok 19. ald- ar, þá á tuttugasta aldursári. Í upp- hafi var ætlunin að dvelja skamman tíma vestra en svo fór að Stephan átti ekki afturkvæmt til Íslands fyrr en 44 árum síðar. Eftir Stephan liggur mikið safn ljóða og er Íslend- ingadagsræða frá árinu 1904 einna þekktast. Skáld októbermánaðar verður Egill Skallagrímsson. Fulltrúar Falun Gong funda með íslenskum stjórnvöldum Alls voru 29 flugvélar í hópflugi Flugmálafélagsins til Vestmannaeyja. TILLAGA Vegagerðarinnar að matsáætlun vegna Norðaustur- vegar um Öxafjarðarheiði hefur verið send Skipulagsstofnun vegna mats á umhverfisáhrifum og stefnt er að því að ákvörðun stofnunarinnar varðandi áætl- unina liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í frétt frá Skipulagsstofnun segir að allir geti kynnt sér til- löguna og lagt fram athugasemd- ir, en hægt sé að nálgast tillög- una á heimasíðu Vegagerðar- innar. Athugasemdir skuli vera skriflegar og berast stofnuninni eigi síðar en 19. september, en stefnt sé að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætl- un liggi fyrir 3. október næst- komandi. Ennfremur kemur fram að Skipulagsstofnun hafi leitað um- sagnar Öxafjarðarhrepps, Sval- barðshrepps, Byggðastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndar ríkisins, Veiðimálastjóra, Landgræðslunn- ar og Fornleifaverndar ríkisins. Mat á umhverfis- áhrifum Norð- austurvegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.