Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 23
ENGAR formlegar minningarat- hafnir voru á dagskrá í Sádi-Arabíu í gær vegna atburðanna í Banda- ríkjunum 11. september í fyrra og mátti ráða af ummælum stjórnarer- indreka að helst vildu þeir sem minnst af þessum degi vita. Ljóst var þó af skrifum dagblaða í land- inu að undir niðri kraumar umræða um ábyrgð Sáda en fimmtán af nítján flugræningjum voru fæddir og uppaldir í Sádi-Arabíu, rétt eins og Osama bin Laden, leiðtogi al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Bandaríkjamenn hafa nú í haldi 127 sádi-arabíska ríkisborgara í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. „Sú staðreynd að þeir sem báru að sögn ábyrgð á árásunum voru mús- limir eins og við, raunar landar okk- ar, ætti að gefa okkur tilefni til að skoða málin vel og rækilega,“ sagði Khaled al-Maena, ritstjóri í blaðinu Arab News í gær. Var fyrirsögn greinar hans: „Nei við hryðjuverk- um“. Sádar íhuga ábyrgð sína Meginfrétt Arab News, rétt eins og annarra fjölmiðla í Sádi-Arabíu í gær, fjallaði hins vegar um yfirlýs- ingar stjórnvalda í landinu þess efnis að Sádi-Arabía bæri enga ábyrgð á ódæðunum 11. september fyrir ári. Var haft eftir Sultan bin Abdul Aziz varnarmálaráðherra að einstaklingar, ekki ríki, hefðu verið hér að verki. Segja engin tengsl við al-Qaeda Nayef bin Abdul Aziz innanrík- isráðherra tók í sama streng og til- kynnti m.a. að búið væri að láta lausa úr haldi fjórtán meinta al- Qaeda liðsmenn sem írönsk stjórn- völd framseldu nýverið til Sádi-Ar- abíu. „Við höfum ekki séð neinar Stjórnvöld sökuð um að stinga höfðinu í sandinn Riyadh. AFP. sannanir sem tengja þá al-Qaeda,“ sagði ráðherrann. Þá sagði Nayef að sádi-arabískar góðgerðarstofn- anir hefðu engin tengsl við hryðju- verkasamtök. „Það er alveg klárt.“ Hafnaði hann því einnig að Sádi- Arabía bæri ábyrgð á útbreiðslu hryðjuverkasamtaka vegna stuðn- ings stjórnvalda við íslamska trúar- skóla í ýmsum löndum. „Sumir í þessu konungdæmi neita enn að viðurkenna hverjir það voru sem stóðu fyrir árásunum,“ sagði Jamal Khashoggi, aðstoðar- ritstjóri Arab News, hins vegar en blaðið þykir frjálslynt í skoðunum. „Við ættum að hætta að stinga höfðinu í sandinn og gangast við því að fimmtán af nítján flugræningj- um voru Sádar sem lent höfðu á villigötum,“ sagði Khashoggi. Hvatti hann til þess að fram færi rannsókn á því hvað gert hefði það að verkum að kenningar öfgatrúar- manna féllu í svo frjóan jarðveg meðal ungra Sáda. Reuters Ung kona tárast á meðan virt var einnar mínútu þögn fyrir ut- an dómkirkju heilags Páls í London í gær. EVRÓPUBÚAR sýndu samhug með Bandaríkjamönnum er þess var minnzt í gær að rétt ár var liðið frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Í flestum löndum álf- unnar var hinum yfir 3.000 fórnar- lömbum hryðjuverkanna vottuð virð- ing með einnar mínútu þögn. Evrópskir stjórnmálaleiðtogar beindu samúðarorðum til Banda- ríkjamanna og hétu samstöðu með þeim í baráttunni við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. „Í Rússlandi segjum við að tíminn lækni öll sár, en það er sumt sem við ekki getum gleymt og ekki má gleymast,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í sjónvarpsávarpi. Í París, þar sem tveimur ljóssúlum var varpað upp í kvöldhimininn í fyrrakvöld í táknrænni minningu um hið fallna tvítyrni World Trade Cent- er í New York, sór Jacques Chirac Frakklandsforseti þess að snúa bök- um saman með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Ég vil lýsa því yfir við hvern einasta ykk- ar, og í gegnum ykkur við alla lands- menn ykkar, vináttu, tryggð og sam- stöðu Frakka,“ sagði Chirac við stutta minningarathöfn í bústað bandaríska sendiherrans í París. Hét Chirac því að „berjast af þrotleysi gegn villimennsku og hatursöflum“. Páfi skorar á hryðjuverkamenn að skoða samvizku sína Messur voru haldnar í kirkjum út um alla álfuna til minningar um fórn- arlömb árásanna og til stuðnings þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þær. Í vikulegri áheyrn Jóhannesar Páls II páfa í Róm fordæmdi hann „villimannlega grimmd“ hryðjuverka og skoraði á þá sem áttu þátt í að skipuleggja flugránsárásirnar í Bandaríkjunum að skoða samvizku sína. „Engar tilfinningar vonbrigða, engin hugmyndafræði eða trú geta réttlætt slíka villu,“ sagði páfi. Þýzki kanzlarinn Gerhard Schrö- der lýsti því yfir að vináttubönd Þýzkalands og Bandaríkjanna væru óhagganleg; skoðanamunur stjórn- valda í Berlín og Washington á því hvernig rétt sé að fara að í málefnum Íraks breyttu þar engu um. Schröder og þýzki forsetinn Johannes Rau sóttu minningarmessu í kertaljósa- fylltri dómkirkju í Berlín. Karl Bretaprins, synir hans Vil- hjálmur og Harry og forsætisráð- herrann Tony Blair voru meðal gesta í minningarmessu í víggirtri Páls- kirkjunni í Lundúnum. Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, ræddi í gær við George Bush Bandaríkjaforseta og hét hon- um stuðningi. Að sögn ónefnds heim- ildarmanns kvað hann Spánverja styðja Bush hvað varðaði nálgun hans í málefnum Íraks og sagði stjórn sína telja að tengja bæri það mál alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi. Í kauphöllunum í Lundúnum og öðrum höfuðborgum Evrópu voru í virðingarskyni við minningu fórnar- lamba árásanna viðskipti stöðvuð í tvær mínútur kl. 12:46 að íslenzkum tíma, en nákvæmlega á þeirri stundu skall fyrsta þotan á öðrum turni World Trade Center réttu ári áður. Bandamenn hundsaðir En þrátt fyrir samúðina örlaði þó víða á gagnrýni í garð Bandaríkj- anna. Í Frakklandi orðaði Jean-Mar- ie Colombani, ritstjóri hins áhrifa- mikla franska dagblaðs Le Monde, þá breytingu sem orðið hefur á afstöð- unni til Bandaríkjanna þannig: „Það viðbragð samhygðar [sem gekk yfir Evrópu] fyrir ári hefur vik- ið fyrir tilfinningu sem auðveldlega væri hægt að skilja þannig að fólk út um allan heim væri orðið and-amer- ískt sinnað.“ Kenndi Colombani Bandaríkjastjórn um að svona væri komið; hún hefði snúið baki við bandamönnum sínum og látið þá við- urkenndu stefnu að leysa alþjóðlegar ógnir með sameiginlegum þrýstiað- gerðum alþjóðasamfélagsins víkja fyrir „fyrirbyggjandi íhlutunar- stefnu“ sem að hans mati væri hættu- legur leikur. Evrópumenn heita stuðn- ingi í hryðjuverkastríði París, Berlín. AFP. ARABAÞJÓÐIR og múslimar víðs- vegar um heim virðast margir óánægðir með stefnu Bandaríkja- stjórnar í alþjóðamálum en létu engu að síður í ljós samúð í gær þeg- ar Bandaríkjamenn minntust árás- anna 11. september í fyrra sem kost- uðu um 3.000 manns lífið. Ekki var þó efnt til minningarathafna nema á stöku stað. Stjórnvöld í Íran lýstu „samstöðu sinni með saklausum fórn- arlömbum“ árásanna en tóku jafn- framt fram að þau væru ekki sátt við þær aðferðir sem Bandaríkjastjórn Blendnar tilfinningar meðal arabaþjóða Reuters hefur beitt í baráttu sinni gegn hryðjuverkum. Dagblöð í Írak voru hins vegar ekki að skafa utan af hlutunum. Birti ríkisfjölmiðillinn Al-Iktisadi risastóra mynd af World Trade Center-byggingunni í New York, eftir að farþegaflugvélum hafði ver- ið flogið á hana, sem á stóð: „Refsing Guðs.“ Má á myndinni sjá hvar Íraki heldur forsíðu blaðsins á lofti. „Lítilmennið [George W.] Bush og hans kónar drógu ekki réttar álykt- anir af atburðunum 11. september en þeir voru afleiðing árás- argjarnrar stefnu stjórnarinnar í Washington gegn öðru fólki,“ sagði annað íraskt dagblað, Al-Jumhuriya. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.