Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 53 KVIKMYNDIN Íronía er ak-ureyrsk afurð að öllu leyti,gerist í bænum og leikarar og aðrir aðstandendur þar búsett- ir. Baldvin Zophoníasson skrifar handrit að kvikmyndinni, leikstýr- ir, kvikmyndar og klippir auk þess sem hann vann hljóðið ásamt öðr- um. Baldvin er 24 ára Akureyr- ingur sem ungur fékk áhuga á kvikmyndagerð, tók sér hlé frá því áhugamáli um tíma til þess að gera eins og eina hljómsveit heimsfræga, en hætti við þá fyr- irætlan og sneri sér aftur að því að búa til lifandi myndir. Z fyrir Zophoníasson „Zophoníasson er svo erfitt og yfirleitt vitlaust skrifað, þannig að ég nota bara Zetuna,“ segir Bald- vin Z í upphafi samtalsins við blaðamann. Framleiðandi myndarinnar er GIMP-kvikmyndagerð. „Hluti hópsins stofnaði hljómsveit með þessu nafni fyrir mörgum árum. Þaðan er nafnið komið,“ segir Baldvin spurður hvað GIMP tákni, en fer ekki nánar út í þá sálma. Baldvin var ellefu ára þegar hann fór á námskeið hjá Sigurði Hlöðverssyni, kvikmyndatöku- manni Stöðvar 2 á Akureyri og Steindóri „Dyna“ Steindórssyni og fékk brennandi áhuga á kvik- myndagerð í framhaldi þess. „Ég var alltaf að gera stuttmyndir. Það má segja að ég hafi eiginlega dott- ið út úr framhaldsskóla vegna þess að svo mikið var að gera við það,“ segir Baldvin, en hann starfar nú í félagsmiðstöðinni Kompaníinu, þar sem einu sinni hét Dynheimar. Hætti við heimsfrægðina Nokkrum árum síðar stofnaði hann hljómsveit „sem tók fjögur ár úr mínu lífi,“ eins og hann segir. „Sveitin hét upphaf- lega GIMP sem fyrr segir, en nafninu var síðar breytt í Toy Machine. „Ég ætlaði mér að gera hljóm- sveitina heimsfræga, við fórum meira að segja til New York og spiluðum fyrir marga útsendara auk þess sem við spiluð- um á fyrstu Airwav- es-hátíðinni 1999. En svo fór þetta út í vitleysu. Ég lærði að treysta ekki fólki þegar peningar eru annars vegar og það má segja að gott hafi verið að fá þá reynslu svona ung- ur.“ Í kjölfar þess að Baldvin hætti við heimsfrægðina sneri hann sér sem sagt aftur að kvikmynd- inni. En hvernig kom Íronía til? „Við vorum að vinna að öðru verkefni, mun stærra, en fengum ekkert úr Kvikmyndasjóði. Okkur fannst við samt verða að gera eitt- hvað; ég átti eldra handrit og við réðumst í að gera þá mynd sem er mun ódýrari en hin.“ Nótt í höfuðstaðnum Íronía gerist á einni nóttu í höf- uðstað Norðurlands. „Það er kald- hæðnistema í myndinni. Við gerum grín að smáborgarahugsunarhætti, ekki bara á Akureyri heldur er hann víða að finna: allt slæmt kemur frá utanbæjarhyskinu!“ Aðalleikarar í myndinni eru Þórður Steindórsson, Elmar Berg- þórsson, Elmar Steindórsson og Jón Birkir Lúðvíksson. „Þeir leika fjóra mjög mismun- andi persónuleika sem þekkjast ekki neitt. Allir fara þeir út að skemmta sér þetta kvöld og flétt- ast saman á einn eða annan hátt, sem hefur skelfilegar afleiðingar,“ segir Baldvin Z. Allt slæmt kemur frá utan- bæjarhyskinu Kvikmyndin Íronía var frumsýnd í gær- kvöldi í Borgarbíói á Akureyri. Skapti Hallgrímsson hitti handritshöfundinn, kvikmyndatökumanninn og leikstjórann (með meiru), Baldvin Z, að máli. Baldvin Zophoníasson, 24 ára Akureyringur, sem skrifar handrit, klippir og leikstýrir kvikmyndinni Íroníu. Klósettsena úr Íroníu: Þórð- ur Steindórsson og Sigurður Grétar Sigurðsson. Akureyrska kvikmyndin Íronía frumsýnd í gærkvöldi skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 427 Sýnd í lúxussal kl. 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 428 Sýnd kl. 4. Vit nr. 410. Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. Vit 422 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Sýnd kl. 10. B.i. 12.  Kvikmyndir.is Roger Ebert Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 418  DV Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 432 M E L G I B S O N Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri gamanmynd sem kemur verulega á óvart. EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri gamanmynd sem kemur verulega á óvart. “Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.” “Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.” “Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!” ÞÞ Fréttablaðið Sýnd kl. 8.15 og 10.20. Vit 431 Sýnd kl. 6 Ísl tal. Vit 429 ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SG. DV  SV Mbl Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 429 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. Vit 430 Sýnd kl. 6 og 10. Vit 432 AKUREYRI KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.15. Vit 432 AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Vit 427 Sýnd kl. 8. Vit 426 AKUREYRI AKUREYRI  Kvikmyndir.com 1/2 HI.Mbl i i Síðustu sýning ar KEFLAVÍK Skráning er í síma 565-9500 Undirstaða árangursríkrar símenntunar er góður lestrarhraði. Byrjaðu á grunninum og gerðu eftirleikinn auðveldan. Höldum hraðlestrarnámskeið í fyrirtækjum og stofnunum símenntun Næsta almenna námskeið hefst 24. september. www.h.is HRAÐLESTRARSKÓLINN Erum a› taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl me› brottför í janúar–mars og júní–september 2003. Umsóknarfrestur vegna fer›a í janúar–mars rennur út í september–október, fer eftir löndum. Ársdvöl, hálfs árs dvöl og sumardvöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.