Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUYFIRVÖLD í Hafnar- firði óttast að til fjöldauppsagna kennara í Áslandsskóla komi verði ekki bætt úr því ástandi sem ríkir þar í skólastarfi. Þrettán kennarar og leiðbeinendur við skólann hafa ritað bréf til skólastjórans þar sem tíunduð eru tólf atriði sem þeir telja brýnast að laga svo skólastarf geti orðið með eðlilegum hætti. Bréfið var til umfjöllunar á fundi fræðsluráðs bæjarins í gærmorg- un. Bréfritarar segja starfsum- hverfi í Áslandsskóla ekki full- nægjandi og að það uppfylli ekki að öllu leyti grunnskólalög. Meðal krafna þeirra er að fá vinnuramma fyrir þá vinnu sem þeim er gert að inna af hendi eins og þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum kennara. Þeir vilja að skólastjóri skólans starfi sem yfirmaður þeirra, beri faglega ábyrgð á skóla- starfinu og sjái um að gera skóla- námskrá skólans eins og kveður á um í grunnskólalögum. Telja þeir að þetta skilyrði sé ekki uppfyllt í skólanum. „Verkaskipting á milli skólastjóra og framkvæmdastjóra og tengsl Íslensku menntasamtak- anna eru ekki skýr og gerir það okkur erfitt fyrir í starfi,“ segir í bréfinu. Þá telja kennararnir að vinnu- álag við skólann sé of mikið og ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegum undirbúningstíma. Vilja þeir að sýnt verði fram á að hægt sé að vinna það sem til er ætlast innan dagvinnumarka. Sömuleiðis vilja þeir að sýnt sé fram á skilvirk sér- kennsluúrræði fyrir þá nemendur sem þess þurfa, sambærilegt og í öðrum grunnskólum Hafnarfjarð- ar. Kennararnir vilja einnig að farið sé eftir samþykktum skólanefndar Hafnarfjarðar varðandi fjölda nemenda í bekkjum og að tafar- laust verði stofnað kennararáð við skólann eins og lög um grunnskóla gera ráð fyrir. Er þess krafist að hætt verði við aldursblöndun í bekkjum skólans og að sett verði niður föst stundaskrá fyrir nem- endur sem ekki breytist yfir vet- urinn. Fleira er tíundað og óska kennararnir eftir úrbótum hið fyrsta „þar sem ríkjandi óvissa í skólastarfi torveldar kennurum og leiðbeinendum að vinna starf sitt“. Er óskað eftir því að svar við bréf- inu berist þeim eigi síðar en í dag. Kemur fram í fundargerðinni að fræðslustjóri hafi í upphafi mán- aðarins kallað eftir upplýsingum varðandi fjölda atriða í rekstri skólans en þær hafi ekki borist. Þá hafi ekki borist skýrsla yfir skóla- starfið á síðasta skólaári eins og samningur bæjarins við Íslensku menntasamtökin kveður á um að skila skuli í lok hvers skólaárs. Skólahald í heilu hverfi í bænum gæti orðið í uppnámi Að sögn Magnúsar Baldurssonar fræðslustjóra eru fræðsluyfirvöld áhyggjufull yfir framvindu mála í skólanum. „Við höfum áhyggjur af því þegar liggur í loftinu að fjöldi kennara muni segja upp ef ekkert verði að gert. Þá er skólahald í heilu skólahverfi í Hafnarfirði í uppnámi.“ Hann segir kennarana hafa gefið slíkar uppsagnir mjög sterkt í skyn. Haldinn hafi verið fundur með Skarphéðni Gunnarssyni, skóla- stjóra Áslandsskóla, og Sunitu Gandhi, framkvæmdastjóra sam- takanna, eftir hádegi í gær. „Þar var ég ásamt formanni fræðslu- ráðs, bæjarstjóra og bæjarlög- manni þar sem farið var yfir efni þessa bréfs og leitað skýringa hjá þeim. Við lögðum þunga áherslu á að þau myndu virða þessi tímamörk sem kennararnir settu, svara þeim skilmerkilega og koma fram með lausnir sem myndu halda en ekki bráðabirgðalausnir. Við óskuðum síðan eftir að fá afrit af því bréfi.“ Aðspurður segir hann litlar skýr- ingar hafa verið gefnar á ástand- inu. „Þau fóru með þetta heim og ætluðu að setjast yfir þetta og við sjáum síðan á morgun hvernig svar þeirra virkar á starfsfólkið.“ Búist er við að kennararnir fundi með skólastjórnendum eftir hádegi í dag og segir Magnús að í framhaldi af viðbrögðum kennaranna verði tekin afstaða til þess hvort þörf sé á frekari inngripum af hálfu fræðsluyfirvalda. Skólastjórnendur mættu ekki til fundar með foreldraráði Þá mætti Magnús í eftirmiðdag í gær til fundar með foreldraráði skólans. „Það hafði óskað eftir fundi með skólastjórnendum og fulltrúum kennara og bað um að fulltrúi okkar yrði þar líka. Við mættum þarna frá skóla- skrifstofunni en stjórnendur skól- ans mættu ekki til fundarins þann- ig að við sátum bara með hinum og fórum yfir málin.“ Hann segir for- eldrana eðlilega áhyggjufulla enda sé um hag barnanna að ræða. Hann segir töluvert hafa verið um umkvartanir frá foreldrum síðustu daga þótt þær hafi ekki verið form- legar. Fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði ræða við skólastjórnendur um Áslandsskóla Óttast að komið geti til fjöldauppsagna EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum, seg- ir það lífsnauðsyn- legt fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum að „komast í heilsárs vegasamband“, eins og hann orðar það. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verið að endur- nýja veg milli Vattarness og Múla í Kollafirði um Klettsháls en stefnt er að því að búið verði að leggja slitlag á þann veg árið 2004. Einar Oddur segir að einnig sé nauðsynlegt að endurbyggja veginn milli Múla í Kollafirði og Þorskafjarð- ar. Hann segir að sá vegur sé nið- urgrafinn slóði sem þoli ekki þunga- flutninga. Það geri alla flutninga um svæðið nær ómögulega. „Ég hef margsinnis lýst óánægju minni með það hversu lítið fjármagn hefur fengist til þess að bæta vegi á Vestfjörðum. Kostnaður við að koma Barðaströnd og sunnanverðum Vest- fjörðum í heilsárs vegasamband er um tveir milljarða króna,“ segir Ein- ar Oddur og bætir við: „Væri fjár- magn tryggt til að endurbyggja veg- inn [frá Múla í Kollafirði til Þorskafjarðar] myndi undirbúningur, hönnun og framkvæmdir við veginn taka um það bil fimm ár.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni hafa verið lagðar fram nokkrar tillögur um hvar nýr vegur eigi að liggja milli Múla í Kollafirði og Þorskafjarðar en ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvaða leið verði valin. Einar Oddur segir að Breiða- fjarðarferjan Baldur anni alls ekki þeim flutningum sem þurfi að vera um svæðið. Hún komi því alls ekki í staðinn fyrir góða vegi á Vestfjörðum. Barn síns tíma Einar Oddur leggur áherslu á að Baldur sé barn síns tíma en ferjan var tekin í notkun árið 1989. Hófust þá siglingar milli Brjánslækjar og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. „Þegar ferjan var tekin í notkun gerðu menn sér enga grein fyrir því hvernig flutningum yrði háttað á Ís- landi í framtíðinni. Síðan hefur flutn- ingsmátinn breyst. Strandsiglingar hafa að mestu lagst af og menn miða allt, s.s. verslunarrekstur, þjónustu eða atvinnurekstur, við landflutn- inga.“ Auk þess, segir Einar Oddur, eru fiskmarkaðir um land allt. Flutn- ingur á fiski milli landshluta sé því miklu meiri en áður var. „Byggðarlög eins og Vestur-Barðastrandarsýsla, sem ekki eru með tryggar landsam- göngur árið um kring, eru alls ekki samkeppnisfær varðandi þessa versl- un og þessi viðskipti,“ segir Einar Oddur. „Og ég fullyrði að þessi þorp á sunnanverðum Vestfjörðum líða gríð- arlega fyrir þessi vandræði í sam- göngum. Það er því lífsnauðsyn fyrir þau að komast í heilsárs vegasam- band.“ Einar Oddur segir það þó ekki sína skoðun að leggja eigi Baldri. Hún hafi heilmikla þýðingu fyrir Stykkishólm og uppbyggingu ferðaþjónustunnar á því svæði. „Ef það er stefna stjórn- valda að flytja hingað inn milljón ferðamenn á ári þá get ég ekki séð hvað eigi að gera við þessa ferðamenn annað en að sýna þeim Breiðafjörð.“ Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Vestfirðinga Brýnt fyrir Vestfirði að fá heilsársvegi                                                          ! "  #   $% & '               Einar Oddur Kristjánsson TRÚARLEIÐTOGI og æðsti maður mormónakirkjunnar, Gordon B. Hinckley, kom hingað til lands í gær til að hitta trúarsystkin sín á Ís- landi auk þess sem hann átti fund með forseta Íslands á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hinckley kemur til landsins en hann heldur áfram för sinni í dag. Hinckley, sem er 92 ára að aldri, kom til landsins eftir átta daga ferðalag þar sem hann heimsótti meðal annars Rússland og Úkraínu auk nokkurra landa í Vestur- Evrópu. Eftir fund þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, í gær efndu þeir til blaða- mannafundar á Bessastöðum þar sem greint var frá viðræðum þeirra. Ræddu þeir meðal annars um íslensku arfleifðina í Utah en að sögn Hinckleys komu fyrstu trúboð- arnir frá Utah til Íslands í kringum 1850. Þeim fylgdi hópur Íslendinga til Utah sem settist að í Spanish Fork sunnan við Salt Lake City og sagði hann afkomendur þessa fólks vera ákaflega stolta af uppruna sín- um. Kom fram að líklega er Halldór Laxness eina nóbelsskáldið sem rit- að hefur bók um ferðalag ein- staklings frá sínu heimalandi til Ut- ah sem farið var í nafni trúarinnar. Þá ræddu þeir atburðina í Banda- ríkjunum hinn 11. september í fyrra og þau sjónarmið sem eru innan mormónakirkjunnar um framtíð- ina, um styrjaldarátök í kjölfar hryðjuverkaárásina og nauðsyn þess að stigið sé varlega til jarðar í þeim efnum næstu árin þannig að heiminum verði ekki stefnt í átök. Morgunblaðið/Þorkell Gordon B. Hinckley, trúarleiðtogi og æðsti maður Mormónakirkjunnar, Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, kveður hér Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, utan við Bessastaði í gær. Trúarleiðtogi mormóna í heim- sókn hér á landi STÓRT skemmtiferðaskip, Carni- val Legend, er væntanlegt hingað til lands á morgun, föstudag. Skip- ið er svo umfangsmikið að Eimskip mun færa skip sín við Sundahöfn til að gera því kleift að leggjast að bryggju. Carnival Legend er með 12 þil- för og er 292 metrar að lengd og 85.920 brúttótonn að þyngd. Til samanburðar má nefna að stærstu skip Eimskips, Goðafoss og Detti- foss, eru 165 metrar að lengd og tæplega 15 þúsund brúttótonn. Um borð í skipinu verða um það bil 2.000 farþegar og 1.000 manna áhöfn en skipið er nú á annarri sigl- ingu sinni um Evrópu. Héðan siglir það til New York áður en það fer í skemmtisiglingar í Miðjarðarhafi. Skipið er í eigu bandaríska skipafélagsins Carnival Cruise Li- nes en alls hefur fyrirtækið 18 skemmtiferðaskip í ferðum í Kar- íbahafi og meðfram ströndum Am- eríku. Stórt skemmtiferða- skip væntanlegt AÐEINS á Íslandi og í Finnlandi eru framin færri bankarán en í Noregi, en í Danmörku er fjöldinn himinhátt yfir meðaltalinu á öðrum Norðurlöndum, að því er fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins NRK. Þar segir að á Íslandi hafi raunar ekki verið framið bankarán síðustu sex árin. Í Danmörku er ástandið hins vegar allt annað en þar voru 208 bankaútibú af 2.000 útibúum rænd í fyrra, segir á vefnum, og veldur því að landið er í flokki þeirra landa í Evr- ópu þar sem bankarán eru algengust. Bankarán voru aðeins 15 talsins í Noregi á sama tíma og hafði fækkað úr 25 frá árinu áður, en þessar upp- lýsingar eru byggðar á upplýsingum frá samtökum evrópskra banka, að því er segir á vef NRK. Ekki bankarán í sex ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.