Heimilistíminn - 10.04.1975, Side 10

Heimilistíminn - 10.04.1975, Side 10
drottningu sina. Hún svaraði þvi til, að hún myndi aðeins giftast þeim, sem gæti fært sér flösku þá af læknandi vatni, sem væri að finna i austur- löndum. Þá fór kóngur til drengsins og bað hann þegar i stað að fara og sækja flöskuna dýr- mætu. — Þú hefðir átt að fara að ráðum minum og láta skrinið liggja, svaraði hesturinn. — En leggðu á mig og beizlaðu mig. Það gerði drengurinn og þeir gengu þar til þeir komu að hafinu stóra. Þar námu þeir staðar. — Nú verður þú að drepa mig, dagði hesturinn. — Ann- ars drep ég þig. — Ég get það ekki, kveinaði drengurinn. — Mér þykir svo vænt um þig og hvað verður um mig, ef ég drep þig? — Eyddu ekki timanum i málæði, gerðu eins og ég segi! Grátandi drap drengurinn hestinn og skar á kvið hans. í sömu andrá komu þrir svartir hrafnar fljúgandi, tveir stór og einn litill. Þeir stóru smeygðu sér inn i hross- skrokkinn og drukku blóðið og þegar þeir komu út, fór sá litli inn. En þá saumaði drengur- inn kvið hestsins saman i snatri og sagðist ekki sleppa hrafninum út, fyrr en hann hefði fengið flöskuna með lækningavatninu frá Austur- löndum. Hrafnarnir kvörtuðu og kveinkuðu sér og grátbændu drenginn um að sleppa þeim minnsta, en hann var ákveð- inn og harðneitaði, fyrr en hann hefði fengið flöskuna. Þá flugu hrafnarnir burtu til að leita flöskunnar dýrmætu. Siðdegis komu þeir aftur, illa til reika og flakandi i bruna- Framhald á bls. 3S 10

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.