Heimilistíminn - 10.04.1975, Page 12

Heimilistíminn - 10.04.1975, Page 12
Elton John Þaö er staðreynd, að þeir, sem bezt gengur i pop-kapphlaupinu, eru þeir, er hafa beztu tónlistarmenntunina að baki. Unga fólkið á þessum timum læt- ur aðeins slá ryki i augun á sér skamma stund, þegar fúskarar eru annars vegar. Elton John er engin undantekning. Hann er menntaður frá „The Royal Academy of Music” i London, en svo tók hann að fá áhuga á frama innan pop-tónlistarinnar. Sá frami hófst, þegar hann geröist orgel- og pianóleikari hjá Bluesology og Long John Baldry. Fljótlega fór Elton John að skrifa sjálfur það efni, sem hann flutti, og gott samstarf tókst með honum og textahöfundinum Bernie Taupin, sem hann kynntist gegnum auglýsingu i blaði. En það væri synd að segja, að Elton John hafi gengið vel frá upphafi. Fólk leit hreinlega ekki við tónsmiöum hans, þótt blöðin skrifuðu lofsamlega um þær og aðrir tónlistarmenn væru hrifnir. Meðal þessara laga má nefna „Lady Samantha”, „Skyline Pigeon” og LP-plötuna „Empty Sky”. En þegar önnur LP-platan kom og hét stutt og laggott „Elton John” kom annað hljóð i strokkinn. Nú gekk allt eins og I sögu, og allir fengu áhuga meöal annars útvarp og sjónvarp. Nú notar Elton John sitt eigið plötu- merki, Rocket Records, sem dregur nafn af lagi háns „Rocket Man”. Fyrirtækið tók til starfa árið 1973 Elton hefur sent frá sér margar plötur, sem orðið hafa hver annarri vinsælli. Má þar nefna „Good Bye Yellow Brick Road” og „Carribou”. Sú siðarnefnda er skirð i höfuðið á Carribou Ranch, búgarði nokkrum, þar sem bæði hann og margir aðrir hljómlistarmenn taka upp plötur sinar. A búgarði þessum er að finna allt það nýjasta og bezta af tækjum, sem til þeirra hluta þarf. í lok siðasta árs kom litil plata, „Lucy in the sky with Diamonds,” þar sem vinur hans, John Lennon lagði hönd á plóg. Nú á jólunum sendi BBC út i sjónvarpinu jólahljómleika með Elton John, og jafnframt kom út LP- platan „Greatest Hits”. Aðdáendur eiga meira i vændum, þvi á 28 ára af- mælisdegi Eltons, 25. marz sl. kom út i Bretlandi ný LP-plata „Captain Fantastic And The Brown Dirt Cow- boy”. Enginn hefur komizt hjá þvi að veita athygli öllum þeim furðulegu gleraug- um, sem Elton John gengur með, en ástæðan er einfaldlega sú, að hann sér illa, og sagði eitt sinn sem svo, að fyrst hann þyrfti að nota gleraugu, væri alveg eins gott að þau væru nógu áber- andi. 12

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.