Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 15

Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 15
 Alpafjóla eða cyclamen persicum er falleg planta. Kyklos sem plantan dregur nafn sitt af eru laukarnir, sem hún dregur næringuna úr en orðiö þýðir hnöttóttur. Fyrst var það garö- yrkjumaðurinn Philip Miller frá Lond- on sem lýsti plöntu þessari árið 1769, en hún er sögð upprunnin i Litlu Asfu. ráðleggja ykkur að gera það hér nema þiðhafið áhuga á aþ gera tilraun. Lík- lega væri þá lika betra að bíða mánuðinum lengur því óneitanlega er veðráttan mun kaldari hér en þar. 1 ágúst á Alpafjólan svo að fara að blómstra. Hitastigið hefur töluvert að segja varðandi blómgun Alpafjólunnar og sé hún i of miklum hita fara blöðin lfka aö fölna. Sagt er að tæpast sé til nokkurs að eiga sömu Alpafjóluna lengur en tvö ár, þar sem blómin verði alltaf minni og li'tilfjörlegri og færri eftir þvl sem lengra liður. —fb Alpafjóla má ekki vera i of miklum hita og hana má aidrei skorta vatn. Ef moldin þornar alveg er hætt við að knúpparnir drepist. Auðveldast er að hella vatninu i undirskálina vegna þess að blöðin sitja þétt og erfitt er að vökva plöntuna án þess aö skaða blöðin og hana sjálfa. Ef plantan dreg- ur ekki fljótlega til sin allt það vatn sem látið hefur verið i skálina er rétt að hella þvi af, þegar moldin er orðin gegnrök. Eftir blómgunina kemur hvildartimi Alpafjólunnar en þó má ekki hætta aö vökva hana á meðan blöðin eru enn falleg. Það er ekki fyrr en þau fara að visna og gulna sem hætta á að vökva. Þá er blómapotturinntekinn og honum komiðfyrir á þurrum og dimmum stað en þó má ekki komast að honum frost. Þar skulið þið geyma hann en rétt er aö dreypa á hann vatni stöku sinnum. 1 febrúar eða marz er gott að taka laukinn úr pottinum og setja hann í nýja mold. Laukurinn á að standa að einum þriðja upp úr moldinni. Þegar vökvað hefur verið er potturinn settur i austur eða vesturglugga og þar á hann að standa fram i mai. A Norður- löndunum er orðið óhætt að setja plöntuna þá út i garð en ekki ætla ég að Blómin okkar Alpafjólan er frá Litlu-Asíu 15

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.