Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 26

Heimilistíminn - 05.10.1978, Side 26
Tusku dúkkur, gardínu rúmteppi og borð í pilsi Nú er svo komið, að tuskudúkkur eru ekki aðeins hafðar i barnaherberginu, heldur sjást þær gjarnan inni i stofu á heimilum ungs fólks þá sérstaklega ungra stúlkna. Já, sumir láta meira að segja dúkku hanga á hurðarhúninum fram á ganginn. Gömlu dúkkurnar Dúkkurnar, sem þið sjáið á mynd, sem birtist hér með, eru til sölu i verzl- un, sem heitir The Upstairs Shop og er i London. Þær kosta nú hvorki meira né minna en fimmtán ensk pund, eða milli sjö og átta þúsund islenzkar krónur. Það er kannski ekkert voða- lega mikið, þegar tillit er tekið til þess, að þær eru handsaumaðar, og engar tvær þeirra nákvæmlega eins. Dúkkurnar eru nokkuð gamaldags til fara, i blúnduundirpilsum og siðum nærbuxum, og svo eru þær með blúnd- um prýddar húfur á höfðinu. Ef þið getið nú ekki nálgazt eina af þessum dúkkum i búðinni i London, getið þið bara athugað, hvort þið eigið ekki einhvers staöar gamla dúkku frá 26

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.