NT - 27.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYINENGUSH SEEP. 7 BSRB: Sagði upp samningum ■ Á fundi stjórnar og samn- inganefndar BSRB í gær, var einróma samþykkt að segja upp samningum frá og með 31. des- ember. Samtímis voru settar fram meginkröfur bandalagsins við komandi samninga en þær eru; að launkjör verði bætt verulega frá því sem nú er og kaupmáttur þeirra launa sem um semst verði tryggður. Síðar verða settar fram kröfur um önnur atriði og nánari útfærsla á þeim meginatriðum sem að framan greinir. í gærmorgun sagði bæjar- starfsmannaráð einnig upp sín- um samningum og voru kröfur þeirra mjög á sömu nótum og kröfur BSRB. Sakadómur í hnífstungumálinu við Hlemm: Fékk 6 ár fyrir manndrápstilraun Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt Hilmar Þóri Ólafsson, 19 ára gamlan, til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar, eins og skylt er með dóma sem kveða á um lengri fangelsisvist en til fimm ára. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn. Hilmar Þórir stakk sautján ára gamlan dreng fyrir utan skemmtistaðinn Traffík, með hníf í kviðarholið að- faranótt laugardagsins 13. apríl sl. Drengurinn sem varð fyrir stungunni var þá að koma frá skemmtistaðnum ásamt tveimur vinum sínum. Hilmar veittist fyrirvaralaust að honum og stakk hann með fjaðrahníf í kviðarholið. Drengurinn hlaut alvarlegan áverka af stungunni og var flutturr á gjörgæsludeild á Borgarspítalanum og var lengi í lífshættu, en hefur nú náð sér að mestu. Hilmar var dæmdur eftir 211. grein almennra hegning- arlaga, með skírskotun til 20. greinarsömu laga. Jónat- an Sveinsson saksóknari var sækjandi í málinu, en verj- andi Hilmars var Örn Clausen. Hilmar var látinn sæta geðrannsókn á meðan lögregla rannsakaði málið og 'reyndist hann fyllilega sak- hæfur. Hann situr nú í gæslu- varðhaldi. Launþegaútvarpið: Viðræðurnar á könnunarstigi Samstarf við launþegasamtökin útilokar ekki þátttöku SÍS í ísfilm, segir Valur Arnþórsson ■ Á stjórnarfundi SÍS í gær, var lögð fram skýrsla um gang viðræðna við launþegasamtök- in, BSRB og ASÍ, um sameigin- legan útvarpsrekstur þessara aðila. Engin ákvörðun var tekin á fundinum, þar sem þessar viðræður eru enn á körinunar- stigi. Má búast við að þessí mál beri aftur á góma á næsta stjórn- arfundi Sambandsins. Valur Arnþórsson, stjórnar- formaður Sambandsins, sagði við NT í gær, að möguleikarnir væru mjög margir og menn teldu ekki tímabært að móta framtíðarstefnu í þessum mál- um enn. Sagði Valur að sam- starf við launþegasamtökin úti- lokaði ekki þátttöku SÍS í ísfilm. Þriðji möguleikinn er einnig fyrir hendi, að Samband- ið og kaupfélögin komi sér upp eigin fjölmiðlunarfyrirtæki. Hann vildi samt leggja áherslu á að viðræðurnar við launþega- samtökin væru í fullri alvöru. Samkvæmt öðrum heimildum NT er talið mjög hæpið að launþegasamtökin ráðist ein sér út í útvarpsrekstur, þar sem þau telja sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess. Útvarps- reksturinn virðist því standa og falla með afstöðu SÍS. Undanfarnar vikur hafa þess- ir aðilar fundað stíft. Eru menn nú orðnir sammála um að rekst- ur útvarpsstöðvarinnar verði fjármagnaður með auglýsinga-i tekjum. Þó höfuðáhersla sé lögð á útvarpsreksturinn í þessum viðræðum gæla menn jafnframt við rekstur sjónvarpsstöðvar og jafnvel útgáfumiðstöð. Á slíkt er þó frekar litið sem framtíðar- áform. ísafjarðarkaupstaður: „Þetta er klassíska dæmið“ ■ „Þetta er klassíska dæmið,-‘ sagði lögregluþjónn sem NT ræddi við út af árekstri sem varð á mótum Bolholts og Laugaveg- ar í gær. Lögregluþjónninn sagði að bíll hefði stoppað til þess að veita ökumanni tækifæri til að komast inn á Laugaveginn. Ekki tókst betur til en svo að annar bíll kom aðvífandi og lenti á þeim sem átti að fá „sénsinn". Einn farþegi var fluttur á slysadeild. Eins og sjá má eru bílarnir mikið Skemmdir. NT-mvnd: Jón s. Sýknaður á grundvelli 200 ára tilskipunar! -af kröfu lóðaeigenda um eignarrétt á uppfyllingu ■ Eigendur lóða við Hafnar- stræti á ísafirði kærðu kaup- staðinn og Kaupfélagið á ísa- firði í sumar, vegna uppfylling- ar sem var gerð fyrir framan lóðir þeirra án þeirra sam- þykkis. Kröfur lóðaeigenda hljóðuðu uppá eignarrétt á uppfyllingunni og einnig var krafist réttar til netlagna og fjörunnar sem myndaðist. Þá var þess krafist að úthlutun lóða til kaupfélagsins yrði ógilt. ið er að miðað við þessar reglur hefðu þáverandi lóðahaf- ar ekki getað vænst þess að fá aukin réttindi frekar en núver- andi. Dómnum hefur ekki ver- ið áfrýjað. Málið var tekið fyrir í bæjar- þingi ísafjarðar, og féll dómur í málinu 31. ágúst. Dómur féll á þá leið að kaupstaðurinn og kaupfélagið voru sýknuð af kröfum lóðaeigenda. Dómari var Pétur Kr. Hafstein bæjar- fógeti á ísafirði. Meðdómend- ur voru þeir Garðar Gíslason borgardómari og dr. Gaukur Jörundsson prófessor. Sýknan var reist á grundvelli þeirra reglna sem talið var að hefðu verið í gildi þegar lóðun- um var úthlutað um aldamót- in. Því þá hefðu þáverandi lóðahafar ekki getað búist við því að þeir fengju rétt til fjöijuinar, heldur hefði þeim eingöngu verið úthlutað af- markaðri byggingarlóð, til þess að reisa á hús, og engin frekari réttindi hefðu fylgt slíkri lóðaúthlutun. Þessi rök eru byggð á tilskip- un frá 1786 og opnu bréfi frá 26. janúar 1866 um að stofna byggingarnefnd á ísafirði. Tal- ■ í gær boðaði menntamálaráðherra til hófs í ráðherrabústaðnum, þar sem heiðraðir voru 4 skákmenn sem hafa náð merkisáföngum í íþrótt sinni á árinu. Það voru þeir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson sem báðir voru útnefndir stórmeistarar í skák á síðasta þingi FIDE, og Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason sem voru útnefndir alþjóðlegir skákmeistarar við sama tækifæri. Hér sést Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksambands íslands afhenda þeim gripi góða, en skákmennirnir eru frá vinstri Karl, Sævar, Jóhann og Helgi. Þrátt fyrir hátíðlegheitin gaf Helgi sér tíma til að semja skýringar við 9. einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs, sem tefld var í Moskvu í gær. NT-mynd: Árni Bjarna. - Sjá bls. 12. Til lesenda ■ Á morgun fylgir NT Helgarblað með nýju sniði. Tveir ungir blaða- menn, Arnaldur Sigurðs- son og Gunnar Smári Eg- ilsson hafa nú umsjón með blaðinu og fylgja því úr hlaði á morgun. Þá hefur verið ákveðið að dreifa blaði okkar, Inn- an húss og utan, sem fyrr í sextíu þúsund eintaka upplagi, en ekki sérstak- lega til áskrifenda blaðsins á Reykjavíkursvæðinu. Þeir fá blað sitt með sér- stöku dreifingarkerfi Inn- an húss og utan nú um helgina og við viljum biðja áskrifendur okkar að láta afgreiðslu okkar vita, ef vanhöld verða á því að þeir fái blaðið. Þá þökkum við mjög góðar undirtektir fólks við áskrifendasöfnun okkar undanfarnar vikur. Nöfn þeirra, sem ákveðið hafa að gerast áskrifendur, hafa nú verið færð inn á tölvukerfi blaðsins og blöðin komin í dreifingu. Með kveðju, ritstj.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.