NT - 27.09.1985, Blaðsíða 4

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 4
Föstudagur 27. september 1985 Matthíasi Jochumsyni reistur bautasteinn í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli hans ■ Nokkrir aðstundendur þess að bautasteinn verður reistur. Frá vinstri: Lárus Ágúst Gíslason, Hjörtur Þórarinsson, Guörún Þorsteinsdóttir dótturdóltir skáldsins, og Ólafur E. Ólafsson. Þau lial'a veriö undirbúningsncfnd Reykhólahrepps til aöstoðar. NT-mynd: Árni Bjarnu. Ilorijar ik lp.11 jg Rr>kJ jv Ikur. I jqust 8S. B.V. ■ Það hefur lengi veriö áhuga- mál margra ættingja, sveitunga og aðdáenda Matthíasar Joc- humssonar að reisa honum bautastein á fæðingarstað hans í Skógum í Þorskafirði og 9. nóvember næstkomandi ætti bautasteinninn að verða tilbú- inn en afhjúpaður 11. nóvember en þá eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Margir hafa lagst á eitt um að þetta gæti orðið að veruleika. A síðastliðnu ári fór Lárus Agúst Gíslason, Miðhúsum Hvol- hreppi þess á leit við hrepps- nefnd Rcykhólahrepps að hún beitti sér fyrir því að bauta- steinninn yrði reistur í Skógum til minningar um Matthías. Lár- us sagði í samtali við NT að sig hefði dreymt fyrir þessum bautasteini en vildi ekki segja frá draumi sínum að svo stöddu - það yrði að bíða athafnarinnar ar þegar minnisvarðinn verður afhjúpaður. Eigendur Skóga, Andlegt þjóðráð Bahá’ía á íslandi reið síðan á vaðið og afhenti hrepps- nefnd Reykhólahrepps fyrir hönd sveitarfélagsins til eignar 320nr úr landi Skóga svo að þar mætti reisa minnisvarða um skáldið. Þá var einnig veitt nauðsynleg heimild fyrir nauð- synlegri vegagerð og lagfæringu í kringum minnisvarðann. Bautasteinninn varsíðan tek- inn úr Vaðlafjöllum og búið er að flytja hann á staðinn sem hann verður reistur á. Þetta er stuðlabergsdrangur um 180 cm á hæð og 50-60 cm í þvermál. Staöurinn sem valinn var, er við þjóðveginn niður undan Skóga- bænum. Jörðin er öll í eyði og öll bæjarhús fallin. Helga Gíslasyni myndhöggv- ara var falið að annast verkið og talsmenn undirbúningsefnd- arinnar sögðu á fundi með fréttamönnum að hann væri langt kominn með merkið en skjöldurinn með mynd Matthí- asar á, verður steyptur í kopar og allur hinn virðulegasti. Á bautasteininum verður eftirfarandi áletrun: Þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson f. í Skógum 11. nóv. 1835 d. 18. nóv 1920 á Akureyri. Ég man það betur en margt í gær. þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni; Þú bentir mér yfir byggðarhring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláköldum búni. ■ Daði Harðarson hefur verið ráðinn iðnhönnuður hjá Glit hf. Nýr iðnhönn* uður hjá Glit ■ Stærsta keramikverksmiðja landsins, Glit hf., hefur ráðið Daða Harðarson sem iðnhönn- uð hjá fyrirtækinu. Mun hann sjá um vöruþróun og móta- gerð, auk þess sem hann sér urn glerunga hjá fyrirtækinu, en það er sérgrein Daða. Daði lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskólanum 1982 og í lokaverkefni sínu notaði hann íslensk gosefni í glerunga. Framhaldsnám stundaði hann við Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið. Síðastliðið ár kenndi hann leirkerasmíði ogstarfrækti eigið verkstæði í Danmörku. Áskirkja: Þýsk kammerhljóm- sveit með tónleika Heilsugæslusvoedi SrUJjnurnri. HoUr uq SkerJaf Jorður. IJSOO (b. ' Vrslurtkrr. SSOO Ib. Mi.Vwr. S7tW Ib. llnrðuriKyri oq lón. SOOO (b. Mllrtar. MOO Ib. Ijuq.irnes- nq HiJteIt Ishverf l. 7)00 (b. Ilýr mIOlier oq Crrrti. 7800 (b. losstoqur. <• IJK) (b. Meimjr, Voqjr Oq Klrppsholt. 9SOO (b. (rbjJ.irhverfl oq Selas. 8400 íb. Ilrriðhoit I. 4&00 (b. II. 8800 (b. - III. 11)00 (b. ■ Kammerhljómsveitin í Hei- dclberg sem er á leiö í hljóm- leikaför til Bandaríkjanna mun halda tónleika í Áskirkju niánu- daginn 30. september kl. 20.00. Þetta er mikill fcngur fyrir íslenska tónlistarunncndur því hljómsveitin er víðfræg og hefur haldið fjölda tónleika bæði inn- an og utan Evrópu og gefið út margar hljómplötur. í hljóm- sveitinni eru ungir tónlistar- menn sem hafa stundað nám í tónlistarháskólum víða í Vestur- Þýskalandi og koma saman nokkrum sinnum á ári til að undirbúa tónleikaferðir. Á efnisskránni veröur meðal annars: Konsert í d-moll fyrir tvær fiölur eftir .1. S. Bach, Konsert fyrir tvo trompeta eftir Vivaldi, Konsert á 5 eftir Albi- noni, Suite Consertante fyrir tvo trompeta og hljómsveit eftir Telemann. ■ A teikningunni sjáum við nýju skiptinguna. 1. Seltjarnarnes, Melar og Skerjafjörður með 13.500 íbúum. 2. Vesturbær með 5.500 íbúum. 3. Miðbær með 8.700 íbúum. 4. Norðurmýri og Tún með 5.000 íbúum. 5. Hlíðar með 4.300 íbúum. 6. Laugarnes- og Háaleitishvcrfí með 7.300 íbúum. 7. Nýr miðbær og Gerði, 7.800 íbúar. 8. Fossvogur, 4.300 íbúar. 9. Heimar, Vogar og Kleppsholt, 9.500‘íbúar. 10. Arbæjarhverfí og Selás, 8.400 íbúar. 11. Breiðholt I, 4.600 íbúar. 12. Breiðholt II, 8.800 íbúar og 13. Brciðholt III með 11.300 íbúum. Gamla bíó: Tónleikar ■ Elín Ósk Óskarsdóttir, sópransöngkona, heldur tón- leika nk. laugardag kl. 14:30 í Gamlabíó. Á efnisskrá tónleik- anna eru íslensk, norræn og ítölsk ljóð ásamt óperuaríum. Undirleikari á tónleikunum er Ólafur Vignir Albertsson. ■ II. vtodv.ir þcq.ir byqqdjr. ▲ St.idvetntnq jkvedln. O ••t.idsetnlnq I 4thuij-in. Skýrslutæknifélag Íslands: Varar við söluskatti á tölvur ■ Skýrslutæknifélag íslands íslensku atvinnulífi og í því varar við þeinr áformum ríkis- sambandi hafi verið bent á stjórnarinnar að setja 25% tölvuiðnaðinn, sem eina væn- söluskatt á tölvur og tölvu- legustu nýsköpunargreinina. þjónustu, því það muni draga Þessi söluskattsáform séu því úr þróun tölvumála hérlendis, ákaflega torskiljanleg einmitt gæti jafnvel orðið til þess að. þegar greinin cr í örum vexti einhver íslensku fyirtækjanna og jafnframt viðkvæm gagn- þyrftu að leggja upp laupana. vart óvæntum breytingum á rekstrargrundvelli sínum. í fréttatilkynningu frá félag- Stjórnvöld eru því hvött til inu segir, að ríkisstjórnin hafi þess að falla frá áformum vakið vonir um nýsköpun í sínum. Nýskipfingíheilsu gæsluhverfi ■ Ný skipting Reykjavíkur- borgar í heilsugæsluhverfi hefur verið samþykkt í borgarráði. Nýja fyrirkomulagið felur í sér þó nokkrar breytingar frá þeirri skiptingu sem verið hefur og var sámþykkt árið 1980. Borgarskipulag hefur að undanförnu kannað helstu lóða- möguleika fyrir heilsugæslu- stöðvar og gerði tillögur um hverfaskiptinguna í samráði við borgarlækni. Árbæjar- og Breiðholtshverfi verða afmörk- uð eins og áður en helstu breyt- ingar frá fyrri skiptingu eru þessar: Melasvæði verði sameinað Seltjarnarnesssvæði og öllu hverfinu þjónað frá stöðinni á Seltjarnarnesi. Á svæðinu búa nú alls um 11.100 íbúar en gert er ráð fyrir að stöðin þjóni 13.500 íbúum og þetta verður fjölmennasta heilsugæslusvæð- ið. ' Vesturbæjarsvæði verður sérstakt starfsvæði rneð 5.500 íbúum og þjónað frá nýrri heilsugæslustöð. Ekki hefur verið ákveðið hvar heilsugæslu- stöð svæðisins mun rísa. Hlíðasvæði. Húsnæði heilsu- gæslustöðvarinar við Drápu- hlíð hentar að mati borgar- skipulags og borgarlæknis allvel íbúum Hlíðahverfis sem eru 4.500-4.600 þegar Suðurhlíðar og Stigahlíð eru fullbyggðar. Norðurmýri og Tún. Hverfið afmarkast á móts við Hlíða- hverfi. norðan Miklubrautar með vesturmörk við Snorra- braut og austurmörk við Kringlumýrarbraut. Hverfið svarar að mestu til skólahverfis Æfingaskólans og íbúarnir eru um 5.000. í hverfinu verði byggð heilsugæslustöð, helst á horni Stakkahlíðar og Ból- staðahlíðar. Laugarnes-og Háaleitishverfí afmarkast við Kringlumýrar- braut að vestan og Grensásveg og Laugarásveg að austan og ‘í hverfinu búa um 7.300 maniís. Besta staðsetning svæðisins er talin vera á Sigtúnsreit. Heimar, Vogarog Kleppsholt sameinast í eitt svæði með 9.500 íbúum. Kleppsholti hefur hér verið bætt við Heima- og Voga- hverfi. Lóð undir heilsugæslu- stöð hefur þegar verið fengin við Holtaveg skammt frá Lang- holtsskóla. Reitunum sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Breiðholtsbraut var áður skipt með þverlínu en hefur nú verið skipt með línu eftir Bú- staðavegi. Við þetta minnkar starfssvæði Fossvogsstöðvarinn- ar og miðast nú við 4.300 manns í stað 6.100. Þessi breyting er talin eðlileg þar sem húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Foss- vogi er þröngt og rúmar varla starfsliðið sem þar er nú. Tillaga þessi sem Borgarráð semþykkti í vikunni byggir á betri vitneskju um lóðir og byggingamöguleika og að mestu umferðargötur fylgi hverfa- mörkum. Mörkum grunnskóla- hverfa er fylgt eftir því sem unnt er og stærðamörk hverfa verða rýmri en áður.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.