NT - 27.09.1985, Blaðsíða 23

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 23
 Föstudagur 27. september 1985 23 Morð samkvæmt áætlun ■ Föstudagsmyndin er að þessu sinni bandarísk bíómynd frá árinu 1974 og heitir Morð samkvæmt áætlun (The Parall- ax View). Leikstjóri er Alan J. Pakula, en með aðalhlutverk fara Warren Beatty, Paula Prentiss, William Daniels, Hume Cronyn og Walter McGinn. Frambjóðandi til þingkosn- inga er myrtur, og rannsóknar- nefnd sem sett er í málið kemst að þeirri niðurstöðu að leigu- morðingi hafi verið ráðinn til verksins. Fréttamaður að nafni Frady, tekur eftir því að sjö vitni að morðinu deyja á dular- fullan hátt og hann sjálfur er áttunda vítnið. Eftirgrennslan- ir hans beina honum að stofn- un sem þjálfar leigumorðingja. Þýðandi er Óskar Ingimars- son. ■ Warren Beatty sem leikur fréttamanninn Frady, ásamt öðrum aðalleikurum í Morð samkvæmt áætlun. Sjónvarp kl. 21.10 A óskastund leiksýning lamaðra og fatlaðra ■ Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 21.10 er áströlsk heimildamynd sem nefnist Á óskastund (A Dream of Change). í myndinni er fylgst með fjölbreyttri leiksýningu fati- aðra og þroskaheftra í Mel- bourne í Ástraiíu, og sýnt er frá undirbúningi sýningarinn- ar. Sýningin er sambland af brúðuleikhúsi, látbragðsleik og dönsum, sem yfir 100 manns sem aldrei höfðu komið fram á sviði, áður tóku þátt í. Þótt þessi leiksýning hafi slegið í gegn var hún aðeins sýnd í þetta eina skipti, en þeir sem komu fram eru allir líkamlega eða andlega fatlaðir. Þýðandi myndarinnar er Kristmann Eiðsson. ■ Frá leiksýningunni sem lamaðir og fatlaðir settu upp í Melbourne. Útvarpkl. 10.45 Það er svo margt að minnast á ■ Þátturinn „Það er svo margt að minnast á“, kl. 10.45 á Rás 1 er nú í síðasta skipti undir stjórn Torfa Jónssonar, en hann hefur haft umsjón með honum annan hvern föstudag, síðastliðin tvö ár. Að þessu sinni ætlar Torfi að fjalla um rithöfundinn og blaðamanninn Karl ísfeld en á þessu ári eru 25 ár síðan hann lést. „Karl var einn af snillingun- um, en það voru þeir kallaðir sem komu fram í útvarpsþátt- um Sveiq# Ásgeirssonar hér um árið,“ sagði Torfi Jónsson aðspurður um þáttinn. „Hinir snillingarnir voru t.d. Steinn Steinarr, Guðmundur Sigurðs- son, Helgi Sæmundsson og fleiri merkir menn. í þessum þáttum sýndu þessir menn snilligáfu sína m.a. með því að botna vísur. Á Alþýðublaðinu var Karl blaðamaður lengi, og ekki er hann síst þekktur fyrir þýðingu sína á Kalevala, finnska ljóða- bálknum, og Góða dátanum Sveik. Karl gaf líka út Ijóða- bók sem heitir Svartar morg- unfrúr, og í þættinum mun ég lesa ljóð úr henni.“ Föstudagur 27. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ásdis Emilsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur“ eftir Judith Blume Bryndis Víglundsdóttir les þýðingu sina (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugreinar dagblaðanna (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. . 11.15 Morguntónleikar. Sönglög og aríur eftir Brahms, Schumann, Schubert, Dvorák og Verdi. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „A ströndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarövík les þýðingu sína (6). 14.30 Miðdegistónleikar Fiðlukons- ert nr. 4 í d-moll og Kaprísa i Es-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir Nicc- olo Paganini. Salvatore Accardo og Fílharmóniuhljómsveit Lund- úna leika. Charles Dutoit stjórnar. 15.15 Létt lög. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Á sautjándu stundu. Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir og Þor- steinn J. Vilhjálmsson. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristin Helgadóttir. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Guövarður Már Gunnlaugsson flytur þáttinn. 19.55 Lög ungafólksins. ÞóraBjörg Thoroddsen kvnnir. 20.35 Kvöldvaka. a. Hlekkur sem ekki mátti bresta Þorsteinn Matthíasson flytur þátt sem hann skráði eftir samtölum við Svan- laugu Danielsdóttur frá Dalgeirs- stöðum i Miðfirði. b. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur undir stjórn Áskels Jónssonar'. c. Ég hélt ég væri kvæði Böðvar Guð- laugsson fer með gamanmál tengd kveðskap. Umsjón Helga Ágústs- dóttir. 21.25 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir píanóverk Þor- kels Sigurbjörnssonar. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum Þáttur Sverris Páls Erlendssonar. RÚVAK. 23.15 Vínartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar (slands 26. janúar sl. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngvari: Michael Pabst. Kynnir: Ýrr Bertelsdóttir. , 00.50 Freftir.Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sn Föstudagur 27. september 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson. 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. HLÉ 20:00-21:00 Lög og lausnir Spurn- ingaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Sigurður Blöndal. 21:00-22:00 Bögur Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. 22:00-23:00 Á svörtu nótunum Stjórnandi: Pétur Steinn Guð- mundsson. 23:00-03:00 Næturvaktin Stjórn- endur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að iokinni dagskrá rásar1. Föstudagur 27. september 19.15 Á döfinni 19.25 Svona byggjum við hús (Sá gör man - Bygge) Sænsk fræðslu- mynd fyrir börn. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nord- vision - Sænska sjónvarpið) 19.35 Kinverskir skuggasjónleikir (Chinesische Schattenspiele) 1. Meistari Dong og úlfurinn 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Skonrokk Umsjónarmenn Har- aldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.20 Á óskastund (A Dream of Change) Áströlsk heimildamynd. í myndinni er fylgst með fjölbreyttri leiksýningu fatlaðra og þroska- heftra í Melbourne og undirbúningi hennar. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.00 Morð samkvæmt áætlun (The Parallax View) Bandarisk bió- mynd frá 1974. Leikstjóri Alan J. Pakula. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Paula Prentiss, William Daniels, Hume Cronyn og Walter McGinn. Frambjóðanda til þing- kosninga er ráðinn bani. Frétta- maður sem fylgist með málinu, uppgötvar að vitni að morðinu verða ekki langlíf. Eftirgrennslanir hans beina honum að stofnun sem þjálfar leigumorðingja. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. Mannleg og skemmtileg Moscowonthe Hudson ★★★★ Aðalhlulverk: Robin Williams, Alejandro Rey, Maria Conchita Alonso, Cleavant Derricks Leikstjóri: Paul Mazursky Lengd: 112 mínútur Bandaríkin, 1984 ■ Rússneski saxófónleikar- inn Vladiniir Ivanoff (Robin Williams) vinnur í fjölleika- húsi í Moskvu. Fjöllista- mönnunum er boðið í sýning- arferð til New York. Er þeir koma til fyrirheitna landsins ákveður vinur Vladimirs, trúöurinn, að flýja. Honum tekst það ekki, en Vladimir ákveður skyndilega að flýja í hans stað, flýja rússnesku biðraðamenninguna og setj- ast að í landi frelsisins. I stórverslun einni, nánar tillekið í Bloomingdales, byrjar Vladimir að hlaupa, eftir að hann hefur fest kaup á gallabuxum og spjallað við ítalska fegurðardís. Fylgdar- rnenn hans elta hann, en svartur öryggisvörður, Lionel Witherspoon (Gleavant Derricks) tekur hann upp á arnia sína og Vladimir er frjáls. Eftir að hafa sest að í New York skiptast á skin og skúrir í lífi Vladimirs. Aðra stundina er lífið eintóm sæla en hina stundina ófétis armæða. Þessi mynd er hin allra besta skemmtun. Hún er hreint ótrúlega fyndin á köfluni og slær á mannlega strengi. Hver og einn hlýtur að finna til samúðar með hinum góðlega Vladimir, sem vill öllum vel og lítur út eins og lítill Bangsi. Robin Williams bætir rós í hnappagatið fyrir lúlkun sína á Valdimir, enda hlutverkið eins og sniðið fyrir hann. Aðrir Ieikarar standa sig einnig með stakri prýði. Hljóð er framúrskarandi, myndataka og klipping til fyrirmyndar. Paul Mazursky hefur hér gert eftirminnilega mynd og kemst að ákveðinni niðurstöðu. Rauhar má segja að eini gallinn sé sá að reynt er að koma inn hjá fólki ákveðnum hugmyndum, þ.e. að þrátt fyrir allt sé banda- rískt þjóðskipulag skömminni skárra en sovéskt. Þaðer einnig undirstrikað með myndatöku, lýsingu, leikmynd og látbragði leikaranna. Það er drepið á ýmis mcrkismál í myndinni, samanber j umræðuna um frelsið og þá átakanlegu staðreynd að ekki er hægt að rífa menn upp frá rótum og staðsetja á nýjum stað án tengsla við uppruna sinn. Svört kómedía sem er vel þess virði að sjá. MJA ■ Úr annarri mynd Mazurskys, Kona á lausu (An Unmarried Woman) Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.