NT - 27.09.1985, Blaðsíða 12

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 12
Föstudagur 27. september 1985 12 Þriðjungur heimilisiækna: Óánægður með geð- heilbrigðiskerfið - samkvæmt könnun frá árinu 1984 ■ Er geöheilbrigðiskerfið raunveruleg þjónusta eða er þar um fílabeinsturn að ræða? Þess- ari spurningu varpaði Högni Óskarsson geðlæknir á Land- spítalanum fram í samnefndu erindi er hann flutti á lækna- þingi í Reykjavík. Högni fjallaði aðallega um niðurstöður könnunarsem hann hefur gert ásamt Tómasi Zoega og nefnd, sem starfar á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Hcimilislæknar og heilsugæslu- læknar voru spurðir ýmissa spurninga um viöhorf þeirra til Hnífsdalur: ■ Tíu ára drengur slasaðist alvarlega, þegar hann var fyrir reiðhjóli við Barnaskólann á Hnífsdal í gærmorgun. Dreng- urinn vhr ásamt öðrum börnum geðheilbrigðiskerfisins og voru sömu spurningarnar lagðar fyrir árin 1982 og 1984. í Ijós kom að læknar voru mun ánægðari með geðheilbrigðisþjónustuna þegar spurningarnar voru lagðar fyrir í seinna skiptið. Árið 1982 kvörtuðu læknarnir mcst undan því að erfitt væri að leggja sjúklinga inn auk þess sem bráðaþjónustu vantaði. í Ijós kom að menn virtust mun sáttari við þjónustuna 'í seinna skiptið en í millitíðinni hafði verið komið upp bráða- þjónustu á Landspítala og á Borgarspítala. Þó virðist enn að leik við skólann þegar slysið varð. Hann var fluttur á fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafiröi. Meiósli hans munu vera alvar- leg. víða pottur brotinn í geðheil- brigðiskerfi okkar því rúmur þriðjungur læknanna telur kerf- ið ekki fullnægjandi í daglegu starfi þeirra. Yngstu læknarnir með starfsaldur minni en 15 ár, sem jafnframt starfa á Reykja- víkursvæðinu voru óánægðasti hópurinn hvað þetta snertir. Og enn sem fyrr virtist mest gagn- rýni koma fram hjá læknunum varðandi það hversu erfiðlega gengi að fá sjúklinga lagða inn á geðdeildir, auk þess sem bráðaþjónusta væri ekki nægi- leg og hversu erfitt væri að koma sjúklingum í meðferð á göngudeildum. Högni sagði að helsta breyt- ingin sem átt hefði sér stað síðan fyrri spurningalistinn hefði verið sendur út væri sú að fleiri geðlæknar hefðu opnað eigin stofur utan geðdeildanna en áður var. Við það mætti einnig bæta að nokkrir sálfræð- ingar byðu nú einnig upp á slíka þjónustu auk bráðaþjónustunn- ar sem áður getur. Högni benti einnig á að sín reynsla væri sú að sjúklingar virtust ekki leita aðstoðar vegna geðrænna vandamála að tilhlut- an heimilis- og heilsugæslu- lækna heldur kæmu að sjálfs- dáðum eða vegna milligöngu aðstandenda. Mikið slasaður eftir reiðhjól Fanginn í Cuxhaven: ■ Högni Óskarsson geölæknir: „Aðeins lítill hluti sjúklinga leitar aðstoðar geðdeilda að tilhlutan heimilislækna.“ Rúmar þrjár vikur í haldi ■ Nýorðinn faðir og fangi í Cuxhaven - sjó- maður frá Ólafsfirði - hefur setið í fangelsi í rúmar þrjár vikur án þess að vera leiddur fyrir dóm- ara í Þýskalandi. NT leitaði til utanríkis- ráðuneytisins og innti Kristin Árnason sendi- ráðsritara eftir því hvort þetta væri eðlilegur bið- tími. Hann svaraði því til að fyrirspurn um þetta efni hefði verið send út til íslenska sendiráðsins í Þýskalandi og hefðu svör- in verið á þá leið að svo væri. Eins og NT hefur sagt frá þá er fyrirhugað að sjómaðurinn komi fyr- ir rétt 1. október. „Utanríkisráðuneytið getur ekki haft áhrif á ákvarðanir yfirvalda er- lendis,“ svaraði Kristinn spurningu um frekari fyrirgreiðslu fyrir sjó- manninn. Flókin biðstaða ■ 9. einvígisskák Garrí Kasparovs og Anatoly Karp- ovs fór í bið í gær eftir 42 leiki í afar flókinni stöðu. Eftir hægfara stöðubaráttu þar scm hvorugur keppenda áræddi að taka af skarið á miðborð- inu opnaðist taflið að nokkru rétt undir lok 5 klst. setunnar. Kasparov fórnaði þá peði fyr- iróljós færi. Biðstaðan bíður nákvæmrar sundurgreintng- ar. 9. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 (Það verður ekki séð að Kasparov sé minni kóngs- peðsmaður en Karpov og á sama hátt telst Karpov vart minni aðdáandi drottningar- peðsbyrjana en mótstöðu- maðurinn. Leikur Kasporovs ber vott um baráttuskap. Þrátt fyrir ófarirnar í 5. skák- inni og leitar aftur á náðir hvassasta, algengasta og „besta" byrjunarleiksins.) 1. .. e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4h6 (Fram að þessu hafa þeir teflt eins og í 5. skákinni en nú breytir Karpov út af. Senni- lega hefur hann viljað forðast endurbætur af hálfu Kaspa- tovs. Þá lék liann 12. - Dd7.) 13. Bc2 Rb8 (Skiptir yfir í Breyer-aftrigð- ið sem komst mjög í tísku eftir 11. einvígisskák Fischers og Spasskís í Revkjavík 1972,). 14. Bd3 c6 15. Rfl Rbd7 16. Rg3 Dc7 17. Bd2g6 18. Dcl Kh7 19. b3 Bg7 20. Dc2 Rf8 21. Be3 Re6 22. Hadl Hac8 23. Bfl Bf8 24. Hd2 Db8 25. Dbl Ba8 26. b4 Bb7 27. axb5 axb5 28. Hedl Dc7 29. Hcl Bg7 30. Hcdl Hcd8 31. dxe5 dxe5 32. Hxd8 Hxd8 33. Hxd8 Rxd8 (Eftir frámunalega litlausa stöðubaráttu þar sem hvorug- ur aðilinn hefur viljað taka af skarið er niðurstaðan alls- herjar uppskipti á hróknum. Staðan er enn í jafnvægi.) 34. c4 bxc4 35. Bxc4 Re8 36. Da2 Rd6 37. Bb3 Rb5 38. h4 Rd4 39. bxd4 exd4 40. h5 De7 41. Dd2c5 42. Dc2 ■ llí ÉL | W 111 1(1111(1 iii t II 11 p | 0 III! A 111 | v lÍílAIÍIII 11 ^HA IIIIIIMl aiAiiii ia - í þessari stöðu fór skákin í bið. Staðan hefur loksins tek- ið á sig nokkra mynd. Sem svar við 42. - cxb4 hefur Kasparov ugglaust hugsað sér 43. hxgót fxg6 44. Dc4 með flóknu tafli. Biðstaðan verður tefld áfram í dag. Helgi Ólafsson stórmeistari skrifar um skák Sinfóníuhijóm- sveit æskunnar heldur tónleika ■ Zukofsky-námskeið sem haldin hafa verið árlega frá 1977 til 1983 hafa meðal annars getið af sér afkvæmi, nefnilega Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar. Zukofsky-námskeiðið hefur verið nokkuð einangr- að og utan við tónlistarskóla- árið svo að í byrjun Árs æskunnar og Árs tónlistar- innar var ákveðið að láta til skarar skríða og stofna þessa sinfóníuhljómsveit. Starf hljómsveitarinnar verður í námskeiðaformi, þrisvar til fjórum sinnum á ári undir leiðsögn bestu stjórnenda og kennara sern völ er á. Fyrsta námskeiðið var haldið í febrúar-mars sl. undir stjórn Paul Zukofsky. Kennarar auk hans voru Bernard Wilkinson á tré- blásturshljóðfæri og Joseph Ognibebe á málmblásturs- hljóðfæri. Tónleikar voru haldnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð í lok námskeiðs- ins. En námskeiðið sem nú stendur yfir er undir stjórn Mark Reedmans. Lokatón- leikar námskeiðsins verða tvennir, hinir fyrri laugar- daginn 28. september kl. 17 í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hinir síðari í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 29. september kl. 16. Á efnisskrá verður Flugeldasvítan eftir Hándel, The Quiet City eftir Aaron Copland, Serenade fyrir 13 blásara eftir Richard Strauss og Sinfónía nr. 3 eftir Beet- hoven. ■ Sinfóníuhljómsveit æskunnar. NT-mynd: Ámi Bjana

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.