NT - 27.09.1985, Blaðsíða 14

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 14
Helgin fr Leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil?“ að störfum. Veit mamma hvað ég vil? ■ Framhaldsstofnfundur unglingaleikhópsins „Veit mamma hvað ég vil?“ verður haldinn á sunnudaginn 29. sept. kl. 15.00 í Félagsstofnun stúdenta. Öllum er frjálst að mæta. Þessi leikhópur var stofnað- ur í febrúar af nokkrum ung- lingum. Var þá strax farið af stað með verkefni og var það leiklistarhátíð og námskeið í Finnlandi. Þar flutti hópurinn frumsamið verk. ■ Jónarnir þrír: Jón Hreggviðsson, Jón Grindvicensis og Jón Marteinsson. Islandsklukkan ■ Nú hefjast sýningar á ný á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta sýningin verður á laugard. 28. sept., en einungis eru fyrirhugaðar fáar sýningar á verkinu í vetur. Þessi upp- færsla var frumsýnd á 35 ára afmæli Þjóðleikhússins í apríl sl. vor og var sýnd fyrir fullu húsi þar til leikárinu lauk í Sýning á ísafirði: Endurbætur gamalla húsa „Architecture and Renewal Exhibit“ Sýningin er samstarfsverkefni Arkitektaíélags íslands og Menningarstofnunar Banda- ríkjanna í Reykjavík og verður hún staðsett í bókasafni Mennta- skólans á ísafirði og opin til 29. september. júní. Leikstjóri er Sveinn Einars- son, en leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson. Með helstu hlutverk fara Helgi Skúlason, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Arnar Jónsson, Róbert Arn- finnsson, Sigurður Sigurjóns- son og Pétur Einarsson. Sýningin er opin daglega, virka daga kl. 18.00-22.00, en um helgar kl. 14.00-18.00, að- gangur er ókeypis. Sýningin lýsir ýmsum endur- bótum, sem gerðar hafa verið á eldra húsnæði og eldri bæjar- hlutum í bandarískum borgum. Segja má, að það sé alþjóðleg vakning nú að endurbæta gömul hús og endurbyggja og svo er og hér á landi í auknum mæli gert. Frá ísafirði fer sýningin til Vestmannaeyja. Kammerhljóm- sveitin í Heidelberg heldur tónleika í Áskirkju ■ Á tónleikaferð sinni til Bandaríkjanna mun Kammer- hljómsveitin í Heidelberg halda tónleika í Áskirkju á mánudaginn, 30. sept. 1985. I hljómsveitinni eru ungir tónlistarmenn, sem stundað hafa nánt í tónlistarháskólum víða í Vestur-Þýskalandi og koma saman nokkrum sinnum á ári til undirbúnings tónleika- ferða. Hljómsveitin hefur komið fram í mörgum löndum innan og utan Evrópu og gefið út margar hljómplötur. röltiidsgur 27. september 1985 14 Jakobína Tvær sýningar um helgina á Kjarvals* stöðum og Gerðubergi ■ Dagskrá Leikfélags Reykjavíkur úr verkum Jakob- ínu Sigurðardóttur verður sýnd tvisvar sinnum nú um helgina. Sú fyrri (önnur sýning) er í kvöld, föstudag kl. 20.30 á Kjarvalsstöðum, en sú síðari í Gerðubergi sunnudag kl. 20.30. Bríet Héðinsdóttir tók dagskrána saman og hefur um- sjón með henni, en flytjendur auk Bríetar eru Ingibjörg Mar- teinsdóttir söngkona, Jórunn Viðar tónskáld og leikararnir Margrét Ólafsdóttir, Valgerð- ur Dan, Hanna María Karls- dóttir og Þorsteinn Gunnars- son. Dagskráin samanstendur af lestri, leik og söng, m.a. úr Snörunni, Lifandi vatninu, í sama klcfa, Dægurvísu og Móður, konu, meyju. Ekki eru að svo stöddu áformaðar fleiri sýningar á dagskránni. Óskalandið heitir málverkasýning Ólafs H. Torfasonar ■ ÓlafurH.Torfason,blaða- maður og útvarpsmaður opnar málverkasýningu í golfskálan- um Jaðri á Akureyri á morgun, laugardaginn 28. sept. kl. 16.00. Sýningin ber nafnið Óskalandið, og sýnir Ólafur þar 25 olíu- og vatnslitamynd- ir, „raunsæjar og uppdiktað- ar“. Þetta er áttunda einkasýning Ólafs, en hann hefur áður sýnt í New York, Reykjavík, Þrast- arlundi, Stykkishólmi og á Ak- ureyri. Að auki hefur Ólafur tekið þátt í samsýningum. Sýningin verður opin kl. 14.00-22.00 alla daga til 12. október nk. I Kristján Jóhannsson óperusöngvari í hlutverki konungsins í Grímudansleik. Grímudansleikur í Þjóðleikhúsinu ■ „Sýning Þjóðleikhússins á Grímudansleik, einni glæsileg- ustu óperu Verdis, fær stór- kostlegar móttökur og virðist aðsókn ætla að verða gífurlega mikil, en uppselt hefur verið á sýningar til þessa og seljast rniðar upp á örskömmum tíma jafnskjótt og hver sýning er auglýst," segir í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu. 4. sýning á Grímudansleik verður í kvöld, föstudags- kvöld, en 5. sýning á sunnu- dagskvöldið. Leikstjóri er Sveinn Einars- son og hljómsveitarstjóri er Maurizio Barbacini. Með helstu hlutverk fara Kristján Jóhannsson, Elísabet F. Ei- ríksdóttir, Kristinn Sigmunds- son, Katrín Sigurðardóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Viðar Gunnarsson og Robert Becker. ■ Mynd eftir Nönnu Biichert í Kaupmannahöfn af fiski, blómi og blúndum. Listahátíð kvenna Ljósmyndasýning í Nýlistasafninu ■ Á vegum Listahátíðar kvenna verður opnuð Ijós- myndasýning í Nýlistasafninu við Vatnsstíg laugardaginn 28. sept. kl. 14.00. A sýningunni eru ljósmyndir eftir 21 konu. Konurnar eru flestar á aldrin- um 23 til 36 ára sem sýna á þessari sýningu. Nokkrar þeirra eru búsettar erlendis, t.d. Laufey Helgadóttir í París, en hún sýnir myndir af fegrun- arskurðaðgerðunt þar. Nanna Búchert er búsett í Kaup- mannahöfn. Hún sýnir upp- stillingar í lit af fiskum, blóm- um og blúndum, en Birgit Guðjónsdóttir býr í Vín og sýnir myndir teknar þar. Sýnmg á myndum teknum fyrr á öldinni oft á ódýrar kassavélar af fjölskyldu og vin- um eftir Ingu Straumland verð- ur í Skálkaskjóli tvö, Félags- stofnun stúdenta við Hring- braut frá 28. sept. til 13. okt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.