NT - 27.09.1985, Blaðsíða 15

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 15
IU' Föstudagur 27. september 1985 15 Helgin framundan Árbæjarprestakall Guðþjónustur í safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 11 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00 Sr. Ólafur Skúlason dómprófastur setur sr. Sigfinn Þorieifsson inn í embætti. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta kl. 14 í Breið- holtsskóla. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar. Fermingar- börn beðin að koma til guðs- þjónustunnar. Sr. Lárus Hall- dórsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 10.00. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Óbóleikari Daði Kolbeinsson. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Fél- agsstarf aldraðra hefst miðvikudag 2. október. Aðal- safnaðarfundur Bústaðasókn- ar vegna nýrra laga um sóknar- nefndir o.fl. verður miðviku- dag2. okt.kl. 18.00 fsafnaðar- heimilinu. Sóknarnefndin. Dómkirkjan Messa kl. 11.00 í Fríkirkj- unni. Dómkórinn syngur. Org- anleikari Marteinn H. Friðr- iksson. Sr. Þórir Stephensen. Fella- og Hólakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík Sameiginleg guðsþjónusta með Dómkirkjusöfnuðinum í Fríkirkjunni kl. 11.00. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. ÞórirStephensen. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Frí- kirkjukórinn og Dómkórinn syngja. Safnaðarstjórnin. Grensáskirkja Messa kl. 11.00.- fyrirbænir eftir messu. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag 1. okt. - fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Miðvikudag 2. okt. - Náttsöngur kl. 22.00. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigskirkja Messa ki. 11.00. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Ferming. Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Fermd verða: Anna Fanney Helgadóttir, Daltúni 4, Kópavogi. Gerðúr Sif Gunnarsdóttir, Hrauntungu 91, Kópavogi. Lára Ágústa Kristjánsdóttir, Stórahjalla 31, Kópavogi. Helgi Ellert Jóhannsson, Heiðargerði 60, Reykjavík. Langholtskirkja Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Pjetur Maack prédikar. Org- anisti Jón Stefánsson. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja Laugard. 28. sept. Guðs- þjónusta í Hátúni 10B 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag 29. sept. Messa kl. 11.00. Margrét Hró- bjartsdótir prédikar. Þriðju- dag 1. okt., bænaguðsþjón- usta kl. 18.00. Neskirkja Messa kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag 2. okt., fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seljasókn Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 11.00. Altarisganga. Fyrirbænamessa í Tindaseli 3, þriðjudag 1. okt. kl. 18.30. Fundur í æskulýðsfélaginu Tindaseli 3, þriðjudag 1. okt. kl. 10.00. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 14.00. Altarisganga. Söngstjóri og organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Gunnar Björnsson. Messa í Keflavíkurkirkju Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti er Siguróli Geirsson. Fermingarburn árið 1986. Árbæjarprestakall Væntanleg fermingarbörn mín í Árbæjarprestakalli á ár- inu 1986 eru beðin að koma til skráningar og viðtals í Safnað- arheimili Árbæjarsóknar þriðjudaginn 1. október. Stúlkur komi kl. 18.00 (kl. 6 síðdegis) og drengir kl. 18.30 (kl. hálf sjö síðdegis) og hafi börnin með sér ritföng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja Væntanleg fermingarbörn komi til skráningar þriðjudag 1. okt. kl. 5 síðdegis í Áskirkju. Sr. Árni BergurSig- urbjörnsson. Beiðholtsprestakall Fermingarbörn 1986 komi til innritunar mánudag 30. sept. kl. 15.30-17.00 í Breið- holtskóla, vesturdyr (hjá salnum).Sr. Lárus Halldórs- son. Bústaðakirkja Væntanleg fermingarbörn eru beðin um að koma í kirkj- una þriðjudag 1. október kl. 6 síðdegis. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Fermingarbörn fyrir vorið 1986 eru beðin að koma til innritunar í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg þriðjudag 1. okt. kl. 3-5 síðdegis. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan Skráning fermingarbarna fer fram í Menntaskólanum í Reykjavík (Hátíðarsal á II. hæð). Fermingarbörn sr. Þóris Stephensens mæti á mánudag kl. 5 en fermingarbörn Sr. Hjalta Guðmundssonar mæti á þriðjudag kl. 5 síðdegis. Börnin eru beðin að hafa með sér ritföng. Fella- og Hólasókn Þau börn sem ekki hafa þegar verið skráð í skólunum, komi til skráningar í Fella- og Hólakirkju föstudag. 4. okt. milli kl. 5 og 6 síðdegis. Sr. Hreinn Hjartarson. Grensáskirkja Fermingarbörn komi til skráningar í safnaðarheimilinu mánudag 30. sept. kl. 6-7 síð- degis. Sr. HalldórS. Gröndal. Hallgrímskirkja Væntanleg fermingarbörn komi til innritunar þriðjudag 1. okt. kl. 6 síðdegis. Sóknar- prestur. Háteigskirkja Fermingarbörn næsta árs komi til viðtals í kirkjuna þriðjudag 1. október kl. 6 síðdegis. Sóknarprestar. Kársnesprestakall Fermingarbörn komi til skráningar í Kópavogskirkju miðvikudag 2. okt. kl. 6 síð- degis. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Langholtskirkja Fermingarbörn í Langholts- kirkju 1986. Innritun og viðtöl við sóknarprestinn Sr. Sigurð Hauk Guðjónssen í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 18.00, þriðjudaginn 1. október. Laugarneskirkja Fermingarbörn næsta árs komi til innritunar í Laugar- neskirkju, nýja safnaðarheim- ilið, þriðjudag 1. okt. kl. 17.00. Neskirkja Börn sem fermast eiga í Neskirkju vor eða haust 1986, eru beðin að koma til skráning- ar og viðtals í kirkjunni þriðju- dag 1. okt. kl. 15.00-17.00. Sóknarprestur. Seljasókn Fermingarbörn Seljasóknar mæti til skráningar í Selja- skólanum þriðjudag 1. okt. kl. 16.00 og í Ölduselsskólanum miðvikudag 2. okt. kl. 16.00. Málverka- sýning á Matkrákunni ■ Bjarni Ragnar hefur ný- lega opnað sýningu á verkum sínum á Matkrákunni, Lauga- vegi 22, og mun sýningin standa í 2-3 vikur. Verkin eru unnin úr akríl í september ’84 á Hornströnd- um og kallar listamaðurinn þetta „mennska fugla sem liann komst í kynni við á Hornströndum “. Þetta er 7. einkasýning Bjarna Ragnars, en auk þess hefur hann verið með á nokkrum samsýningum. Verkin eru til sölu. Norræna húsið ■ Sýningu Errós lýkur á sunnudagskvöld, og er þá opið til kl. 22.00. Silfurmunasýning Bertel Gardberg í anddyri Norræna hússins stendur enn og mun ekki ljúka fyrr en 7. okt. Sjödægra í Gallerí Borg ■ í gær opnaði Stefán Axel Valdimarsson sýningu á sjö akrílmálverkum í Gallerí Borg. Sýningin, sem stendur í sjö daga hefur hlotið nafnið Sjödægra. Stefán Axel, sem nú stundar nám í erlendum listaháskóla hefur tekið þátt í allmörgum samsýningum, m.a. í Nýlista- safninu, Kjarvalsstöðum og víðar. Sýning Stefáns var opnuð á fimmtudag, en lýkur miðviku- daginn 2. október. Galleríið er opið virka daga kl. 12.00-18.00, en kl. 14.00- 18.00 laugardaga og sunnu- daga. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Reykjavík að hausti ■ Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands fer náttúruskoðun- ar- og söguferð um austur hluta Reykjavíkurborgarlands laugardaginn 28. sept. frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfis- götu 116 (gegnt Lögreglustöð- inni) kl. 13.45 og frá Arbæjar- safninu kl. 14.00. Áætlað er að ferðinni ljúki milli kl. 18.00 og 19.00 við ofangreinda staði. Fargjald er 200 kr. en frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Állir eru velkomnir. Kjörin ferð fyrir Reykvík- inga og aðra sem kynnast vilja hinni óvenju fjölbreyttu nátt- úru borgarlandsins, sögu þess og mannvistarminjum. Þetta verður í fjórða skipti sem N.V.S.V. fer um Reykjavíkur- borgarland í ferðaröðinni „Umhverfið okkar". Leiðsögumenn verða Sigríð- ur Theódórsdóttir jarð- fræðingur, Guðmundur Ölafs- son fornleifafræðingur, Tómas Einarsson kennari og Kristinn Pétur Magnússon líffræðingur. í flæðarmálinu. (Ljósm. Róbtrt.) Maðurinn og fjaran Náttúrufræðisafn undir berum himni ■ -Sunnudaginn 29. sept. verður haldinn fimmti náttúru- fræðidagurinn, sem áhugahóp- ur um byggingu náttúrufræði- safns stendur að. Fundur verð- ur haldinn á stórstraumsfjöru um hádegisbil að Hjallasandi við Brautarholt á Kjalarnesi. Þar hefur náttúran sjálf útbúið gríðarstóran „sýningarbás". Leiðbeinendur eru: Árni Waage, líffræðikennari og forstöðumaður Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Jón Bogason rannsóknarmaður, sérfróður um skeljar, Vilhjálffiur Þor- steinsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun, Þor- valdur Örn Árnason, nám- stjóri í eðlis- og Itffræði og Ævar Petersen dýrafræðingur, forstöðumaður Náttúrufræði- stofnunar íslands. Líffræðing- arnir og froskkafararnir Kristinn Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson kafa eftir ýmsu forvitnilegu og einn- ig verður með í ferðinni leið- beinandi um nýtingu og mat- reiðslu þörunga. Vestfjarðaleið býður upp á ókeypis rútuferð. Farið verður frá Náttúrugripasafninu við Hlemmtorg, Hverfisgötumeg- in (gegnt lögreglustöðinni) kl. 9.15 stundvíslega og komið á sama stað um kl. 12.30. Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu farið á eigin bíl. Hana-nú* hópurinn skoðar listaverk ■ Frístundahópurinn Hana- nú í Kópavogi gengur á morgun, laugardaginn 28. september. Á morgun er hópnum boðið að skoða listaverk eins Hana- nú-félaga í Hvömmunum. Markmið hinnar vikulegu göngu Hana-nú er hreyfing, súrefni og samvera. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12, kl. 10.00 fyrir hádegi. Allir Kópa- vogsbúar eru velkomnir. Ferðafélag íslands Helgarferðir 27.-29. sept.: ■ I) Haustlitaferð í Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Þar er miðstöðvarhitun, herbergi fyrir fjóra, einnig stærri. 2. Landmannalaugar, uppselt. Brottför kl. 20.00 í kvöld, föstudag. Farmiðasala og upp- lýsingar á'skrifstofu F.f. Öldu- götu 3. Dagsferðir sunnu- daginn 29. sept. 1) Kl. 10.30 Grindaskörð - Langahlíð - Grófín Vatnshlíð. Ekinn nýi vegurinn í Reykjanesfólkvangi, gengið upp í Grindaskörð og yfir í Vatnshlíð við Kleifarvatn. 2) Kl. 13.00 Vatnshlíð - Gullbringa. Gönguferð með- fram Kleifarvatni. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni austanmegin. Farmið- ar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafclag íslands Útivistar- ferðir Dagsferðir sunnu- daginn 29. sept. ■ Kl. 08.00 Þórsmörk - Haustlitir - Stansað í 3-4 klst. í Mörkinni. KI. 10.30 Vigdísarvellir - Selsvellir - Keilir. Gengið um gróðurvinjar Reykjanesskag- ans á Keili. Kl. 13.00 Oddafellssel - Kcilir. Gengið með Oddafelli á Keili. Einnig hægt að sleppa fjallöngunni. Síðustu afmælis- göngurnar á Keili. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu og farmið- ar seldir við bílinn. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðn- um. Muniðsímsvarann 14606.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.