NT - 27.09.1985, Blaðsíða 11

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 11
 m? Föstudagur 27. september 1985 11 s' ii i LUL Umsögn Stjömumaður í Stjörnubíói - þar sem stjörnurnar skína " v ■ Jenny og Starman eru á stöðugum flótta. Þau koma til Las Vegas og þá uppgötvar Jenny að þau eru peningalaus. Starman bregður sér inn í spilavíti og er ekki lengi að bjarga málunum. Stjórn: John Carpenter. Handrit: Bruce A. Evans og Reynold Gideon. Kvikmyndataka: Donald M. Morgan A.S.C. Helstu hlutverk: Jeff Bridges (Starman), Karen Allen (Jenny Hayden), Charles Martin Smith, Richard Jaekel. * * ■ Kvikmyndastjórinn John Carpenter sem á heiðurinn að þessari mynd hefur áður gert kvikmyndirnar The Fog, The Thing, Halloween I og II og Christine og hefur hingað til aðallega fengist við hryllings- og spennumyndir. Nú sýnir hann á sér nýja hlið og myndin ku vera önnur vinsælasta kvik- myndin í Bandaríkjunum á þessu ári. Starman er Hollywoodmynd þar sem- ást, flótti, hræðsla og grimmd fá sinn skammt. Ég hef séð þessa kvikmynd nokkrum sinnum áður því að beinagrind- in og söguþráðurinn í grófum dráttum er alveg samkvæmt for- múlunni um svona myndir. Vera frá fjarlægum hnetti kem- ur með geimskipi til jarðar, lendir inni á einhverri mann- eskju, geimferðastofnunin kemst á snoðir um geimskipið, menn forsetans fara í viðbragðs- og árásarstöðu (sem betur fer er þó forsetanum gefið frí að sinni, það eru hvimleiðar myndirnar þegar maður þarf að fylgjast með einhverjum taugaveikluð- um forseta í Hvíta húsinu) sterk tilfinningatengsl myndast milli geirverunnar og fylgdarmanns hennar, geimveran kemur upp um sig vegna árekstra við Homo sapiens, sem eru frábrugðnir henni í háttum og iögreglan og menn forsetans frétta því af henni og um síðir næst hann. Þið kannist við þetta, ekki satt? E.T. eftir Spielberg gekk út á það sama, the Man Who Fell to Earth eftir Nicholas Roeg (þótt efnistök þeirrar kvikmyndar hafi ekki beinlínis verið í stíl Hollywoodglansmyndanna) o.fl. o.fl. En það sem gefur Starman öðru fremur sæmilega andlitslyftingu er samleikur Karen Allen og Jeff Bridges. Þau eru bæði óskaplega sjarm- erandi og ástarsamband þeirra einlægt og fallegt. Og annar plús: Myndin er alveg laus við væmni - þetta er ekki svona kvikmynd þar sem ætlast er til að maður gráti síðasta hálftím- ann. Karen Allen er góð leikkona og á sjálfsagt eftir að fá mörg tækifæri í framtíðinni. Þið mun- ið sjálfsagt eftir henni úr Ra- iders of the Lost Ark eftir Spielberg þar sem hún lék gassa- legu konuna sem fór létt með að drekka gassalegustu karlmenni undir borðið. Jeff Bridges sem oft hefur leikið áhyggjulausa töffrara sýnir hér á sér nýja hlið en var oft óþarflega kauðskur og í sumum atriðum var leikur hans helst til viðvaningslegur að mínu mati. Ég gat ekki séð neitt af- spyrnumerkilegt við kvik- myndatökuna - nema kannski tæknibrellurnar í upphafi mynd- arinnar þegar geimveran klýfur mannshár í smæstu örcindir og barnið breytist í fullorðinn mann bara si sona á stofugólfinu hjá Jenny Hayden. Starman hefur notið mikilla vinsælda og jú, jú hún er ágætis afþreying. Gef henni tvær stjörnur. Margrét Rún Að gera það - eða gera það ekki ■ Alþýðuleikhúsið: Þvílíkt ástand eftir Graham Swannell. Þýðing: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld. Leikmynd og búningar: Guðný Björk Richard. Æ, er þetta enn einn kyniífs- húmoristinn? hugsar maður framan af fyrsta þætti sýningar Alþýðuleikhússins á Hótel Borg. Teddi rekur raunir sínar sem af því stafa að Lína vill sí og æ láta hann vera að gera það, og aumingja karlinn löngu upp- gefinn á þessu. Lengi vel er rætt um þetta og hann reynir að herða huginn til að tala um það við eiginkonuna. En þegar hún kemur og hefur heyrt það lækn- isráðsem Tedda var gefið, að hann verði sér úti um gott framhjáhald, bregst hún auðvit- að við á þann hátt að eggja mann sinn þvf fastar til blíðu- bragða. - Sannast að segja þótti mér fyrsti hlutinn í langdregn- asta lagi, en þegar á leið varð sýningin áhugaverðari, ogýmsir einstakir hlutar hennar voru skemmtileg leikatriði. Verk þetta er glænýtt, eftir hálffertugan Breta, og er fyrsta leikhúsverk hans. Það skiptist í fjögur sjálfstæð atriði sem þó eru nátengd. f leikskrá er efninu lýst svo: „Leikritið er súr/sæt kómedía um nútíma líf og fólk á 9. áratugnum, samskipti þess og reynslu er sterkasti bjarmi yngri áranna fer hratt dvínandi og það stendur andspænis nýrri ábyrgð. í meðferð höfundar endurspeglast þetta aðallega í kynsamskiptum innan og utan hjónabandsins." Ég nefndi kynlífskómedíu. Það kemur reyndar fljótt í Ijós að þetta 'er ósköp venjulegur samlífsrealismi. í öðrum þætti er lýst afleiðingum framhjá- halds: Viðhaldið festir ást á eiginmanninum og spillir öllu með því að kjafta í eiginmann sinn og hann fer með tíðindin í konu elskhugans. Hún hótar karli sínum auðvitað að halda nú ekki lengur aftur af sjálfri sér. Þriðji þáttur segir frá eymd karls sem eiginkonan stóð að framhjáhaldi, gerist á veitinga- húsi þar sem tveir vinir hans, lausir og liðugir, manga til við gleðikonur. - Síðasti þáttur seg- ir svo frá ungum hjónum sem ekkert komast frá barni sínu og horfa fram á dauflega tilveru - einkum karlinn - en komast svo að því að ekki er allt sem sýnist hjá öðrum heldur þótt ekki bindi börnin. Sem sagt: Þetta var ekki nýst- árlegt leikrit og sýnist satt að segja ekkert rakið viðfangsefni fyrir framsækið „alternatift'1 leikhús eins og Alþýðuleikhúsið kallar sig. Höfundurinn kann auðheyrilega vel að semja sam- töl og get ég því trúað að viðfangsefnið sé þakklátt fyrir leikhúsfólkið sjálft. Sýningin var enda liðug þótt löng væri, og textinn lipur og léttur í íslenskri gerð Sverris Hólmarssonar. Sá sem bar uppi sýninguna var Arnar Jónsson sem lék hlut- verk hins hrjáða og leiða cigin- manns í öllum þáttunum, Mæddi mikið á Arnari, en hann er svo léttvígur leikari að hon- um tókst að bregða upp sann- færandi mynd af þessum mann- gerðum öllum. Mikið væri gam- an að fara að sjá Arnar fást við veigameiri viðfangsefni. Helga Jónsdóttir og Margrét Ákadóttir fóru með veigamikil hlutverk eiginkvenna og ást- kvenna, og Bjarni Steingríms- son og Sigurður Skúlason léku smáhlutverk í einum þætti. Allt var það slétt og fellt. Alþýðuleikhúsið hefur engan samastað. Hótel Borg leggur til húsnæðið að þessu sinni og fer reyndar ekkert illa á því. Sitt- hvað mun á döfinni í vetur þótt aðstöðuleysið hamli. Vel má vera að þetta samlífsverk falli í góðan jarðveg, en ég vona að leikhúsið veröi framsæknara næst. Gunnar Stefánsson PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Póstafgreiðslumenn til starfa við póstmiðstöðina, Ármúla 25. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu póstmiðstöðvarinnar að Ármúla 25. Atvinna í boði Ráðskonaóskast að Klúkuskóla í Bjarnafirði. Þarf að geta hafið störf 15. október. Skólinn verður bæði heimanaksturs og heimavistar- skóli. Þann tíma sem heimavistin er, er um hlutastarf að ræða, annars fulla stöðu. Húsnæði er fyrir hendi á staðnum. Upplýs- ingar veita skólanefndarformaður í síma 95-3376 og skólastjóri í síma 91-50350 og 95-3379. Umsóknir sendist til Klúkuskóla, 510 Hólmavík. Tannlæknir Tannlæknir óskast til starfa við Heilsugæslu- stöð Hornbrekku, Ólafsfirði. Fyrsta flokks aðstaða og aðbúnaður. Upplýsingar veittar í síma 96-62482. Forstöðumaður Hornbrekku. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin Effco n gerir ekki við biláða bíla En hún hjólpar þér óneitanlega að halda bílnum þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan Pað ím- meira að segja svolítið gaman að þrífa með Effco þurrk- unni. Því árangurinn lætur ekki a sér standa. Rykið og óhreinindin leggja bókstaflega a flotta. Þu getur tekið hana með i ferðalagið eða sumarbústaðinn. Pað er aldrei að vita hverju maður getur átt von a. Oft er svigrum lítið i tjaldi eöa sumarbustað, ma þvi ekki mikið ut af bera til þess að allt fari a flot, ef einhver sullar eða hellir niður. En það gerir ekkert til þegar Effco þurrkan er við hendina. Ja, það er fatt sem reynist Effco þurrkunni ofraun. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og varahlutaverslunum. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinarhug við andlát og útför Valbergs Sigurmundssonar Hraunbæ 44 Jóhanna Gísladóttir Jóna S. Valbergsdóttir Sigfús M. Karlsson Valberg Sigfússon Karl Sigfússon Hjalti Sigfússon

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.