NT - 27.09.1985, Blaðsíða 18

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 18
 ■ ...Maður einn er tók þátt í maraþonhlaupi sem haldið var í Glasgow datt niður dauður eina sex hundruð metra frá mark- línu. Hjarta mannsins hrást en þctta var fjórða maraþonhlaupiö sem hann tók þátt í og var hann að auki vel undirbú- inn fyrir kcppnina að sögn lækna. Hlaupið fór frain við íslenskar að- stæður kalt var og rigning... ...Moeten Frost, danski badmintonsnillingurinn, íhugar nú að setjast að í Englandi. Hann sagði fréttamönnum að nauð- syn væri aö breyta til í þeim tilgangi að fá sem mest út úr þcim timm árum cr hann ætti eftir í íþróttinni. Hann neitaði hinsvegar ekki að háir skattar í Danmörku hefðu cinnig sitt að segja mcð þessa fyrirætlun... ...Tomas Smid frá Tékk- óslóvakíu vann sigur á Svíanum Mats Wilander í úrslitaleik Grand Prix mótsins í Genf sem fram fór á sunnudaginn. Fjöl- hæfni Smids færði honuin öruggan sigur, 6-4 og 6-4... ... Nú hefur verið ákveðiö að leikur Belga og Hol- lendinga um sæti í úrslita- kcppni HM í Mexíkó sem vera átti á Heysel-leik- vangnum verði á leikvelli Andcrlecht, Parc Astrid. Astæðan fyrir því að hrcylt var uni leikvöll cr sú að FIFA licfur úr- skurðað Heysel-leikvöll- inn óliæfan til slíkrar kcppni þar eö hann full- nægir ekki öryggiskröf- um. Eins og menn inuna þá urðu mikil ólæti á Hcysel-leikvangnum fyrr á þcssu ári er Juventus og Livcrpool spiluðu til úr- slita í Evrópukeppninni. Var öryggisástæðum kennt um þau ólæti að nokkru leyti... Föstudagur 27. september 1985 18 jþróttir V-Þýskaland: „Keisarinn“ áfram ■ Það voru fáir áhorfendur á „Dalnum“ á síðasta leik Charlton. Enska liðið Charlton Athletic: ■ Landsliösþjálfari þeirra V- Þjóðverja Frans Beckenbaucr hefur framlengt samning sinn til ársins 1988. Beckenbauer féllst á að halda áfram eftir jafnteflis- leik Þjóðverja og Svía í fyrra- kvöld, en stigið úr þeim leik tryggð' Þjóðverjum ferð til Mexíkó að ári. Formaður v-þýska knatt- spyrnusambandsins, Hermann Neuberger sagði við blaðamenn eftir jafnteflisleikinn að þegar Flytur burt úr „Dalnum“ - eftir 66 ára dvöl á „The Valley“ fer liðið á Shelhurst Park - Gera önnur lið svipað? hefði verið búið að ganga frá samningnum í höfuðatriðum en Beckenbauer hefði viljað bíða þar til öruggt væri að þýska liðið færi í úrslitin í Mexíkó. Beckenbauer tók við stjórn þýska liðsins eftir Evrópu- keppni landsliða sem fram fór í Frakklandi á síðasta ári. Á und- an honum hafði Jupp Derwall verið aðalmaður en þar sem liðið vann hvorki Heimsmeist- arakeppnina né Evrópukeppn- ina voru nokkrar óánægjuraddir farnar að heyrast því markið hefur ávallt verið sett hátt á þeim bæ. ■ Um síöustu helgi lék knatt- spyrnufélagið fornfræga, Charl- ton Athletic sinn síöasta leik á þeim tignarlega velli „The Valley“ sem síðustu sextíu og sex árin hcfur þjónað Lundúna- liðinu sem heimavöllur og aöal- hækistöðvar. Charlton Athletic færir sig nú yfír til Shclhurst Park, heima- vallar Crystal Palace og munu þcssi tvö 2. deildarlið deila vell- inuni mcö sér í framtíöinni. Þcssi flutningur gæti átt cftir að skapa fordæmi scm önnur liö tækju upp. Lið eins og Birming- ham og Aston Villa, bæði liöin frá Nottingham svo og Bristol eru vcl líkleg til að lcika á sama hciniavclli i framtíðinni. Til- gangurinn er sá að láta fjárhags- lega dæmið ganga bctur upp. Þessi tilhögun er rcyndar al- mennt tíðkuð í öðrum löndum V-Evrópu og hefur þar tekist vel. í Englandí, þar sem knatt- spyrnan er upprunnin og á sér enn hvað sterkastar rætur meðal fólks úr verkalýðsstétt, gætu slíkir flutningar aftur á móti átt eftir að auka enn á hjálparleysi og óvissu hinsalmennaáhanganda, sem enn skilur ekki að félögin eru nú rekin meir og meir sem fyrirtæki þar sem hagnaður ellegar tap eru tvö lykiorðin. Charlton slapp ekki við mót- mæli á laugardaginn síðasta. Áður en leikur þeirra gegn Stoke hófst komu nokkrir áhorfendur sér fyrir á gráum og stórum austurhluta vallarins sem nú cr lokaður vcgna slysa- hættu en tók, á gúllaldartímabili félagsins, við 27 þúsund áhorf- endum. Þar voru þeir í nokkra 'stund áður cn lögreglan kom og fjarlægði þá. í hálfleik réðust svo um tvö hundruð manns inn á völlinn og tóku sér sæti á miöjunni. Þar kallaði fólkið til stjórnenda félagsins, sem sátu upp í stúkum sínum: „Við verð- um ekki flutt" Stuttu síðar var hópnum tvístrað og rekinn af velli. í raun er brottför liðsins frá „The Valley" óhjákvæmileg því kostnaðurinn við að kaupa völl- inn (félagið hefur leigt hann) er geysilegur og færi ekki undir 150 milljónum íslenskra króna. Um þetta deila fæstir sem pen- ingavit hafa en það athygl- isverða við þetta mál er hversu 'skýrt kemur fram sú breyting, á sambandi félagsins og stjórn- enda þess við áhangendur, scm átt hefur sér stað á síðustu tveimur til þremur áratugum. Áður fyrr voru félögin tengd sterkum böndum við ákvcðið hverfi. borg ellegar hérað og menningu þess. Nú, aftur á móti, halda kaupsýslumenn um stjórnvölinn og þeir sjá leikinn sem nokkurs konar söluvöru fyrir friðsamar miðstéttarfjöl- skyldur - af því er tilkomið allt tal um aukinn sætafjölda og þæg- indi yfirleitt. Leikurinn varhins- vegar upprunalega fundinn upp fyrir nýjan og örtvaxandi verka- lýðinn og ofbeldi og einfaldleiki knattspyrnunnar hefur ætíð höfðað sérlega vel til karlmanna úr verkalýðsstétt. Nútíma læti og erjur á áhorfendapöllum enskra knattspyrnuvalla gætu kannski verið að nokkru leyti skýrður út frá þessari spennu milli hins hefðbundna og nýja. Charlton hefur einu sinni áður flutt frá „The Valley". Það var árið 1923 er félagið tók upp á því að leika í Catford, sem er aðeins í fimm kílómetra fjar- lægð frá dalnum góða. Þessir flutningar mistókust hrapalega því áhangendur liðsins hrein- lega hættu að mæta á völlinn. Forráðamenn Charlton krossa sig nú í bak og fyrir og vona að :-)v\SV%\\NWV\N3tN\NVNVN\NVS\NN\VVVVXN\N\,CWWNVj SKOVAl VID ÓDINSTOHO býður eitt fjölbreyttasta úrval af kven- og barnaskóm og=núgetur konan tekið eigin- manninn með því karlmannaskór fást orðið í úrvali. ☆ Komið og sannreynið áratuga lipra þjónustu afgreiðslufólksins. ☆ Við tökum daglega upp nýjar gerðir af haust- og vetrarskóm. ☆ Skóval hefur skó fyrir alla fjölskylduna. spariskó - götuskó - leðurstígvél - vinnuskó - íþróttaskó - inniskó SKÓVAL VIÐ ÓÐINSTORG ÓÐINSGÖTU 7, SÍMI 14955 WWWWWWWVWWWWWWWWWWWNW: ...... I Rush skorar ekki í næsta landsleik. Rush í leikbann ■ Framherjinn hættulegi Ian Rush er nú kom- inn í cins leiks bann með landsliði Wales. FIFA dæmdi hann í bann fyrir að fá tvær bókanir í síðustu landsleikjum Wales. Bannið mun Rush að ölluin líkindum taka út í vináttuleik gegn Ungverjum þann 16. október. Armenningar ráða ■ Skíðadeild Ármanns hefur nýverið ráðið til sín þrjá þjálfara fyrir komandi vetur. Það eru þeir Hans Kristjánsson, Helmut Maier, og Ólafur Harðarson. Hans og Helmut eru báðir þekktir sem skíðakennarar úr Kerlingarfjöllunum, og hafa reyndar báðir þjálfað áður hjá skíðadeildinni. Störf Helmuts hjá Ármanni s.l. vetur lciddu af sér góðan árangur hjá keppendum deildarinn- ar, enda er hér á ferðinni úrvals þjálfari með mikla reynslu á alþjóðamælikvarða bæði sem þjálfari og keppandi. Þrekæfíngar eru hafnar og eru þær við sundlaugarnar í Laugardal á mánudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum kl. 18.45. sagan endurtaki sig ekki því þrátt fyrir allt eru tryggir aðdá- endur enn lífssprauta atvinnu- knattspyrnunnar. STADAN 1 ■ Staðan í 1. deild í handbolta: 1 Vikingar ... ... 2 2 0 0 54-29 4 Valur ... 2 2 0 0 58-41 4 Stjaman ... ... 2 1 1 0 39-36 3 FH ... 2 1 0 1 51-50 2 KR ... 1010 18-18 1 Fram ... 2 0 0 2 38-46 0 KA ... 1 0 0 1 14-23 0 Þróttur ... 2 0 0 2 42-61 0 ■ Sigurvegarar á Rosenthal-golfmóti kvenna á Nesvelli. Talið frá vinstri: Guðlaug Einarsdóttir, Þórdís Jóhannesdóttir, Kristine Eide, Alda Sigurðardóttir, Aðalheiður Jörgensen, Margrét Guð- jónsdóttir, Þóra Þórðardóttir, Agnes Sigurþórsdóttir og Guðrún Geirdal. Fyrir aftan er fulltrúi Rosenthal verslunarinnar sem gaf verðlaun í mótinu. Rosenthal-golf ■ Fyrir rúmri v’iku fór fram Rosenthal-golfmótið á Nesvelli. Þetta er kvennamót og voru alls 55 sem mættu til keppninnar. Keppt var í þremur flokkum og urðu úrslit sem hér segir: 1. fl. Konur með forgjöf 16-24 Alda Sigurðardóttir GK 72 högg netto Aðalheiður Jörgensen GR 73 högg netto Ágústa Guðmundsdóttir GR 80 högg netto 2. fl. Konur með forgjöf 25-31 Kristine Eide NK 71 högg netto Agnes Sigþórsdóttir GE 72 högg netto Margrót Guðjónsdóttir GK 74 högg netto. 3. fl. Konur með forgjöf 32-42 Þóra Þórðardóttir GK 77 högg netto Guðrún Geirdal GL 80 högg netto Þórdís Johannesdóttir NK 80 högg netto Aukaverðlaun hlaut Guðlaug Einarsdótt- ir GR. Hollandsgolf ■ Á dögunum stóðu Sam- vinnuferðir Landsýn fyrir golf- ferð til Hollands, líkt og gert var á vegum sömu ferðaskrifstofu á sama tíma í fyrra. Hópurinn dvaldi þá eins og núna í sumar- húsunum í Kempervennen, en þar í næsta nágrenni eru margir frábærir golfvellir. Leikið var á nokkrum þessara valla og einnig skroppið yfír til Belgíu og leikið þar. Veðrið lék við kylfingana í þessari ferð, sem stóð yfir í 14 daga, og var því mikið slegið af höggum. Aðstæður á golfvöll- um í Hollandi eru gjörólíkir þeim sem þekkjast á Islandi - allt eru það skógarvellir og trén því versti óvinurinn, en á móti kemur brautir eins og þær gerast bestar og flatir sem eru eins og teppi að sjá og ganga á. Sem sé golfvellir í hæsta gæðaflokki. í sambandi við ferðina var haldið mikið golfmót. Fór það að þessu sinni fram á golfvellin- um í Leende. Voru þar leiknar 36 holur á tveim dögum. Sigur- vegari í keppninni í ár varð kennslukona frá Hornafirði, Auður Jónasdóttir. Hlaut hún að launum glæsileg eignarverð- laun - svo og aðalverðlaun keppninnar, en þau voru endur- greiðsla á golfferðinni sjálfri. Auður lék 36 holurnar á 175 höggum, og var fimm höggum á undan næsta keppenda. Röðin varð annars þessi: Auður Jónasdóttir GHH ........ 175 Bárður Guðlaugsson, GN ....... 180 Jón Júlíus Sigurðsson, GR..... 193 Bjöm Gíslason, GHH.............203 Aðrir léku á aðeins fleiri höggum. I sambandi við ferðina var einnig haldið Mini-golfmót í Kempervennen. Þar sigraði Bárður Guðlaugsson í karla- flokki, Guðný Einarsdóttir í kvennaflokki og Einar Bárðar- son í unglingaflokki. Stainrod góður ■ Simon Stainrod sem spilaði með Sheffíeld Wed. en var síðan seldur til Aston Villa kom við sögu í deildarbikarleik Villa og Exeter. Hann skoraði öll fjögur mörk Villa í leiknum sem end- aði 4-1. Stainrod var á leiðinni til Barcelona en hætti við á síðustu stundu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.