NT - 27.09.1985, Blaðsíða 19

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 19
Föstudagur 27. september 1985 19 Reykjanesmótið í körfuknattleik: Njarðvíkingar urðu meistarar Sigruðu Hauka í hörkuleik í gærkvöldi með 66 stigum gegn 59 ast í gott líkamlegt form fyrir íslandsmót. Henning stjórnaði spili Haukanna af myndarskap og Webster raðaði niður jafnt og þétt. Valur lenti hinsvegar snemma í villuvandræðum og varð að hvíla ókristilega mikið í fyrri hálfleik. Eðlileg afleiðing af öllu þessu var clv/ Haukar voru yfir í hálfleik 41-34. í síðari hálfleik komu Suður- nesjabúarnir aftur á móti spræk- ir til leiks og sigruðu á jöfnu liði. Webster gerði 31 stig fyrir Hauka. Valur, 14 stig og Arni Lár., 11 stig skoruðu mest fyrir nýbakaðá Reykjanesmeistar- ana. Rétturandi - finnst ennþá meðal keppenda í íþróttum ■ Júdómaður frá Egyptalandi og pólskur lyftingamaður voru meðal verðlaunahafa í útnefn- ingu einni sem kennd er við réttan íþróttaanda. Sá egypski fórnaði Olympíugulli sem hann hefði hæglega getað orðið sér út um hefði hann sótt á veikan fót mótherja síns, en sá pólski sagði tölvu hafa logið til um rétta þyngd sína og missti þar með af verðlaunasæti. Mohamed Ali Rashwan keppti til úrslita í opnum flokki á síðustu Olympíuleikum og mætti þar Japananum Yasuhiro Yamashita senr er þrefaldur heimsmeistari. Japaninn var hinsvegar meiddur á hægri fæti og Rashawan hefði því getaö sótt eingöngu á hægri lilið meist- arans. Það gerði hann ekki held- ur einbeitti sér að hinni hliðinni. Dariusz Zawadzki frá Pól- landi var búinn að vinna til verðlauna á Heimsmeistaramóti unglinga í lyftingum senr fram fór á Lignano á Ítalíu. Hann deildi þriðja sætinu með öðrum kappa en þar sem hann var léttari átti hann að fá verölauna- peninginn í sínar hendur. En hinn heiðarlegi Pólverji skilaði hinsvegar medalíunni og sagði þyngd sína vera 500 grömmum meiri cn gefið var upp á tölvu- útskrift. Missti hann þar með af bronsi. Þá fengu fylgismenn danska landsliðsins, senr fóru rneð liö- inu til Frakklands á síðasta ári, sérstaka viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu og réttan anda á áhorfendapöllum. Verðlaun þessi liafa verið gef- in síðan 1964 og hefur séö um þau alþjóðleg nefnd um „réttan íþróttaanda" og nefnd á vegum UNESCO. Knattspyrna: Kanada til Mexíkó ■ Valur Ingimundarson og félagar höfðu betur í viðureigninni við Hauka. Eins og sjá má var lítið gefið eftir í baráttuleik. NT-mynd Árni Bjarna. ■ Njarðvíkingar unnu sigur á Haukum í úrslitaleik Reykja- nessmótsins í körfu er fram fór seint, öllu heldur mjög seint í gærkvöldi. Njarðvíkingar skor- uðu 66 stig á móti 59 stigum Hauka. Á undan úrslitaleiknum léku Reynir frá Sandgerði og Breiða- blik um þriðja sætið í mótinu. Sandgerðingar með þjálfarann Gylfa Þorkclsson í fararbroddi. Veittu Breiðabliksmönnum öfl- uga og frekar óvænta keppni. I hálfleik var ekki nema fjögurra stiga munur Sandgerðingum í hag, 40-36. Breiðablik seig svo framúr í byrjun seinni hálfleiks og héldu forskotinu til enda leiksins. Lokatölur urðu 78-70 Blikum í hag. Hannes Hjálmars- son skoraði nær hclming stiga Blika eða 31 talsins og var í hörkuformi. Hjá Sandgerðing- um var Gylfi rneð 24 stig og máttarstólpi í ungu liði. Magnús Brynjarsson og Árni Björn Erl- ingsson léku einnig ágætlega fyrir Reyni. Þá hófst úrslitaleikurinn og var strax augljóst að lítið yrði gefiðeftir. Keyrslan vargífurleg og leikmenn greinilega að kom- ■ Þegar Kólumbía tilkynnti að sökum erfiðleika í landinu gæti HM árið 1986 ekki farið fram þar þá voru Kanadamenn meðal þeirra fyrstu til að sækja um keppnina. Þetta gerðu þeir í og með til að komast í keppn- ina (sem gestgjafar). Þessu til- boði Kanadamanna var hafnað og Mexíkó fékk keppnina. Þetta var verulegt áfall fyrir Kanada- menn sem með því að halda keppnina ætluðu að reyna að rífa upp áhugann fyrir knatt- spyrnu í heimalandi sínu. Kan- adamenn urðu síðan fyrir öðru áfalli í vor er Ijóst var að N-Ameríku-knattspyrnudeildin Pollamót ■ Um síðustu helgi var haldið á Akranesi polla- mót eitt í knattspyrnu og voru fjögur lið mætt til leiks. Þetta var frumraun með mót á þessum tíma hjá Skagamönnum og þótti takast með ágætum. Jón Sveinsson, lögfræðing- ur, gaf vegleg verðlaun og líklegt er að mót þetta verði fastur liður í knatt- spyrnulífi þeirra Skaga- manna. í flokki A-liða sigruðu heimamenn en Valur varð í öðru sæti. Þá voru kosnir bestu leik- mennirnir og var Árni Gautur Arason ÍA valinn úr hópi markvarða. Besti varnarmaðurinn var hins- vegar Gunnar Leifsson ÍK og sóknarmaður var kjörinn Stefán Þórðarson ÍA. I flokki B-liða sigraði ÍA einnig en næstir voru UBK. Valur varð síðan í þriðja sæti en ÍK lenti í fjórða sætinu. íþróttir og stjórnmál: Kína fylgjandi sameinuðum OL (NASL) yrði lögð niður þar eð ekki voru nægjanlega mörg lið í deildinni. NÁSL hafði verið uppeldisstöð fyrir knattspyrnu- menn í Kanada og að minnsta kosti tvö lið frá Kanada höfðu gert það gott í deildinni, Van- couver og Toronto. Þrátt fyrir þessi áföll þá eru Kanadamenn nú komnir í úr- slitakeppnina í Mexíkó á næsta ári. Að vonum er það mikið gleðiefni fyrir kanadíska knatt- spyrnusambandið og hafa for- ráðamenn þess í hyggju að reyna að nota sér þessa vel- gengni til að reyna að koma á kanadískri knattspyrnudeild. Lokapunktur Kanadamanna í undankeppninni var er liðið lagði Hondúras að velli 2-1 fyrir skömmu. En í landi þar sem nær allir eru „útlendingar“ þá hefurKan- adamönnum tekist að koma sér upp ágætu liði sem byggir að mestu á heimamönnum. Eini leikmaðurinn í 16 manna hóp sem hefur þroskast sem knatt- spyrnumaður utan Kanada er Carl Valentine sem er fæddur í Manchester á Englandi og spil- aði um tíma með West Brom- wich í ensku 1. deildinni. Af 16 manna hópi eru 10 innfæddir Kanadamenn. Þeirra þekktast- ur er án efa Bruce Wilson. Hann er 34 ára vinstri bakvörð- ur og hefur leikið 48 landsleiki fyrir Kanada. Wilson hefur leik- ið í 11 ár í NASL-deildinni og fimm sinnum komst hann í úr- valslið deildarinnar (All-Star). Wilson er höfuð varnarinnar hjá Kanadamönnum en með honum í þeim slag er m.a. Bobby Lenerduzzi sem er fædd- ur í Vancouver eins og Wilson. Hann spilaði um tíma með Reading í Englandi. Þá er mið- vörðurinn í liðinu atvinnumað- ur með La Chaux de Fonds í Sviss. Sá heitir Ian Bridge og hefur m.a. leikið með Mike England, framkvæmdastjóra welska landsliðsins, er þeir voru hjá Seattle Sounders í NASL- deildinni. Tveir aðrir leikmenn fæddir í Kanada eru uppistaða liðsins. Á miðjunni er Randy Ragan sem fæddur er í Alberta en spilaði með Toronto Blizzards í NASL-deildinni. Hannersann- kallaður vinnsluhestur og kallar ekki allt ömmu sína. Hinn er markaskorari liðsins Dale Mit- chell sem fæddur er í Vancouver og gerði fjögur mörk í þremur leikjum í undankeppninni. Af þeim er fæddir eru erlendis en eru orðnir kanadískir ríkis- borgarar má nefna markvörðinn Tino Lettieri sem fæddur er á Ítalíu og bjó þar til sjö ára aldurs. Lettieri er snjall mark- vörður og var tvívegis vaiinn markvörður ársins í NASL- deildinni. Nú eru Kanadamenn sem sagt komnir í HM í fyrsta sinn frá því þeir hófu þátttöku í keppn- inni fyrir 28 árum. ■ Forráðamenn í Kína létu hafa eftir sér í vikunni að sú hugmynd að bæði Suður- og Norður-Kórea sæju sameigin- lega um næstu Olympíuleika væri sniðug og verð umhugsun- ar. Kínverjar taka því í sama streng og Sovétmenn sem lýst hafa sig mjög svo fylgjandi þess- ari tilhögun. Zhong Shitong sem er for- maður kínversku Olympíu- nefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu Nýja Kína að hug- myndin væri „verð alvarlegrar íhugunar.“. Fréttastofan sagði að Zhong hefði sent Alþjóða Olympíunefndinni bréf þar sem hvatt var til þess að umræður milli kóresku ríkjanna tveggja færu fram og að Alþjóða Olympíunefndin gerði allt sitt til að „tryggja jákvæðan árangur úr viðræðunum". í S-Kóreu hafa menn hinsveg- ar neitað öllum viðræðum og Hægur bati ■ Það hefur kannski ekki farið fram hjá neinum sem fylgdist með landsleik ís- lendinga og Spánverja að Arnór Guðjónssen, sá frá- bæri knattspyrnumaður, var ekki í fullkomnu leik- formi. Bati Arnórs, er því miður, hægur og eitthvað getur dregist þar til hann verður kominn á fulla ferð að nýju. haldið fram að hér væri um pólitískt bragð að ræða. Það er hinsvegar ekkert launungamál að áhrifamenn innan Alþjóða Olympíunefndarinnar vilja gjarnan að Sovétmenn og Kín- verjar taki þátt í næstu Olym- píuleikum og því gætu forráða- menn í Seoul þurft að beygja sig ug ræða við vini sína í norðri. Ekki ferðast ■ Aðdáendur Glasgow Rangers eru nú beðnir heitt og innilega að ferð- ast ekki til Spánar í því skyni að fylgjast með liði sínu lcika við Atletico Osasuna í síðari viður- eign félaganna í Evrópu- keppninni. Rangers vann í Glas- gow með einu marki gegn engu og eru nienn nú hræddir um að Skotar, spenna og Spánn blandist ekki vel saman nema síð- ur sé. Leikurinn fer fram 2. októhcr. Jock Wallace fram- kvæmdastjóri Rangers sagði við blaðamenn eftir fyrri leikinn: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja við hinn sanna áhanganda að fara ekki - en það er samt öllum fyrir bestu því félagið verður að gjalda þess ef eitthvað fer úrskeiðis.11 ■ Brosandi leikmaður Toranto Blizzard - og hefur ástæðu til.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.