NT - 27.09.1985, Blaðsíða 10

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 10
flokksstarf Blönduósingar - Blönduósingar Almennur borgarafundur um sjávarútvegsmál og hafnaraö- stööu á Blönduósi verður haldinn á Hótel Blönduósi þriöjudag- inn 1. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Hver er framtíð útgeröar frá Blönduósi. Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra. 2. Hver er afstaða þingmanna Framsóknarflokksins á Norður- landi vestra til útgerðar og hafnarframkvæmda á Blönduósi. Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson alþingismenn svara því. Dagskrá nánar auglýst síðar. FUF A-Húnavatnssýslu. Norðurland - eystra Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason, halda almennan stjórnmálafundi sem hér segir: Laugardagur28. seþtemberkl. 15.00Samkomuhúsið, Hrísey Sunnudagur29. seþtemberkl. 21.00 Barnaskólinn, Barðadal Miðvikudaginn 2. október kl. 21.00 Bergþórshvoll, Dalvík. Fimmtudaginn 3. október kl. 21.00 Tjarnarborg, Ólafsfirði. Föstudagur 4. október kl. 21.00 Samkomuhúsið, Grenivík. Framsóknarflokkurinn Vesturland Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra og Davíð Aðal- steinsson alþingismaður, halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Föstudag 27. sept.kl. 21 Mettubúð Olafsvík Fundur á öðrum stöðum í kjördæminu auglýstir síðar. Framsóknarflokkurinn Konur - Kópavogi Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna verður haldinn þriðjudaginn 1. októbern.k. í Framsóknarsalnum, Hamraborg 5 og hefst kl. 20.35. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf 2. Veitingar 3. Framboðsmál. Framsögumaður Elín Jóhannsdóttir 4. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórn Freyju. Mosfellssveit - Kjalarnes - Kjós Aðalfundur Framsónarfélags Kjósarsýslu verður haldinn fimmtudaginn 3. október kl. 20.30 í Hlégarði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Föstudagur 27. september 1985 10 Steinþór Carl Olafs- son f rá Skagaströnd Fæddur 18.11,1923 Dáinn 18.9.1985 Horfinn er af sviði jarðlífsins gamall og góður félagi frá æsku- árum, traustur vinur sem ætíð mundi eftir fornum kynnum. Sí- fellt glaður og reifur. Slíkra er gott að minnast að leiðarlokum. Steinþór Carl var fæddur á Skagaströnd. Voru foreldrar hans hjónin Ólafur Lárusson og Björg Carlsdóttir Berndsen. Samtímis Steinþóri fæddist sonur, sem gefið var nafnið Theódór Lárus. Auk þeirra bræðra fæddust þeim hjónum dóttirin Sigríður og sonurinn Ólafur Árni, en hann lést af slysförum vorið 1939, aðeins sex ára að aldri. Var mikill harmur kveðinn við hið sviplega fráfall hans. Foreldrunum var hann einkar kær, svo og afa og ömmu sinni, Carli Berndsen og Steinunni konu hans. Ég minn- ist þessara systkina allra. Þegar ég var á Skagaströnd lék ég mér með tvíburunum, Steinþóri og Theódóri. Þeir voru yndislegir félagar. Theódór er látinn fyrir mörgum árum. Hann var þjónn og mjög þekktur á þeim vett- vangi. Ég var í barnaskóla með bræðrunum, fyrst á Skagaströnd (Hólanesi) og síðar á Ytri-Ey. Kennari okkar var hinn Ijúfi og leiðandi maður, Sigurjón Jó- hannsson. Vart minnist ég að hafa haft betri kennara um mína daga, og hef ég þó kynnst þeim býsna mörgum. Skömmu áður en Steinþór féll frá, (varð bráðkvaddur heima hjá sér) átti hann tal við mig í síma og spurði mig að því hvort ég mundi geta útvegað sér ljóðabók föður míns, Andstæð- ur, hann hafði glatað eintaki því er honum hafði áskotnast - frá afa sínum, Carli Berndsen. Ein- takið var áritað af föður mínum. Þótti vini mínum að vonum slæmt að missa bókina. Ekki gat ég bætt úr þessu. sem varla er von, því að Ijóðabækur föður míns, tvær að tölu, mega nú heita ófáanlegar hjá fornbóksöl- um. Daginn eftir lagði ég leið nn'na, ásamt konu minni, til Steinþórs og konu hans, Guð- Dapurleg frá- sögn en fróðleg Erlendar bækur: Heinrich Harrer: Return to Tibet ■ Translated from thc Germ- an by F.wald Osers. Penguin Books 1985 184 bls. Höfundur þessarar bókar, Heinrich Harrer, á að baki all sérkennilegan feril. Hann er Austurríkismaður að uppruna, en lenti í bresku fangelsi á Indlandi í síðari heimsstyrjöld. Honuni tókst að flýja ásamt öðrum landa sínum og komust þeir landleið til Tibet eftir miklar þrengingar á fjöllum uppi. í Tíbet dvöldust þeir síðan um sjö ára skeið og urðu fyrstir vestrænna manna til þess að vinna fullt traust Tí- beta. Varð Harrer aðalverk- fræðingur landsins og að auki einn af kennurum Dalai Lama. Hann flýði landið er Kínverjar réðust inn í það árið 1952, en skrifaði síðan bók um dvöl sína með fjallaþjóðinni. Hún bar nafnið Sjö ár í Tíbet og fór sigurför um heiminn, enda þóttu frásagnir Harrers af daglegu lífi Tíbeta bæði snjallar og fróðlegar og bókin öll ágætlega samin. Sumarið 1982 sneri Harrer aftur til Tíbet og dvaldi þar um skamma hríð. í þessari bók greinir hann frá þeirri heim- sókn og því hvernig landið og þjóðin kontu honum fyrir sjónir, eftir að hafa lotið kín- verskri stjórn um árabil. Sú frásögn er í senn fróðleg og dapurleg. Hin eldforna og sér- stæða menning Tíbeta er á undanhaldi og Kínverjar hafa eyðilagt fjöldann allan af þjóð- legum og trúarlegum helgigrip- um. Þeim hefur þó ekki tekist að bæla niður sjálfstæðisvitund fjallaþjóðarinnar og einmitt nú virðist ýmislegt benda til þess að Tíbetar séu að rétta úr kútnum. í ferð sinni ræddi Harrer við ýmsa gamla vini og kunningja f Tíbet og átti jafn- framt langt viðtal við Dalai Lama, sem býr í útlegð á Indlandi. Frásögn hans af þeim viðtölum er fróðleg og at- hyglisverð, auk þess sem hann greinir allnokkuð frá lífi og lífskjörum tíbetskra útlaga á vesturlöndum og reynir að skyggnast inn í framtíðina og segja nokkuð fyrir um hvernig málefni Tíbeta muni þróast á komandi árum. Þetta er fróðleg bók og for- vitnileg, en full af depurð og eftirsjá eftir horfnum heimi, sem kemur aldrei aftur. Jón Þ. Þór. rúnar Halldórsdóttur, að Há- bergi 14 hér í borg. Viðtökur voru alúðlegar mjög. Hér hitt- ust tveir gamlir félagar. Var gaman að ræða við þau hjón. Steinþór hafði orðið fyrir alvar- legu umferðarslysi í fyrrasumar, og hafði ekki enn náð sér eftir það. Ekki bauð mér þó í grun, að tíu dögum síðar frefti ég lát hans í útvarpinu. Hann hafði tvívegis kennt alvarlegrar hjarta- bilunar á síðustu árum, tjáði mér kona hans er ég ræddi við hana eftir að ég hafði heyrt lát manns hennar getið. Fjölskyldurnar á Skagaströnd og á Vindhæli á Skagaströnd og á Laxárdal voru mikið vinafólk. Faðir minn og Ólafur Lárusson, svo og Carl Berndsen, voru alúðarvinir. Þá Björg og Stein- unn. Er nú gott að minnast þessa ágætisfólks, er ævidegin- um er tekið að halla. Störf Steinþórs Carls voru lengstaf á vegum Pósts og síma. Ferðaðist hann um allt land á vegum þessarar stofnunar, og mun hafa komið svo að segja á hvern bæ á landinu í sambandi við þetta starf sitt. Það sagði hann mér, er fundum okkar bar síðast saman. Hann var traustur starfsmaður, og sárt þótti hon- um að geta ekki lengur sinnt störfum á vegum Pósts og síma. En hann vonaði hið besta. Lundin var létt til hinstu stundar. Steinþór kvæntist eftirlifandi konusinni, Guðrúnu Halldórs- dóttur frá Blönduósi, hinn 20. desember 1952. Eignuðust þau fimm börn. Eru þrjú þeirra gift og hafa stofnað eigin heimili. Dóttir er heima og stundar há- skólanám (í Kennaraháskóla íslands) og sonur einnig heirna. Er hann ennþá í grunnskóla. Öll geyma þau minningu Stein- þórs í þakklátum huga. Far þú í friði, vinur, friður Guðs þig blessi ævinlega. Með innilegum samúðar- kveðjum til aðstandenda hans. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. ■ Á borðinu liggja tvö tíma- rit, 5. tbl. Veru og 6. tbl. Bjarnta, tímarit sem í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt. Að baki Veru standa Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Þetta tölublað er helgað barneignunr og í samræmi við það prýðir forsíðuna gömul mynd af stoltri móður með barn í fangi og annað við hné sér. En þessari friðsemd er síðan ögrað með spurning- unni: „Er þetta hamingjan?" Flestar greinar í blaðinu eru eins konar hólmganga gegn staðlaðri og viðtekinni móður- hugmynd. Lítið er dvalið við hamingjuna sem fylgir því að eiga og eignast börn enda nógu algengt umræðuefni. Hins veg- ar er rætt við konur sem hafa kynnst og vilja ræða um „hinar" hliðarnar sem fylgja barneignum. T.a.m. segir 35 ára kona sína sögu. 16 ára eignaðist hún sitt fyrsta barn og 19árasittþriðjaogseinasta. Hún verður ófrísk á mann-, kven- og kynfrelsisárunum skömmu fyrir 1970, þegar auð- velt var að verða þunguð en erfitt að fá fóstri eytt, enda höfðu lög um fóstureyðingu þá enn ekki verið sett. Önnur kona segir reynslu- sögu sína sem þó er ólík. Þau voru bæði í námi og barn því ekki á dagskrá fyrst um sinn. En þegar átti að láta til skarar skríða gekk dæmið ekki upp. hún varð ekki þyngri. Reynsla þessarar konu endurspeglar vel þröngsýni þeirra sem eiga börnin gagnvart þeim sem ekki eiga. Þannig fann hún til einhvers konar sektarkenndar gagnvart foreldrum sínum að hafa ekki alið þeim barnabörn. Jafn- framt spyrja gömlu fétagarnir hana hversu mörg börn hún eigi en ekki hvort. Hún tekur samt fram að viðhorfin til barn- lausra sambýlinga og hjóna séu að breytast og vonandi er það satt. Um frágang tímaritsins er fátt annað en gott að segja. Þó finnst mér aðfinnsluvert að endurtaka eina greinina og láta standa sem leiðara. Bjarmi er tímarit nálægt átt- ræðu, gefið út af nokkrum kristilegum félögum, þ.á.m. KFUM og KFUK. í 6. tbl. er fjallað um hjóna- bandið frá ýmsurn hliðum og spurt hvort það sé úrelt. Skv. lífsafstöðu greinahöfunda er hjónabandið ekki bara lögleg stofnun heldur gjöf guðs og þar með nokkuð sem fólki ber að standa vörð um og byggja upp. Nýjar tölur segja að hjóna- skilnuðum hér á landi fjölgi allört,3-4afhverjum lOhjóna- böndum lýkur með lögskiln- aði. í erlendum stórborgum er hlutfall skilnaða enn hærra eða allt upp í 50%. Jafnframt er þar miklu algengara að fólk giftist (eða hefji sambúð) seint eða alls ekki. Það er því full ástæða til að spyrja hvernig á þessari þróun stendur. Svörin í Bjarma eru, eins og vænta má, mótuð af trúarafstöðu greinahöfunda. Yfirleitt tengja þeir uppflosnun hjónabandsins við hvarf nú- tímamannsins frá guðlegri forsjón. Þó er ekki horft fram hjá því að hér sé um að ræða tilhneigingu sem leita má skýringar á í mismunandi sam- félagsgerð fyrr og nú. Þannig rifjar sr. Kjartan Jónsson upp sögu stórfjölskyldunnar og hvernig hún saxaðist sundur í kjarnafjölskylduna. En steðja ekki einmitt svipuð sundrungar- öfl að kjarnafjölskyldunni nú eins og að stórfjölskyldunni áður? Nú er það ekki bara vinnan sem að skilur eintakl- inga sömu fjölskyldu heldur líka tómstundir og hugðarefni. Árið 1966 hugguðu sjónvarps- fjendur sig við það að þessi nýi miðill fæli í sér lán í óláni: Hann sameinaði fjölskylduna. En bráðum hlýtur sú iðja náð- arskotið. Þá fer hver inn í sitt herbergi til að horfa á sína rás. Fjölgun hjónaskilnaða og sambúðaslita virðist því mega skoða sem rökrétt framhald þessarar þróunar. Vera og Bjarmi eru ólík blöð. Hugmyndalegur grundvöll- ur þeirra er gerólíkur. Hið fyrra er tilbúið til að gagnrýna og rífa niður það sem ekki fær staðist. Hið síðara virðist endurmeta sumt en stendur vörð um íhaldsamt gildismat og vill benda á kjölfestu í nútímans ólgusjó. Á hitt skal þó minnst sem þessi blöð eiga sameiginlegt, þau teljast bæði til „alvarlegra" íslenskra tímarita. Verkefni þeirra er ekki að skemmta heldur fræða og boða. Þau taka til umfjöllunar hverju sinni efni sem hver maður neyðist til að hugsa um og taka afstöðu til. Kallast það ekki þroskandi? Ingi Bogi

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.