NT - 27.09.1985, Blaðsíða 24

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 24
 LÚRIR ÞÚ Á FRETT ? HRINGDU ÞÁ f SÍIX/IA 68-65-62 Viðtökum viðábendingumumfréttirallansólarhringinn.Greiddarverða 1000krónurfyrirhverjaábendingusemleiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, slmi: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 ■ Lýður Björnsson sagnfræð- ingur situr í bókaherberginu á heimili sínu í Safamýri í Reykja- vík og er að skrifa sögu atvinnu- flíígs á íslandi. Sú saga spannar ekki ýkja langt tímabil í sögu okkar en er þó merkileg á marga vegu og full af dirfsku og áræði þeirra sem rutt hafa brautina. Lýður segir hana hafa gerst full hratt og hún er auðvitað enn að gerast samanber sölu ríkisins á hlutbréfum Flugleiða nú í sumar. Fræðimaðurinn glottir og tottar pípu sína, sem er óaðskiljanlegur hluti hans, ekki síður en penninn. Lýður hefur verið ráðinn til eins árs af stjórn Flugleiða til að rannsaka og skrá sögu atvinnu- flugs á íslandi frá upphafi til dagsins í dag. Af þessum sökum hefur hann lagt kennslustörf á hilluna og hyggst gefa sig allan að þessu verkefni. Og hvernig sækist svo verkið? „Jú, það gengur bara vel ég er kominn fram í mitt stríð með fyrsta uppkastið þannig að ég þarf ekki að kvarta. Það var frá upphafi. Ég hef því úr mikl- um heimildum að moða.“ Eru heimildirnar ef til vill of miklar? „Nei ekki mundi ég nú segja það en á hinn bóginn má segja að það geri verkið erfiðara. Að undanförnu hef ég verið að fara í gegnum blöð og tímarit en þar er víða að finna miklar sam- tímaheimildir um þróun flug- mála hér á landi. Svo eru auðvit- að skjöl og gerðabækur flugfé- laganna, sem nauðsynlegt er að skoða. Það má líka margt læra af ævisögum og endurminning- um þeirra manna sem haft hafa með flugmál að gera og þannig mætti lengi telja. Flugfélag fslands er fyrsta flugfélag hér á landi en fyrirtæki með því heiti var fyrst stofnað árið 1919. Það Flugfélag íslands sem við þekkjum best var þriðja félagið með þessu nafni og ekki stofnað fyrr en 1937 og þá á Akureyri og sameinaðist svo Loftleiðum löngu seinna þegar Flugleiðir urðu til. Fyrsta flugfélagið fór engar áætlunar- ■ Catalína flugbátur í lágflugi. Saga flugsins á íslandi er ekki ýkja löng en merkileg á marga vegu, full af dirfsku og áræði þeirra sem rutt hafa brautina. (Ljósm: Snoní Snarrason) Saga full af dirfsku og áræði Lýður Björnsson sagnfræðingur skrifar sögu atvinnuflugs á íslandi viturleg ráðstöfun hjá þeim Flugleiðamönnum aö láta vinna þetta verk nú því enn er að finna menn sem muna þessa sögu ferðir heldur var flogið útsýnis- flug yfir Reykjavík og austur til Þingvalla. Reynt var að fljúga til Vestmannaeyja en það tókst ■ Lýður Björnsson sagnfræðingur við rannsóknir sínar á sögu atvinnuflugs á íslandi. „Heimildirnar eru geysimiklar, meðal annars vegna þess að enn eru tiltækir menn sem hafa borið uppi flugið frá Upphafl.“ NT-mynd: Róbert. ekki í það skiptið. Það voru ýmsir fjármálamenn í Reykja- vík sem stóðu að þcssum fyrstu tilraunum, meðal annarra þeir Halldór Jónassonog Pétur Hall- dórsson síöar borgarstjóri. Flugmaðurinn var Vestur-ís- lendingur, Frank Fredriksen að nafni. Vestur-íslendingar komu reyndar meira við sögu flugs á íslandi því margir fyrstu ís- lcnsku flugmennirnir sóttu skóla í Kanada sem rekinn var af mönnum ættuðum héðan. Meðal annarra Konna Johann- sen. Þjóðverjar koma einnig nokkuð við sögu flugsins hér á landi því Flugfélag íslands núm- er tvö, sem stofnað var 1928, var í nokkrum tengslum við þýska flugfélagið Lufthansa sem þá var nýstofnað. Fyrsta flugvél félagsins var leigð frá Lufthansa en Þjóðverjarnir áttu tæp 40 prósent í fyrirtækinu er yfir lauk. Það er erfitt að átta sig á því hvað gerst hefði ef félagið hefði lifað langt fram á fjórða áratuginn þegar Hitler var kom- inn til valda og menn farnir að átta sig á mikilvægri legu lands- ins frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þetta kom þó aldrei til því þetta félag lagði upp laupana árið 1931 þegr tvær véiar félagsins skemmdust með stuttu millibili. Þarna voru Þjóðverjar sem sagt með geysisterk ítök en málin þróuðust á annan veg.“ Hvenær fóru svo hjólin eða öllu heldur hreyflarnir að snúast fyrir alvöru? „Það má segja að þessi upp- hafsár flugsins á íslandi hafi fært okkur mikilvæga reynslu sem nýttist þó svo að hvert félagið á fætur öðru hefði orðið gjaldþrota. Skömmu fyrir stríðsbyrjun var Flugfélag ís- lands hið þriðja í röðinni stofnað. Aðalhvatamenn að stofnun þess voru meðal ann- arra þeir Agnar Kofoed Hansen, síðar flugmálastjóri og Vilhjálmur Þór. Það félag var stofnað á Akureyri því ekki fengust nægilega margir hlut- hafar í Reykjavík. Fyrsta vélin var af Waco-gerð og auðvitað sjóflugvél eins og allar hinar því ekki höfðu enn verið byggðir neinir flugvellir. Loftleiðir voru svostofnaðar 1944. Breski sagn- fræðingurinn Davis fjallar ýtar- lega um þróun flugs á íslandi í merku riti sínu um flugsögu heimsins og telur athyglisvert að ekki stærri þjóð en Islending- ar hafi í lok stríðsins verið komin með tvö flugfélög sem stunduðu áætlunarflug. Sjálf- sagt hefur það haft sitt að segja að samgöngur voru slæmar á landi og flugið rauf mikla ein- angrun sem við bjuggum við. Þróun þessara mála hefur þó á engan hátt verið átakalaus og alltaf verið nokkur ævintýrablær yfir fluginu. Menn voru líka tregir að fjármagna þessi fyrir- tæki eins og sagan sýnir. Þeir sem vélunum flugu þóttu ofur- rnenni og langt fram í stríð var siður þegar heyrðist í flugvél að ganga út og hrópa húrra fyrir flugmanninum.“ A ð lokum Lýður, ertþúmað- ur flughræddur? „Nei, langt í frá, mér líður vel í flugvél þó svo að mér líði alltaf best innan um bækurnar mínar.“ ■ Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Akurevri annan maí árið 1938 til að fagna nýjustu flugvél Flugfélagsins og áhöfn hennar. í

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.