NT - 27.09.1985, Blaðsíða 13

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 13
Borað eftir heitu vatni til fiskeldis í ðlfusi: Vatn kemur úr holunni nálægt kjörhitastigi ÍTST Föstudagur 27. september 1985 13 ■ „Ég fór út í að bora þarna vegna þess að ég hafði á tilfinn- ingunni að þar væri vatn sem gæti komið að góðum notum,“ sagði Guðmundur Birgisson, Núpum í samtali við NT í gær. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær hefur nú síðustu daga verið borað eftir vatni í hlíðum Núpa- fjalls í landi Núpa III í Ölfusi og kom í Ijós að þar fékkst talsvert niagn af vatni sem er mjög nálægt kjörhitastigi til fiskeldis, en það er 10-15°. Um er að ræða 30-50 sekúndulítra af 19 gráðu heitu vatni. „Það hefur ekki verið gerð nákvæm mæling á því hvað þetta er mikið magn, en starfs- menn Jarðborana segja mér að þetta sé ekki minna en 35 sekúndulítrar. Hvað varðar hitastigið, þá er það mjög jákvætt, því vatnið er aðeins yfir kjörhitastigi, sem gefur möguleika á að leiða það nokk- urn spotta," sagði Guðmundur aðspurður um magn og hita vatnsins. Hann sagði ennfremur að borað hefði verið í klöpp, svo hægara væri með fóðringar holunnar og ennfremur að þar sem borað væri í fjallshlíð væri hægt, án mikillar fyrirhafnar, að fá sjálfrennandi vatn. Svipuð hola hefur verið boruð á Þór- oddstöðum þar sem Fiskilón er með fiskeldi, og báðar eru þess- ar holur frekar grunnar, eða um 80 til 180 metrar. Aðspurður um efnasamsetn- ingu vatnsins í þessari nýju holu sagði Guðmundur að úr annarri minni holu, sem boruð var með höggbor Ræktunarsambands- ins, við hliðina á þessari, hefði komið vatn sem við efnagrein- ingu reyndist í góðu lagi. Aðeins hafi verið vottur af járni í því vatni, sem þó hafi verið langt innan æskilegra marka. Mikill fjörkippur hefur verið í fiskeldismálum í Ölfusi að undanförnu og eru einar níu fiskeldisstöðvar í undirbúningi eða komnar af stað. Sænsk-íslenska fyrirtækið Silfurlax hefur uppi áform um að reisa á þessum slóðum um- fangsmikla fiskeldisstöð með milli fimm hundruð þúsund og milljón seiði. Algengast er að kjörhitastigi vatns til fiskeldis sé náð með því að nota heitt vatn til að hita lindarvatn með svokölluðum forhiturum og hef- ur því óhjákvæmilega verið mikill kostnaður samfara bor- unum og flutningi vatns á milli staða. Gjöfular borholur hafa þó fundist á þessu svæði, t.d. á Bakka og Þóroddstöðum. Silf- urlax hefur borað í sumar eftir bæði heitu og köldu vatni, með- al annars í landi Núpa III, með misjöfnum árangri en talsverð- um kostnaði. „Það sem mér finnst aðal- atriðið í niðurstöðum þessarar borunar hér,“ sagði Guðmund- ur að lokum, „er að á þessu svæði eru að fara af stað og eru í undirbúningi margar fiskeldis- stöðvar og flestar byggja á þeirri hugmynd að nýta bæði kalda og heita vatnið til að ná fram hinu eftirsóttá kjörhitastigi.' Ég held hins vegar að það sé full ástæða til að athuga þessi mál aðeins betur og athuga hvort ekki sé hægt að notfæra sér þennan möguleika. Ef hann reynist fýsi- legur, sem er ekki ólíklegt, a.m.k. í fjallshlíðinni niðurmeð Þorlákshafnarveginum, væri hægt að spara hundruð þúsunda jafnvel milljónir. Það verður líka að hafa í huga, að fiskeldi er á byrjunarstigi hér og ekki komin reynsla á hvort eða hvernig það á eftir að ganga, og því er nauðsynlegt að menn séu ekki að leggja út í of stórar fjárfestingar strax, heldur fari hægt af stað og þreifi sig áfram. “ í þúsund mola ■ Fleiri hundruð gler fóru í þúsund mola, þegar bíll frá Öl- gerðinni Egill Skallagríinsson missti kassastæðu af pallinum í vikunni. Óhappið varð í einni slaufunni við Elliðaárbrúna. Fljótt var brugðið við og hreins- unardeild borgarinnar hreinsaði upp glerbrotin. Ekki var um tjón að ræða fyrir ölgerðina, þar sem verið var að keyra glerin á ruslahaugana, þar sem þeim skyldi hent ásamt kössun- um. „Þctta var bara vinnutap,“ sagði verkstjóri hjá ölgerðinni sem NT ræddi við. NT-mynd: Róbert Fríkirkjuprestur brottrækur: Sóknarnefndin skipti um lás svo presturinn komist ekki í kirkjuna hér, cn fyrst heyrst hefur aö hann ætli samt að messa næst- komandi sunnudag, neyöumst við til aö gera þetta honum er annars veikomin aðganga aö kirkjunni nema í þeim tilgangi að messa." Þess má geta að Dómkirkju- söfnuðurinn verður meö messu í Fríkirkjunni á sunnudag kl. 11.00 vegna viðgeröa á Dóm- kirkjunni, en ekki er enn vitað hvernig fer með seinni messuna sem auglýst hefur veriö. Eldur í Jórufelli: Tveir drengir kveiktu eldinn ■ Reykskemmdir urðu á einni íbúð og stigagangi í Jórufelli 8 í gærdag. Kveikt var í svampdýnu í reiðhjólageymslu á jarðhæð. Talið er að kveikt hafi verið í með bensíni. Þegar slökkvilið og lög- regla komu á vettvang var nóg að gera. Slökkvilið réðst til uppgöngu í húsið og reykræsti stigaganginn. Tveir piltar 14 og 15 ára gáfu sig fram við lögreglu og játuðu íkveikj- una. Þeir fóru í yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglu. Jónas Hallsson hjá RLR hafði talað við drengina og hann sagði að þarna hefði verið_um að ræða fikt með eld sem leiddi til slyss. Reykur af brennandi svampi er blásýrumyndandi og því mjög hættulcgur. Varðstjóri hjá slökkvi- liði Reykjavíkur sem NT ræddi við sagði að skemmdir á stigagangi hefðu verið talsverðar af völdum reyks. Ekki þurfti að fjarlægja íbúana, en þar sent reykskemmdir urðu á íbúðinni var það vegna þess að íbúi hljóp út og skildi eftir sig opna hurð. Annars héldu íbúar kyrru fyrir þar til slökkvistarfi var lokið. Akærur vegna ólöglegra útvarpsstöðva: Átta mál óafgreidd - fyrsta málið í sakadómi Isafjarðar ■ Kæra vegna reksturs ólög- legrar útvarpsstöðvar á Isa- firði, fyrir tæpu ári, verður dómtekin í sakadómi ísafjarð- ar fljótlega. Frestur verjanda útvarpsmanna, sem eru tíu talsins, rennur út um mánaða- mót. Pétur Kr. Hafstein bæjar- fógeti á ísafirði sagði í samtali við NT í gær að upp hefði komið ágreiningur milli verj- andans og dómara um rann- sóknarskyldur dómara, og lengdi það frestinn eitthvað. Mál af sama toga verða fljót- lega dómtekin víðar. Fjögur mál eru fyrirhuguð í sakadómi. Það er Fréttaútvarp þeirra DV manna og Frjálst útvarp, frjáls- hyggjumanna. Þriðja málið er einstaklingur sem útvarpaði úr Breiðholti. Þá hefur einnig verið gefin út ákæra vegna útvarpssendinga frá Háa- leitisbraut 1. Sakadómur Siglufjarðar mun taka til dóms mál vegna reksturs útvarpsstöðvar á Siglufirði. Tvö mál verða tekin fyrir sakadómi Akureyrar, en þar stóðu menn af dagblaðinu Degi fyrir rekstri útvarpsstöðv- ar. í tengslum við það mál var gefin út ákæra á hendur pilti sem hafði tæki þau undir hönd- um sem Dagsmenn notuðu til útsendinga. Jónatan Sveinsson saksókn- ari sagði í samtali við NT í gær að síðasta ákæra í þessum málaflokki hefði verið gefin út þann 22. ágúst. BSRB greiðir málskostn- að útvarps- manna ■ Stjórn BSRB hefur ákveðið aö greiða allan málskostnað þeirra starfsmanna útvarps og sjónvarps, sem nú hafa verið kállaðir fyrir rétt vegna mótmælaaðgerða í október í fyrra, þegar þeir lögðu niður vinnu vegna þess að þeir höfðu ekki fengið greidd laun fyrir- fram. í ályktun frá stjórninni er ítrekaður stuðningur við málstað starfsmann- anna. Þá segir þar að „sú misbeiting ákæruvaldsins, sem átt hefur sér stað í málum vegna kjarabaráttu samtakanna haustið 1984, er alvarlegt áfall fyrir ís- lenskt réttarfar og árás á starf stéttarsamtaka í landinu.“ ■ Á íþróttahátíðinni í Laugarda! verður opið svæði fyrir yngri árganga skólanna þar sem hægt er að fara í snú-snú, dósakast o.fl. ■ Stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík hefur nú látiö skipta um skrá í Fríkirkjunni, og að sögn eins stjórnarmanna er til- gangurinn með því, að varna séra Gunnari Björnssyni, brott- reknum fríkirk j upresti, inn- göngu. Eins og komið hefur fram í fréttum, neitar séra Gunnar að taka uppsögnina gilda og hefur þegar auglýst messu næstkom- andi sunnudag kl. 14.00. „Það er engin ástæða til þess að séra Gunnar hafi áfram lykla- völd að kirkjunni,“ sagði Magn- ús Gunnarsson einn þeirra sem sitja í stjórn Fríkirkjusafnaðar- ins, „hann er ekki lengur prestur Iþróttahátíð unga fólksins ■ I dag og laugardag verður mikið um dýrðir hjá ungum íþróttamönnum í Reykjavík, en þá fer fram Íþróttahátíð grunn- skólanna. Iþrótta- og tómstundaráð, í samvinnu við grunnskóla höfuð- borgarinnar stendur fyrir þess- ari hátíð, en hún er haldin í tilefni þess að nú er ár æskunn- ar. Þátttakendur í hátíðinni eru grunnskólanemendur og í aðal- atriðum verður um að ræða keppni milli sömu árganga úr hinum ýmsu skólum. Keppnin mun að mestu leyti fara fram á íþróttasvæðinu í Laugardal, nema körfuknattleikur sem verður í íþróttahúsi Álftamýrar- skóla. í stórum dráttum er dagskráin sem hér segir. Frjálsíþrótta- keppnin fer fram á frjálsíþrótta- vellinum í Laugardal og hefst kl. 14 í dag, föstudag. Sund- keppnin fer fram í sundlaugun- um í Laugardal og hefst kl. 14.30 í dag föstudag. Knatt- spyrnan verður á gervigrasinu, og hefst keppni kl. 14.15 í dag föstudag, en úrslitaleikirnir hjá bæði piltum og stúlkum verða leiknir um hádegi á laugardag. Handknattleikur verður á dagskrá í Laugardalshöllinni á föstudag og hefst kl. 14.15 en úrslitakeppnin verður svo á sama stað á laugardeginum. Körfuknattleikskeppnin fer hins vegar fram í Álftamýrar- skóla eins og áður segir, en hún hefst kl. 14.15 í dag þó úrslit ráðist ekki fyrr en á laugardeg- inum. Samhliða þessari dagskrá verður opið svæði vestan við gervigrasvöllinn þar sem hægt er að spreyta sig á ýmsum þrautum s.s. dósakasti, hjól- böruakstri, hringjakasti, snú- snú o.fl. Þetta svæði er einkum ætlað yngri aldursflokkum úr skólunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.