NT - 27.09.1985, Blaðsíða 2

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 2
Föstudagur 27. september 1985 Hádegisviðtal við Pálma Gíslason formann Ungmennafélags fslands ■ Framkvæmdastjórn UMFÍ: Frá vinstri eru Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri, Pálmi Gíslason formaður og Diðrik Haraldsson stjórnarmaður. Nýr mAguleiki í nskutflutningi: - T - Hvað hefurðu veríð að gera í morgun? „Það voru nú þessi daglegu störf fyrir bankann. Ég mætti snemma í morgun til að ganga frá ýmsu í sambandi við bók- haldið, síðan átti ég erindi niður í Aðalbanka og.fór síðan yfir ýmislegt sem hér er verið að gera í útibúinu." - Er mikil ásókn í lán eða þjónuslu afhendi hankans? „Já, já því þarf alltaf talsvert að sinna og alltaf fer nokkur tími í það.” - Það er nú oft barlómur í bankamönnum, segjasl aldrei eiga krónu, er ástandið verra eða betra en verið hefur? „Já, það er nú ekki verra en verið hefur. Við höfum verið í talsverði sókn að undanförnu, og þetta útibú hefur verið að vaxa mjög ört, en auðvitað er aldrei nóg af peningum.” - En Pálmi hér vinnur þú, en stór hluti afþínu lífi fer íþað að stjórna Ungmennafélagi íslands, hvað ertu búinn að vera formaður þar lengi? „Ég er búinn að vera í 6 ár, og var að taka að mér fjórða starfstímabilið, þannig að árin verða allavega átta.“ - Þú vilt kannski segja okkur frá uppbyggingu ungmennafé- lagshreyfingarínnar. Hvað er Ungmennafélag íslands og hvaða hlutverki gegnir það? „Ungmennafélag íslands er samtök héraðssambanda sem aftur eru byggð upp af einstök- um ungmennafélögum, svo eru 8 félög sem eru með beina aðild að UMFÍ þannig að sambands- aðilar eru 26, en ungmennafé- lögin í heild eru 213.“ - Eiga allir landsmenn mögu- leika á að vera í ungmennafé- lögum ? „Nei, það eru staðir þar sem ekki eru starfandi ungmennafé- lög, það eru nokkrir af stærri kaupstöðum landsins. Það er reyndar eitt félag í Reykjavík en ekkert í Hafnarfirði, Akra- nesi, Isafirði, Siglufirði, Akur- eyri og Vestmannaeyjum. - Þar eru íþróttafélög og svo- kölluð íþróttabandalög. Ung- mennafélögin taka að sér miklu víðtækarí þátt heldur en al- mennt íþróttafélag gerir, sér- staklega, þar sem þau eru oft eina félagið sem margt fólk starfar í á fámennari stöðum. Hver eru helstu verkefni ung- mannafélags? „íþróttir eru stór þáttur í starfinu, hjá mörgum félögum lang stærsti, en það er fjölda margt annað sem ungmennafé- iögin hafa á sinni stefnuskrá, t.d. eru mörg ungmennafélög með leiklist, rekstur félagsheim- ila, allskonar skemmtanahald og ýmsa þætti í mannlegu sam- starfi. T.d. erum við með sér- 'stakan göngudag fjölskyldunn- ar.” - Hvað er göngudagur fjöl- skyldunnar? „Það er ákveðinn dagur sem er valinn af UMFÍ, sem göngu- dagur fjölskyldunnar, síðan auglýsum við en að öðru leyti sjá félögin alfarið um hann sjálf, hvert á sínu félagssvæði.“ - En er Ungmennafélagið sjálft með einhverja starfsemi, eða eruð þið einungis þjónustuaðili? „Við erum fyrst og fremst þjónustuaðilar, og vinnum eftir þeim ákvörðunum sem Sam- bandsþing ákveður en stundum fitjum við uppá verkefnum. Kannski er stærsta verkefni sem við höfum fitjað uppá „Eflum íslenskt", sem við vorum með á afmælisárinu 1982, 75 ára af- mæli UMFÍ.“ - Hvað var það? „Það fólst í því að hvetja fólk til að kaupa íslenska fram- leiðslu, fremur en innflutta, og við höfðuðum þar til ástandsins í nágrannalöndum okkar þar sem atvinnuleysi hrjáir ungt fók og þau vandamál sem það hefur valdið. Við vildum hvetja ungt fólk til þess að velja frekar innlenda framleiðslu en inn- flutta, og til þess að vekja athygli á þessu fórum við í 17 daga hjólreiðaferð hringinn í kringum landið og hjóluðum ysta hring, eins og hægt var að fara, þannig að við komum víða við. Það voru yfir 6 þúsund manns sem að tóku þátt í þessari hjólreiðaferð. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að þetta hafi borið árangur. Við höfum reyndar hugleitt hvernig við getum haldið þessu starfi áfram, og verður framtíðin að leiða í ljós hvað verður, en það er ástæða til að halda þessu vakandi." - Hvernig er skipulag, og stjórnun á ungmennafélags- hreyfingunni? „Það er sjö manna stjórn í Ungmannafélagi íslands, og stjórnarmenn dreifðir um landið. Formaður er kosinn sér- staklega, síðan verður hvert kjördæmi utan Reykjavíkur, sjö kjördæmi samtals að velja tvo menn í framboð til stjórnarkjörs og úr þessum 14 manna hópi eru i ■ Pálmi Gíslason setur 18. landsmót UMFÍ.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.