NT - 27.09.1985, Blaðsíða 7

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 7
■ Hann missti tvö börn í jarðskjálftanum í Mexíkó en hundurinn bjargaðist. Jarðskjálftarnir í Mexíkó: erfiðleik- ar fylgja í kjölfarið Mexíkóborg-Reuter. ■ Óttast er að næstu vikur og mánuði verði vart við óvenju- mikla tíðni sálrænna truflana í Mexíkó vegna jarðskjálftanna sem urðu í iandinu nýlega. Sérstaklega á það við um þá sem bjargað hefur verið úr rúst- um eftir langa innilokun. Þó ekki sé liðin nema rúm vika frá því að náttúru- hamfarirnar áttu sér stað segja mexíkanskir sálfræðingar og geðlæknar að þegar beri á gífur- legri fjölgun tilfella þar sem taugaáföll, þunglyndi og geð- truflanir eru annars vegar. Samt telja þeir að þetta sé einungis byrjunin því að áhrifanna af hörmungunum gæti fyrst alvar- lega á næstu vikum og mánuð- um. Haft var eftir sálfræðingnum Ruiz Flores að í mörgum tilvik- um hefði fólk á tilfinningunni að það hefði algerlega misst stjórn á lífi sínu vegna hinna tröllauknu atburða. Því væri líklegt að tíðni sjálfsmorða og sjálfsmorðstilrauna yrði meiri á næstunni heldur en undir venju- legum kringumstæðuni. Hjálparsveijir eru enn að bjarga fólki úr rústunum. Þær björguðu þremur kornabörn- um, einum kvensjúklingi og hjúkrunarkonu úr rústum Juarez-sjúkrahússins í gær. Talið er að enn séu einhverjir með lífi í rústunum en óvíst er hvort hægt verður að ná til þeirra áður en þeir látast. Kosningarnar í Punjab: Hófsamir sikhar vinna stórsigur Chandigarh-Reuter. ■ Akali Dal, flokkur hóf- samra sikha, vann stórsigur í kosningunum í Punjab-fylki í Indlandi nú í vikunni. Þótt taln- ingu væri ekki enn lokið í gær var Ijóst að flokkurinn myndi fá mikinn meirihluta þingmanna á fylkisþingið. Forseti Akali Dal, Surjit Singh Barnala, sagði að sigur flokksins væri jafnframt sigur friðarsamningsins sem flokkur- inn gerði fyrir skömmu við Ra- jiv Gandhi forsætisráðherra Indlands. Hann sagðist myndu einbeita sér að því að uppræta hryðjuverk í fylkinu. Föstudagur 27. september 1985 rlendar fréttir Rainbow-árás Frakka: Eru lygarar í æðstu stjórnarembættunum? Glæpur að segja sannleikann? París-VVellington-Reuter. ■ Franskir stjórnarandstæð- ingar draga í efa fullyrðingar Mitterrands forseta og Fabiusar forsætisráðherra um að þeir hafi ekki vitað hver gaf skipunina um að ráðast á Rainbow Warri- or, skip grænfriðunga, fyrr en um síðustu helgi. Fabius skýrði ekki frá því fyrr en á miðviku- dag að hann teldi sig hafa heim- ildir fyrir því að Hernu fyrrver- andi varnarmálaráðherra og Lacoste fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar hefðu fyrir- skipað árásina á skipið. Hernu hafði áður harðneitað því að hann hefði gefið nokkra fyrirskipun til leyniþjónstunnar sem túlka mætti sem beiðni urn árás á Rainbow Warrior. Með yfirlýsingu sinni um málið cr forsætisráðherrann að segja að Hernu hafi einfaldlega logið til um sakleysi sitt. Það hefur einnig vakið miklar deilur í Frakklandi að fimm starfsmenn hers og leyniþjóun- stu hafa verið handteknir og kærðir um trúnaðarbrot þarsem þeir hafi látið fjölmiðlum í té upplýsingar um Rainbow War- rior-málið. Franska blaðið L'Express lætur í ljós undrun yfir því að þeir sem komið hafi sannleikanum á framfæri séu hnepptir í fangelsi en hinir sem reyni að leyna honum gangi lausir. David Lange forsætirráð- herra Nýja Sjálands sagði í.gær að hann hefði fengið bréf frá frönsku ríkisstjórninni þar sem því er heitið að greiddar verði einhvcrjar bætur vegna þess kostnaðar sem nýsjálenska ríkið hefur orðið fyrir í tengslum við Rainbow Warrior-málið. Einn portúgalskur starfsmað- ur samtaka grænfriðunga lét lífið í árás frönsku leyniþjónust- ■ Árás frönsku leyniþjónstunnar á skip grænfriöunga , Rainbow Warrior, sem hafði þaö markmið að veikja andstæöinga kjarnorkutilrauna Frakka í Kyrrahafi, hefur nú breyst í pólitíska martröð fyrir Mitterrand Frakklandsforseta. Margir hafa líkt uppljóstrununum að undanförnu við Watergate- hneykslið í Bandaríkjunum sem varð til þess að Nixon neyddist til að segja af sér sem forseti Bandaríkjanna. Stjórn Túnis reið: Slítur stjórnmála- sambandi við Líbýu Sendu Líbýumenn blaðamönnum bréfasprengjur? TúnLs-Reutcr. ■ Stjórn Túnis sleit í gær stjórnmálasambandi við Líbýu og ásakaði líbýska sendiráðs- menn um að hafa sent fleiri en hundrað bréfasprengjur til blaðamanna í Túnis. Samskipti Túnis og Líbýu hafa verið fremur stirð að undanförnu eftir að Líbýustjórn vísaði rúmlega 30.000 túnískum verkamönnum úr landi. Á undanförnum árum hafa um 90.000 Túnismenn starfað í Líbýu en nú segjast Líbýumenn vilja byggja meira á innlendu vinnuafli og hafa því rekið fjölda erlendra verkamanna úr landi. Stjórn Túnis hefur undan- farnar vikur rekið alls 238 Líb- ýumenn úr landi, þar af 30 sendiráðsstarfsmenn, og ásakað þá um njósnir. Fréttastofa Túnis, TAP, sagði í fyrradag að líbýskur sendiráðsstarfsmaður hefði smyglað bréfasprengjum til Túnis. Síðan hefðu sendi- ráðsstarfsmenn sent bréfin til blaðamanna í Túnis og hefði ein sprengjan sprungið á pósthúsi í gær. Stjórnvöld í Túnis segjast hafa óvéfengjanlegar sannanir fyrir því að sendiráð Líbýu og aðrar líbýskar stofnanir sem starfi í Túnis hafi verið hryðju- verkamiðstöðvar. Líbýumenn hafi brotið allar grundvallar- reglur í samskiptum ríkja í milli. Þess vegna hafi stjórn Túnis ekki séð sér annuð fært en að slíta stjórnmálasambandinu við Líbýu. Norskir náttúruverndarmenn: Ekkert jólatré fyrir skítaborg Bæjarstjórinn þótti líkur bankaræningja Colledimezzo-Reuter. ■ Svissneska lögreglan ruglaði virðulegum ítölskum bæjarstjóra og fjórum bæjarfulltrúum sam- an við bankaræningja og hafði þá í haldi í þrjá tíma áður en þeim tókst að sannfæra lögregl- una um heiðarleika sinn. Uguo Vizioli bæjarstjóri var á leiðinni á árlegan fund ítalskra íbúa í Vevey við Genfarvatn síðastliðinn föstudag ásamt bæjarfulltrúum þegar lögreglan tók hann í vörslu sína. Þeir óku nefnilega í hvítum bíl og töluðu frönsku með ítölskum hreim eins og bankaræningjar sem lög- reglan var að leita að. Osló-Rcutcr. Hópur norskra náttúru- verndarmanna vill aö Norðmenn sýni andstöðu sína við mengun frá Bretlandi, sem sé að drepa skóga í Skandin- avíu, með því að hætta að gefa London jólatré á hverju ári. Náttúruverndarhópur- inn, sem kallar sig Nátt- úru og æsku, segir það varla vinsamlegt af bresk- um nágrönnum Norð- manna að menga and- rúmsloftið með iðnaði sem noti lítið sem ekkert af mengunarvörnum. Slíkt auki sýrustig rign- ingar í Noregi með þeim afleiðingum að skógar þar séu aö drepast. Borgarráð Oslóar hef- ur frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari sent risastórt jólatré til London sem hefur verið sett upp á Travalgar-torgi í hjarta borgarinnar. C/> unnar.. Fjölskylda hans segist ekki hafa fengið nein skilaboð frá frönskum stjórnvöldum um loforð um skaðabætur. Samtök grænfriðunga hafa heldur ekki fengið nein boö frá Frökkum en segjast bíða þeirra nteð eftir- væntingu. Frakkland: Nifteinda- sprengjur fyrir stór- skotaliðið Parú-Reuter. ■ Frönsk hernaðaryfirvöld hafa nú opinberlega viðurkennt að nifteindasprengjur verði notaðar í nýju vopnakerfi fyrir stórskotalið sem taka á í notkun árið 1992. Frakkar veröa þannig fyrsta þjóðin í Evrópu sem bætir nift- eindasprengjum í vopnabúnaö sinn. Þessar sprengjur eru mjög umdeildar þar sem þær eru margfalt geislavirkari en hefð- bundin kjarnorkuvopn. Nifteindasprengjur hafa minni sprengikraft en aðrar kjarnasprengjur og eyðileggja því ekki cins nrikið af nrann- virkjum og þær. Mikil geisla- virkni þeirra cr iiins vegar mjög banvæn og má ætla að þær deyöi síst færri menn en önnur kjarna- vopn. Hið nýja stórskotakerfi geng- ur undir nafninu Hades. Það er mjög hreyfanlegt og er hægt að skjóta sprengjum meö því allt að 350 km leið. Komi til stríðs í Evrópu hyggjast Frakkarskjóta nifteindasprengjum á sveitir óvinanna og þurrka þær þannig út. s 'NEWSIN BRIEF Seplember 26 - Reuter: WASHINGTON - The White House said talks between U.S. Secretary of State George Shultz and Soviet Foreign Minist- er Eduard Shevardnadze had been extremely useful in clearing up some mis- conceptions on both sides. • CHANDIGARH - India - The moderate Sikh po- litical party, the Akali Dal, swept towards a two- thirds majority in thé' Punjab state assembly and a return to the national parliament. • PARIS - Five French soldiers, including a Col- onel in the secret service and the former head of a cruck anti-terrorist unit, were charged with leaking secrets about the Rainbow Warrior affair, judicial so- urces said. </> BONN - The opposition social deinocrats announc- ^ ed they were planning a full-scale parliamentary enquiry into West Germ- any’s espionage scandal in a bid to topple Interior Minister Friedrich Zim- inermann. A West Germ- an deputy minister pre- dicted more spies would soon be exposed in Bonn as a result of intensiried security Cecks. MEXICO CITY - Resc- uers struggling against ail odds to lind survivors a week aftcr the massive earthquake that flattened central Mexico City pulled a nurse from the ruins of a hospital. UJ oc • CQ TRIPOLI, Leabanon - ^ Tripoli’s Moslem fundain- **“ entalist leader accused Syria of preparing a „Massacre“ in this north Leabanese city but a Syri- an official said Syria did not want its troops to ass- ault thc city. • LONDÓN - Britain clinc- hed its higgcst export dcal, a multi-billion dollar ag- reeinent to sell advanced military aircraft to Saudi Arabia. • CAPE HATTERAS, North Carolina - Hurric- ane warnings were issucd lör the Carolinas and parts of Virginia and thousands of tourists lled as one of the most powerful storms U. ofthe century shiftcd nort- !4Í hward as it churncd tow- OC ard the U.S. eastern se- aboard. ^ • t/> PARIS - The French ^ army has officially con- !U firmed for the first time ^ that a nuclear artillery Esystem due to enter ser- vice in 1992 will be able to fire ncutron warheads. JOHANNESBURG - Britain defended its decis- ion to impose limited sanc-> tions against South Africa, saying inany racially disc- riminatory laws remained on the Statue Book. • WIESBADEN, West Germany - West Germ- any’s trade performance suffered a seasonal set- back in August, but econ- I omists said that Europe’s , leading industrial power is still on target for a record | trade surplus this year. NEWSIN BRIEF.I

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.