NT - 27.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 27.09.1985, Blaðsíða 3
síðan kosnir 6 stjórnarmenn. Þó að það sé nú ekki skylda þá hefur þróun verið sú að það hefur verið valinn stjórnarmað- ur úr hverju kjördæmi landsins, þannig að stjórnin er talsvert dreifð og getur því ekki komið mjög oft saman. Stjórnarfundir eru því einungis 4-5 sinnum á ári, að meðaltali. Síðan er sér- stök framkvæmdastjórn sem í eiga sæti formaður, fram- kvæmdastjóri samtakanna og sá stjórnarmaður sem næstur er þjónustumiðstöð UMFÍ. Hún er þessi daglega vinnustjórn, en skýtur stærri og meiriháttar mál- um til aðalstjórnar." - Finnst þér UMFÍeiga í vök að verjast gagnvart öðru sem dreg- ur til sín ungt fólk í dag? „Það er nú ekki hægt að merkja það. Hreyfingin er að vaxa og hefur vaxið ótrúlega ört. Ef við t.d. förum 15 ár aftur í tímann þá voru félagar í hreyfingunni tæp 10 þúsund. Þeim hefur fjölgað árlega og eru í dag um 27 þúsund. Starf- semin hefur orðið bæði víðtæk- ari og umfangsmeiri á þessum tíma. Auðvitað koma alltaf upp ákveðin vandamál á ákveðnum stöðum við að fá menn til að starfa í stjórnum því að þetta er mikil vinna, en sé á heildina litið þá hefur hreyfingin verið í mikilli sókn. Við höfum lagt mikla áherslu á útbreiðslustarf og stjórnar- menn og framkvæmdastjóri fara á öjl þing héraðssambandanna til að fylgjast með því hvað er að gerast og segja frá starfi UMFÍ. Þá höfum við víða gert átak til að vekja upp félög sem hætt hafa starfsemi og hjálpað til við að stofna ný félög og að efla starf þeirra sem þess þurfa við.“ - En hér í Reykjavík og á þess- um stöðum sem að þú nefndir áðan hvers vegna heldurðu að ungmennafélagshreyfingin nái sér ekki á strik? „Það eru nú sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því. ungmenna- félögin eru með víðtækt starf og á stærri stöðum þá hefur þróun- in orðið sú að það hefur mynd- ast félagsskapur um hvern ein- stakan þátt, sérstakt íþróttafé- lag, sérstakt leikfélag og það er sérstakt skógræktarfélag o.s.frv. en það eru ýmsir stórir staðir sem að ungmennafélög starfa mjög vel, t.d. getum við nefnt þar Kópavog og Keflavík, þar eru öflug ungmennafélög." - Þinn áhugi á þessu starfi, hvaðan kemur hann? „Hann er mjög gamall og allt frá 1952 en þá var ég einn af stofnendum Ungmennafélags- ins Húna í Torfalækjahreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Ég fékk þá strax mikinn áhuga á starfssemi ungmennafélaganna og hef alla tíð haft síðan. Ég starfaði í ungmennafélaginu fyr- ir norðan meðan ég var þar og síðar þegar ég fluttist í Kópa- vog, gekk ég í Breiðablik og hóf störf innan Ungmennasam- bands Kjalarþings. Ég hef kunnað afskaplega vel við þetta félagsform." - En Pálmi, það er nýafstaðið hjá ykkurþing, hver voru helstu málin sem að þið rædduð þar? „Þar voru eins og á öllum þingum sem ungmennafélögin standa að, ýmiss mál sem eru rædd. Eitt af stærri málum þingsins var Þrastaskógur, við eigum þar einhverja mestu gróðurperlu á suð-vesturhorni landsins 45 hektara lands sem er að talsvert stórum hluta ræktað skógi prýtt. Þar eru stór og mikil tré og fallegir skógarlund- ir. Á þessu þingi sem haldið var á Flúðum var farið með alla þingfulltrúa í skoðunarferð um skóginn. Við vorum heppin með veður og menn skoðuðu skóg- inn og kynntust þessari perlu sem að við eigum þarna. í framhaldi af því urðu auðvitað miklar umræður um hvað við gætum gert. Það er mikill áhugi fyrir því að byggja þarna upp betri aðstöðu. T.d. bæta hrein- lætisaðstöðu. Leggja þarf stíga um skóginn þannig að skógur- inn sé greiðfær yfirferðar, og opna hann almenningi og leyfa fólki að njóta þess sem að þarna er. Þetta er mjög dýrt, og við ■ Pálmi Gíslason og Sigurður Geirdal á fundi þar sem göngudagur fjölskyldunnar var kynntur. ■ Frá hjólreiðinni kringum landið. Föstudagur 27. september 1985 3 höfum á hverju sumri lagt tal- svert mikið fé í skóginn, en hugurinn stefnir til miklu stærri verkefna." - Hvernig eignaðist Ung- mennafélagið Þrastaskóg? „Tryggvi Gunnarsson gaf Ungmennafélagi íslands Þrasta- skóg árið 19II á 76 ára afmæli sínu.“ - Hvernig er það með önnur verkefni Ungmennafélagsins. Þú nefndir áðan skógrækt? „Já við gerðum átak í skógrækt, í tilefni Alþjóða árs æskunnar. Plantað var jafn mörgum skógarplöntum og ung- mennafélagar eru margir. Það reyndist vera fyrir þessu gífur- lega mikill áhugi, og var plantað um allt land. Við fengum þessar plöntur hjá Skógrækt ríkisins og bárust óskir um miklu fleiri plöntur en hægt var að fá. Mikill áhugi var fyrir þessu á þinginu og ákveðið að þessu yrði haldið áfram. Nú síðan var rætt um þjónustumiðstöð UMFÍ og þá þjónustu sem við veitum þar, og hvernig hún skili bestum árang- ri.“ - Hver eru ykkar erlendu sam- skipti? „Þau eru má heita eingöngu við Norðurlöndin, og eru mikil. “ - Eru starfandi svipuð félög þar, Ungmennafélög? „Já, það er nokkuð líkt, þó mismunandi eftir löndum, dönsku félögin og hluti norsku félaganna starfa mjög svipað. Við eruni í samtökum sem í eru ungmennafélög ungbændafélög og íþróttafélög en þau síðast- nefndu eru mjög öflug á Norðurlöndum. En ég vildi í sambandi við þessi erlendu samskipti, vekja athygli á því, sem við erum að gera þar. Við tökum þátt í ungmennaviku sem er árlegur viðburður sem færist milli landa. Við erum með ungbændaráðstefnu sem einnig er árlegur viðburður og vorum með síðustu norrænu ungbændaráðstefnuna á sl. vetri norður í Eyjafirði, sem tókst afskaplega vel. Nú við höfum íþróttaleg samskipti aðallega við félaga okkar í Danmörku og á sl. sumri fórum við mjög glæsilega ferð með íþróttahóp á landsmót dönsku ungmennafé- laganna sem eru stórkostleg og mikil mót, ég held að þátttak- endur hafi verið, að mér skilst 4 sinnum fleiri en á Olympíuleik- um, en aðal þátttakan er á fimleikum og fimleikasýningum en þetta var geysilega skemmti- legt mót.“ - / lokin Pálmi, hver er þín framtíðarsýn með ungmennafé- lögin ílandinu ogþennan félags- skap, viltu breyta einhverju sérstöku? „Ég sé nú ekki ástæðu til neinna stökkbreytinga, okkar starf þróast í takt við tímann eins og það hefur gert alla tíð. Það hefur verið okkar styrkur að geta fylgst með tímanum og náð til unga fólksins. Það gerum við nú í dag eins og áður fyrr. Auðvitað eru fjölmörg verkefni sem þarf að vinna og ég á minn draum um að okkur takist að ná árangri í ákveðnum málum. Ég hef haft mikinn áhuga á verk- efninu eflum íslenskt, sem ég nefndi fyrr og sömuleiðis höfum við hvatt til þess að fjölskyldan öll sameinist við ýmis verkefni s. s. göngudegi fjölskyldunnar. Við höldum áfram að sinna málum eins og skógrækt, land- vernd og umhverfismálum. Ungmennafélög liafa tekið að sér landhreinsun, hreinsun meðfram þjóðvegum og í fjörum. Verkefnin eru mörg og næg, auk þess sem við vinnum stöðugt að íþróttamálum og minni þar á Iandsmót ung- mennafélaganna sem eru stærstu og viðamestu mót sem hér eru haldin.” - En þín áhugamál, hvað ger- irðu íþínum frístundum? „Frístundum hefurnúfækkað mjög utan þessara starfa, en auðvitað eru alltaf einhverjar frístundir og þær nota ég tif gönguferða. Ég hef mikinn áhuga á að ganga um iandið og hef víða farið. Nú ég hef önnur áhugamál, ég hef afskaplega gaman af veiðiskap og hef reynt aö fara þegar tækifæri bjóðast. Nú ég held meira að segja stundum á byssu og geng þá gjarnan upp á fjöll í leit að rjúpu. Ég hef mjög gaman af því að lesa góðar bækur og les mikið, ef stundir gefast en þær eru nú orðnar fáar.“ - Einhver uppáhalds staður á landinu umfram annan? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég hef farið mjög víða um landið og víða gengið, en það hefur enginn ákveðinn staður oröið mér neitt sérstakari fram yfir annan. Ég á eftirminnilegustu gönguferð mína um Hornstrandir. En það er svo víða fallegt og víða gaman að ganga þegar farið er með góðum hópi og alls staðar er hægt að finna góðar göngu- leiðir. Hér innan bæjarmarka má finna skemmtilegar leiðir t. d. um Elliðarárdal og héðan frá Reykjavík er örstutt að fara í mjög skemmtilegar gönguleið- ir.“ - Hvaðersvoframundan ídag? „Sjálfsagt munu margir koma hér sem ég þarf að tala við, hinsvegar reyni ég að nota nokkurn hluta af mínum tíma á hverjum degi til að vera frammi og afgreiða fólk og sinna við- skiptamönnum, ég hef afskap- lega gaman af því.“ - Þekkirðu ekki orðið marga ? „Jú, þeir eru ótrúlega margir." OKKAR SÍLD HEITIR 'JiúíÍcr S\U Bragðgóð - holl - ódýr Ljúfmeti á hvers manns disk

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.