24 stundir - 20.06.2008, Page 4

24 stundir - 20.06.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 24stundir flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Flugfrakt Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Kristján Möller samgönguráð- herra segist ekki trúa öðru en tekið verði tillit til stöðu Íslands sem ey- þjóðar við breytingar á tilskipun ESB um losun gróðurhúsaloftteg- unda í flugi. „Við eigum ekki um aðra samgöngukosti að velja. Við höfum barist fyrir því að koma okkar sjónarmiðum á framfæri með öllum þeim leiðum sem við höfum en það er ljóst að við höfum ekki bein áhrif innan Evrópusam- bandsins. Það er hins vegar gleði- efni að inni á Evrópuþinginu er verið að ræða um sérstöðu eyríkja og vonandi skilar það ásættanlegri niðurstöðu.“ Kristján segir að erfitt sé að meta stöðu málsins nú en ítrekar að hann bindi vonir við að ásættanleg lending náist. fr Kristján Möller samgönguráðherra Tekið verði tillit til stöðu Íslands Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Stefnt er að því innan Evrópusam- bandsins (ESB) að fella flug undir sérstaka tilskipun um útblásturs- kvóta gróðurhúsalofttegunda frá árinu 2003. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá samþykktum þess efnis á þessu ári og tilskipunin taki gildi með breytingum árið 2011 eða 2012. Rekstrarkostnaður íslensku flug- félaganna gæti aukist verulega verði tilskipunin samþykkt í því formi sem hún er nú í. Gert er ráð fyrir að í fyrstu verði losunarheim- ildum úthlutað ókeypis á grunni meðaltalslosunar áranna 2004 til 2006. Miðað við mikinn vöxt í flugi frá þeim tíma og einnig að gert er ráð fyrir því að hlutur uppboða á losunarheimildum muni aukast með tímanum má gera ráð fyrir að kostnaður flugfélaganna verði um- talsverður. Kostar flugreksturinn milljarða Forsvarsmenn íslensku flug- félaganna lýsa talsverðum áhyggj- um vegna stöðu málsins. Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Ice- land Express, segir að aukin skatt- byrði af þessu tagi muni vissulega koma illa við fyrirtækið. „Þetta mun ekki kippa stoðunum undan fyrirtækinu en það er ljóst að svona aukin skattbyrði mun fyrr eða seinna lenda úti í verðlaginu. Kostnaðurinn við þessa tilskipun mundi væntanlega kosta íslenskan flugrekstur nokkra milljarða.“ Íslensk stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála innan ESB. Eins og drögin að tilskipuninni líta út nú er ekki gert ráð fyrir neinum stærri undanþágum frá því að allt flug falli undir tilskipunina um los- un gróðurhúsalofttegunda. Af þessu hefur Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair Group, talsverðar áhyggjur. „Maður vill ekki trúa því að þetta verði nið- urstaðan. Það er ljóst að ef að þetta verður raunin þó mun þetta hafa gríðarleg áhrif á flug til og frá Ís- landi. Það er líka ljóst að það verð- ur ekkert hægt að gera annað en að velta hækkunum sem þessu myndu fylgja út í verðlagið. Maður getur ekkert annað gert en að vona að undanþágur fáist frá þessari til- skipun.“ Björgólfur segir ljóst að Ice- landair muni fljúga áfram til og frá Íslandi þó að tilskipunin taki gildi. „Þetta mun hins vegar hamla vexti í flugi til og frá landinu. Við mun- um væntanlega geta flogið á þeim kvótum sem við fáum úthlutað en það er ljóst að þetta mun enn þrengja að flugrekstri.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Umhverfisvernd ógnar fluginu  Tilskipun um útblásturskvóta í flugi gæti kostað íslenskan flug- rekstur milljarða  Mun lenda á farþegum á endanum ➤ Allt flug innan EES-svæðisinsmun falla undir tilskipunina. ➤ Heildar-losunarheimildirgróðurhúsalofttegunda verða miðaðar við sögulega losun á árunum 2004 til 2006. ➤ Tilskipunin mun líklega verðasamþykkt í ár og ganga í gildi árið 2011 eða 2012. ➤ Vegna mikils vaxtar í flugiverður um að ræða verulega skerðingu á leyfilegri losun gróðurhúsalofttegunda. TILSKIPUNIN Morgunblaðið/ÞÖK Til lendingar Íslensku flugfélögin gætu þurft að lækka flugið verulega ef ESB-tilskipun um útblást- urskvóta tekur gildi. „Það ætti ekki að koma á óvart að sveitarstjórn- armenn leggist gegn þessu,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, um að komið verði á landsskipulags- áætlun eins og kveðið er á um í frumvarpi umhverf- isráðherra til skipulags- laga. Halldór segir að sambandið hafi reynt að leysa málið með ráðuneytinu undir þeim for- merkjum að landsskipulag yrði ekki rétthærra en skipulag sveitarfé- laganna. „En þegar okkur varð ljóst að það yrði aldrei ákváðum við að leggjast alfarið gegn þessu og á síðasta stjórnarfundi var samþykkt þverpólitísk ályktun allra flokka þess efnis,“ segir Halldór. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í 24 stundum í gær að í ljós hefði komið meiri ágreiningur um málið en hann hefði áttað sig á. ejg Ætti ekki að koma á óvart „Við lögðum upp með það að koma okk- ar sjón- armiðum á framfæri og nú er það í höfn,“ segir Guðlaug Kristjáns- dóttir, for- maður Banda- lags háskólamanna (BHM). Forsætisráðherra bauð fulltrúum BHM á fund með fjármála- og ut- anríkisráðherra í gær en Guðlaug segir ekki liggja fyrir hvort fund- urinn breyti nokkru í kjarabar- áttu háskólamanna en fundað verður um málið hjá rík- issáttasemjara í dag. mbl.is Gerðu grein fyrir sjónarmiðum Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu verðkönnun á tjaldsvæðum á Norðurlandi, og er uppgefið verð miðað við 2 ein- staklinga í tjaldi eina nótt. Könnunin er ekki tæmandi og ekki er tekið tillit til þjónustu eða gæða. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 80% verðmunur á tjald- svæðum á Norðurlandi Ásta Bjarnadóttir NEYTENDAVAKTIN Verð á tjaldsvæði, 2 í tjaldi pr. nótt Tjaldsvæði Verð Verðmunur Heiðarbær, Húsavík 1.000 Tjaldsvæðið Blönduósi 1.200 20 % Bakkaflöt, Skagafirði 1.400 40 % Vaglaskógur, Fnjóskadal 1.400 40 % Ásbyrgi, N-Þing. 1.500 50 % Hlíð, Mývatni 1.600 60 % Hamrar, Kjarnaskógi við Akureyri 1.800 80 %

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.